Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
12.01.2008 at 11:22 #609988
Þetta er auðvitað alveg eðalsnilld, getur látið jarða þig í honum líka, "fyrir mína hönd og annarra vandamanna," Kveðjur Logi.
09.01.2008 at 17:37 #609778Þetta er nú eiginlega svolítið skemmtilega klikkað, orðið "dótastuðull" fær eiginlega alveg nýja merkingu þarna, L.
07.01.2008 at 15:08 #609352Ættir að sjá það í öryggjaboxinu eða í owners manualnum hvaða öryggi stjórnar kerfinu, L.
07.01.2008 at 14:50 #609342Af lýsingunni að dæma er þetta að líkindum abs hringur, kemur ekkert viðvörunarljós á abs kerfið í mælaborðið hjá þér? Ekki er ég sérfróður um hvernig kerfið kemur til með að bregðast við ef eitt hjól dettur út en ekki finnst mér það samt hljóma neitt sérstaklega vel, gæti ábyggilega valdið ójafnri hemlun eða eitthvað í þeirri líkingu, L.
07.01.2008 at 13:00 #609310Verkstæðið getur einmitt staðið í vegi fyrir því, bara einfaldlega neitað kúnnanum að ástunda þannig vinnubrögð. Á endanum er alltaf spurt, "hver sá um breytinguna"? og það getur verið vafasamt fyrir fyrirtæki að ástunda ódýr eða léleg vinnubrögð af einhverju tagi. Betra að vera leiðinlegur og neita kúnnanum um einhverja þá þjónustu sem þú ert ekki sjálfur viss um að þú eigir að framkvæma. Kveðjur, L.
05.01.2008 at 17:20 #608930Svona fyrir mig, þá reyni ég vissulega að hafa mín skrif málfræðilega og stafsetningalega rétt. En þeir sem eiga við les og/eða skrifblindu í einhverri mynd að stríða eiga alla mína samúð, á sjálfur við að eiga ákveðna tegund af lesblindu. En ég segi það hér og nú að ég vill frekar lesa góða sögu, rangt stafsetta og málfræðilega illa uppsetta og reyna að botna eitthvað í henni heldur en að missa af henni fyrir það að illa skrifandi einstaklingur treysti sér ekki til að setja hana fram hér á síðunni fyrir gagnrýni þeirra sem eru yfir það hafnir að skrifa vitlaust. Kveðjur, L.
03.01.2008 at 15:34 #608504Er ekki bara best að hringja í Bílabúð Benna, þeir selja þessar dælur og geta eflaust svarað þessu, kveðjur, L.
01.01.2008 at 23:15 #608548?????????????
31.12.2007 at 22:25 #608392Jæja já, menn bara í stuði og áramótaölið farið að segja til sín?
.
Horfinn er heillum
háfjallafari
Slóðríkur slunginn
sárlega saknað
Trúlega tregar
tryggan vin Ofsi
Færðu farartæki
fláráðir burtu.
.
Gamall og grár
gegnir hann nafni
Sé hann í stuði
slíkt gagnast ekki
Slægur er skratti
sparkar til baka
Koníak Camus
kann hann að lokka.
.
Sjáir þú slíkann
Slóðríkinn Grána
Óðara Ofsans
eyra í hvísla
Hæfastur mun hann
hauginn sinn nálgast
Slægan þann skratta
sefa og róa.
.
Jón minn, með bestu óskum um að þú finnir þinn fjórhjólaða förunaut innan tíðar, áramótakveðjur til þín og þinna, Logi.
