Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
01.10.2014 at 14:05 #771922
Sælir félagar. Í kvöld verður haldið áfram með gifsveggi og boruð verða göt vegna nýrrar miðstöðvarlagnar í bakhúsi. Skipulagsatriði og endanlegar útfærslur eru smátt og smátt að komast á hreint þannig að þetta getur allt farið að ganga betur. Kaffi á könnunni. L.M.
20.09.2014 at 01:09 #771684Jamm og jamm og jæja. Það er kominn tími á hina árlegu stuð og stemmingu einu sinni enn. Djöfull er tíminn fljótur að líða. Finnst eins og það hafi verið í gær sem að ég og Rúnar Sigurjóns uppgötvuðum skyndilega að við vorum einir eftir í turninum í Kópavogi á síðustu árshátið. Skildum bara ekkert í þvi hvert allir voru allt í einu farnir. Vorum, svona fram að því vissir í okkar sök um að við værum nú ekki SVONA leiðinlegir. En svona er lífið, fullt af óvæntum uppgötvunum. En nú gerum við góða hátíð og hefjum skemmtigöngu vetrarins.
L.M.
16.09.2014 at 20:20 #771645Jæja gott fólk, þá má segja að niðurrifi og tiltekt sé lokið og verkið komið á ákveðinn núllpunkt. Á morgun, miðvikudag 17 sept. verður ekki almennt vinnukvöld heldur ætlum við í fasteignanefndinni að koma saman og mæla fyrir veggjum og reyna að plana framhaldið eftir bestu getu. Það er í ýmsu að stússast áður en við getum haldið áfram að taka næstu skref þannig að það verða rólegheit á næstunni. Við látum ykkur vita hvernig framvindan verður jafnóðum og hún gerist.
Fasteignanefndin.
10.09.2014 at 17:25 #771569Nú er tækifærið, nú er tækifærið sem ekki gefst aftur. Að láta reiði sína bitna á steinveggjum með sleggju er góð aðferð til að hleypa uppsafnaðri gremju út úr kerfinu. (Það leyfist að hugsa um einhvern sem þið þolið ekki meðan þið djöflist með sleggjuna) Missið ekki af þessu einstaka tækifæri. Skóflur vel þegnar til að moka brotinu í hjólbörur.
Fasteignanefndin.
07.09.2014 at 14:13 #771504Já Vilhjálmur, þegar svona merkisatburðir eins og það að Ferðaklúbburinn kaupi sitt eigið húsnæði eiga sér stað þá flykkjast „stórmennin“ að til þess að komast á spjöld sögunnar En að öllu gamni slepptu, þá erum við að fara að halda áfram með niðurrifið á morgun, (mánudaginn 8 sept.) Takmark kvöldsins er að reyna að klára það niðurrif sem þarf að eiga sér stað áður en farið verður í niðurbrot á veggjum og að saga nýtt dyraop milli framhúss og bakhúss. Næstu skref eru svo einmitt að brjóta niður þá hlöðnu veggi sem brjóta þarf niður og saga ofangreint gat, bora fyrir lagnastamma milli húsanna svo hægt verði að koma fyrir klósetti og eldhúsaðstöðu í leigurýminu, hreinsa allt út sem þarf að fara og má þá segja að við getum farið að hefja uppbyggingarstarfið. Við munum hefjast handa þetta á bilinu hálf sjö til sjö og stefnum að því að vinna til tíu. Með góðri mætingu tekst að gera mikið á þessum þremur tímum eins og sást síðasta fimmtudagskvöld. Vonumst eftir góðri mætingu.
Fasteignanefndin.
01.09.2014 at 23:47 #771294Eins og fram kom á félagsfundinum 1. september erum við að fara af stað með framkvæmdir í nýja húsnæðinu okkar í Síðumúlanum. Þessi spjallþráður er settur af stað í þeim tilgangi að miðla upplýsingum um framgang mála og svara fyrirspurnum ef einhverjar eru. Það kom fram á fundinum að við ætlum að hafa vinnukvöld á mánudags og miðvikudagskvöldum frá ca. hálf sjö til tíu. Núna á miðvikudaginn þriðja september ætlum við að hefjast handa. Farið verður í að skrúfa niður hillur, opna stigaop á milli hæða, taka niður þá gifsveggi og plexiglersveggi sem ekki eiga að standa og koma öllu því efni sem í þessu er niður á neðri hæðina til geymslu og síðari nota. Við þurfum aðstoð ykkar félagsmanna og gott væri ef þið gætuð komið með einhver verkfæri svo sem hamra, kúbein, skrúfvélar, sagir og þess háttar. Ef einhverjir eru með tröppur eða stiga væri gott að fá slíkt. Þetta verður svona til að starta framkvæmdinni og byrja að þreyfa á verkinu og sjá hvernig það fer af stað og síðan verður sett upp nýtt prógram fyrir næsta mánudag. Hlökkum til að sjá ykkur.
Fasteignanefndin.
28.08.2014 at 19:58 #771237Jæææææja,,,,, þetta stefnir í fámenna, en þeim mun góðmennari ferð. L.M.
