Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
23.09.2009 at 07:11 #658232
Vegna matarpöntunar þurfum við að vera búnir að loka þátttakendalista á fimmtudagsmorgun. Koma svo og skrá sig þið, sem eruð að hugsa um að koma með. Kveðjur, Logi Már.
22.09.2009 at 16:22 #658230Þátttakendalisti í vinnuferð það sem komið er:
Logi Már
Jón Emil
Maggi Tómasar
Kári (kemur á laugardegi?)
Einar Sól og Þorsteinn (Lödueigandi)
Þórður Ámunda + 1
Biggi vélstjóri
Samúel Úlfr
Heiðar pípari11 komnir "so far"
21.09.2009 at 18:09 #658224Dagsetning ferðar kemur fram í auglýsingu á forsíðu en svona er þetta þegar maður eldist Frosti minn, þá fer maður að sjá illa og svo kemur að því að maður þarf að fara að nota hlutina sem þú varst að stinga upp á að koma með. Ekki það að mér finnst þú nú vera fullungur til að fara að hafa not fyrir svoleiðis strax,,,. En að öllu gamni slepptu þá lítur verkefnalistinn svona út í stórum dráttum:
1. Koma rafstöð í lag. Biggi vélstjóri þekkir til þessara mála og ætlar að koma sér inn í málið og er von mín að lending náist í þetta mál.
2. Lagfæring á Sóló vél, tæma þarf kerfið og yfirfara vélina og koma henni í upprunalega staðsetningu aftur þannig að hægt sé að tengja reykrörið frá henni sómasamlega á ný.
3. Koma brunastigum utan á húsið. Verða útbúnir úr álvinklum og verður búið að efna niður í þá þannig að um uppsetningavinnu er að ræða.
4. Laga þarf til bak við húsið, flytja þarf uppgröft frá Zetu og dreifa honum þar. Einnig þarf að huga að yfirfalli á olíutanki fyrir Sóló vélina.
5, Bæta við þremur rúmum á svefnlofti og loka undir rúmin með plötuefni. Undir rúmin safnast alltaf óhreinindi sem erfitt er að ná til og betra er að loka rýminu undir rúmunum, hafa opið svona 60 sentimetra undir rúmin svo hægt sé að geyma töskur þar.
6. Koma upp hinni margáætluðu gsm opnun. Samúel ætlar að gæja það mál.
7. Undirbúningur fyrir tengingu á vatnstank. Heiðar pípari kemur með okkur og er ætlunin að fara í gegnum málið með honum gera teikningar og plana það kerfi sem þarf í kringum þetta ásamt því að gera efnislista yfir það sem til þarf og undirbúa þetta þannig að þetta geti komist á koppinn næsta vor.
8. Gera úttekt á 12 volta rafkerfinu og plana hvað til þarf svo koma megi því í notendavænt horf fyrir næsta vor.
9. Mála glugga úti ef veður leyfir, einnig er kominn tími á að lagfæra þá að innan.
10. Klósett á Zetu er sprungið, kannski þarf að skifta um það en það er skotsins virði að reyna að líma það með epoxy lími. Að öðrum kosti þarf að skifta um það, reikna með að við getum þá fundið notaða dollu einhversstaðar.
11. Tiltekt í gámi, þar þarf heldur betur að taka til hendinni. Þarna þarf að fara fram kalt mat á því hvað er líklegt að við komum til með að nota af því sem þarna er inni, einnig mundi ég vilja setja olíudæluna á hillu og koma upp slöngum með hraðtengjum til að tengja við hana svo ekki sé verið að þvælast með hana um svæðið og draga hana eftir jörðinni í drullunni og skítnum, við megum ekki við því að fá slíkt í tankana.Þetta er svona það helsta sem ætlunin er að framkvæma, grillaðar hásingar og meðlæti er svo í boði á laugardagskvöldið, að öðru leyti sjá menn um sig sálfir í mat og drykk. Kveður, Logi Már.
20.09.2009 at 21:57 #658210Gaman að sjá þetta, okkur veitir ekki af jákvæðum fréttum þessa dagana. Kv. Logi Már.