30.12.2007 at 23:54 #608280Þetta hefur verið alveg eðaldráttur en skelfing held ég að Patroleigendum verði létt ef engar finnast myndirnar,,,,
25.12.2007 at 23:39 #607686Það er þetta með litla bílskúra, heyrði eina sögu úr Vestmanneyjum, sel hana ekki dýrara en ég keypti hana og það leiðréttir mig þá bara einhver ef ég fer ekki með rétt mál eða sá sem mér hana sagði. En þannig háttaði til að sá ágæti maður, "Sigmund" átti bíl forðum daga og langaði að byggja yfir hann bílskúr, vandamálið var hins vegar það að lóðarbreiddin hjá honum leyfði ekki bílskúrabyggingu nema að honum tækist að semja við nágrannann um að fá smá ræmu af lóðinni hjá honum til að bílskúrinn myndi ná þeirri breidd sem þurfti. Samningar tókust ekki við nágrannann og þar með virtist sem öll áform um bílskúrabyggingar væru úr sögunni. En viti menn, einn góðan veðurdag var Sigmund farinn að grafa fyrir bílskúrnum. Hentu menn gaman að og sáu fyrir sér að bílskúrinn sá myndi verða það mjór að þó að bíllinn kæmist inn væri ekki nokkur von til að Sigmund kæmist út úr bílnum þegar inn var komið. En engan bilbug var á húsbyggjandanum að finna, hann hélt áfram ótrauður og viss í sinni sök þrátt fyrir gamanyrði sveitunga sinna. Og þegar allt var klárt ók hann bíl sínum að skúrnum og opnaði hurðina með fjarstýringu og út rann sleði sem hann ók bílnum upp á, steig síðan út út bílnum og ýtti aftur á fjarstýringuna sem þá dró bílinn inn og lokaði hurðinni. Snilldarlausn hjá hugvitsmanni miklum. En eins og ég segi, það leiðréttir mig einhver ef ég fer með rangt mál. L.
21.12.2007 at 22:38 #607494Ef þér leiðast þeir svona hættu þá að lesa þá. Baaahhhh humbug. L.
21.12.2007 at 22:27 #607490Óska öllum jeppamönnum og konum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs með mörgum jeppaferðum á nýju ári. Þakka góð viðkynni á líðandi ári. Logi Már Einarsson. "Limruskelfir".
11.12.2007 at 20:56 #606138Samdi þessa vitleysu upp úr annarri ennþá meiri vitleysu, þessari jólasveinasögu frá MHN, https://old.f4x4.is/new/forum/default.as … rmal/10993 í þeirri veiku von að einhver hefði gaman að.
.
Skaflaskelfi fyrstan teljum
sögu hans ei dýrt við seljum
víða fór í miklum éljum
finna vildi krapa og snjó
engan slíkan fann hann þó.
.
Dekkjagaur er nokkuð hrekkinn
reyna vildi nýju dekkin
reynsla sú var nokkuð svekkin
undan bílnum hann þeim potar
gömlu dekkin áfram notar.
.
Þriðji kemur Gátustúfur
rólegur og einatt ljúfur
stundum fara út um þúfur
gáturnar hans ár og síð
ekki líkar alltaf lýð.
.
Baukasleiki, fjórða gaukinn
um má segja, ættarlaukinn
áætlanir setti í baukinn
hverja þraut hann innan tíðar
hugðist leysa fyrr en síðar.
.
Sárasleikir, fimmti, tregar
farskjótann sem utan vegar
hafnaði í hálku, þegar
aðeins tengt var afturdrif
blár og marinn, brákuð rif.
.
Sjötti, Skúraskeinir, betur
dregið alla upp hann getur
ofurdrifið í hann setur
hnýtir hnúta kruss og þvers
endar um hann þetta vers.
.
Slóðarskelfir, sjö, í röð
fundvís er á hverja tröð
hjá honum eru handtök hröð
punkta alla niður taka
svo um slóða megi aka.
.
Sófajarmur, númer átta
allt og ekkert um vill þrátta
í talstöðinni utangátta
finnast góðir þessir fundir
blessi ykkur og "góðar stundir".
.
Níundi er Jeppakrækir
heyrast ekki í honum skrækir
fjallajeppa í hann sækir
það er svo sem segin saga
hann til byggða þarf að draga.
.
Limruskelfir, hans er háttur
ljóð að semja, við það sáttur
númer tíu, sá ódráttur
yrkir þegar það á við
ef eitthvað gerist atvikið.
