Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
22.04.2008 at 18:42 #621012
Þessa sögu kannast kannski einhverjir norðanmenn við, heyrði hana einhverntímann en man ekki nöfn né staðhætti. Svoleiðis var að veiðimaður einn mikill fór eitt sinn sem leið lá út í náttúruna á húsbílnum, með í förinni var að sjálfsögðu byssan og konan fékk einnig að fljóta með. Ætlaði hann meðal annars að skjóta rjúpu ef ske kynni að hann rækist á þann fiðurfénað. Þegar kvölda tekur koma þau hjónin sér fyrir og hafa notalegt en skyndilega þegar húmið er að falla yfir og allt er komið í ró kemur karlinn vaðandi út úr vagninum á sprellanum og með byssuna, beinir byssunni upp á þakið á húsbílnum og býst til að hleypa af. Eftir smá athugun sígur þó byssan og hann skimar vandlega yfir þakið og kallar síðan: Hvaða vitleysa er þetta kerling, það er engin andskotans rjúpa á þakinu,,,. Ertu orðinn heyrnalaus kall?,, svarar hún þá, ég sagði, á ég að krjúpa eða vera á bakinu? L.
21.04.2008 at 23:29 #620880"Sjaldan veldur einn þá tveir deila, nema deilt sé með tveimur." L.
21.04.2008 at 23:22 #621004En Ofsi, hefur þú heyrt söguna af hestinum hans vellygna Bjarna? Vellygni Bjarni átti hest nokkurn sem sagður var ekki aðeins sprettharður með afbrigðum heldur þar að auki allra hesta þýðgengastur, sannkallaður ofurgæðingur. Segist Bjarna svo frá eitt sinn að er hann hugðist ríða neðan úr Borgarfirði og norður í Skagafjörð var hann beðinn fyrir bréf í Fornahvamm við rætur Holtavörðuheiðar. Var hann fús til þess en mikið lá honum á því að þegar hann kemur í Fornahvamm stendur húsfreyjan á hlaðinu og vill endilega að góðum og gildum sveitasið bjóða Bjarna kaffi. Afþakkaði hann það um leið og hann snaraðist í hnakktöskuna og rétti henni bréfið. Lét húsfreyja sér það ekki segjast og bað Bjarna að hinkra eitt augnablik, snaraðist inn í bæ, hellti kaffi í bolla, hoppaði út á hlað aftur og rétti Bjarna bollann. Hann þakkaði húsfreyju pent, kvaddi með það sama og reið af stað um leið og hann setti bollann aftan á lendina á hestinum. Reið hann svo sem leið lá norður í land og er hann kom í Hrútafjörð fannst honum sem gott væri að stoppa örskotsstund og drekka kaffið sem húsfreyja hafði gefið honum. Var það þá enn snarpheitt og varð honum gott af sopanum. L.
19.04.2008 at 21:54 #617606Jæja, hafði loksins tíma til að klára vagninn og setja inn myndir í albúmið mitt, er búinn að fara prufutúr með vagninn, lofar góðu, set inn reynslusögur á þennan þráð þegar þær koma, góðar eða slæmar. L.
19.04.2008 at 21:53 #617604Jæja, hafði loksins tíma til að klára vagninn og setja inn myndir í albúmið mitt, er búinn að fara prufutúr með vagninn, lofar góðu, set inn reynslusögur á þennan þráð þegar þær koma, góðar eða slæmar. L.
19.04.2008 at 20:17 #620922Eftir því sem ég man frá því ég var að smiða veltibúr í rallybílinn minn hér á árunum áður eru svokölluð heildregin rör notuð í slíkar smiðar, veit ekki nánari deili á slíku en þessi rör beygðust vel og auðvelt að smíða veltibúr úr þeim. Veggþykktir eða sverleika rekur mig ekki minni til lengur en kannski segir þetta þér eitthvað L.
14.04.2008 at 20:42 #620416Nú hef ég ekki séð eða heyrt þessar tillögur fyrr en hér og nú en einhvern veginn slær það mig strax að þetta verði brot á jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar og geti aldrei gengið upp. Að ætla að mismuna fólki umferð um ákveðin svæði eftir ferðamáta, er það ekki bara eins og þegar lóðunum í kringum Ástjörn í Hafnarfirði var úthlutað, þá voru ákvæði um að ekki mætti búa með hunda á þessu svæði. Þegar upp var staðið og fólk var ekki á því að sætta sig við þetta þrátt fyrir að hafa keypt lóðirnar með þessum skilyrðum og málið fór í hart kom í ljós að það að banna fólki hundahald á þessu svæði var brot á áðurnefndu stjórnarskrárákvæði. Get ekki séð að annað en að þetta mundi gilda um þetta líka. Gaman væri að heyra frá lögfróðum mönnum hvað þetta varðar. L.
05.04.2008 at 22:47 #619496Sæll Dóri "Glanni", get tekið undir orð þín enda drukkum við saman þetta kvöld svo sem sjá má á þessari slóð, L.
https://old.f4x4.is/new/forum/default.as … rinn/11616
04.04.2008 at 22:34 #619160,,og minn líka, þá geta þeir bundið þá saman og fengið meiri fallhæð, L.
