Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
25.03.2011 at 15:38 #724702
Var að heyra í Friðriki Halldórssyni sem er með Sveinbjörn FORMANN með sér í bílnum á leiðinni norður. Þeir eru nú staddir í Laugafelli að pulsa sig upp fyrir næsta áfanga. Eru saman á einum sjö bílum undir merkjum Fúlagengisins, allt í standi nema hvað einn vélfákurinn fékk einhverja „flensu“og var hann skilinn eftir. Bílstjórinn og farþeginn fengu far með Friðriki enda nóg pláss í þessum trukkum sem F-gengið ferðast um á. Veðrið er búið að vera gott hjá þeim hingað og talsvert mikið af snjó…semsagt bara gaman….
24.03.2011 at 21:39 #218170Gott kvöld.
Náði rétt í þessu sambandi við Jeep gengið sem komið er inn að Versölum eftir gott gengi, byrjaðir að grilla og bjartsýnir á framhaldið. Þeir eru saman á sjö jeppum sem allir eru einhver útgáfa af Jeep nema einn sem er LC FJ40 af árgerð ’68 eða þar um bil. Dekkjastærðir frá 38″ og upp í 46″ og allt þar á milli. Virðist líta vel út með snjóalög, enginn krapi og hvítt yfir öllu og talsverður lausasnjór. Flestir annarra ferðalanga munu gista í Hrauneyjum í nótt og svo eru enn aðrir sem leggja í hann snemma í fyrramálið og ætla þeir að taka þetta í einum áfanga allt til Akureyrar.
Meira síðar.
08.02.2011 at 20:59 #719032Ég næ því með leik þ.e. að vera í öldungadeildinni hvað árgerð bílsins varðar og er einnig að falla í þann flokk sjálfur svo þetta sé nú allt í stíl. Þetta skreytir bara ferðalagið að bílaflóran sé sem fjölbreyttust og þar komum við sterkir inn…
08.02.2011 at 20:22 #217316Jæja félagar. Nú er bara að vona að veðurguðirnir miskuni sig yfir okkur og sendi okkur mikinn snjó fyrir STÓRFERÐINA. Held að þetta verði spennandi fyrirkomulag þ.e. fá þá aðila sem best til þekkja á norðurlandi til að að ferðast með okkur „flatlendingunum“ norðan heiða. Blanda þessu vel saman og efla um leið tengsl milli manna í hinum ýmsu deildum. Sáum frábærar myndir í gærkvöldi á félagsfundi frá fyrstu Stórferðinni sem farin var árið 1987, mest var af 8cyl amersískum gæðavögnum sem fóru þó einungis inn í Nýjadal sem var bara nokkuð gott miðað við þann útbúnað sem þá tíðkaðist, dekkin lítil, staðsetningarbúnaður fábrotinn og ekki nema í tveimur bílum að kalla mátti. Klæðnaður ferðalanganna allt frá ballskóm og stælklæðnaði enda áttu sumir hverjir ekki von á öðru en að allt gengi vel og þeir yrðu komnir á ball í Sjallanum fyrr en varði. Ferðin í fyrra var frábær og ekki ástæða til annars en ætla að þessi verði svipuð. Skráningar hefjast á föstudag eins og fram hefur komið. Logi R.
30.01.2011 at 18:18 #717990Heyrði í Benna rétt í þessu sem er að koma niður af Hellisheiðinni ásamt Val. Hann vissi ekki betur en að allir væru í góðum málum en mislangt komnir þótt allir séu að líkindum komnir á malbikið. Læt nú lokið þessum skrifum um leið og ég hvet einhvern þeirra sem í ferðinni voru til að botna frásögnina með einhverri statistik og fleira kryddi. Over and out – Logi Ragnarsson
30.01.2011 at 14:21 #717982Allir lagðir af stað úr Setrinu. Fara nú Kvíslarveituveginn sem er því sem næstu auður en talsverð hálka og einhver skafrenningum. Gekk vel yfir vaðið, 20 — 30 cm vatn ofan á þykkum klaka þannið að áin var auðveld yfirferðar. Búið að redda öxlinum hjá Gísla, vanir menn sem fóru létt með þetta. Einn Patrol á 46" er búinn er að slíta einhverja felgubolta af því er mér skildist en því verður reddað eins og öðru. Blótið var alveg súper að sögn Rúnars skálanefndarmanns sem er með Sigga bróður sínum á Astronum. Flottum matur og gríðargóð stemming í hópnum. Semsagt allt á áætlun ef undanskilin eru smávægileg áföll sbr ofangreint en þetta er svo lítið að það tekur því varla að tala um það. Ef einhver heyrir í þeim má sá hinn sami gjarnan stinga inn á þráðinn frekari upplýsinum öðrum til skemmtunar. Meira síðar….lr
29.01.2011 at 19:14 #717974Var að tala við Fast, allir komir í Setrið heilu og höldnu og blótið að byrja….Bjarni Ýktur sérlega ánægður enda er þetta loks á heppnast þ.e. að komast á áfangastað og geta blótað þorra í góðra vina hópi upp til fjalla. Tók einnig skýrslu af Benna sem hafði farið í dag niður að Sóleyjarhöfða og yfir vaðið án neinna vandræða…semsagt allir að komast í gírinn og ánægðir með sig. Reikna ekki með að hafa samband við þá aftur fyrr en líða tekur á morgundaginn þegar menn verða komnir á ról eftir veisluna…meira síðar.
