Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
01.12.2012 at 23:03 #761201
Andskotinn, á maður virkilega að þurfa að fara að renna upp í Setur á "Skálanefndar Grána" og taka einhverjar Toyotur í tog til byggða? L.
29.11.2012 at 11:24 #760641Sæll Nafni, er ekki best að við verðum þarna tveir, Logarnir. Ætti að verða alveg logandi stuð. L.
19.11.2012 at 17:16 #760795Sælir félagar. Við í skálanefndinni náðum þeim markmiðum sem við settum okkur fyrir þessa vinnuhelgi, þ.e. að klára olíutengingu frá nýja aðaltanknum inn á dagtank ljósavélar og tengja botnrofa í dagtanknum sem drepur á vélinni ef dísilolíu þrýtur þ.e. áður en tankurinn klárast alveg. Aðalbreytingin fyrir þá sem gista og þurfa að fylla á dagtankinn í lok gistingar er á nú þarf aðeins að þrýsta á hnapp til að fylla á dagtankinn og sér þá rafmagnsdæla um að koma olíunni á tankinn. Þetta tekur mjög skamma stund því að dælan er mjög öflug. Guðmundur skálanefndarmaður orðaði þetta reyndar mjög snyrtilega og sagði að "þetta væri eins og að reka niður títuprón með sleggju". Hin breytingin sem um ræðir er að nú hefur verið tengdur rofi í dagtank sem drepur á vélinni þegar hún er u.þ.b. að verða olíulaus. Þarf þá að dæla olíu á tankinn og endurræsa tölvu vélarinnar með því að slökkva á henni og kveikja aftur eftir stutta stund, þá ræsir tölvan sig aftur og hægt er að gangsetja vélina. Væntanlega verður gerð nánari grein fyrir þessum breytingum á næsta félagsfundi.
Annars er það að frétta af þessari ferð að eftir að hópurinn sem var á leið í skálann komst við illan leik í skála um hálf tólf á laugardagskvöldið. Fólk var fegið að komast í hús og tóku menn til matar og drykkjar. Með í för var ný drifloka í Mussoinn og var hún sett í hann morguninn eftir í brjáluðu veðri, roki og skafrenningi en hafðist allt. Allur hópurinn lagði svo af stað í bæinn um hálf eitt á sunnudeginum í þónokkrum vindi og skafrenningi og var skyggni ekki gott og færi þungt á köflum í byrjun. Var ákveðið athuga með hvort vaðið á Þjórsá við Sóleyjrahöfða væri fært og var ákveðið að fara veglínuna niður að vaði þar sem snjóalög eru ekki enn nógu mikil á svæðinu til að fara stystu leið. En þegar komið var um tvo til þrjá kílómetra frá Setrinu ókum við hins vegar út úr veðrinu og inn í sól og lágarenning, harðfennt færi og tóma hamingju. Ferðin niður að vaði var því fljótfarin og var þá tekinn fram álkarl og athugað með þykktina á ísnum. Eftir þá athugun var áin talin fær og brakaði ekki í ísnum undan þyngstu bílum þegar þeir óku yfir. Ferðin niður í Hrauneyjar gekk svo tíðindalaust, ekið var í rjómaveðri og fallegu útsýni til fjalla.
Skálanefnd vill þakka Samúel Úlfr og Sólmundi fyrir framlag þeirra til rafmagnsmála í þessari framkvæmd og Gisla "Seinagengismanni" fyrir að redda drifloku í Mussoinn og að vera afburða "húskarl". Ferðafélögum öðrum þökkum við samfylgdina, sjáumst síðar á fjöllum.Logi Már. Skálanefnd.
17.11.2012 at 11:08 #760785Við hérna í Setrinu erum nú að drekka morgunkaffið okkar eftir að hafa komið í skála um þrjúleytið í nótt í vitlausu veðri. Mjög blint og sá ekki út úr augum og eingöngu keyrt eftir gps. Mjög erfiður snjór, skel og púður sem ber ekki uppi og mikið hjakk. Þverfellsbrekkan erfið en hafðist. Ekki bætti úr skák að Musso var á þremur síðan skömmu eftir Kerlingarfjöll vegna þess að annaðhvort er ónýt framdrifsloka eða brotinn öxull í vinstra framhjóli sem olli því að framhjólið virkað eins of akkeri og gerði hlutina virkilega erfiða. Vorum í tveimur pundum megnið af leiðinni eftir Kerlingarfjöll. Þurfti oft að þiggja spottann hjá Guðmundi sem ruddi megnið af leiðinni úr Kerlingarfjöllum á sínum hugumprúða Trooper. Sammi og Sólmundur komu svo í hús góðum hálftíma á eftir okkur en við höfðum vitað af þeim á eftir okkur. Núna er afskaplega vindasamt hérna og skafrenningur. Snjóalög eru ekki mikil en erfið að sama skapi eins og áður segir og skemmtilegt og krefjandi að keyra í svona færi. En okkar bíður nú vinnudagur og læt ėg staðar numið að sinni. L.
