Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
09.11.2007 at 21:00 #602360
Nokkuð sammála Páli, þetta eru allt eins og hver önnur trúarbrögð þegar allt kemur til alls, reyndu að ná þér í bíl sem þú ert sáttur við miðað við verðlagningu, ég held að það sé allt sem skiftir máli. L.
09.11.2007 at 20:38 #602546Athyglisverður punktur hjá þér Jón en þó að mínu mati ekki nógu sterkur til að fá mig til að skifta um skoðun gangvart þeirri stefnu sem er í gangi gagnvart Hengilssvæði og Reykjanesi. Ég veit t.d. ekki hvort þú hefur gert þér grein fyrir hversu mikil náttúruperla Reykjanesið og Hengilssvæðið er eða hvort þú ert bara einn af þeim sem sækir sem hæst og fjærst í burtu og skoðar ekki þitt nánasta nágrenni. Ég hef bæði gengið og ekið talsvert um þessi svæði bæði og er ekki tilbúinn að sjá á þessum svæðum meiri röskun en orðin er, mér finnst t.d. ekkert augnayndi að aka austur fyrir fjall og horfa á allt það "aktífítet" sem, þar er í gangi. EN!!!! Ég get sætt mig við það sem komið er, SÉRSTAKLEGA, vegna þess að það sést frá veginum. Ég ætti erfiðara með að sætta mig við að fara í göngu eða bílferð inn í land og sjá þar eitthvert pípuverk og gufublásandi skronster. Þegar öllu er botninn hvolft er kannski kominn tími til að við förum í alvarlega naflaskoðun á því hvert við ætlum að stefna í umhverfis og orkumálum. L.
09.11.2007 at 20:21 #602506Fínt framtak eða ekki, er þetta ekki svolítið spurning um siðferði? Einhvern tímann sagði sá ágæti maður, Vilmundur Gylfason, heitinn, að þetta væri löglegt en siðlaust. Kannski er þetta hvorutveggja, að nota litludeildarsíðuna og einnig helgina sem tvær ferðir verða farnar á vegum 4×4. Kannski tilviljun en þá afskaplega óheppileg tilviljun. Ekki veit ég hvað skeði þarna á sínum tíma þegar allt sprakk í loft upp hjá litlunefnd og ég hefði kannski ekki gert neinar athugasemdir við að menn smöluðu saman í ferð í gegnum síma eða jafnvel í gegnum spjallþráð á 4×4 svona einka, en að nota litludeildarsíðuna, það finnst mér svona einhvernveginn vera að fara svolítið yfir strikið. L.
07.11.2007 at 14:09 #601934"Góður, Skúli,,
30.10.2007 at 03:42 #601330Nett tilfelli af parkinson hérna, sorrý, L.
29.10.2007 at 23:35 #601326Hringdi inn veikindi, öööööööö, á ég að koma með vottorð?.
.
Í gær var ég lasinn, það alveg er satt
Með þrjátíu og níu eða meira
Með nefrennsli, beinverki, heldur óglatt
Ég komst ekki út til að keyra.
.
Spólkveðjur til þeirra sem voru úti að spóla, L.
29.10.2007 at 23:35 #601324Hringdi inn veikindi, öööööööö, á ég að koma með vottorð?.
.
Í gær var ég lasinn, það alveg er satt
Með þrjátíu og níu eða meira
Með nefrennsli, beinverki, heldur óglatt
Ég komst ekki út til að keyra.
.
Spólkveðjur til þeirra sem voru úti að spóla, L.
29.10.2007 at 23:35 #601322Hringdi inn veikindi, öööööööö, á ég að koma með vottorð?.
.
Í gær var ég lasinn, það alveg er satt
Með þrjátíu og níu eða meira
Með nefrennsli, beinverki, heldur óglatt
Ég komst ekki út til að keyra.
.
Spólkveðjur til þeirra sem voru úti að spæola, L.
28.10.2007 at 22:07 #597148Alltaf gott veður á Akureyri segir þú, já, einhverntímann komum við félagarnir í bæinn þann í súld og rigningu og komum við í sjoppu til að fá okkur eitthvað að éta, spurðum afgreiðslustúlkuna svona í leiðinni hvar það væri þetta góða veður sem Akureyringar væru alltaf að tala um, hvort hún gæti nokkuð selt okkur eitthvað af því í lofttæmdum umbúðum,??? Skemmst er frá að segja að henni stökk ekki bros, ööööööööööö, held bara að brandarinn hafi verið svona lélegur. Allavega var engin sólin í hjarta hjá henni þessari. Sem aftur varð til þess að okkur fannst þetta allt ennþá fyndnara. L.