29.01.2011 at 11:01 #717972Birkir á 38" Chrerokee ásamt Jens á 38" Range Rover, Guðbjarna á 44" Patrol og Arnóri 38" LC 90 lögðu af stað kl. rúmlega 10:00 á Select, held að það sé síðasti hópurinn af stað. Sá að menn höfðu misjafnar áhyggjur af því hvort stíga þyrfti út úr bílunum á leiðinni þar sem skófatnaður var allt frá ofurbomsum og niður í að vera berfættur á bandaskóm eins og Birkir Fastur. Hann hefur OFURTRÚ á Jeep eins og svo margir aðrir og bjóst því ekki við neinum festum að þessu sinni. Sá að Bjarni Ýktur var spenntur enda þriðja þorrablótsferðin að hefjast en sökum ófærðar að að öðrum ástæðum hefur hann aldrei náð að komast alla leið, var nú farþegi 44 Pattanum og bjartsýnn á að nú myndi þetta loks lukkast,,,,sem á alveg eftir að koma í ljós. Ef einhver vandamál verða þá veit ég að Setursbúar bíða þess spenntir að fara og "bjarga" hópnum í hús….komið er í ljós að Gísli Þór braut öxulinn í gær og "er hann" því eins og staðan er núna…meira síðar.
Logi R.
29.01.2011 at 01:10 #717970Jæja, var að tala við Benna sem sagði mér að hann hefði komið fyrir stuttu síðan í Setrið "FYRSTUR allra – enda á FORD" eins og hann orðaði það. Aðrir að renna í hlað, búið að vera mjög blint v/skafrennings auk þess sem einhverjir krapapyttir voru að stríða þeim lítillega. Engin áföll utan eins brotins öxuls sem tilheyrði þó ekki Fordinum heldur einhverju öðru ökutæki í hópnum, vænti greinarbetri upplýsinga um það á morgun, aðalspennan hver eyðileggur flest dekk og brýtur flesta öxla og annað viðlíka dót. Næst á dagskrá var að skála fyrir ferðalaginu sem vonandi tekur ekki eins langan tíma og ferðalagið sjálft :-/. Ætlunin að taka einhvern rúnt á morgun ef veður verður bærilegt og svo tekur við sjálft blótið sem verður örugglega fjörugt enda hress hópur á ferð…meira síðar.
28.01.2011 at 20:58 #217114Góða kvöldið
Var að heyra í Benna Magg á 49″ Fordinum sem kominn var norður fyrir Kerlingarfjöll á hraðri leið í Setrið. Með honum voru einir fimm bílar og þar á meðal Gísli Þór á 44″Jeepster, Þórður á 54″ Fordinum og Siggi á 44″ Astro ásamt fleirum. Ferðin gengur vel, ágætt veður en snjórinn mætti vera meiri. Benni vildi koma á framfæri aðvörun vegna mikils úrrennslis úr veginum í utanverðum Bláfellshálsi. Heljar skurður sem menn verða að gæta sín á. Hnitin eru N6431502/V1951867. Meira síðar í kvöld.
Logi sem „er hann“ það er fréttaritari þessara ferðagarpa.
01.06.2010 at 11:55 #695116Mér lýst vel á það sem Maggi setur fram þ.e. að félagsmenn hittist á trukkunum til gamans og taki stuttan rúnt í framhaldinu, það þarf hvort eð er að hreyfa þessa fáka endrum og sinnum að sumarlagi.
Logi
21.05.2010 at 10:48 #693316Aðalfundur F4x4 er eftir rúma viku eða laugardaginn 29. maí kl. 13:00 í Mörkinni 6.
Hvetur stjórn klúbbsins alla þá sem áhuga hafa á að starfa fyrir félagið til að gefa kost á sér í stjórn eða einstaka nefndir á vettvangi þess, allt eftir áhuga hvers og eins.
Stjórn F4x4
05.05.2010 at 09:25 #692724Góðan dag.
Tek á mig að hafa ekki kynnt frá hverjum tillagan er komin en hún er semsagt frá Stefaníu Guðjónsdóttur R-3280 og barst hún tilskilinna tímamarka eins og þau eru skilgreind í lögum félagsins. Sjá nánar hér að neðan.
Logi
Stjórn F4x4___________________________
Stjórn Ferðaklúbbsins 4×4
Eirhöfða 11
15. apríl 2010
kl. 22:30Efni: Breytingar á lögum Ferðaklúbbsins 4×4.
