Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
09.11.2015 at 22:29 #934143
Sælir félagsmenn. Við í stjórn Ferðaklúbbsins óskum eftir tillögum um nafn á nýja aðsetrið og félagsheimilið okkar í Síðumúla. Tillögur sendist á netfangið f4x4@f4x4.is þar sem skrifstofan mun taka við þeim og lista upp nafnlaust og stjórn klúbbsins síðan taka ákvörðun um þá tillögu sem best þykir. Skilafrestur er til fyrsta desember. Engin sérstök verðlaun eru í boði önnur en að hafa gaman af þessu og eiga kannski heiðurinn að nafni staðarins.
F.h. Stjórnar. Logi Már.
12.03.2015 at 13:25 #777282Jæja, upp fór bitinn í gær með hjálp margra góðra manna og krana af stærri gerðinni. Þetta var heilmikil aðgerð og lauk ekki fyrr en rétt fyrir miðnætti. Eftir er að ganga að fullu frá suðuvinnu en það verður væntanlega gert á næsta vinnukvöldi. Tók engar myndir sjálfur og veit ekki hvort nokkur nennir að setja myndir hingað inn. L.M.
11.03.2015 at 13:23 #777276Jæja, þá verður stálbitinn hífður upp í kvöld. Reikna með að eitthvað verði unnið í klósettum og veggjum líka en aðalmálið verður bitinn. L.M.
09.03.2015 at 16:50 #777252Jæja, eftir að lítið gerðist í síðustu viku heldur vinnan nú áfram í kvöld. Heitt ã könnunni eins og alltaf. Skrifstofan er komin í gagnið og allt að gerast. L.M.
08.03.2015 at 10:21 #777208Malbiksgengjunum gekk bara vel norður malbikið utan þess að tveir bíla fuku út af á Holtavörðuheiði á leiðinni norður í ofsaroki og fljúgandi hálku en ekkert sem skaði varð af. Held að flest af þessum malbiksgengjum hafi svo átt góðan jeppaföstudag fyrir norðan á meðan ekkimalbiksfarar sváfu eftir næturferðina norður hálendið. Þannig að þegar upp er staðið fengu allir sitt út úr þessu, bara spurning hvort þú valdir. En svo má sjá á „fésinu“ að veisluhöld gærkvöldsins hafi gengið vel, allavega virðist formanni vorum hafa gengið vel að syngja „Nonni Ofsi“ með góðri undirtekt salarins.
06.03.2015 at 19:31 #777184Hef ekki náð að sina fréttamennsku sem skildi í dag enda maður sem ekki vinnur bak við tölvu allan daginn. En frétt hef ég þó að Fjallagengið og Jeep gengið hafi átt góðan dag í Flateyjardal á meðan Fúlir, Sterar, Túttur og einhverjir fleiri hafi sofið á sínu græna eftir átök næturinnar við að komast yfir Sprengisand. Frétti einnig að einn af meðlimum Fjallagengisins hafi verið kominn í viðhald (lesist „að bóna“) inni hjá einu af rútufyrirtækjum Akureyjarbæjar. Þetta var, að því að mér skildist (bónið) til að fá minni loftmótstöðu og geta farið hraðar yfir. (Skildi Einar Sól hafa haft eitthvað að segja um þetta?) Ég held reyndar að þessum ágæta manni finnist hann aldrei komast nógu hratt yfir. Ætti kannski frekar að snúa sér að formúlunni…….. á 44 tommunni. Reyni að fiska frekari fréttir þegar líða fer á kvöldið. L.M.
05.03.2015 at 22:16 #777163Kassarnir lögðu af stað úr Hrauneyjum um tuttugu mínútum á eftir Fúlum og öllum þeim. Stefna á Laugafell og eru í góðum aðstæðum, þokkalegt veður og færi.
05.03.2015 at 22:12 #777162Var að heyra í Sveinbirni, áttu um 17 km eftir af Kvíslarveituvegi og voru í þokkalegu skyggni og ekki miklum vindi, ferðahraði um 50 km. Hann hélt að Kassarnir hefðu ekki farið frá Hrauneyjum, ætla að reyna að ná í einhvern þeirra til frekari upplýsinga.
05.03.2015 at 20:29 #777159Hér verða settar inn helstu frettir af stórferð eftir því sem hægt verður að nálgast þær.
Drekar áttu eftir um 50 km í Laugfell þegar þeir misstu niður bíl í á en tókst að ná honum upp og er hann óskemmdur. Ákváðu að snúa við og stefna á Hveravelli í vitlausu veðri og eiga eftir um 25 km. Ætla að nátta þar.
1918 eru ennþá í bænum og ætla að meta stöðuna í fyrramálið, pollrólegir.
Fjallagengið fullt rör er á Sprengisandi að nálgast Illugaver og eru í þokkalegum veðuraðstæðum, með þeim í för eru Broskallarnir.
Fastagengið er á Blönduósi á leið norður malbikið.
Á malbikinu er einnig Fjallagengið en mér skilst að þeir séu dreifðir um veginn frá Borgarnesi til Akureyrar.
Benni Magg í Túttugenginu tjáði mér svo að þeir ásamt Fúlagenginu, Kössum. Eyjapeyjum og Sterum væru að leggja af stað frá Hrauneyjum og ætluðu að vera í samfloti norður Sprengisand og keyra í nótt.