16.11.2012 at 12:14 #760737Velkominn í hópinn. Þú ert í góðum höndum hjá félögunum fyrir norðan, öndvegismenn allir sem einn. Endilega að koma þér inn í félagsstarfið, það er alltaf þörf fyrir góða menn. L.
11.11.2012 at 17:55 #760407Ætla ekki að gera lítið úr því að menn fari varlega á jöklum og sérstaklega ekki áður en snjóalög leggjast yfir að einhverju ráði. En að öðrum ólöstuðum er Hlynur Snæland einn af reyndustu fjallabílstjórum þessa lands og þekkir þessa hluti því nokkuð vel. En ítreka fyrri orð með að fara varlega á jöklum. L.
11.11.2012 at 17:49 #760553Var autt upp í Kerlingarfjöll í vikunni, veit ekki hvenig það er núna en samkvæmt spánni á að snjóa eitthvað á svæðinu í vikunni. Við í skálanefndinni erum að fara sjálfir um næstu helgi þannig að þú verður væntanlega ekki einn á ferðinni. L.
02.11.2012 at 21:34 #760225Ekki kannski dauð Árni en menn kannski seinir að taka við sér svona á föstudagskvöldi. Í mörg glös að líta hjá mönnum t.d. bjórkvöld hjá parketmönnum, samkoma hjá gömlum úldnum rallyköllum og svo mætti eflaust lengi telja. En ég fyrir einn er allavega búinn að kaupa froskmanninn og ekkert útilokað að ėg fari að dæmi Ella ferðafrelsismanns og vinar míns á Akureyri og kaupi einn fyrir hvern hundraðþúsundkall sem ég hef í mánaðarlaun. Vona að aðrir fari að þessu fordæmi Ella. L.
28.10.2012 at 10:58 #759817Mér sýnist svona á umræðunum hérna og á "ferðafrelsi" að menn séu nokkuð sammála í stórum dráttum um þetta mál. Í fyrsta lagi eru menn skeptískir á samstarf við FÍ og verður það í sjálfu sér að teljast eðlilegt. Með þessum samningi er stjórnin kannski að reyna að byggja brú milli Ferðaklúbbsins og FÍ og það finnst mér af hinu góða. Hins vegar verður að gæta þess að svona samningur geri á endanum ekki illt verra í þeim efnum.
Mér sýnist menn vera jákvæðir fyrir því að fá nothæfan vetrarskála í Nýjadal og virðist það gilda jafnt um landsbyggða deildir og móðurfélag. Samningur við FÍ kann að gera þann draum manna að veruleika. Sjálfur er ég mjög jákvæður fyrir nothæfum vetrarskála þarna.
Það sem hinsvegar stendur í mér er þessi samningur sem ég er með undir höndum. Ég vildi gjarna sjá hvaða breytingar hafa verið gerðar á honum áður en hann var undirritaður og hvet stjórnina til að birta hann hér svo við getum tekið afstöðu til hans. Tjáning mín á samningnum hér á eftir miðast því við samninginn eins og ég er með hann.
Í fyrsta lagi. Samningur upp á 10 ár er allt of stuttur og þar að auki getur FÍ stytt hann þar sem uppsagnarákvæði eru í honum. Fræðilega séð gæti því FÍ rekið okkur úr samstarfinu þegar verkefninu er lokið, segjum eftir sjö ár. Kannski paranoja í mér að hugsa svona en sagan segir manni ýmsa hluti. Ef ekk, þái væru aðeins þrjú ár eftir af nýtingartímanum sem er allt of stutt að mínu mati. Ef tímasetja á þennann samning eru 25 ár nærri lagi. Best væri þó ef FÍ og ferðaklúbburinn ættu skálann saman að hálfu og sumar og vetrarnýttu hann samkvæmt samkomulagi.
Í öðru lagi. Eins og lýsingin á verkefninu er í samningnum þá hljómar hún að mínu viti upp á nýjan skála. Ég get ekki séð fyrir mér að núverandi skáli geti fallið undir þá lýsingu. Eins og Benni Magg nefnir hér að ofan var búið að gera úttekt á skálanum á sínum tíma og mönnum sýndist hann ekki á setjandi. Það er svo sem hægt að gera kraftaverk en það útheimtir mikið meiri vinnu og tíma en að byggja nýjan skála og verður aldrei nema hálfkák. Best væri að mínu viti að byggja nýjan skála í þéttbýlinu, flytja hann uppeftir í einingum og raða honum upp á nýja sökkla. Rafmagns og vatnsmálum þarf einnig að koma fyrir á fullnægjandi hátt og víst er um það að nægileg þekking er á slíku í röðum okkar jeppamanna. En eins og áður sagði, þetta tekur allt tíma og framkvæmdatíminn telur inn á nýtingartímann okkar og styttir hann með hverju árinu.