28.10.2007 at 21:29 #597144Skiftir það nokkru máli, er nokkuð að marka þau hvort eð er? L.
27.10.2007 at 21:11 #601166Þessi fyrirspurn vekur nú upp hjá mér ansi margar spurningar. Ef ég skil þetta rétt þá ætlarðu að setja búr í einhvern gamlan jeppa sem ég les í að sé þá númerslaus, þá sennilega ótryggður líka og ætlar að draga hann á eitthvað svæði úti fyrir borgarmörkunum og djöflast á honum þar. Þá vaknar sú spurning, HVAÐA svæði er þetta sem þú hefur í huga, er þetta eitthvað einkaland sem maður getur djöflast á án afskifta annarra eða er hætta á að maður yrði kærður fyrir utanvegaakstur
og gróðurskemmdir? Held að þú verðir kannski að hugsa þetta eitthvað betur því að mér sýnist að það sem þú hefur í huga vera alveg kolólöglegt, þú kannski leiðréttir mig ef ég er ekki að lesa þetta rétt. L.
24.10.2007 at 01:26 #600700Af skrifum kannast ég við mann sem hér á landi býr
Hann Magnús Hallur Norðdahl heitir, skemmtilegur fír
og margra spyr hann spurninga það eru hans kýr og ær
ég gaman hef af gátum hans og í þeim er hann fær.Um daginn kom svo spurning ein og allir hrukku við
af árshátíð hann sprunir vildi hafa af góðum sið
og ekki stóð á svörunum frá félaganna fjöld
það svei mér hafði verið mikið gaman þetta kvöldTil máls þar fyrstur Ofsinn tók og mæltist honum vel
því mælskur maður þar á ferð ég vissulega tel
og víst hann hafði verið þar og gaman var og flott
en rykugur í hausnum dáldið, minnið ekki gottÓlafur til máls þá tók og minnti Ofsann á
Að ógeðslega gaman hlyti að hafa verið þá
Og ekki var hans minnið gott því ekki mundi hann neitt
En vissi þó að hann og Ofsinn skemmt sér höfðu feittOg Dolli nokkur tók til máls og um sig tjáði þá
Að skemmt sér hefði konunglega balli þessu á
Í mat og drykk var allt svo gott það næstum var um megn
Og danshljómsveitin Ofsans hefði slegið vel í gegnÍ Tryggva augum gengið hafði allt sem áformað
Því allt var þarna langflottast og ekkert minna en það
En önnur Ella var það svo, það sagði sig víst sjálft
Að minnið víst hann missti skömmu eftir átta og hálftErlingur út alla sló svo ekki villst um var
Hjá honum var allt úr og í um það sem skeði þar
Hvort árshátíðin búin væri eða ekki var nú eitt
og maðurinn, hann hreinlega mundi fjandann ekki neittHjá Halldóri þá skyndilega rifjaðist það upp
Að Erlingur og hann þeir hefðu þambað sama drukk
Og áhyggjurnar þeirra voru helst sú arðmæða
Að kannski hefðu báðir verið nett til vandræðaNú fram á ritvöll ruddist Dúkka ein og tók öll völd
Og bláedrú hún sagðist hafa verið allt það kvöld
En minni hennar rykugt eins og allra hinna var
því ólyfjan í vatnið hefði laumað verið þarHér lærdóm nokkurn draga má þó ekki sé það kvöð
Að alla heimsins hluti þarf að taka í tímaröð
Og M.H.N. má gæta þess sem víst er auðvitað
Að spyrja ekki spurninga sem ekki er komið aðMeð góðum kveðjum, Logi
22.10.2007 at 19:24 #600686Nú þykja mér stimplarnir vera farnir að banka í heddið,,, : )
22.10.2007 at 19:02 #600640Þegar ég var í sveit sem gutti og Landroverinn átti sína gullöld hjá bændum þessa lands var oftast heibaggi og ein til tvær rollur aftur í honum, einangraði fínt,,,,,,kannski svolítið óþægilegur þefur sem fylgdi,,,,,,,????
