Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
12.08.2008 at 18:36 #627222
Kíktu á þetta, gefur þér kannski einhverja hugmynd þótt þú sért með annarskonar bíl, L.
https://old.f4x4.is/new/photoalbum/defau … ingar/5537
06.08.2008 at 08:20 #626882ef þetta er aðallega að ske í misfjöðrun er ballansstöngin líklegust, ef ekki er mikið mál að kippa henni úr, gerðu það þá og sjáðu hvað skeður. Ef þetta er ennþá til staðar eftir það er skýringarinnar sennilega að leita í klafagúmmíunum. L.
05.08.2008 at 16:41 #626834Sæll, var með tjaldvagn á orginal flexitorum og átta tommu dekkjum, setti hann á loftpúða og 13 tommu dekk og munurinn er þvílíkur að ég á ekki til orð yfir það, áður fann ég verulega fyrir vagninum aftan í jeppanum á holóttum vegi en það er nánast sama yfir hvað ég fer núna, ég veit aldrei af vagninum, það finnst ekki fyrir honum. Veit að hluti af málinu liggur í stærri dekkjum sem taka veginn betur en mest munar um loftpúðana og demperana, það sér maður á því hversu mjúkt vagninn fjaðrar. Mæli tvímælalaust með loftpúðum undir vagnana. L.
04.08.2008 at 21:45 #626790Veðja á að bendixinn í startaranum sé farinn þannig að hann skjóti ekki starthjólinu fram, þá snýst startarinn á fullu en snýr ekki vélinni. L.
29.07.2008 at 21:39 #625922til að mæta, var kominn á Blönduós þegar sauð á öllu, reyndi að komast til botns í málinu um kvöldið og endaði á að rífa vatnslásinn úr þar sem engin önnur skýring var á málinu en að hann hefði staðið á sér, var þá orðið nokkuð framorðið og ákváðum við að eyða nóttinni á staðnum. Héldum áfram daginn eftir, allt lofaði góðu þar til í Öxnadalsbrekkunum að allt sauð upp á nýjan leik. Þar sem styttra var í Varmahlíð en á Akureyri var ákveðið að reyna frekar að komast þangað og leita lausna á vandanum. Þurfti að stoppa og kæla vélarskarnið oft og tíðum, hugkvæmdist mér ekki að lauma nokkrum magnyltöflum í vatnskassann til að slá á hitann og var það miður því þetta ferðalag reyndist nokkuð tímafrekt. Af hjálpsömum 4×4 félögum í Skagafjarðardeild var það að segja að sem eðlilegt er voru þeir allir að ferðast eins og lög gera ráð fyrir þegar veðrið er eins og það var á laugardaginn þannig að enga hjálp var að fá hjá þeim. Eftir allmiklar prófanir á þvottaplaninu í Varmahlíð þar sem losaðar voru vatnshosur og vatni dælt í öll op sem fundust varð niðurstaðan sú að þar sem vélin yfirhitaði sig sí og æ væri þetta annaðhvort vatnskassin eða dælan sem væru að þreytast á vistinni. Var því farið niður á tjaldstæði fyrir neðan Varmahlíð og fengið leyfi hjá því heiðursfólki sem það rekur að rífa ökutækið þar á hlaðinu og var það auðsótt. Kom í ljós að allar tilgátur um vatnskassa og vatnsdæluveikindi áttu lítt við rök að styðjast. Þar sem alllangt var liðið á dag var ákveðið að tjalda þarna um nóttina og á þessum tímapunkti var sumarhátíðin fyrir bí hjá mér og minni. Því miður. Framhaldið nenni ég ekki að rekja hér, endaði frekar sorglega. Ætli mér sé ekki óhætt að setja hér með inn fyrirspurn um það hvort einhver eigi hedd á Musso sem hann vill losna við fyrir lítinn pening? Og svona að endingu, ferðalagið í bæinn tók 10 tíma, get hér með auglýst mig til reiðu fyrir þá sem vantar mann í vinnu við að bæta vatni á vatnkerfi bifreiða, er í góðri æfingu eftir þetta. Eftir þessar ferða og jeppasorgir er mér ekki örgrannt um að andinn blási mér í brjóst drápu eina, eigi alllitla um atburð þennan. Með bestu kveðjum til þeirra sem voru á sumarhátið. Logi Már.
20.07.2008 at 17:42 #625836Að orkuverði allir verða að gæta
það ansi hátt ku vera nú um sinn
á sumarhátíð sumir ekki mæta
og setja jeppann inn í bílskurinn.
.
En úr þvi öllu auðvelt er að bæta
við öllu kunna sumir alltaf ráð
og ætla því á einshestafla að mæta
eigulegum grasmótor með dáð.
.
Kveðjur, L.
17.07.2008 at 22:09 #626144Að mínu mati er auðveldara að fara með fellihýsi í Landmannlaugar heldur en Þórsmörk, skárri vegur og ekki eins djúp vöð, allavega ekki dýpri en í Mörkinni, L.
17.07.2008 at 15:45 #625804Enginn Jón sem ég hef hitt í þessum klúbb er nokkuð í námunda við að vera venjulegur þannig að þessi málflutningur fellur um sjálfan sig, L.
17.07.2008 at 10:11 #626054eldfimt maður, eldfimt,,,,,,,
15.07.2008 at 17:12 #626062Hefur hann tekið inn á sig vatn þér vitanlega? Mér dettur í hug bogin stimpilstöng, L.
11.07.2008 at 22:03 #625760Er annað hægt?
11.07.2008 at 21:59 #625772Ég og gamla ætlum allavega að mæta, okkur sýnist stefna í góða ídettu þarna og mærudagar, ekki er það slæmt því eftir því sem ég hef heyrt þá þýðir mæra nammi, þetta eru því nammidagar og hver er ekki til í að mæta á svoleiðis? Þetta kemur annars til með að verða góð upprifjun á öllum gömlu rally fylleríunum frá því í gamla daga. En maður hefur víst róast með aldrinum þannig að Húsvíkingar þurfa ekkert að óttast. L.
03.07.2008 at 23:43 #625432Við þyrftum að fá eina svona kolakynta margfætlu í torfæruna hérna heima, myndi sennilega ekki gera það mjög gott í tímabrautinni þó, L.
01.07.2008 at 16:20 #625222Hvað meinarðu með tvær? Ég pantaði sko þrjár. Sú þriðja á að fara í snekkjuna mína. Og ég er sko búinn að reikna út að hún kemur til með að gera fína hluti þar. Sem rekakkeri. (o: L.
01.07.2008 at 08:29 #625228, finnst að við ættum að taka hann upp og gera öfluga hengilása að staðalbúnaði í jeppunum okkar, L.
30.06.2008 at 23:13 #625214Gamli gúmmífattarinn kikkaði inn, náði málinu, takk Stebbi. Mbk. L .
30.06.2008 at 20:40 #625210, er ekki að fatta þessa heimspeki þína, reyndar sagður með gúmmífattara, (leiðir illa) þannig að það er kannski ekki alveg að marka, (O: L.
30.06.2008 at 13:39 #625204, þá þarftu að aka ansi marga kílómetra til að vinna upp kostnaðinn við vélaskiftin, held að ef að menn reikna það dæmi til enda þá komist þeir að því að seint verði komist í hagnað af dæminu. L.
29.06.2008 at 23:30 #625142Gamalt ráð við að finna lekar pakkningar á innsogsgreinum er að sprauta startspreyi á þá staði sem þig grunar að geti verið lekir, bíllin eykur þá skyndilega við snúning þegar hann dregur það í gegnum staðinn sem lekur, L.
