Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
29.12.2003 at 16:58 #482648
Ekki kannski illa en samt sem áður fór bíllinn hjá félaga mínum sem er Explorer bensín að eyða 2 lítrum meira á hundraðið en er sprækari og skemmtilegri vinnsla fyrir vikið.
kv.Lúther
05.12.2003 at 18:10 #482170Gott að þetta er ekki eins og það lítur út fyrir að vera. Enn mig langar að vita hvað (LC 90?) er að gera á mynd númer 5. sést í bakrunni við fremri bílinn.
kv.Lúther
01.12.2003 at 10:10 #481672Já þetta hefur verið löng helgi fyrir suma, Ég og Siggi tæknó fylgdum Benna á Blazernum frá Hveravöllum niður í Blönduvirkjun þar sem Blazerinn var skilinn eftir og bíður vörubíls, en eins og kom fram hér ofar keyrði Benni á grjót og braut frammhásinguna í tvennt okkur gekk þó vel niðrúr og komum til Rvk kl 23 í gærkveldi.
kv.Lúther
25.11.2003 at 13:13 #481412Ekki væri nú lífið mikils virði, hvað þá vetrartíminn ef ekki væri til Patrol, það að vakna upp í morgunn í snjókomu og kulda og setjast upp í eitt stykki PATTA er með öllu ólýsanleg tilfinning, og þá uppgvötar maður hvað lífið getur verið virkilega einfalt.
Kv.Lúther
22.11.2003 at 13:11 #480926Er ekki lausninn fyrir okkur rörakalla að fá okkur klafabúnað að aftan, ég sæji þetta fyrir mér svoleiðis að við værum áfram með okkar níðsterku óbilandi PATROL HÁSINGU að framan en yrðum okkur út um háþróaðan fíngerðan dömu fjöðrunarbúnað að aftan.
Kv.Lúther
19.11.2003 at 22:57 #480890Ég sé það af skrifum vinar okkar honum Hjölla í danaveldi að það tíðkast ennþá hjá dönum að fá sér einn grænann eftir vinnu:)
Kv.Lúther
19.11.2003 at 20:04 #481004JÁ JÁ nú fatta ég hvernig kerru þig vantar (ef Stefán skilur þig rétt).
Sláðu bara á þráðinn til mín ég get reddað þér svona kerru.kv.Lúther
19.11.2003 at 19:53 #480998Sæll Bjarni!
Ekki svona Byko kerru segir þú, en ég held nú samt að kerran sem þér vantar sé í Byko, ég þurfti í fyrra að ná í bilaðan bíl út á land og leigði kerru í Byko sem var með fjögur hjól undir sér og spil fremst til að draga bilaða bílinn uppá.
Hæðin á kerrunni náði rétt í afturstuðara hjá mér.
Sorrý ef ég hef ekki skilið þetta rétt.
kv.Lúther
19.11.2003 at 18:18 #480882Nú er herra Björn Þorri farinn að tala í hringi.
Allt í einu er eðlilegt að þurfa að yfirstíga vandamál þegar nýjum bíl er breytt fyrir 38 eða 44" hjól, ekki var það nú eðlilegt þegar 120 LC bíllinn kom.
Ég heyri nú ekki annað enn að þessir nýju Pajeróar hafi bara verið fastir á fjöllum í fyrravetur, og ég held að það sé rétt sem ég heyrði að Björn Þorri eigi ennþá eftir að keyra í gegnum heilann skafl hjálparlaust.
Svo margar myndir, svo mörg myndbönd sýna að það gekk ekki frábærlega hjá einkanúmerinu ÞORRA í fyrravetur.
Já og byrjaðu svo bara að moka yfir mig Þorri minn:)
Kv. Lúther
19.11.2003 at 17:30 #478684Já það gat nú verið að klafakallarnir þyrftu að láta útbúa eitthvert hernaðarleyndarmál til að geta verið til friðs á fjöllum.
Hvað skyldi svo svona "ALWAYS SUCK" búnaður kosta, örugglega allan peninginn.
kv.Lúther
16.11.2003 at 01:22 #480768Ég læt einhvern annan um að lýsa HROLL fyrir þér enda mikið og langt mál að skrifa um, en hvar í heiminum ert þú er enginn jeppamenning þar sem þú ert?
15.11.2003 at 22:41 #480754Mér skylst að félagi okkar Óskar Erlings sé að framkvæma þessa aðgerð inn í skúr hjá sér, Fróðlegt væri að heyra frá honum hvernig gekk.
Hann er með eldri Pattann sem er kominn með framlás og lololo svo það verður bara gaman hjá honum í vetur, spurning hvort hann gangi úr ofsatrúarfélaginu EJS og fari beint í Vindbelgjagengið.Kv.Lúther
13.11.2003 at 09:28 #480282Sæll Jón
Ég er ekki alveg að skilja spurningar þínar 3, því allir vita hvar umboðið er Vagnhöfða 23 og þeir eru nú ekkert að standa sig verr við viðskiptavini sína enn önnur umboð.
Ég er á Nissan bíl og get nú ekki beint dáðast af umboði mínu frekar enn aðrir Nissan eigendur.
Bílabúð Benna er nú frekar þekkt fyrir meiri þjónustu við jeppaeigendur enn önnur umboð og ekki skiptir nú miklu máli hvernig jeppa þú átt þegar þú stendur ínn á gólfi hjá BB.Kv.Lúther
12.11.2003 at 22:16 #477108almáttugur fannst kálfur á jökli, vonandi ekki við Hofsjökul því þá veit ég hver á hann og það þjónar engum tilgangi að draga hann til byggða, hann OFSI yrði alveg brjálaður ef það yrði gert. (Nei leitum betur!!!)
kv.Lúther
12.11.2003 at 21:54 #477104Hvernig fór leitin mikla af olíukálfi, fannst einhver og ef hvernig ástand var þá á honum?
Er Magni magnaði kannski byrjaður að sjóða einn saman?
kv Lúther
12.11.2003 at 10:20 #480154Gleymdi reyndar að ég er búinn að fá 3" púst sem bíður eftir að komast í bílinn, ætti þetta ekki að duga í fyrstu túranna??
Kv. Lúther
12.11.2003 at 10:14 #480152Já strákar margt fróðlegt í þessu öllu.
Ég fæ bílinn úr breytingum með hlutföllum og eins og uppröðunin mun verða á þessu hjá mér fer 3ja rása kassi strax í hann, KN sía og svo er ég ofboðslega spenntur fyrir að prufa 2 stk Hiclone. Prófa þetta allavega til að byrja með og sé svo til hvað dettur í hann næst.
11.11.2003 at 11:44 #480104Ég á ein 5 stk af original Patrol stálfelgum 7" breiðum og ef einhver á 13" breiðar felgur sem passa undir patrol væri ég til í að skipta.
Enn að vísu hef ég heyrt að ég fái ekki 13" breiðar undir Patrol hvurnig sem stendur á því.
Kv. Lúther s. 822-1701
10.11.2003 at 01:09 #480128Nei, enda setti ég spurningamerki við fyrirsögnina:)
10.11.2003 at 01:02 #480092Það er best fyrir þig að senda bara Hlyn Snæland og félögum umsókn fyrir þig og Runnerinn í þessa ferð. Misjafnt er álit manna á þessum dekkjamálum, enn fararstjórn tekur alltaf loka ákvörðun.
kv.Lúther
-
AuthorReplies