Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
25.06.2008 at 22:44 #624810
Í sumarferð á suðurlandi
stödd hún var í helgartúr
þá þjófstelandi þjófafjandi
þjófstal króknum bílnum úr.
.
Það var þvert á hennar vilja
þar var enginn krókurinn
eftir verða einan skilja
eðaldúkkuvagninn sinn.
.
Helgi kom til hjálpar henni
heimti krókinn Þórsmörk í
svíðingar og sakamenni
sakaruppgjöf fengu því.
.
Kveðjur, L.
25.06.2008 at 20:15 #624988Var inni í Þórsmörk um síðustu helgi og þá var minnsta vatn í ánum sem ég hef séð síðan ég byrjaði að fara þangað, maður hefði hæglega komist með tjaldvagn inn í Langadal og jafnvel inn í Húsadal. En þetta er fljótt að breytast og ómögulegt að segja hvernig þetta verður um næstu helgi, hvað þá um miðjan júlí, þó má gera ráð fyrir að ef veðrið helst svona eins og það er búið að gera undanfarið að það haldi áfram að vera lítið í vötnum. L.
25.06.2008 at 12:47 #624928Hugmyndin er góð og svo sem ekki ný af nálinni en samt sem áður strandar hún alltaf á sama skerinu, samstöðunni. Það er fullt af fólki þarna úti sem væri svo sem til í að taka þátt í þessu ef ekki ætti að hætta að skifta við olíufélagið ÞEIRRA. Tilfellið er nefnilega að margir eru svo fastheldnir á sitt félag og sínar stöðvar að þeir geta ekki hugsað sér að fara út fyrir þann hring sem þeir eru vanir að fara, sama hvað í boði er. Því miður. Ég er t.d. ekkert viss um að allir 4×4 félagar væru tilbúnir að henda viðskiftum við Shell þó svo að ég ætli ekki að fullyrða slíkt, svo spila viðskiftasamningar fyrirtækja og stofnana líka inn í þetta þannig að þó að hugmyndin sé góð þá tel ég hana illframkvæmanlega, L.
15.06.2008 at 20:22 #623626Komiði sæl öll. Núna um helgina var farin þessi landgræðsluferð sem þessi þráður var stofnaður í kring um. Þetta var mjög vel heppnuð ferð þrátt fyrir svona smá byrjunarörðugleika á nýjum stað með nýtt verkefni, frekar fámennt miðað við undanfarin ár í þessari ferð að mér er sagt, held sjálfur að það sé vegna þess að það er verið að byrja á nýju verkefni og menn hafi ekki alveg vitað hvað var í vændum og viljað fá reynslu á þetta. Svo verður að segjast eins og er að það er alltaf viss sjarmi að fara inn í Þórsmörk og sá sjarmi er kannski ekki til staðar á þessu svæði. En þetta er vissulega erfitt og krefjandi verkefni og mun meiri áskorun sem slík að ná að rækta þetta svæði upp í samanburði við Merkurranann. Það kom reyndar til tals um helgina að setja upp aðra ferð í haust þar sem tekið yrði til ræktunar svæði sem erfitt væri að komast að og menn þyrftu virkilega að nota jeppana sína í krefjandi aðstæðum, koma heyrúllum á staðinn o.s.frv. en allt var þetta nú bara á hugmyndastiginu en hugmyndir verða jú til alls fyrstar, hvað verður úr er svo allt annað mál. En menn voru að mæta þarna á mismunandi tíma á föstudeginum, um kvöldið bara rólegheit og menn fengu sér smá í hnéð og ræddu saman fram eftir kvöldi. Svo um ellefuleytið á laugardagsmorgunn kom svo hann Hreinn frá Skógræktinni og leiddi okkur inn í þetta verkefni, unnið var fram eftir degi og það var dreift grasfræi og áburði ásamt því að gróðursetja um eittþúsund birkiplöntur. Einnig var náð í tvær heyrúllur til Jóhannesar á Ásólfsstöðum og þeim komið fyrir við rof á einu torfunni sem eftir er á svæðinu með landnámsbirkinu. Voru þær rúllur nokkuð blautar í ysta laginu og verður að segjast að menn lyktuðu nokkuð af súrheyi á eftir, fannst