20.09.2009 at 21:51 #206646Þessi þráður er stofnaður sem skráningarvettvangur fyrir vinnuferð skálanefndar. Fyrirspurnum verður einnig svarað eins og kostur er. Kveðjur, Logi Már Skálanefnd.
05.09.2009 at 17:12 #656252Ölgerðin Egill Skallagrímsson hefur verið að láta svona tanka.
25.08.2009 at 07:33 #655210Þú mátt samt reikna með að það að taka ballansstangirnar úr bílnum valdi því að þú þurfir að læra að keyra bilinn upp á nýtt, hann leggst mun meira í beygjum fyrir vikið og finnst sumum það óþægilgeg tilfinning. Mín ráðlegging, láttu nægja að rífa stöngina úr að framan til að byrja með og lestu í ástandið upp úr því og hvort þú vilt ganga lengra. Kv. Logi
23.08.2009 at 23:01 #654274Það er náttúrulega alveg dagljóst að pönnukökugerðarmeistarinn verður að koma með, skiftir engu þótt hann sé liðónýtur í að berja stikur bara ef við fáum pönnukökur þegar við komum í hús um kvöldið. En hvernig er annars með Árna bauk, sakna þess að sjá ekki nafnið hans á listanum, það bara verður að vera hægt að bauka eitthvað í ferðinni. Kv. Logi.
22.08.2009 at 13:54 #654950Góður pistill Jón, bíð spenntur eftir næsta, L.
22.08.2009 at 11:08 #654788Ég starfaði í umhverfisnefnd ferðaklúbbsins 4×4 á síðasta starfsári og þá var lagður grundvöllur að fræðslumyndbandi sem átti að vera leiðbeinandi fyrir ferðamenn, innlenda sem útlenda. Innihald þess átti að vera fræðsla um viðkæma náttúru, utanvegaakstur, akstur í ám og vötnum og taka á því sem ferðamaðurinn þarf að vita og varast. Það stóð til að ná samstarfi um sýningar á þessu í myndbandakerfum flugvéla, ferjunni Norrænu og á þeim stöðum þar sem helst er að ná til ferðamanna. Við í umhverfisnefndinni ætluðum síðan að leggja til tíma okkar, ökutæki og leikræna tilburði og sjá um að ferja kvikmyndatökuliðið og sjá um það að flestu leyti að koma þessu á koppinn. Það voru komnir vel á veg samningar við kvikmyndabraut Borgaholtsskóla um að sjá um kvikmyndum og það sem snýr að gerð myndbandsins og sáum við það sem gott skóla og kennsluverkefni fyrir þennan hóp að vinna að sem útskriftarverkefni. Allt okkar erfiði skilaði því miður á endanum engu því þrátt fyrir allt sem við í umhverfisnefndinni vorum tilbúnir að leggja í púkkið þá strandaði málið á því að stjórnendur Borgaholtsskóla héldu að við gætum sett helling af peningum í verkið líka en þegar í ljós kom að svo var ekki og að við litum á þetta eingöngu sem gott kennsluverkefni fyrir skólann þá varð ekkert af málinu. Þetta er svolítið furðuleg sýn á málið að hálfu skólans að því að mér finnst því það gefur auga leið að ef við hefðum haft einhvern haug af peningum til að setja í málið þá hefðum við einfaldlega beðið kvikmyndagerðafyrirtæki um að ganga í málið með okkur. Það er því ekki hægt að segja, eins og pistilhefjandi lætur í veðri vaka að ekki sé néitt verið að gera í málum af hálfu ferðaklúbbsins heldur stranda mörg góð verkefni á því sem flest verkefni strand á, peningum. Hitt er svo annaðhvort menn eru nægilega upplýstir um það sem verið er að gera, á það geta menn haft mismunandi sýn en á hinum mánaðarlegu félagsfundum ferðaklúbbsins eru þó alltaf veittar upplýsingar um gang mála og stjórn og nefndir sitja fyrir svörum. Kveðjur, Logi Már R-3641
