Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
12.08.2010 at 09:59 #699854
Hvað er búið að keyra bílinn lengi á kúplingunni? Vanalega er það þannig að þegar snuðhljóð byrjar að koma í kúplinguna er það merki þess að diskurinn sé að komast á slitmörk þannig að það þurfi að fara að fara í kúplingaskifti. Ef kúplingin er farin að taka mjög ofarlega er það yfirleitt einnig ótvírætt merki um slitmörk. mKv. Logi Már.
11.08.2010 at 12:52 #699772Bíð eftir snjónum til að geta farið að prófa bílinn að einhverju viti, ef allt reynist vel kem ég líklega til með að sjást eitthvað á fjöllum í vetur. Kv. Logi Már.
31.07.2010 at 13:05 #699258Þetta mættu fleiri taka sér til fyrirmyndar. Kv. L.
31.07.2010 at 13:02 #699226Voru drifsköftin tekin í sundur við breytinguna? Ef svo er, fóru þau örugglega rétt saman aftur, þ.e. snúa bjargirnar á skaftinu örugglega eins? Kv. Logi.
16.07.2010 at 21:04 #698370Ja hérna hér,,,,,,,, hahhahahahhaha,, þvílíkt uppistand,,,,,,,, L.
16.07.2010 at 21:00 #695972Var að heyra í Ómari fyrir stuttu, líf og fjör á svæðinu, góður mórall og fjöldi 4×4 félaga orðnir verulega grillaðir,,,,,,,ööööööööööö,,,,,,,,,, en eru þeir það svo sem ekki alltaf????? L.
16.07.2010 at 15:14 #695970Stefnir í að ég komi seinnipartinn á morgun, kemst ekki fyrr vegna vinnu, því miður. Sjáumst öll. L
15.07.2010 at 20:11 #695964Hræddur um að einn "þykkur" vinur minn kæmist ekki inn um dyrnar á þessu hjólhýsi, sama á hvorn veginn honum væri snúið L.
07.07.2010 at 19:22 #697602Jæja félagar, held að þessi tunnufjandi sé alveg að redda spjallinu hjá okkur, hefur ekki verið svona fjörugt í langan tíma Kv. Logi Már.
05.07.2010 at 20:58 #695930Fín maður, fín. Aldrei að vita nema maður mæti og reyni að gera eitthvað til að skemmta sér og öðrum. Kv. Logi Már.
05.07.2010 at 20:54 #697162Takk fyrir það Helgi, láttu mig vita hvort þú ert einn eða fleiri upp á matarinnkaup fyrir laugardagskvöldið. Annars er þetta nokkuð að skýrast og komnir eru tveir steinamálarar af yngri kynslóðinni sem sjálfsagt koma til með að njóta sín vel með pensil í hendi og hvíta málningu og veita Bigga málara harða samkeppni. Annars lítur þetta svona út:
Logi Már og Elfar Loga
Þórður ásamt frúnni og tveimur steinamálurum
Ómar W
Biggi málari
Pétur og kannski félagi ásamt Kommanum í sparifötunum
Gísli Þór,,,, á flakkinu og réttir mönnum hjálparhönd
Stebbi Baldvins,,,, bestur í að skera steikina
Helgi Ragnarsson ásamt????
Óskar Erlings lítur við ásamt betri helmingnumAllt hið besta mál, fjör og fílingur, vantar fleiri hendur. Og skrá sig fyrir fimmtudag vegna matarinnkaupa.
Kv. Logi Már.
03.07.2010 at 21:42 #693944Vil benda á þennan þráð þar sem fjallað er um sumarhátíð sumarsins 2010 https://old.f4x4.is/index.php?option=com … 3&start=10
02.07.2010 at 22:35 #697638Held að þetta sé húsið sem stendur rétt við Elliðaárstífluna, man ekki hvað vegurinn heitir, hvort hann heitir Rafstöðvarvegur man ég ekki alveg. En þarna á heima í dag einhver fornbílagaur, haugur af virðulegum höfðingjum þarna fyrir utan sem bíða uppgerðar og betri tíma. Kv. L.