Ég undirrituð óska eftir því að eftirfarandi lagabreytingartillögur, grein 5. og grein 14., verði teknar fyrir á næsta aðalfundi Ferðaklúbbsins 4×4. Eru þær lagðar fram af Stefaníu Guðjónsdóttur R-3280 og stuðningsmaður Árni Bergsson R-139
Kær kveðja
Stefanía Guðjónsdóttir
19.04.2010 at 19:37 #690954Gleymdu þessum 6 cyl pælingum – heldur þig við upphaflega planið þ.e. 8 cyl og engann afslátt. Notar margföldunartöfluna 2xhálfátta = átta og þá fer Rockon-inn á flug, passar þig bara á gosmekkinum svo hreyfillinn gefi sig ekki :-/
04.04.2010 at 19:52 #689212Næsti fundur verður mánudagskvöldið 12. apríl í Mörkinni.
Aðalfundur félagsins verður svo að öllum líkindum haldinn laugardaginn 22. maí, verður auglýst á vefnum strax eftir páskahátíðina.
Logi Ragnarsson
Stjórn F4x4
23.03.2010 at 21:28 #678922Góða kvöldið.
Verð að byrja á að segja að þetta var nú bara ein allra besta ferð sem ég hef farið í um dagana…mátuleg skipulagning þar sem hver og einn hópur lagði dagana upp eins og honum best hentaði…okkur í Jeep genginu hugnaðist best að keyra stíft og taka svo góðar pásur þess á milli sem við notuðum til ýmissa hluta, svipar til þess ökulags að vera snöggur af stað á öllum ljósum og þurfa svo að bíða á þeim næstu, ekki vænlegt ef spara á bensín en þess meira gaman á meðan á meðan druslan er á hreyfingu. Las í gegnum flest innslögin á þessum þræði og má í því sambandi til með að hæla Stefaníu sérstaklega fyrir hennar fréttaflutning af ferðinni, frábær tilþrif sem lífga upp á umræðuna á meðan á svona ferðalögum stendur. Félögum mínum í Jeep genginu,skipuleggendum ferðarinnar sem og öllum öðrum sem tóku þátt þakka ég samveruna.
Logi Ragnarsson, R148
ps – eyðslutölur af Jeep Wagoneer ellismellinum ekki birtingahæfar
21.09.2009 at 12:50 #658004Stjórn Ferðaklúbbsins 4×4 vill koma þeim upplýsingum á framfæri við félagsmenn að þær hugmyndir sem Ásahreppur hefur lagt fram til kynningar eru í okkar huga mjög gerræðislegar á allan hátt. Ef þetta er sýnishorn af því sem koma skal frá öðrum sveitarfélögum er ljóst að við þurfum að yfirfara okkar nálgun í þessum málaflokki og er sú vinna reyndar þegar farin af stað. Stjórnin fagnar allri vel rökstuddri málefnalegri umræðu á vef félagsins um þetta efni samanber skrif undanfarinna daga en frábiður sér að sama skapi algerlega órökstuddar dylgjur líkt og þær sem sendar voru af félagsmanni í Vesturlandsdeild þann 19. september síðastliðinn. Slík skrif, þar sem vegið er að einstökum félagsmönnum, eru engan veginn boðleg á vef félagsins.
Stjórn F4x4
14.09.2009 at 12:30 #657060Sammála síðasta ræðumanni, mjög gott að fá jákvæða frétt sem þessa inn í umræðuna, vekur mikla athygli – hið besta mál allt saman.
10.07.2009 at 15:20 #650890Logi Ragnarsson + 1 fullorðinn
11.05.2009 at 11:34 #647346Umhverfisnefnd:
. Magnús Guðmundsson
. Sæbjörg Richardsdóttir
. Haraldur Þór Vilhjálmsson
. Benedikt Brynjólfsson
. Baldvin M. ZariohTækninefnd:
. Benedikt Magnússon
. Heiðar Engilberts
. Rúnar Sigurjónsson
. Örn Ingvi Jónsson
. Magnús SigurðssonSkálanefndin:
. Logi Már Einarsson
. Jón Emil Þorsteinsson
. Magnús Tómasson
. Kári Þórisson
. Ægir SævarssonHjálparsveit.
. Samúel Þór Guðjónsson
. Alfreð Mortensen
. Stefán BaldvinssonRitnefnd: Engin bauð sig fram.
Litlanefnd:
. Ólafur Magnússon
. Guðmundur G Kristinsson
. Sigurlaugur Þorsteinsson
. Kristján Kristjánsson
. Einar Berg GunnarssonFjarskiptanefnd:
. Hlynur Snæland Lárusson
. Sigmundur Sæmundsson
. Jóhannes Jónsson
. Snorri Ingimarsson
. Kjartan GunnsteinssonVefnefnd:
. Bergur Pálsson
. Hafliði Magnússon
. Ásgeir SigurðssonVefurinn verður uppfærður einhvern næstu daga með þessum nöfnum sem og þeim breytingum sem urðu á stjórn og varastjórn.
-
AuthorReplies