En þegar öllu er á botninn hvolft er best að við látum þetta fara af stað og sjáum hvað er í spilunum. Farið verður af stað með úttekt á húsinu og skoðað hvort eitthvert vit er í þessu öllu og hvern pól á að taka í hæðina með þetta allt. Ef allt um þrýtur má segja samningnum upp í maí á hverju ári og tekur sú uppsögn gildi í september sama ár. Þannig að við erum ekki að stefna í eitthvert hyldýpi með þetta. Sjáum hvað setur. L.
24.10.2012 at 21:54 #759757Er sammála þessu Jökull en gerði mér samt grein fyrir því að þeir ætluðu að undirrita samninginn. Veit samt ekki hvort einhverju var breytt en væri gaman að heyra frá einhverjum stjórnarmanni með það mál.
24.10.2012 at 21:09 #759753Ég allavega tók því þannig að þeir myndu skrifa undir og fyrsta skref yrði að kanna ástand skálans og gera sér grein
fyrir ástandi og horfum og fannst mér menn vera jákváðir fyrir hinu síðarnefnda. En í samningnum er svo sem uppsagnaákváði.10 grein. Samningur þessi er uppsegjanlegur af beggja hálfu i maí hvert ár með gildistöku í september það sama ár.
24.10.2012 at 20:45 #759749Set hér inn kópíu af því sem ėg skrifaði inn á "ferðafrelsi" áðan.
Samningnum var svo sem ekki formlega hafnað á landsfundinum þar sem hann var ekki borinn upp til atkvæða heldur var hann aðeins lagður fram til umfjöllunar. Hins vegar er það rétt að menn voru mjög neikvæðir gagnvart honum og voru nokkuð sammála í neikvæðri túlkun ef undan eru skildir þeir Hafliði Sigtryggur Magnússon formaður og Arnþór Þórðarson gjaldkeri. En samkvæmt því sem ég les út úr samningnum er það misskilningur að f4x4 sé að "leigja" skálann af FÍ heldur er um samstarfssamning að ræða þar sem Ferðafélagið sækist eftir reynslu ferðaklúbbsmanna í að byggja upp og reka vetrarskála og að ferðaklúbburinn hafi afnot af skálanum yfir vetrarmánuðina. Ég er með eintak af samningnum undir höndum eins og han var lagður fram á landsfundinum og get svo sem svarað spurningum um hann ef menn vilja en kýs þá að gera það á lokuðum þræði á síðu Ferðaklúbbsins. Hvort honum hefur verið breytt eftir landsfund er hlutur sem ég get svo ekki svarað.
23.10.2012 at 09:57 #758497Vantar "like" takkann á þig núna Hjörtur, L.
22.10.2012 at 12:15 #758489Á að skrá Jakann líka Hjörtur? Eruð þið þá sem sagt þrjú?
13.10.2012 at 08:53 #759009Mér sýnist að með þessu sé verið að gefa ráðherra vald til að gera það sem honum sýnist þegar honum sýnist. Finnst alls ekki í lagi að það sé gert og getur leitt af sér ýmislegt miður skemmtilegt. Það má með þessu segja að ráðherra sé ekki lengur ráðherra heldur einræðisherra og öll vitum við hvenig það virkar. Sérstaklega ef hrokafullur einstaklingur velst í þetta ráðuneyti. L.
12.10.2012 at 07:16 #758913Velkominn í hópinn. Þegar ég eignaðist minn fyrsta jeppa var ég kominn með sex manna fjölskyldu þannig að Súkka var heldur lítil fyrir mig og varð ég að fara í 7manna Pajero sem fyrsta kost. Hef samt alltaf kjaft mikið álit á þessum gripum og fundist þeir sniðugur kostur fyrir þá sem eru að byrja í jeppabransanum enda hefur mér skilist að þeir byðu upp á ýmsa möguleika í breytingum. Gangi þér vel með verkefnið og við sjãumst kannski í einhverntímann á fjöllum. Kv. Logi Már.
11.10.2012 at 09:48 #758771Slétt sammála Samma hér á undan með þessi tjöldunarákvæði, veit eiginlega ekki á hverju sá hefur verið sem samdi þetta. :). En það er sjálfsagt hægt að leika sér að því að smíða eitthvað nógu flókið í kringum svona einfalda hluti.