.
Ellefti er Veðurþefur
aldrei rólegur hann sefur
óveður öll upp hann grefur
þegar kæfir stormur vélar
við sig kann og nefið hélar.
.
Tólfti karlinn, Tæknikrókur
sagður vera nokkuð klókur
í talstöðvunum er sem hrókur
góðan eiga menn þar vin
dugmikinn við fjarskiftin.
.
Fararsníkir ók í tröðum
þrettándi í sveina röðum
um það þarf ei fletta blöðum
við Hlöðufellið festist hann
Jónas hann að sækja kann.
.
Jeppalúðar allir þessir
jákvæðir og fjallahressir
ekki er gott þú upp þá stressir
allir vilja komast hér
upp til fjalla að leika sér.
.
Með jólakveðjum og heitu kakó og piparkökum. L.
10.12.2007 at 19:51 #606128Þetta fer að verða með skemmtilegri þráðum í góðan tíma, gott að allir eru að komast í svona gott jóla(sveina)skap, hér er smá uppsuða.
.
Bráðum koma blessuð jólin
jeppakarlar hlakka til
því þá fá þeir eitthvað fallegt
í það minnsta "jeppaspil".
.
Nema Magnús, hann Á jeppaspil, (ormurinn), kveðjur, "Limruskelfir".
09.12.2007 at 21:51 #606114Jeppalúði er náttúrulega BARA snilld, svo eru kannski Skaflaskelfir, Dekkjagaur og Spottakrókur þarna líka. Já, og meðan ég man, er þá ekki Kertasníkir gaurinn á Rockyinum sem fékk kertin hjá Stefaníu uppí í Landmannhelli? L.
01.12.2007 at 21:18 #604840Var að lesa þennan þráð, þessi saga hjá þér, Ofsi, er alveg milljón, svona með þeim fyndnari sem ég hef lesið í seinni tíð, snertir svona í manni , tjah, þetta anti fótboltalandsliðs element, haha, en að öðru leyti vil ég þakka félögum fyrir fínt kvöld í gærkvöldi, var að vísu ekki í bjórnum sjálfur vegna þess að ég þurfti að fara að vinna snemma í morgun og nennti ekki þessu "deyr og rís upp þunnur og fer í bað" consepti, en engu að síður fínt kvöld. Sá annars hérna ofar í þræðinum að Árni "baukur" var að falast eftir aðstoð minni með þennan "Öxar við ána" texta, skorast ekki undan því og kem hér með mína tillögu að honum, dæmi hver sem vill.
.
Öxlar við ána, átaki dreyfa
út í öll hjólin sem spyrna í jörð
helvítis rokkinn nú látum við hreyfa
háfjallajeppann og spæna upp svörð
hærra, í landið skal sækja
hærra, og feta fjallaslóð
ökum yfir ála, komum svo í skála
og kveikjum þar í kolum glóð.
.
Kveðjur, L.
27.11.2007 at 22:47 #201274Í ferð við skyldum halda nokkrir ferðafélagar
reynsluhoknir jeppamenn og margir nýliðar
þeir vildu miðla reynslu sinni og kenna eitt og eitt
okkur nýliðunum, sem að vissum ekki neitt.
.
Í Hólaskóg þá höfðu samband peyjar einir þrír
þeim fýsti víst að koma með en farkosturinn rýr
eitt lítið Rocky jeppabúr á orginölunum
tuttugu og níu tommu viftureimunum.
.
Í Hólaskóg þeim illa gekk að rata rétta leið
þeir út og suður höfðu ekið meðan röðin beið
svo virtist sem að kompásinn hann væri alveg strand
því rammvilltir þeir höfðu ekið hálft um suðurland
.
Á leiðarenda loks þó komust fírar þessir þrír
þeir settir voru í miðja röð og þöndu fyrsta gír
það virtist best að sleppa ekki af þeim augunum
og ótrauðir þeir lögðu af stað á skurðarskífunum.
.