18.10.2007 at 19:07 #600300Ég held að við verðum að sætta okkur við það að gamli ungmennafélagsandinn sem ríkti hér áður fyrr og menn konur fórnuðu öllum frítíma sínum og kröftum í félagið sitt sé því miður liðin tíð. Hér áður fyrr voru minni kröfur um lífsgæði og menn höfðu þar af leiðandi meiri tíma til sjálboðastarfa. Samt er það svo að ég sé menn og konur vera að starfa fyrir klúbbinn án þess að fá nokkuð fyrir það á stundum nema vanþakklætið. Það er vissulega nauðsynlegt að hafa starfsmann á launum þegar í þess stærð er komið og ég tek undir með Skúla þegar hann talar um að menn brenni fljótt upp
i svona störfum, koma inn fullir af áhuga og góðum ásetningi en verða svo fyrir sárum vonbrigðum þegar þeir sjá að þeir koma ekki nema hluta af því í verk sem þeim hugnaðist að gera. Þá er gott að hafa starfsmann á launum til að draga vagninn því atorkusamur eintaklingur í þeirr stöðu dregur fleiri með sér. Að reka svona félag eins og 4×4 er kostnaðarsamur pakki og verður ekki ódýrara þegar fram líða stundir nema að menn vilji fara aftur í grasrótina, aftur til þess tíma þegar klúbburinn var að byrja. Ef ÞAÐ er vilji manna er ég illa svikinn. Ég fyrir mig sé allavega ekki eftir þessum peningum sem ég borga í félagsgjald og tel þeim vel varið. L.
13.10.2007 at 23:22 #599866Loftbóluekk, hefur þú prófað svoleiðis fyrirbæri, hef sjálfur mjög góða reynslu af slíku, virkar alveg ótrúlega við allar aðstæður nema ef vera skyldi blautur ís, veit reyndar ekki hvernig ferðum þú ert í en hef sjálfur verið á ferð milli landshluta á stundum og aldrei lent í vandræðum. L.
13.10.2007 at 23:16 #599654Þetta er nákvæmlega andinn, þetta þarf ekkert að hafa með skipulagðar ferðir klúbbsins að gera, bara svara viðkomandi þræði um ferð og rotta sig saman, þetta er fínn vettvangur til þess, við erum nú einusinni félagsskapur og þeir sem eru bíllausir einhverja helgina og hafa áhuga á að fara og taka myndavélina út fyrir malbikið eða ekki út fyrir malbikið geta ábyggilega fengið far með einhverjum, annars er ég illa svikinn. Erum nú sennilega orðin heldur sein með þessa helgi en næsta helgi kemur vonandi með einhverjum uppástungum frá einhverjum, er sjálfur alveg til í að sameina jeppa/göngu/fólksbíla/myndatökuferð um næstu helgi ef einhver, jafnvel
ég sjálfur, kemur með góða uppástungu að dagsferð. L.
13.10.2007 at 21:00 #599646Hvað varðar þessa sunnudagabíltúra þá er í sjálfu sér ekkert einfaldara en að stofna spjallþráð og láta vita að viðkomandi hafi áhuga á að fara þessa eða þessa leiðina næsta sunnudag og leita eftir þátttöku í viðkomandi ferð. Það kemur þá bara í ljós hvort einhver eða einhverjir eru tilbúnir að koma og hvort eitthvað verður úr hlutunum. Sé fyrir mér að úr þessu gætu orðið hinar ágætustu dagsferðir og að kynni gætu tekist með hinum ýmsu félagsmönnum sem er að sjálfsögðu bara af hinu góða, L.
13.10.2007 at 20:47 #599826Þú segir, "með þessi 30-40 hesta sem á vantar í MMC er hægt að bæta þá upp með aflgjafa sem er hægt að fá í þessa bíla og fæst hjá umboðinu" en það gerir það ef verkum að þeim mun meira sem tekið er út úr vélinni þeim mun styttra endist hún. Fyrir utan það þá finnast mér línurnar í þessum nýja Mitsa L200 bíl ekki fallegar. Mundi frekar veðja á Toy þó að ég eigi Musso sjálfur og sé ekki á leiðinni að skifta. L.
12.10.2007 at 03:45 #599568EF gott er veður er fínt að enda daginn uppi á Úlfarsfelli, L.
-
AuthorReplies