04.04.2008 at 22:29 #619210Heyrði eitt sinn sögu að manni sem hafði umsjón með húseign einni niðri á Hverfisgötu, rétt við kvikmyndahúsið Regnbogann. Þar lagði í vana sinn nafntogaður einstaklingur að leggja bíl sínum i porti einu sem tilheyrði húseigninni sem þessi ágæti maður sem fyrst er getið hafði umsjón með. Var þetta flottasta og sverasta gerð af Mercedes Bens þess tíma. Eftir að hafa reynt allar gerðir af "bannað að leggja" skiltum beint fyrir framan þann stað sem bílnum var vanalega lagt og ekkert dugði til árangurs setti hann dag einn orðsendingu á miða undir þurrkuna á bílnum. Á miðanum stóð eftirfarandi:
.
Bens er bíllinn, umboðið er Ræsir
svo ekki er um að ræða einhvern skríl.
En ætla mætti að menn væru læsir
sem aka um á svona dýrum bíl.
.
Skemmst er frá að segja að bíllinn sást ekki meir. L.
04.04.2008 at 22:16 #619274Líkkista "Bigfoot"?
04.04.2008 at 22:07 #619292Eru það ekki bara hommar og kellingar sem ÞURFA eitthvað stærra en 38" til að komast eitthvað? Þér er kannski málið eitthvað skylt, Hlynur ef þú þykist vita svona mikið um það. L.
03.04.2008 at 17:32 #618912Sit við skjáinn ráðvilltur
stari á hann hálftrylltur
reyni að skilja og rýna í
ritin Magga, alveg ný.
.
Virðist honum ó og um
Andrés nokkur hrint´onum
steggurinn með svartan hatt
stuggaði Magga við og hratt.
.
Lætur Maggi leið og lönd?
ljáir máls á sáttahönd?
vill hann senda refsivönd?
á vin minn gamlan, Andrés Önd.
.
Brauðmolum hann býtir út
bryðja vill í mallakút
skrifin Magga samt ég finn
seigari fyrir tanngarðinn.
.
Skilji einhver skrif hans hér
skýra má þau fyrir mér
hægist þá minn hugur veill
og hífist upp mín sálarheill.
.
Kveðjur, L.
01.04.2008 at 23:05 #618892…eiginlega alveg sammála síðasta ræðumanni, Andrés Önd, hvað? Held ég þurfi glósur með þessu,, L.
28.03.2008 at 12:34 #617586Er búinn að leysa þetta vandamál með misfjöðrunina og snúningsþvingun á stífum, set inn myndir í næstu viku þegar ég er búinn að koma þessu saman, L.
27.03.2008 at 18:08 #618652Ég skal mæta og brugga kaffi, verð kominn eitthvað fyrir átta, L.
23.03.2008 at 21:35 #618328Þakka söguna Jón, alltaf gaman að lesa frásagnir þínar og ekki laust við að á stundum sé hægt að binda munnvikin í slaufu fyrir aftan hnakka, svo mikið brosir maður. Hóflega ýktur að venju. Kveðjur, L.
22.03.2008 at 21:29 #202161Er að spá í Skjaldbreið norðan megin í fyrramálið. Verð á Select milli hálf níu og níu ef einhverjir hafa áhuga. Kveðjur, L.
22.03.2008 at 20:31 #617890Segðu mér Helgi Jónas, hvernig ætlar þú að fá alla eldsneytisneytendur til að versla við eitt og sama olíufélagið ? Ef þú getur komið þeirri samstöðu heim og saman ertu hvorki meira né minna en kraftaverkamaður, ekki það að hugmyndin sé ekki raunhæf,,,,, L.
17.03.2008 at 20:44 #617840Það er eitt og annað í þessu en þó að ég setji fram það sem kemur hér á eftir þá skulu menn ekki taka því þannig að ég sé á móti því að menn mótmæli þessu eða fari í einhverjar aðgerði þar af lútandi. Fyrir það fyrsta þá held ég að það sé tilfellið að álag ríkisins á hvern lítra af dísilolíu sé föst krónutala og hafi verið það lengi þannig að þar er nú kannski ekki af miklu að taka, hlutfallslega hefur því þessi fasta krónutala lækkað ef eitthvað er miðað við hækkanir. Virðisaukaskattur er nokkuð sem menn verða að borga af öllu sem þeir kaupa, 24,5% þannig að ekki er hægt að hrófla við því. Gengið hríðfellur, olíufélögin eru miklu fljótari til hækkunar en lækkunar við gengishreyfingar, það er staðreynd sem allir vita þó svo að olíufélögin vilji ekki viðurkenna það. Svo er annað, hafa menn orðið mikið varir við það að það hafi dregið úr umferð þrátt fyrir þessar hækkanir? Sjá menn fleiri einstaklinga í hverjum bíl á morgnana en undanfarið sem bendir til að samnýting bílaflotans sé hafin? Ég hef ekki sjálfur séð neina breytingu á akstursvenjum landsmanna, við höldum áfram að fara á fjöll eins og ekkert hafi í skortist og kaupum eldsneyti í sama mæli og áður. Ætlast menn svo til að eitthvað breytist í eldsneytisverði meðan við sýnum engin breytingamerki í neysluvenjum sjálf? Meðan við sýnum þess engin merki að þetta sé farið að koma við budduna okkar, lesist, kaupum minna eldsneyti, þá er engra breytinga að vænta. Helst sér maður fyrir sér miðað við óbreytt ástand að ríkið standi fyrir endurgreiðslu til rútufélaganna sem gera samninga langt fram í tímann og eru að tapa stórum fjárhæðum þessa dagana, svo þau einfaldlega farið ekki á hausinn en það bíður þeirra allra miðað við óbreytt ástand. Set þessa punkta hér fram til umhugsunar en minni janframt á orð mín hér í upphafi um að ég sé ekki á móti aðgerðum, verðum samt að líta okkur nær og gera þetta á réttum forsendum.
-
AuthorReplies