sumum gömlum sveitamönnum það bara notalegt en aðrir fussuðu við en létu sig hafa það í nafni góðs málefnis. Um kvöldið var svo grilluð góð steik, menn fengu sér söngvatn í framhaldi af því og kveiktu varðeld, öööööööööö afsakið, merkjaeld, (varðeldur er ekki löglegur samkvæmt laganna bókstaf en merkjaeldur er það aftur á móti, kveiktum því merkjaeld til að láta aðra 4×4 félaga sem kynnu að eiga leið framhjá vita að við værum á svæðinu) og eins og venjulega sogaðist yngsta kynslóðin að honum, en við sem supum söngvatn sungum eins og lög gera ráð fyrir undir dyggri stjórn Gundar, hann sem sagt stjórnaði háfjallakórnum af mikilli röggsemi þó svo að sumir, svo sem undirritaður hafi á stundum misst sig út í hávært spangól og einstaka bomm bomm bomm og kannski ekki alveg haldið lagi á stundum. Allt var þetta hin besta skemmtun, mikið hlegið og skrafað. Ég verð að lokum að segja að ég bind miklar vonir við þetta verkefni, ég held að með réttri markaðssetningu geti þetta hjálpað klúbbnum að koma sér á stall með góða liðinu í umhverfismálum, við í umhverfisnefndinni þurfum að vera duglegir að koma þessu á framfæri og senda frá okkur upplýsingar um að að við séum ekki bara einhverjir drulluspólandi jeppaidíjótar heldur séum við að gefa af okkur til umhverfismála þótt við viljum halda ferðafrelsinu. Þetta tvennt getur vissulega farið saman ef umhverfisfasisminn fær ekki að ná yfirhöndinni. Að lokum vill ég þakka öllum þeim sem þátt tóku í þessu um helgina, Suðurlandsdeildin á heiður skilið fyrir sinn þátt sem og allir, ég persónulega kynntist þarna mörgu öndvegisfólki.
Með bestu kveðju.
Logi Már. Ritari umhverfisnefdar.
15.06.2008 at 19:08 #624500Hef ekki upplifað síðuna svona hraðvirka síðan ég prófaði hana fyrst, ef þetta er það sem koma skal þá segi ég bara til hamingju, vefnefnd. L.
11.06.2008 at 22:10 #623610Ég kem einn, ef einhvern vantar far er nóg pláss hjá mér. En er einhver með lausan dráttarkrók og getur tekið kerru með austur? L.
06.06.2008 at 18:53 #624194Þjöppumæling er eftirfarandi í börum! 1-27, 2-26, 3-26, 4-29, 5-29. Geri mér ekki grein fyrir hvort sá munur dugar til að skýra bogna stimpilstöng en ekki sást neitt óeðlilegt bil á sótbrún í blokk. L.
06.06.2008 at 17:10 #202523Sælir félagar, nú þarf ég að leita í reynslubanka ykkar sem þekkið vel inn á dísilvélar. Er með Musso 2,9 dísil og það sem er að angra mig er hægagangurinn, það eru miklir skellir í vélinn þegar hún gengur hægagang, svona dæmigerðir dísilskellir sem hverfa þegar vélinni er gefið inn, svona í kringum 1300 – 1400 snúninga. Að öðru leyti gengur vélin fínt og þetta kemur svo sem ekki að sök að öðru leyti en því að þetta pirrar mig. Lét bílinn á verkstæði hjá þeim í Framtaki/Blossa í vetur og lét yfirfara hann og stilla og þeir vildu meina að þetta væru einkenni á því að heddpakkning væri að fara. Er því búin að skifta um heddpakkningu, lét þrýstiprófa og plana heddið í Kistufelli en allt er við það sama. Man eftir að stjúpi minn átti nýjan Bens sendibíl með sömu 5 cyl. vélinn forðum og var það einn af fyrstu bílunum sem komu með þessari vél, hann var svona líka og menn héldu að hann væri úrbræddur en hann var ekinn um 150.000 þús. km. þegar hann seldi hann og gekk enn, aldrei fannst neitt út úr þessu með hann. Ef einhver er þarna úti sem kannast við þetta og hefur á þessu einhverja lausn þá væri gaman að heyra frá viðkomandi. Kveðjur, Logi.