11.10.2012 at 09:39 #758859Jú jú, þetta var Mussokvikindið mitt sem þú sást þarna, gegnir nafninu Nasi gamli og kemur ef ég flauta á hann,
En annars, minn er árgerð 2000 og ekki hef ég orðið var við mikla ryðsækni í hinum, gæti svo sem blossað upp einhvern daginn eins og þes er von og vísa. Rafmagn hefur að mestu verið til friðs, stundum hefur eitthvað rugl verið á mælaborðsljósum ef hann hefur staðið lengi en hefur jafnað sig eftir smá notkun. Tengi niður í sjálfskiptingu vatnsþétti ég á sínum tíma og hafa verið til friðs. Verð á varahlutum er þokkalegt, Benni hefur átt flest í bílinn hjá mér og ég get ekki kvartað yfir verðlagningu hjá honum. Eitthvað hef ég verið að fá hjá Tóta Musso í Musso varahlutum. Svo fæst sjálfsagt hitt og þetta af almennum varahlutum hjá Poulsen og slíkum aðilum. En eins og ég segi, heilt yfir er ég mjög sáttur við bílinn, hef sennilega ekki lent á mánudasgeintaki. L.
10.10.2012 at 21:45 #758765Er búinn að reyna að lesa mig í gegnum þetta "torf" og reynist ekki létt. Það er víst þannig með mig að þegar ég reyni að lesa svona lagað nokkuð að heilinn í mér fer fljótlega á "off mode". Er samt að reyna að setja mig inn í þetta smám saman en þakka fyrir að eiga menn eins og Sveinbjörn að sem eru tibúnir að leggja tíma í þessa hluti. Vildi óska að ég væri sterkari á þessu sviði. L.
10.10.2012 at 21:38 #758855Það er þetta með Mussokvikindið. Sammála Kjartani hér að ofan að þú átt eftir að heyra margt og misjafnt um þessa bíla. Persónuleg reynsla! Hef átt tvo. Fyrri var óbreyttur 2,9 dísil high output, 1999, óbreyttur. Átti hann í ár, klikkaði ekki. Náði að láta hann eyða 10 lítum á leiðinni Ak. Rvík með því að keyra ansi frjálslega og botnstanda hann í öllum brekkum til að vita hvað hann gæti. Og hann var bara nokkuð frískur. Skifti honum upp í 2000 model af high output 2,9 dísel 33 tommu breyttum. Sá bíll var merkilegt nokk á 5:38 drifum og snérist því nokkuð á langkeyrslu og var að eyða því sama utan og innanbæjar, milli 12 og 13 lítum. Var óhemju snöggur vegna þess hve drifin voru lág, 5:38 drifin eru frekar ætluð fyrir 38 tommu dekk. Fór í honum heddpakkning, lítið mál að skifta um hana. Dreif fínt á 33 tommunni og var umtalað hvað hann dreif. (Enda afburða ökumaður undir stýri ) breytti honum árið 2009-2010 fyrir 38 tommu dekk, klafasíkkaði hann um 70 mm, síkkaði afturfjöðrunina um það sama, hásingarfærsla að aftan um 140 mm og boddíhækkun 100 mm. Allar boddífestingar smíðaðar upp, engar "stultur". Bíllinn hefur farið í nokkrar vetrarferðir síðan og ávallt staðið sig með prýði, drifið vel, skilað sér til byggða án vandræða. Hefur verið í þjónustu skálanefndar Setursins síðan 2009, farið nálægt 30 skálanefndarferðir og dregið ótalinn þunga af byggingarefni, verkfærum og olíu. Hefur verið að eyða milli 13 og 14 lítum í eðlilegri keyrslu en hefur slegið upp í 18 lítra þegar mest hefur gengið á. Viðhald! Bremsur, olíu skifti, tvær heddpakkningar þar af önnur vegna mistaka, tók túrbínu og spíssa í um 210,000 km. sprunga í pústgrein eftir veruleg átök á vélinni og allt túrbínudraslið sjálfsagt orðið hvítglóandi þannig að skift var um pústgreinina, mótorpúðar kringum 220.000 km. Skift um efri klafagúmmíin kringum 230.000, nýbúinn að skifta um silikonviftu fyrir vatnskassann, skift um pakkdósir í stýrismaskínu, skift um framhjólalegur árlega sem fyrirbyggjandi viðhald. Við 38 tommu breytingu var skift um allar spindilkúlur. Þetta er svona það helsta, gleymdi að báðir bílarnir voru sjálfskiftir með BTRA skiftingunni sem er fimm gíra overdriveskifting. Smá vandamál um tíma með alternatorinn vegna þessa að hann var með snuðkúplingu, ( orginal mercedes bens alternator 70w.). Lét setja fasta trissu á hann og hefur hann verið til friðs síðan. Að öðru leyti hefur bíllinn verið til friðs og þjónað eiganda sínum vel. L.
-
AuthorReplies