22.08.2009 at 10:40 #654940Vil benda á bloggfærslu Baldvins Jónssonar, (baddiblue) við þessa frétt, finnst að þar komi fram mjög heilbrigð sýn á málið í heild sinni. http://baldvinj.blog.is/blog/baldvinj/entry/935102/ Kveðjur, Logi Már R-3641
20.08.2009 at 10:02 #654268Þíð feðgar eruð meira en velkomnir með mér, það má þá bara skrá okkur þrjá saman Maggi. Og okkur verður ekki skotakuld úr því að hreinsa nokkrar steinVÖLUR úr leiðinni trúi ég. Kv. Logi
19.08.2009 at 18:22 #654552Eitthvað hefur þetta farið fyrir brjóstið á einhverjum, las þetta bréf í morgun og þar kom fram að maðurinn hafði farið inn í einhvern afdal eftir vegslóða og síðan þegar hann kom til baka var kominn hengilás á allt saman, hann fann aðra útleið og þegar hann var að komast burt eftir þeirri leið sá hann að einhver var að hlaupa út í bíl á bænum sem þetta varðaði og ekið var í veg fyrir hann í loftköstum, átti senilega að fá hann á hnén til að hann fengi að sleppa þaðan með leyfi þeirra sem á bænum voru, það kom fram að sá sem ætlaði að stoppa hann væri fyrrverandi KB banka maður, sennilega hefur sá náungi keypt jörðina með öllu sem tilheyrði en eftir því sem ég man þá er þessi vegslóði í umsjón vegagerðarinnar, þori samt ekki alveg að fullyrða það en mig minnir að það hafi komið fram í bréfinu. En bréfritandi var ekkert á að láta stoppa sig og komst því burt á þess að þurfa að fara á skeljarnar. Kveðjur, Logi Már R-3641
17.08.2009 at 18:29 #654210Þakka fyrir samveruna um helgina öll þið sem voruð uppfrá, frábær helgi með frábæru fólki, pönnukökurnar hjá Magga MHN alveg frábærar, furðulegt reyndar að maður kæmi þeim niður eftir magaþenjandi kvöldverðinn en segir kannski bara hversu góðar þær voru. Mér þótti reyndar verst að tapa fyrir honum í torfærukrokketinu en ég vann hann þó í skeifukastinu. En svo minnir mig reyndar að hann hafi verið í liðinu sem rassskellti mitt lið í kubbakastleiknum, bölvaður kallinn. Svo stóð víst til að gera eitthvað fleira af heimskum hlutum eins og að fara í teigjuspotta-snúsnú og jeppapóló ásamt húla húla hlaupi en einhvernveginn komst það ekki að. Bíður bara næsta árs. Varðeldurinn um kvöldið var svo virkilega notalegur með tilheyrandi varðeldasöngvum og vasapelalyftingum. Hljómsveitin Hættir var eins og best varð á kosið, magnaðir kallar. Kveðjur, Logi Már R-3641
17.08.2009 at 18:01 #654258Ég, sleggjan og álkarlinn erum reiðubúin til þjónustu, sem sagt, einn í mat en hinir síðarnefndu þurfa ekkert að borða og sofa úti. Kveðjur, Logi Már R-3641
13.08.2009 at 10:58 #653770Sæll, ég hef ekki reynslu af 38 tommuni en ég er búinn að keyra á 33 tommu Dick Cebek FC 2 Radial í um 40.000 km. Reynslan af þeim hefur verið mjög góð, ég hef hvergi hlíft þeim og þar sem þetta eru frekar lítil dekk hef ég oft þurft að vera á þeim mikið úrhleyptum, allt niður í tvö pund. Leggjast vel og hvergi lát á þeim. Hliðar hafa staðið sig vel í grjóti og hrauni þar sem ég hef ekið og eins og ég sagði áðan, hvergi verið híft. Logi Már R-3641