29.06.2008 at 21:34 #625030Þetta er góð og þörf umræða. Nu vill ég taka fram að það sem ég set fram hér er eingöngu það sem reynsla mín hefur sýnt mér á ferðalögum mínum um landið, ég er hvorki fræðingur né atvinnumaður af neinu tagi þegar kemur að ferðamennsku. Ef við lítum til fjölfarinna ferðamannstaða út um heim, t.d. Yellowstone þjóðgarðsins í USA(hvar ég hef ekki komið) og til Stonehenge í Bretlandi (hvar ég hef komið) þá blasir það við að á þessum stöðum báðum er mjög vel að öllu staðið. Í Yellowstone eru að því að mér skilst allir stigar klárlega afmarkaðir, mikil gæsla og mönnum er gerð grein fyrir því að þarna gilda reglur sem SKAL fara eftir og ef menn ekki gera það þá hefur það afleiðingar. Í Stonehenge er allt klárlega afmarkað með stígum og köðlum, aðstaða öll hvort sem er bílastæði eða túristasjoppur og greiðasala eða salerni til fyrirmyndar. Í heimsókn minni til Stonhenge sá ég t.d. engan fara inn fyrir kaðla, enginn skildi eftir drasl nema í þar til gerðum ruslatunnum og svæðið var hreint og fínt frá a til ö. Og n.b. engir sígarettustubbar. Geta má þess að kaðlar eru í nokkurri fjarlægð frá steinunum þannig að ekki er unnt að sjá þá í návígi, hvað þá að snerta þá og allir virtust sætta sig við þetta. Þarna var greinilega borin virðing fyrir því sem var verið að sýna og svæðinu þar i kring. Og þarna komum við einmitt að kjarna málsins. Virðing. Mér hefur sýnst að skipulagðir túristahópar sem ég hef séð til hér á landi beri meiri virðingu fyrir áhugaverðum svæðum en þeir sem þetta land byggja, ég held því að vandamálið sé meira heimatilbúið en innflutt. Og þetta er erfitt við að eiga. Það er hægt að koma upp góðri aðstöðu og reglum við alla þessa staði hér á landi með ærnum tilkostnaði en ég er efins um hverju það skilar ef þeir sem bera viðingu fyrir hlutunum eins og þeir eru halda áfram að bera virðingu fyrir þeim, en hinir ekki þrátt fyrir uppbygginguna. Ég hef t.d. ekki ennþá séð erlenda túrista kasta frá sér sígarrettustubbum við þessa fjölförnu ferðamannstaði en þeir innfæddu virðast ekki víla það fyrir sér. Því miður. Nú er ég ekki að setja alla inlenda ferðamenn undir sama hatt en það er og verður alltaf svo að svörtu sauðirnir í hvítu hjörðinni verða alltaf meira áberandi en hinir hvítu. Hvað varðar gjaldtöku til uppbyggingar þá tel ég að hún eigi fyllilega rétt á sér en framkvæmdin kann að vera snúin. Hugmynd þorsteins um einhvern hundraðkall ofan á greidda ferð til Íslands er góð, það munar engan um svona smáupphæð þegar kemur að því að panta ferð til Íslands og svona upphæðir draga sig fljótt saman í að verða peningur en með okkur hin sem höfum hingað til ekki þurft að borga fyrir aðgang að Gullfoss og Geysi verður þetta snúnara, sé ekki að hinir innfæddu verði ýkja hrifnir að því að borga aðgang að þesstum stöðum, það er mál sem þarf að hugsa vel um ef út í gjaldtöku til uppbyggingar verður farið. En eins og málin standa í dag sé ég ekki að lokun svæða sé það sem við þurfum á að halda. Það væri annars gaman að heyra frá einhverjum sem hefur komið til t.d. Yellowstone, eða annarra svæða erlendis þar sem traffík er mjög mikil og fá þeirra sýn á þessa hluti. Kveðjur, L.
-
AuthorReplies