02.07.2010 at 22:23 #697520Er vitað hver á tunnuna, nákvæmlega hvar hún fannst og stafar einhver veruleg hætta af henni, er komin að því að detta í sundur af ryði þannig að innihaldi leki út? Og síðast en ekki síst, er vitað hversu lengi hún er búin að vera þarna og hver eigandinn er? Bara svona að velta þessu fyrir mér. Eða fór Páll Ásgeir kannski með hana sjálfur fyrst hann fékk leyfi til að keyra uppeftir þar sem okkur hinum er bannað? :):):) Nei, bara segi svona, takist ekki alvarlega. En það er sjálfsagt hægt að fílósófera með þessa tunnu vel og lengi, hvernig væri nú að fara með hugmyndaflugið á fullt og pósta hér einhverjum vangaveltum um tilurð tunnunnar. Kv.. l.
30.06.2010 at 23:07 #697154Takk fyrir það Stebbi, alltaf má treysta á þig. Verst að þú ert á vinnuvaktinni Maggi, hefðir sómt þér vel sem kóari í jómfrúarferðinni á Mussonum, aldrei að vita nema að þú hefðir fengið að fara undir stýri á eðalvagninum og læra loksins að keyra sjálfskift. Kv. L.
29.06.2010 at 23:56 #697148Þeir sem eru komnir á lista eru Logi Már, Þórður og Ómar frá skálanefnd, Pétur og félagi á Kommanum sem kominn er í sparifötin og fer því sennilega ekki í málingarvinnuna, Gísli Þór vinnumaður og svo kemur Biggi málari í þakprílið og sprautar málningu út um allar jarðir. Ef mér telst rétt til eru þetta fjórtán hendur í hendi. Vantar fleiri hendur, koma svo. L.
27.06.2010 at 11:52 #213339Eins og fram hefur komið á forsiðu fer skálanefnd í vinnuferð í Setur þann 9-11 júlí nk. Margt þarf að gera og óskum við eftir vinnufúsum höndum til samstarfs. Það sem m.a. þarf að framkvæma er t.d. að mála þak og þarf málarinn góða aðstoð við að halda á græjunum, mála þarf glugga, þrífa húsið og taka til í eldhússkápum, slípa gólfið í gamla skálanum og lakka það, (lendir á undirrituðum) klára að loka undir rúmstæði á lofti í gamla skála, (kláraðist ekki í síðustu vinnuferð), setja þarf upp brunastiga, undirbúa áframhaldandi pallasmíði við bíslagið, gera planið svolítið aðlaðandi þ.e. raða upp steinum meðfram því og mála þá hvíta, (upplagt verkefni fyrir yngri kynslóðina, klædda í föt sem málning má fara í), svo er það eilífðarverkefnið að taka til í gámnum og fara í kalt mat á því hverju má henda, gott væri að koma upp hillu undir smurolíu fyrir ljósavél svo að þetta sé ekki alltaf að draslast á gólfinu, stór sigur væri ef við næðum að ganga endanlega frá pústinu á ljósavélinni, yfirfara neglingu á plötuklæðningu hússins og eitthvað fleira mætti til telja, af nógu er svo sem að taka. Á laugardagskvöldið verður svo hefðbundið grill fyrir allann mannskapinn. Þeir sem geta ljáð þessu krafta sína þessa helgi skrái sig hérna á þráðinn. Kv. Logi Már.
25.06.2010 at 00:54 #696996Kóperaði bréfið þitt Kristján og sendi inn, Kv. Logi Már.
15.06.2010 at 04:20 #696402Samkvæmt nýjasta korti vegagerðarinnar um ástand hálendisvega er búið að opna hann en spurning hvernig hann svo kemur undan vetri, sjálfsagt ekkert farið að hefla hann eða laga eftir veturinn þannig að mjög líklega er hann leiðinlegur yfirferðar. Kv. Logi.
29.05.2010 at 09:37 #694842Átti einn svona ´89 V6 beinskiftan á 33 tommu, var að sniglast í 12 lítrum úti á landi og um 16-17 innanbæjar, ágætis vinnsla í þessu en heddin viðkvæm og geta verið vandamál, ég mundi fókusera á hvort eitthvað væri farið að eiga við viðhald á þeim ef ég væri að spá í svona bíl. Kv. L.
-
AuthorReplies