Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
28.07.2009 at 15:53 #652604
Að fara með vagna yfir straumvötn er alltaf varasamur gjörningur. Ég held að flestir þeir sem fara með vagna inn í Þórsmörk fari inn í Bása vegna þess að þá sleppur þú við að fara yfir Krossána. Vegurinn þarna inneftir er kannski ekki heppilegur vegur fyrir vagna, hef séð brotna undan nokkrum á leiðinni en vagnar með styrktan undirvagn hafa þetta alveg af. Varðandi það að fara yfir Krossá með vagn þá er það ekki gert nema lítið sé í ánum. Fór fyrir tveimur vikum með minn vagn, sem er á loftpúðum, dempurum og 13 tommu dekkjum inn í Húsadal og var það aðeins gerlegt vegna þess hve lítið var i ánum. Inn í Langadal er að ég held ekki gert ráð fyrir vögnum og óvíst hvort hægt er að fara með þá upp á gras. Kveðjur, Logi Már R-3641
26.07.2009 at 13:39 #650904Væri ágætt að fá skýringu og ekki síður [þýðingu] á þessu síðasta innleggi, Kv. Logi Már
24.07.2009 at 19:45 #652424Lella, ég er ekki alveg að skilja, eftir allt sem á undan er brunnið, ætlarðu þá líka að kveikja í grillinu????? Þetta er afskaplega misráðið að mínu viti. Kveðjur, Logi Már.
23.07.2009 at 09:25 #651700Hahaha,,, góður Erlingur,,,,
22.07.2009 at 21:23 #651694Jæja, þá sé ég ekki betur en að myndaalbúmið sé komið inn, sést að vísu bara ef maður er innskráður, leiðbeiningar með því og alles. Nu getur maður því farið að liggja í myndunum aftur, Kveðjur, Logi Már. R-3641
22.07.2009 at 20:59 #650900Uppfært
Logi Már
Einar Sól+12 fulorðnir og þrú börn
Stefanía
Magnum+1 fullorðinn og þrjú börn
Baldur Seinagengismaður +1 fullorðinn og eitt barn
Jakob Húni+1 fullorðin og eitt barn
Sveinbjörn Halldórsson +3-4
Logi Ragnarsson+ einn fullorðinn
MHN+HvuttiSamtals 28 fullorðnir og 8 börn og einn ferfætlingur
21.07.2009 at 11:19 #651986Fór hann á sunnudagskvöldið, harður, mikið ryk og þvottabretti í bland eða allt saman í einu. Veit reyndar ekki hvernig hann er norðan Kerlingarfjallaafleggjara en reikna með svipuðu átandi þeim megin. Kv. Logi Már.
20.07.2009 at 08:19 #650898Logi Már
Einar Sól
Stefanía
Magnum+1 fullorðinn og þrjú börn
Baldur Seinagengismaður +1 fullorðinn og eitt barn
Jakob Húni+1 fullorðin og eitt barn
Sveinbjörn Halldórsson +3-4
Logi Ragnarsson+ einn fullorðinn
MHN+HvuttiSamtals 16 fullorðnir og fimm börn og einn ferfætlingur ef mér telst rétt til. Ja hérna,,,,,,,,,,
13.07.2009 at 08:17 #650894Logi Már
Einar Sól
Stefanía
Magnum+1 fullorðinn og þrjú börn
Baldur Seinagengismaður +1 fullorðinn og eitt barn
Jakob Húni+1 fullorðin og eitt barn
Sveinbjörn Halldórsson +3-4
Logi Ragnarsson+ einn fullorðinn
10.07.2009 at 13:24 #650888Ja hvur paurinn maður, gleymir maður aðal manneskjunni? En hún skráði sig náttúrulega svo hæversklega svo sem hennar er siður að ég bara klikkaði alveg á þessu, sorry Stef. Hér er þá uppfærður listi:
Logi Már
Einar Sól
Stefanía
Magnum+1 fullorðinn og þrjú börn
Baldur Seinagengismaður +1 fullorðinn og eitt barn
Jakob Húni+1 fullorðin og eitt barn
Sveinbjörn Halldórsson +3-4
09.07.2009 at 21:16 #650884Það smá bætist við, endilega skrá sig sem fyrst svo við getum haldið áfram að plana þetta dæmi.
Logi Már
Einar Sól
Magnum+1 fullorðinn og þrjú börn
Baldur Seinagengismaður +1 fullorðinn og eitt barn
Jakob Húni+1 fullorðin og eitt barn
Sveinbjörn Halldórsson +3-4
06.07.2009 at 18:57 #650880Skráning.
