Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
27.03.2010 at 12:08 #211714
Góðan dag. Í morgun var lagt af stað í enn eina Litlunefndarferðina, í þetta skiftið var fléttað saman ferð og ratleik og gefnir upp gps punktar sem þátttakendur leita uppi. Þrjátíu og tveir bílar voru skráðir til ferðar en afföl munu hafa verið sex þannig að tuttugu og sex bílar lögðu af stað frá Select um níuleytið í morgun. Fysta stefna ver tekin á Þingvöll og leituðu þátttakendur uppi punkta á svæðinu og gekk vel. Stefnan var síðan tekin á Uxahryggi og þóttust þá einhverjir sjá hvert förinni væri heitið og straujuðu upp á Kladadal en áttuðu sig svo síðan á því að þangað var förinni alls ekki heitið og snéru þá frá villu síns vegar og óku niður Uxahryggjaleið svo sem gps punktarnir lögðu fyrir þá að gera. Þegar þetta er skrifað eru einhverjir komnir niður að Hraunfossum og síðustu bílar eru við Deildartunguhver. Allt hefur gegnið vel og engar bilanir hafa hrjáð menn svo vitað sé um og er frétta síðan að vænta af hópunum seinna í dag.
Fréttaritarinn.
14.03.2010 at 18:39 #686982Hvet menn til að sýna heilbrigða skynsemi varðandi akstur á fjallaslóðum þessa dagana, ástandið er sennilega víða þannig að við verðum að hafa vit fyrir vegagerðinni og sýna þá ábyrgð sem gerir okkur að fyrimynd i umhverfismálum. Mbk. Logi Már.
04.03.2010 at 19:18 #685938Sæl öll. Til að útskýra málið örlítið þá er verið að koma upp gsm opunarkerfi í Setrinu sem felst í því að húsið er opnað með gsm síma í stað lykils. Við skiftum um sýlendra vegna þess að við ætlum að láta breyta þeim sýlendrum sem voru í gangi og í framhaldinu og að afloknum prófunum komum við til með að innkalla þá lykla sem úti eru og geta þeir sem vilja þá sjálfsagt fengið þá endurgreidda eða fengið sitt símanúmer inn í kerið og notað sinn síma til að opna húsið. Þetta er svona málið í hnotskurn, akkurinn er sá að þá er vitað hver er opnar húsið á hverjum tíma og eftirlit með því verður auðveldara. Annars er tilkynningin sem hangir uppi í andyrinu á þennan veg!
Setrið.
Skáli ferðaklúbbsins 4×4.
Til að fá skálann opnaðann þarf að hringja í skálanefnd.
Skálanefnd 844-5010
Logi Már 893-6560
Kári 892-4675
Maggi 821-7260
Jón Emil 820-9570
Lykill að gámnun er inni í húsinu og er í keðju vinstra megin við inngangsdyr. Munið að hengja lykilinn á krókinn aftur að notkun lokinni.Fyrir þá sem ætla upp í Setur vil ég segja að best er að hringja í einhvern skálanefndarmann cirka 10 mín áður en komið er að húsinu og verður þá búið að opna þegar menn lenda. Vona að þetta skýri málið að sinni. Kv. Logi Már.
26.02.2010 at 18:49 #685236Búið að loka spjallinu fyrir þeim sem eru annaðhvort ógreiddir félagar eða ekki félagar, að setja inn auglýsingar er haldið opnu fyrir báðum hópunum.
22.02.2010 at 22:48 #684534Talaðu við Skerpu í Hafnarfirði
31.01.2010 at 13:28 #680398Mjög sennilega væri best fyrir þig að færa annaðhvort festinguna á boddíinu 6 cm niður eða færa fsetinguna á hásingunni 6 cm upp. þegar þú hækkar bílinn gerist það að togstöngin fer að hallast meira og þ.a.l færist hásingin til hliðar. Togstöngin þarf, þegar bíllinn stendur réttur að vera í sem láréttastri stöðu þannig að ég mundi ekki í svona tilfelli lengja hana. Það hefur áhrif á hásingarfærsluna þegar bílinn fjaðrar upp og niður hversu mikill halli er á stönginni.
31.01.2010 at 12:45 #680262Ég og fjölskylda mín sendum innilegar samúðarkveðjur til þeirra sem um sárt eiga að binda vegna atburðanna á Langjökli í gær.
Logi Már Einarsson.
28.01.2010 at 22:42 #676256[b:1tiso39t]"ég tek frekar 2 kassa af litlum víkingum með mér." [/b:1tiso39t]Einar, hvað ætlar þú að gera með tvo kassa litlum víkingum upp í Setur, heldurðu að það sé svefnpokapláss fyrir allt þetta lið, var ekki orðið fullskipað í ferðina??
22.01.2010 at 15:01 #677816Jææææjaa,,,,,, bara allir í boltanum,,,,!!???
20.01.2010 at 14:01 #677958Líst vel á þessa aðferð hjá Grími, sérstaklega þetta með þessa 1-2 öllara,,,,,,
20.01.2010 at 13:55 #678092Ég legg þann skilning í þetta hjá Magnúsi að hann vilji hafa þetta eins og á gömlu síðunni, þá var allaf sýnilegur þráður á forsíðunni sem hét einfaldlega innanfélagsmál, þangað til þú skráðir þig inn, þá kom nafnið á honum (umræðuefnið) fram. Ég held að það gæti verið til mikilla bóta að hafa þetta fyrikomulagið á þann hátt því að ég veit ekki til að innanfélagsmálaþráðurinn sé notaður svo nokkru nemi einmitt vegna þess hversu ósýnilegur hann er og "erfitt" að nálagst hann. Þú sérð með öðrum orðum ekki hvort einhver innanfélagsmálaþráður er í gangi því hann kemur aldrei fram á forsíðunni. Kv.. Logi.