25.08.2014 at 19:45 #771173Hérna er mjög „skemmtileg“ frétt, púður í byssu lokunarsinna. Það á að gera svona hryðjuverkamenn landræka. Þetta er enginn óvitaskapur, þarna er bara óþverraskapur á ferðinni og það ætti að húðstrýkja svona vitleysinga. L.M.
http://www.mbl.is/frettir/innlent/2014/08/25/leita_vitna_vegna_utanvegaaksturs/
25.08.2014 at 15:40 #771166Sælt veri fólkið. Það líður að hinni árlegu stikuferð sem farin verður núna um næstu helgi. Núna er tækifærið fyrir þá sem langar að taka fyrstu skrefin í að ferðast í hóp í meira en dagsferð að slá tvær flugur í einu höggi, annarsvegar að komast í góða ferð með skemmtilegu fólki og hins vegar að láta gott af sér leiða í þeim tilgangi að reyna að koma í veg fyrir utanvegaakstur með þvi að stika þá slóða sem aka má um á hálendinu. Ég fór sjálfur í mína fyrstu stikuferð árið 2007 og kynntist þar mörgu góðu fólki sem ég hef haldið kynni við síðan og lærði margt um ferðamennsku á hálendinu í þeirri ferð. Og þar sem ég hef verið svo illa fyrirkallaður síðustu þrjú haust að komast ekki með í þessar ferðir þá ætlum við „Gráni“ nú að leggja land undir fót og slóða undir dekk og reyna að gera eitthvað gagn þetta haustið. Vænti ég þess umhverfisnefndin fari að koma með ferðaplan fyrir þessa ferð innan tíðar. Vonast svo eftir að sjá fullt af góðu fólki í ferðinni. L.M.
27.07.2014 at 16:44 #770166Sæl öll. Eins góðra gjalda vert og það nú er að fara og huga að umhverfi Setursins okkar þá finnst mér eiginlega jafn kjánalegt að birta þessar myndir sem fylgja pistlinum hér að ofan af umhverfi skálans. Það er svona verið að gefa þá mynd af umhverfi skálans að þar sé allt á rúi og stúi en tifellið er að þessar myndir eru teknar þegar allt er á fullu í miðju byggingarferli skemmunnar okkar. Skálanefndin skildi ekki einu sinni svona við svæðið á milli vinnuferða og þetta lítur svo sannarlega ekki svona út núna ef ég veit rétt. Erum eiginlega svona nett móðgaðir yfir þessu við félagarnir, Rúnar og ég því það var svo sannarlega ekki á þennan hátt sem við og fyrri skálanefnd skildum við. L.M.
17.06.2014 at 11:57 #769485Var í þessu „Borgarholtsskóla“ verkefeni á sínum tíma og það var mikil synd að það skildi ekki verða að veruleika. Held að ef allt það sem var í pípunum með það verkefni hefði orðið að veruleika á þeim tíma sem vissulega var einskonar „prime time“ fyrir það verkefni væru hlutirnir öðruvísi og betri í dag hvað varðar utanvegaakstur og fræðslu til útlendinga. En, því miður. Þetta var reyndar svo skammt á veg komið þegar allt í einu að fjármagn varð ásteitingarsteinninn að ég held að það efni sem búið var að taka upp í miðjuferðinni og er eflaust til í safni skólans væri svo sem hvorki fugl nė fiskur í svona þáttagerð en mætti þó eflaust nýta eitthvað úr því. En allavega gaman að sjá þessar gömlu myndir af Ómari og Guðmundi og þann boðskap sem þar var á ferðinni.
17.06.2014 at 11:45 #769484Vantar eiginlega „like“ takkann núna fyrir síðustu setningnuna í innleggi Skúla hér á undan.
21.05.2014 at 18:38 #768719Sæll Hlynur og velkominn í klúbbinn. Líst vel á þennan bíl hjá þér og er viss um að þú getur átt margar ánægjustundirnar með honum, bæði á fjöllum og ekki síður í bílskúrnum því að þar gerast hlutirnir og pælingarnar. Segi eins og Sammi hér að ofan, láttu sjá þig í kaffi og vittu hvort þú finnur ekki einhverja gamla jepparefi sem geta hjálpað þér að fræðast um hvaðeina sem varðar jeppmennskuna. Hef sjálfur fundið mér góðan farveg í nefndarstörfum fyrir klúbbinn og eignast marga góða félaga síðan ég gekk í hann 2007. L.M.
04.05.2014 at 17:06 #768005Þegar ég skráði fjóra í bíl hjá mér mat ég það svo að það væru fjórir í bílnum, þ.e. ökumaður og þrír farþegar. Þetta er svolítið óljóst orðað í skráningarforminu finnst mér. Annars var ég að heyra því fleygt að í ferðina væru nú komnir ansi margir farþegar þannig að við verðum að spýta í lófana og fá fleiri félagsmenn til að taka þátt í þessu með okkur. Fyrir mér er þetta allavega ákaflega gefandi verkefni og ég vona að sem flestir félagsmenn séu sama sinnis og séu tilbúnir að ljá þessu lið. L.M.
