FERÐAKLÚBBURINN 4X4

Menu
  • Ganga í Klúbbinn
  • Innskráning
Ferðaklúbburinn 4x4 Valmynd   ≡ ╳
  • Forsíða
  • Um F4X4
    • Greiða félagsgjald
    • Ferðaklúbburinn
      • Skilmálar vefs Ferðaklúbbsins 4×4
      • Lög Ferðaklúbbsins 4×4
      • Markmið Ferðaklúbbsins 4×4
    • Bókasafnið
    • Vefsíðan
    • Hagsmunamál
      • Öryggismál í ferðamennsku
      • Ferðafrelsi
      • Samstarf við hagsmunaaðila
      • Upplýsingar til ferðafólks
      • Verðlag á búnaði til jeppaferða
    • Umgengni
    • GPS grunnur
      • Sprungukort af jöklum
    • Jöklakort
    • Ferðast á fjöllum
      • Gátlistar
      • Öryggismál í ferðamennsku
    • Afslættir
    • Ganga í Ferðaklúbbinn 4×4
  • Viðburðir
  • Deildir
    • