Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
28.01.2005 at 10:17 #515024
Verðið er 3300 pr. mann. Þess má einnig geta að það eru komnir 62 sem ætla að blóta í Setrinu. Þannig að það verður án efa rosalegt fjör og ekki síður kannski að fylgjast með hvernig mannskapnum gengur að koma sér á staðinn.
Þeir sem hafa hug á að fara á þorrablótið í Árbúðum er verðið þar 3000.- pr. mann. og skráning hjá Nínu í Litlu deildinni þar skilst mér að hópurinn sé að nálgast 20 manns.
kv.
Lúther
28.01.2005 at 09:58 #515018Sæll Siggi
Líklega hef ég ekki haft vit á því að setja gamla þráðin undir ferðir, enn hér er reikningsnúmerið 1175-26-44444, 701089-1549.
Kv.
Lúther
28.01.2005 at 09:54 #515058Strákar mínir er bara ekki áhugi að panta bara einn gám af rúðuþurkum. Ég nota að ég held nr 18, og tek eitt sett.
kveðjur til kaupfélagsins.
Kv
Lúther
25.01.2005 at 17:11 #514640Við Benni vorum nefnilega að keyra saman um helgina 2 einir lengst af, mér þykir ekki ósennilegt að þessi hugmynd um að selja Pajero hafi einmitt kviknað hjá honum í þeirri ferð.
Ég meina það fá bara allir á endanum leið á að vera "fararmenn"Enn engu að síður með þeim skemmtilegri ferðafélögum og verður bara betra ef drengurinn fær sér Patrol, þá þurfum við ekki að drekka kaffið í sitthvoru lagi.
kv.
Lúther
21.01.2005 at 12:40 #514136Ég hef svolitlar áhyggjur af því hvort Flugsveitin EJS komi til með að mæta, ég nefnilega hef séð hana Soffíu sparka í dekk……
kv
Lúther
20.01.2005 at 16:24 #513094Nú er Fimmtudagur og því grá upplagt að taka sér smá kvöld rúnt og hitta félagana á opnu húsi í kvöld, nú og þá svona í leiðinni fyrst maður er kominn á staðinn er náttúrulega grá upplagt að borga staðfestingargjald á þorrablótið.
Lúther
19.01.2005 at 14:35 #513092Jú jú að sjálfsögðu má nota tæknina og leggja upphæðina inn á reikning klúbbsins sem er 1175-26-44444, K.T.701089-1549.
Kveðja.
Lúther
19.01.2005 at 13:45 #513088Sælir Félagar.
Nú er orðið uppselt í þorrablótið í Setrinu, og að gefnu tilefni er mönnum bent á að staðfesta þáttöku sína með að ganga frá þáttökugjaldinu núna á næstu Fimmtudagskvöldum.
Síðasti séns er að borga á opnu húsi Fimmtudagskvöldið 27 janúar. eftir það verður hringt í þá sem hafa skráð sig á biðlista.
Bestu kveðjur
Lúther
s.822-1701
18.01.2005 at 15:39 #513786Ég var einmitt að panta mér nýtt grill og annað slíkt á Patrol og verðið sem þeir gáfu mér upp var nokkuð mikið lægra enn hjá umboðinu, þegar vörurnar komu stóðst verð og komutími fullkomlega.
Ég fór afar sáttur þaðan út í fyrradag.Kv. Lúther
14.01.2005 at 17:58 #195251Sælir félagar.
Nú var ég að láta setja undir hjá mér 14″ breiðar Patrol felgur sem ég lét sjóða kant á. Dekkjaverkstæðið láðist að líma dekkin á felgurnar eins og ég bað þá um að gera, svo nú spyr ég á ég að láta rífa aftur undan og líma eða slepp ég með þetta svona.
Kv.
Lúther
14.01.2005 at 17:17 #513434Sæll Siggi F.
Ég skal rúlla með þér í Þursaborgina á Sunnudag, að vísu hef ég áður rennt á móti Norðanmönnum og ætlað að hitta þá í Þursaborg enn þeir komust aldrei svo ég er til að reyna aftur.
Hvenar áætlar þú að leggja í hann?
Lúther
14.01.2005 at 12:04 #513376Fastur minn við verðum á Þorrablóti, þú veist alveg eins og ég að ef okkur tvo vantar á þorrablót er nú ekki mikið skemmtanagildi eftir.
Enn hvað um að við tveir yrðum bara í beinni útsendingu á sýningunni, þú með þinn hóp á Kerlingarfjallaleið og ég og mínir á leið upp Klakkinn. Vávááá maður það yrði rosalegt, ég sé alveg allan hópinn fyrir mér fyrir framan risa skjá þetta yrði svona eins og góður SURVIVOR þáttur.
kv.
Lúther
13.01.2005 at 15:13 #513382Heyrðu!!!
Eftir að vera búinn að lesa lítið annað enn um þetta mál síðustu daga, held ég að ástæðan sé eitthvað á þessa leið:
Síðan þurfti endurbætur og Castor strákarnir tóku það að sér enn þurftu svo að fara í skóla, sem er held ég fyrir norðan, þá kom upp eitthvað vandamál með …….. Heyrðu æjjiii hringdu bara í EIK Í SÍMA 690-3307 hann veit sko allt um þessa castor peyja, sem eru samt ágætis peyjar held ég þeir eru bara örugglega í prófum núna.
KV.
Lúther
12.01.2005 at 18:47 #513300Hvernig er það með ykkur norðanmenn sem eru að snjóa í kaf og bærinn orðinn óþekkjanlegur vegna snjóalaga.
Getið eða þorið þið aldrei að fara neitt lengra nema upp á Fálkafell eða upp á þessa blessaða Vaðlaheiði.Furðulegt að miða við allan þennan snjó sem þið eruð með að einu myndirnar og ferðasögurnar sem koma frá ykkur eru bara upp á einhverja litla hóla sem eru ekki einu sinni merktir inn á kort.
Blessaðir farið nú að fá ykkur alvöru jeppa og útbúnað svo þið getið farið að komast, þó væri ekki nema eina nótt úr bænum.
Kv
Lúther
11.01.2005 at 00:32 #513080Sælir félagar.
Nú í kvöld á Mánudagsfundinum skráðu sig rétt tæplega 40 manns á Þorrablót í Setrinu, svo skráning er rétt rúmlega hálfnuð og þeir sem hafa hug á að taka þátt er bent á að gera upp hug sinn hið snarasta.
Hef ekki nýjustu tölur um blótið í Árbúðum, enn einhverjir eru komnir þar á blað og þar komast helmingi færri að enn upp í Setri, bókanir þar sjá Nína og Kjartan í Litlu deildinni um.
Kveðja
Lúther
10.01.2005 at 12:21 #513078Samkvæmt nýjustu upplýsingum sem ég fékk áðan hafa þegar einhverjir 10 bílar nú þegar sýnt áhuga að fara í Árbúðir, þannig að þetta virðist fara betur í menn að fá smá hálendis-fíling.
Enn svo allir séu jafnir hefst enginn skráning fyrr enn á Loftleiðum í kvöld.
Kv.
Lúther
10.01.2005 at 11:33 #513074Langaði bara að minna á að skráning hefst á þorrablótin á fundinum á Hótel Loftleiðum í kvöld.
Venjan hefur verið sú að fljótlega hefur fyllst í þessa uppákomu og vil ég því benda fólki á að vera snemma á ferð.
Allar frekari upplýsingar í kvöld.Kv.Lúther
09.01.2005 at 16:45 #512680Sæll Jón Ebbi.
Eruð þið Skúli formaður búnir að redda ykkur einhverstaðar sem kóarar yfir Hofsjökul.
Allavega geri ég ekki ráð fyrir því að þið ætlið að reyna að komast á Land-Rover í þennan túr.
Þið gætuð náttúrulega rennt þjoðveg 1 og beðið eftir okkur með kakó og vöfflur þegar við komum, já það væri vel þegið!Kv.
Lúther
08.01.2005 at 22:40 #195194Ágætu félagsmenn!
Nú fer að líða að því að félagsmenn 4×4 klúbbsins geti farið að blóta þorrann.
Að þessu sinni verður sá háttur hafður á að Þorrablótin verða 2, annað verður að venju í Setrinu í umsjá skemmtinefndar helgina 4-6 Febrúar n.k.Fyrir þá sem ekki eiga heimangengt svo langt frá byggð þessa helgi, eru á minna breyttum bílum eða vilja bara breyta til frá Setrinu, verður þá sömu helgi hægt að komast í skemmda matinn í Árbúðum. Þar höfum við fengið þá félaga í litlu deildinni til að aðstoða okkur og verður borðhaldið þar í þeirra umsjá.
Verð á blótið í Setrinu er 3.300.- pr. mann
Verð á blótinu í Árbúðum 3.000.- pr. MannÍ báðum tilfellum er gisting í 2 nætur og matur innifalin.
Skráning hefst á bæði blótin á n.k. Mánudagskvöld á Loftleiðafundinum, enn þeir sem ekki eiga kost á að skrá sig þar er bent á að hafa samband við okkur skemmtinefndarmenn (undir skemmtinefnd hér á síðunni) V/ SETURSINS.
Enn þeir sem hafa hug á að vera í Árbúðum er bent á Sveinlaug (Lauga) í litlunefndinni.
F.h skemmtinefndar
Lúther
07.01.2005 at 15:03 #512656Eðlilega hefur maður áhyggjur af svona fíflagangi hvernig er annað hægt skoðið bara málið frá réttu sjónarhorni.
Rottugengið: flest allir á Toyotum og meðalaldurinn kominn vel yfir 50 ár þarna þyrfti bara 3-4 hjúkrunarfræðinga til að fylgjast með blóðþrýsting, mataræði og svefnvenjum.
Sóðagengið: Þar eru BÞV, Rallý- Palli og fleiri Pajeróar sem hvorki kæmust né rötuðu eitt né neitt.
Óþverrafélagið: Þeir hafa bara enga reynslu í öðru enn að keyra málhalta túrista upp að Gullfoss og Geysi en eru reyndar nýfarnir að bjóða ferðir á Þingvelli.
Heimsgir: Emil Borg, Teddi, Bjarki, Eyþór. Hvað þarf að sega meir nafnið segir allt sem sega þarf.
Fjallavinaf. Kári: Jú, jú ofboðslega góðir göngugarpar, enn það á að keyra yfir jökul ekki ganga,
Svo er bara of langt mál að nefna aðra uppgjafa ferðahópa eins og t.d Flugsveitina EJS, Strumpana og aðra eins saumaklúbba.Ekki er ég kannski beint að setja út á vinkonu mina hana Ellu sem fararstjóra, enda unnið mikið með henni í 4×4 starfi undanfarin ár, ég veit bara sem er að hún á það til að verða kalt á puttunum og þá fer hún bara í næsta bíl og skilur sinn bara eftir.
Enn Jonerl ég bara man ekki eftir þér úr Trúðaferð enn leiðinlegt ef þú hefur ekki skemmt þér vel. Annars hef ég aldrei verið titlaður fararstjóri yfir einu né neinu enda veit stjórn 4×4 að það væri vítavert kæruleisi, og nógu eru þeir nú búnir að klúðra fyrir.
Lúther
-
AuthorReplies