08.03.2014 at 22:32 #453789Við skulum ekki núa skipuleggjendum Stórferðar 2014 um það að hafa ekki skipað fréttastjóra. Ég var víst skipaður slíkur þar sem fyrirsjáanlegt var að ég færi ekki í ferðina. En ég hef illu heilli einfaldlega ekki haft tíma til að sinna því hlutverki að neinu viti og biðst velvirðingar á því. Svona er lífið bara stundum. Vona svo að allir Stórferðarmenn og konur hafi góða veislu í kvöld og skemmti sér hið besta.
08.03.2014 at 13:19 #453777Var að heyra í Fjallagenginu. Bílar hafa verið að skila sér niður alveg fram að þessum tíma og eru þónokkrir eftir á fjöllum ennþá og er verið að fara að ná i þá. 38″ bílar höfðu enga drifgetu og voru margir skildir eftir. Einhverjar fréttir eru af einum Econoline sem þarfnast björgunar og skilst mér að það sé nokkuð mál að ná honum þar sem hann stendur í hliðarhalla og sokkinn að aftan, verður víst talsvert mál að hjálpa honum á rólið aftur en ég hef þó ekki af þessu annað er óljósar fréttir ennþá. Eftir því sem ég get skilið verða ekki margir, ef nokkrir sem fara á Þverárfjall eins og fyrirhugað var heldur mun dagurinn meira og minna fara í björgunaraðgerðir og að ná bílum niður í byggð. Engar fréttir hef ég af Eyjapeyjum og Sólargenginu en eftir þvi sem ég kemst næst eru þeir ekki komnir til byggða. Er verið að reyna að fá fréttir af þeim en síðast þegar ég heyrði í þeim höfðu þeir ekki náð Miðjunni en mjög erfitt færi var síðustu 10 km að miðjunni og síðan hálfa leið niður í Skiftabakka. Kem með frekari fréttir þegar ég hef hlerað eitthvað nýtt.
07.03.2014 at 20:55 #453747Var að heyra í Jóni Inga í Sólargenginu. Áttu eftir um 5 km. að miðju og voru með Patrol í olíuvandamálum og einnig hafði brotnað drifskaft í Ford Econoline hjá þeim og þeir urðu að skilja hann eftir. Byrjað er að skafa og skyggni ekki nema um 5 – 10 mtrar. Sækist þeim mjög hægt.
07.03.2014 at 20:31 #453744Sælir félagar. Ég var víst beðinn um að skrifa eitthvað af fréttum af stórferð en hef ekki haft tíma til að setjast niður fyrr en núna. Er búinn að vera að reyna að hringja hópstjórana en ekkert hefur gengið að ná í þá. Náði smá samabandi við Stefán Laufdal í Eyjapeyjum en það slitnaði strax og náði hann ekki að segja mér neinar fréttir. Eini maðurinn sem ég náði í var Logi Ragnars í Jeep genginu og þeir voru komnir niður í Skagafjörð fyrstir manna. „Ultimate build“ jeppinn og tveir félagar hans komu í Hrauneyjar um sexleytið í morgun, fengu að sofa heilan einn klukkutíma áður en þeir voru ræstir. Þrettán bílar eru í jeep genginu og lögðu þeir síðastir af stað og drógu alla uppi og eru eins og áður segir fyrstir niður. Að sögn Loga er mjög þungt færi sitthvorumegin við Miðjuna en léttist þegar norðar dregur. Þetta er víst mjög erfitt fyrir þá sem ekki hafa aflið til að taka þetta á kraftinum, skel og púður, mikill lausasnjór. Skagfyriðingar, Eyfyrðingar, Húnvetningar og Austfirðingar tóku glæsilega á móti þeim í Skiftabakkaskála og kann Jeep gengið bestu þakkir fyrir. Eftir því sem ég hef heyrt eru stóru bílarnir í einhverju aðstoðarhlutverki þessa stundina þvi sumir hafa ekki einu sinni komist á miðjuna ennþá en veðrið er að því að mér skilst gott og það bjargar miklu.
Var svo rétt í þessu að heyra í Stefáni Laufdal í Eyjapeyjum og eiga þeir um 10 km. í miðjuna ennþá. Þetta er fjögurra bíla hópur, tveir eru meira og minna í spotta vegna þess að þeir drífa ekkert og sækist þeim seint. Skrifa meira þegar ég næ í einhvern af hópstjórunum. L.M.
05.03.2014 at 18:59 #453690Skil ekki hvernig þú meikaðir það upp í Breiholt í morgun í 29.5 tommunni Bjarni, var í vandræðum með að komast upp á Höfða í morgun á gamla Musso og var þó búin að tæma 38 tommuna og læsa öllu sm hægt var að læsa. Þú hlýtur að vera alveg snilldar driver. L.M.
18.02.2014 at 14:01 #452373Sé ekki alveg í það ennþá vegna röskunar á vinnuplani vikunnar en allavega sem fyrst. L.M.
-
AuthorReplies