Seinni helmingur Jeep gengisins er á leið malbikið norður, voru nálægt Staðaskála en fyrri helmingurinn var á Dalvík á leið í Sveinbjarnargerði.
Gamla gengið og Suðulandsdeild ferðast saman og ætla að leggja af stað kringum hádegi á morgun og fara Sprengisand.
Suðurnesjamenn eru ennþá á Suðurnesjum og ætla að meta veðuraðstæður á morgun.
Birnan er á leið malbikið norður í félagsskap annarra malbiksfara og gengur allt að óskum.
Ég kem svo með fréttir eftir því sem ég næ í mannskapinn. L.M.
04.03.2015 at 16:27 #777153Sæl öll. Þar sem ég verð á fundinum um stórferðina í kvöld mæti ég ekki í Síðumúlann. Held að við gefum Múlanum bara frí í kvöld. Nánari framvinda síðar. L.M.
02.03.2015 at 13:00 #777081Sæl öll. Það verður engin vinna í Síðumúlanum í kvöld vegna félagsfundarins á hótel Loftleiðum. Sjáumst hress á miðvikudaginn í Múlanum. L.M.
01.03.2015 at 12:16 #777074Daginn. Sé mig tilneyddan til að stofna hér nýja húsnæðisumræðu vegna villu í kerfinu sem lýsir sér þanig að þegar þráður er orðinn ákveðið langur er ómögulegt að komast inn í hann nema eftir einhverjum krókaleiðum. Það er illt þegar kerfið virkar ekki sem skyldi eftir alla þá vinnu sem lögð hefur verið í vefmálin. En að málefnum dagsins. Það kemur fram hér á öðrum þræði að nú hefur verið flutt endanlega af Eirhöfðanum. Við höldum svo áfram vinnunni í Síðumúlanum eins og ekkert hafi í skorist og verða nánari uppfærslur og fréttir af því hérna á þessum þræði en ekki þeim gamla. L.M.
22.02.2015 at 01:34 #776941Takk fyrir það Maggi, frábært síðasta kvöld á Eirhöfðanum. Nú er bara að einhenda sér í það að flytja endanlega um næstu helgi. Svo er vinnukvöld næsta mánudag, 23/02 og svo lítum við til framtíðar með fyrsta skemmtikvöld í „Múlanum“. L.M.
11.02.2015 at 11:18 #776744Í kvöld verður haldið áfram með píulögn á klósettum uppi, byrjað verður að taka punkta í skrifstofugólfið vegna flotunar og já, Einar, þú verður með kaffistofuna á hrakhólum í kvöld . Byrjað verður einnig að undirbúa að koma stálbitanum í salnum upp. Sandur á að vera kominn í kvöld og þá þarf að sanda undir frárennsli í kjallaranum þannig að eitthvað verður að starfa í kvöld. Ætli það verði ekki fastir liðir hjá Bjössa og Jóa að halda áfram með veggjavinnuna í fundarherberginu Vonandi verður kaffi á könnunni því kaffistofa á hrakhólum er ekki til margs líkleg…. L.M.
08.02.2015 at 18:48 #776693Gekk þokkalega á laugardaginn og erum nú tilbúnir í það að loka leigurýminu af. Stór áfangi. Næst er að einbeita sér að því að gera skrifstofurýmið klárt og verður haldið áfram með það á mánudagskvöldið. L.M.
06.02.2015 at 19:56 #776651Verðum komnir svona hálf tíu til tíu. L.M.
06.02.2015 at 11:37 #776646Jæja, við ætlum að taka vinnudag á laugardaginn sjöunda febrúar og sjá hvort við náum ekki að hnýta endahnútinn á framkvæmdir er tengjast leigurýminu. Það er orðið aðkallandi að klára þær framkvæmdir svo að við getum farið að koma skrifstofunni á staðinn og halda áfram að vinna í félagsrýminu. Allar hendur vel þegnar. L.M.
03.02.2015 at 20:55 #776507Greinilega verið að taka vel til í græjunni, Alltaf gaman að sjá bíl sem fær áhuga og aðhlynningu. Velkominní hópinn. Kv. Logi Már.
04.01.2015 at 19:24 #775924Jæja, þá er komið nýtt ár. Og kominn tími til að hrista af sér slen og uppsöfnuðum jólaaukakílóum og mæta í Síðumúlann og vinna. Semsagt, vinnukvöld á morgun, mánudaginn fimmta janúar 2015 ( sko, náði að hafa ártalið rétt). Vonast er til að kaffistjórinn láti sjá sig en ég er alveg viss um að það verða engar kökur í þetta skiftið þar sem menn eru sjálfsagt yfir sig étnir eftir jólin. Lögð verður áhersla á koma ofnalögn áfram. L.M.
03.01.2015 at 07:57 #775894Hvaða hvaða,,,,, heilmikið komið þó að heilmikið sé eftir. Við eigum eftir að súpa nokkra öl áður en hann kemst í gangið. En er þetta ekki orðin keppni milli Sveinbjarnar og Rúnars um það hvor fer fyrr á götuna? Við vitum nú þegar svarið við því hvor verður á endanum lengur í vinnslu þ.e. heildartíminn sem þeir eru fastir inni í bílskúrnum. Er að ekki annars Sveinbjörn? L:M.
-
AuthorReplies