Logi Már
Einar Sól
Magnum+1 fullorðinn og þrjú börn
Baldur Seinagengismaður +1 fullorðinn og eitt barnlogimar
Jakob Húni+1 fullorðin og eitt barn
05.07.2009 at 22:14 #650876Skráning.
Logi Már
Einar Sól
Magnum+1 fullorðinn og þrjú börn
Baldur Seinagengismaður +1 fullorðinn og eitt barn
03.07.2009 at 16:00 #650864Það skal viðurkennt að þetta er ekki nógu ljóst orðað hjá mér, gisting á föstudegi og laugardegi er innifalin í verðinu þannig að gestir geta mætt á föstudegi án þess að bæta við aukagreiðslu fyrir gistingu, kv. Logi Már.
03.07.2009 at 11:31 #650858Jææææja, þetta stefnir í fína hluti, skráðir eru hingað til Ég og Einar Sól, Einar Sól og Ég og svo við báðir, sem sagt, við allir 6 ásamt einhverjum slatta af stjórninni. Hvar eru allir þessir sem voru búnir að melda sig hjá Einari ? Kveðjur, Logi Már.
30.06.2009 at 16:49 #650856Af einhverjum ástæðum hefur dagsetningin ekki leiðréttst hérna inni á spjallinu, á að sjálfsögðu að vera 14 – 16 ágúst eins og kemur fram á forsíðu,, L.
30.06.2009 at 09:00 #204979Áformað er að halda fjölskylduhátíð í Setrinu helgina 14 – 16 ágúst nk. Dagskrá fyrir börnin á laugardeginum, grill á laugardagskvöldið og Gunni Antons skapar sveitaballastemningu. Verð pr. mann er kr., 5,000.- frítt fyrir börn 0 – 14 ára, 15 – 18 ára greiða hálft gjald. Innifalið er gisting og matur á laugardagskvöldinu. Skráning á viðkomandi spjallþræði. Ath. Við þurfum að takmarka fjöldann þannig að fyrstir koma, fyrstir fá.
Skemmtinefnd.
17.06.2009 at 21:13 #649936Ég held að eftirlit með tjaldvögnum og fellihýsum sé bara af því góða. Hversu oft hefur maður ekki séð alvarlega "kiðfætta" ferðavagna á vegum úti? Vagna sem búið er að ofbjóða hjólabúnaðinum á t.d. með að draga þá inn í Þórsmörk, hlutur sem ekki er ætlast til að gert sé nema með sérstaklega útbúna vagna með sérstyrktum hjólabúnaði. Og sumir eigendur þessara vagna gera sér kannski enga grein fyrir að eitthvað sé að hjólabúnaðinum fyrr en allt hrynur undan. Þá er nú betra að það sé eftirlit með þessu drasli, þó það sé ekki nema á tveggja ára fresti. Ég er nýbúinn að fara með minn vagn í skoðun, kostaði 3,800,- kall. Ræddi þetta aðeins við skoðunarmanninn og hann tjáði mér að það kæmu alveg ótrúlega margir vagnar inn með ónýtar legur eða nöf. Ég er með breyttan vagn, setti undir hann loftpúða og dempara og 13 tommu dekk (var á 10 tommu) nöfin eru úr Toyotu Station. Skemmst er frá að segja að ég fékk ekki neina athugasemd á hann þrátt fyrir þetta og þurfti enga vottun á hann. Eina sem hann benti mér á var að vegna hækkunarinnar væri betra að ég setti undir hann drullusokka. Þegar hann nefndi þetta atriði þá sá ég strax að hann hafði mikið til síns máls í því, ég hafði bara ekki komið auga á að þörf væri á þessu en sá það um leið og það var nefnt og verður bætt úr því hið snarasta. Kveðjur. Logi Már.
17.06.2009 at 20:52 #649982Ekki gott um að segja en svona þetta augljósasta eru geimasambönd, tengingar við startara, tengingar í alternator, jarðsamband á vél og grind, er þetta allt saman hreint og fínt og með góða leiðni? Ef leiðnin er slæm á þessum stöðum getur það skapað ótrúlegustu vandamál. Kv. Logi Már.
16.06.2009 at 05:18 #649802Þeir hjá N1 hafa átt þessi ljós í díóðuútfærslu, bæð hvít og gul.
-
AuthorReplies