12.08.2009 at 20:36 #205751Þegar maður er á ferðinni úti á landi og alternatorinn í bílnum, sem er ekki ekinn nema um 2.000 km. tekur upp á því að hætta að framleiða rafmagn vegna þess að hann losnar í sundur og rafsýður sig saman, þá er manni vandi á höndum. Þetta henti mig þegar ég var staddur í fríinu á Akureyri núna fyrir skömmu. Mér var bent á rafmagnsverkstæðið Ásco á Glerárgötu 34b og gaurinn þar mældi fyrir mig hleðsluna og felldi sinn dóm, helvítis alternatorinn var ekki að gera jackshit fyrir mig í að hlaða rafmagni inn á geyminn. Hann bauð mér upp á að laga hann ef gæti svippað honum úr bílnum, ég út á næsta plan, sleit vandræðagemlinginn úr bílnum og afhenti manninum, fór síðan upp á Glerártorg og fékk mér kaffi og rölt og að því loknu var maðurinn búinn að framkvæma það sem hann hafði lofað, þ.e. að gera við alternatorin. Ég skrúfaði hann í bílinn og gat haldið áfram ferðinni. Ég vil hér með þakka þessum ágæta manni fyrir hans fyrirtaksþjónustu og óska honum alls hins besta í framtíðinni auk þess sem ég hvert 4×4 félaga að beina viðskiftum sínum til þessa fyrirtækis ef þeir þurfa á þjónustu rafmagnsverkstæðis að halda. Bestu kveðjur, Logi Már. R-3641
03.08.2009 at 14:33 #650908Vegna skipulagningar og matarinnkaupa þurfa allir sem ætla að taka þátt í fjölskylduhátíðinni að vera búnir að ganga frá greiðslu inn á reikning klúbbsins fyrir miðnætti, miðvikudaginn 5 ágúst nk. Sendið greiðslu inn á reikning klúbbsins og póst á stjorn@f4x4.is þar sem fram kemur fjöldi fullorðina og fjölda barna ásamt greiðslustaðfestingu. Fyrirspurnir beinist í síma 8445010.
Logi Már. Skemmtinefnd.
30.07.2009 at 11:26 #652724Ég get í sjálfu sér ekki séð að hún sé að gefa það til kynna að landverðir geti ákveðið hvaða slóða má aka og hvaða ekki. Hún segir hins vegar að hún ráðleggi mönnum ekki að fara þessa leið og ég get lesið út úr skrifum hennar að hún frekar dragi kjarkinn úr mönnum að fara þessa leið en ekki. Þetta kann í sjálfu sér allt að vera eðlilegt en leiðandi leiðbeiningar að vísu. En ég sé ekkert að því að landverðir gefi leiðbeiningar og upplýsingar um þá vegi sem ferðamenn hafa einsett sér að aka og þá með tilliti til ökutækis viðkomandi og reynslu. Og ef að landvörður finnur inn á að t.d. útlendingur er hér í fyrsta skifti og hefur enga ferðareynslu hér á landi og enga hugmynd um út í hvað hann er að fara og er þar að auki á einhverju ökutæki sem ekki er líklegt að ráði við viðkomandi slóða er þá ekki eðlilegt að hann telji hann á að fara ekki þennan veg? Það gæti örugglega sparað margt útkall björgunarsveita. Kveðjur, Logi Már R-3641
29.07.2009 at 21:27 #652720Þangað til að reglugerð um slóðamál í tengslum við slóðaverkefnið verður gefin út þá hefur enginn landvörður eða annar sjálfumglaður, sjálfskipaður sandkornagæslumaður leyfi eða vald til að ákveða hvort aka má slóða eða ekki. Ferlaverkefni Landmælinga og ferðaklúbbsins er einmitt í gangi til að hægt sé að ákveða hvað má aka og hvað ekki. Þá, og aðeins þá, þegar því verkefni er lokið er kominn grundvöllur fyrir því að banna akstur á tilteknum slóðum. Ég hef oft sagt það að þangað til þetta mál er í höfn verða menn að fara svolítið eftir skynseminni þegar þeir ákveða hvar þeir aka. Annað mál er svo hversu mikla skynsemi menn fengu á garðann og mér virðist svona í fljótu bragði að þessi tiltekni ferðamaður hafi ekki haft skynsemi til að meta hlutina alveg rétt, stór og einhverra tonna þungur Man trukkur á sjálfsagt ekkert erindi þarna inn á þennan slóða. Kveðjur, Logi Már R-3641
-
AuthorReplies