Á leiðinni var lítið stopp og út þeir stigu senn
og tóku til að tappa lofti af þeir rösku menn
en það var svo sem eins og annað, í hendi ekkert fast
frá fimm og uppí fimmtán pund þeir hleypt´úr tvist og bast.
.
En engu að síður öllu góðu þetta lofaði
er spólaði og spændi hann þetta og snjóinn klofaði
hann yfir urð og grjót og hæðir rann og hoppaði
og eins og priklaus raketta um slóðann skoppaði.
.
Við Frostastaðavatn þá fór að grána gamanið
því framdekkið við felguna ei hanga vildi við
þá út úr bílnum stigu þeir á strigaskæðunum
og stóðu þarna skítkaldir á sumarklæðunum.
.
En alveg er ég viss um að það setti að þeim skrekk
er spurðir voru um felgulykil, tjakk og varadekk
því aulalegir urðu þeir og horfðu fætur á
þeir vissir voru um að „ekkert kæmi fyrir þá“.
.
Þá uppgötvun þeir gerðu og þeim fannst það ekkert svalt
að upp´á fjalli um vetur getur orðið ansi kalt
og þegar kuldinn sótti að þeim og ólíft úti var
þeim smalað var í heitan bíl og afísaðir þar.
.
Þeir heppnir máttu teljast svo sem segir sagan hér
því enginn uppi á Íslands fjöllum skilinn eftir er
þeim reddað var að sjálfsögðu að jeppamanna sið
og reynsluhoknir jeppamenn þeir dekkið gerðu við.
.
Hér endar þessi saga og allir heim þeir náðu senn
en það sem þurfið þið að vita góðu „Rocky“ menn
að fara ekki illa undirbúnir upp á fjöll
því ef þið gerið það, þá ykkar saga er kannski öll.
.
Þakkir til allra ferðafélaga sem voru í ferðinni, ég verð að segja að sjálfur lærði ég mikið af þessari ferð hvað varðar hugarfar, þolinmæði og þrautseigju, Benni, Agnes, Tryggvi, þið eruð frábær. Takk fyrir mig, bestu kveðjur, L.
24.11.2007 at 00:10 #602050Er búið að ákveða á hvaða rás við verðum, og er ekki örugglega farið frá Select kl. 9 í fyrramálið, L.
09.11.2007 at 23:20 #602550Það er sannarlega rétt hjá þér að það sé kominn timi til að þingheimur fari að hlusta á hjartslátt landans. En kannski stöndum við frammi fyrir því sama og austfirðingar stóðu frammi fyrir með Kárahnjúkavirkjun. Að halda hlutunum gangandi og fá eitthvað aktívítet á svæðið eða deyja smámsaman út og flytja á mölina. Það er kannski bara ekki alveg komið að því ennþá. En hvað svo? Sérð þú fyrir þér að það verði látið staðar numið þegar allt Reykjanesið og Hengilsvðið verður fullnýtt? Verður græðgin stöðvuð, verður ekki bara erfiðara að stöðva hana eftir því sem hún verður meiri og lengra er haldið og þá komi að því að þau svæði sem þú taldir upp og, trúðu mér, ég vil alls ekki að hróflað sé við, verði tekin undir líka? Ég held að því fyrr sem við tökum hálfleik og endurmetum stöðuna, því betra. Ég allavega trúi og vona að með Kárahnjúkavirkjun hafi komið ákveðin vakning meðal þjóðarinnar um að það sé ekki þess virði að fórna öllum náttúruaugasteinum fyrir fjármagn. Og þar getum við, sem viljum ferðast um landið og höfum farið á staði sem aðrir hafa ekki séð komið sterkir inn, reynt að gera fólki grein fyrir hverju er verið að fórna. En einhverju verðum við svo eftir sem áður að lifa á, það breytist ekki. Og þá ríður á að hugmyndaflug og sköpun tækifæra, annarra en orkuöflunar komi fram úr hugarfylgsnum landsmanna. Lífið liggur við. L.
-
AuthorReplies