04.06.2008 at 22:20 #623184Þrátt fyrir að hafa sent póst á f4x4@f4x4.is og skráð mig á fundinn þann 7 júní hef ég ekki séð nafnið mitt á listanum ennþá. Vil því hér með skrá mig á ofangreindan fund. Logi Már.
28.05.2008 at 20:41 #623698þú varst ekkert að versla Goldfinger af Geira eða hvað? L.
24.05.2008 at 09:47 #623412Minnir að það hafi verið auglýst klukkan þrjú, L.
09.05.2008 at 18:23 #622388Ágætu félagar í 4×4. Ég get ekki varist þeirri hugsun að undanfarið hafi púkinn á fjósbitanum orðið sællegri en góðu hófi gegnir og við sjálft liggi að hann sé hlaupinn í spik. Er ekki kominn tími til að við sendum kvikindið í megrun? Kveðjur, L.
07.05.2008 at 21:55 #619410Hef oft heyrt talað um vælubílinn en aldrei séð mynd af honum, takk fyrir Bjarni, L.
06.05.2008 at 22:49 #622564Þetta eru myndir af minnstu púðum sem þeir eiga í fjaðrabúðinni Parti. Kosta rúml. 10,000,- kall stykkið. L.
https://old.f4x4.is/new/photoalbum/defau … ingar/5971
03.05.2008 at 00:44 #622104Kannski þessi síða hjálpi þer eitthvað, annars vísa ég í þráð sem var í gangi hér fyrir stuttu, finnur hann sjálfsagt undir bílar og breytingar ef þú nennir að leyta. L. P.s. þetta er þráðurinn sem ég var að vísa í.
https://old.f4x4.is/new/forum/default.as … ngar/12017
01.05.2008 at 22:45 #621938Tékkaðu á meilinu þínu, L.
30.04.2008 at 00:13 #621858,,gamli minn, bara gaman hjá þér í kvöld? Gengur bara betur næst, kveðjur, L.
27.04.2008 at 22:11 #621602Í Hjólbarðahöllinni hérna í gamla daga hjá þeim "Túttukastalabræðrum" vann Bergsteinn nokkur Björgúlfsson. Uppi á vegg í kaffistofunni á þeim bænum héngu allmargar vísur eftir hann, ein var svona.
.
Ég hund einn þekki höfuðstórann
með hárið eins og svartan tvist
Það verður að kall’ann vinnustjórann
ég vildi að við hefðum aldrei hist.
.
Bergsteinn átti reyndar marga góða spretti á þessu sviði eins og þessar, sem allir bílakallar skilja auðveldlega.
.
Halló, er þetta í Höfðadekki
ég hrós um ykkur fékk
haldið þið að þið eigið ekki
einhver Bridgestone dekk.
.
Þessu vil ég svona svara
sú er skoðun mín
því miður, hér við bjóðum bara
það besta, Michelin.
.
L.
27.04.2008 at 21:09 #621598Þessa pikkaði ég upp á kamri einum á vinnustað þegar mál Árna nokkurs Johnsens stóð sem hæst hérna fyrir nokkrum árum, höfundur óþekktur.
.
Ýmsu breytir öldin ný
er mig kannski að dreyma
nú er komin kantsteinn í
kartöflugarðinn heima.
.
L.
27.04.2008 at 16:41 #621594,,,svona getur þetta verið á leið út úr bænum en svo þegar menn komast á áfangastað getur farið svo að veðurfarið geri mönnum gramt í geði, fann þennan kveðskap í gestabók í Munaðarnesi þegar ég dvaldi þar viku eina árið 1983, man ekki hvað höfundurinn heitir en vona að hann fyrirgefi mér þessa birtingu.
.
Stundar nú sem stendur
stórþvottana Drottinn
heilmikla skýjahulu
hengir á snúru strengda.
Lekur mjög af hans lökum
lap, mér er lítt að skapi
strangur Guð okkur stríðir
straujar hann aldrei tauið?
.
Kveðjur, L.
-
AuthorReplies