16.01.2010 at 15:13 #677276Þá eru allir komnir niður af jöklinum og að Jaka, ferðinni hefur verið formlega slitið og þáttakendur eru byrjaðir að týnast til byggða. Einhverjir eru þó ennþá að leika sér í snjónum í jökuljaðrinum þó að það sé hálfgert skítaveður þarna uppfrá. Heyrði af einni affelgun á uppleiðinni, einhverjir þurftu spottann eins og gerist og gengur en að öðru leyti vandræðalaus ferð og allir sáttir og bara gaman. Fréttaritarinn lætur hér með af störfum og þakkar fyrir sig.
16.01.2010 at 13:19 #677270Var að heyra í Óla fararstjóra. Hópurinn mjakast nú upp jökulinn í slæmu skyggni og það snjóar og sést lítið út frá bílunum og færið að þyngjast. Kristján aðalfararstjóri var kominn upp á hábungu ásamt nokkrum öðrum og bíður þar eftir hinum en þar sem útsýni er nánast ekkert hefur verið tekin ákvörðun um að halda niður á við aftur þegar allir eru komnir upp enda markmiði ferðarinnar þá náð. Allt hefur samt gengið á besta veg og ekkert um vandræði sem orð er á gerandi.
Fréttaritarinn.
16.01.2010 at 12:13 #677264Var að heyra í Óla farastjóra og eru allir bíla nú komnir á jökulinn, verið er að hleypa betur úr dekkjum og hreinsa þau og menn að byrja að spreyta sig á snjónum sem er neðst í jöklinum. Þeir sem voru komnir lengst voru komnir í um 900 metra hæð en flestir voru í nokkuð stórum hóp neðst og gekk misvel að feta sig gegnum snjóinn.
Fréttaritarinn.
16.01.2010 at 12:01 #677262Rás 47
16.01.2010 at 11:50 #209955Góðan dag. Litlanefndin lagði af stað í ferð um níuleytiðí morgun. 55 bílar lögðu af stað frá Select á Ártúnsholti og var haldið sem leið lá í Húsafell um malbikið og stefnan síðan tekin á Langjökul. Þegar ég heyrði í þeim áðan voru allir komnir upp úr Húsafelli í átt að Jaka og voru menn búnir að létta á bæjarloftinu í dekkjunum, Kristján aðalfarastjóri var þá kominn upp að Jaka og kannaði aðstæður. Engin vandræði hafa komið upp ennþá og mikil samskifti hafa verið á talstöðvarrásinni. Ég kem svo inn aftur með fréttir um eittleytið.
Fréttaritarinn.
11.01.2010 at 16:01 #675964Þetta er svo sem ekkert nýtt vandamál sem þú ert með og svo sem ekkert endilega bundið við einhverjar ákveðnar bíltegundir. Það að þú komir ekki stimplunum til baka með góðu móti gæti bent til tvennra hluta, annars vegar að þú notir klossana alveg inn í járn þannig að stimpillinn sé næstum því genginn út úr gúmmíþéttingunni og svo hins vegar að ryð sé komið í stimpilinn og þá er yfirleitt stutt í það að stimpillinn farið að skemma þéttigúmmíið og allt fari að leka. Einnig er líklegt að hlífðargúmmíið sé eitthvað farið að láta á sjá og það komist vatn í fremsta hlutann af stimplinum. Fastir loftventlar er mjög algegnt vandamál í gömlum dælum, gróa yfirleitt mjög fastir ef þeir eru ekki hreyfðir lengi og þarf þá yfirleitt að hita til að ná þeim úr eða þá í sumum tilfellum að bora þá úr, hef oft lent i svona grónum ventlum, besta vörnin er að hreyfa þá reglulega, þá ná þeir ekki að gróa fastir. Ég held að þú þurfir að skifta bæði um gúmmí og stimpil, hef ekki sjálfur lent í vandræðum með að fá hluti í þetta hjá mér, þeir hafa yfirleitt átt þetta hjá Benna og mér hefur yfrleitt ekki fundist þeir svo dýrir á Mussovarahlutum. En eru ekki varahlutir orðnir fokdýrir allstaðar í dag eins og ástandið er?
07.01.2010 at 16:27 #674964Fjúff, vá mar,,,,,,
30.12.2009 at 14:19 #673530Þó Magnús að húsinu trekki
og engan hann viljandi blekki
þá erfitt mun vera
upp hug sinn að gera
hvort opið sé hús eða ekki.Kveðjur, Logi Már.
30.12.2009 at 08:12 #673520Eitthvert svefnleysi á ykkur félögunum? En svona annars, hvaða opið hús/ekki opið hús rugl er þetta? Er opið hús eða er ekki opið hús (miðvikudagskvöld)? Vil annars taka undir með Steffu og þakka húsnefnd fyrir frábært starf á árinu, "keep up the good work" strákar. Kv. Logi Már.
-
AuthorReplies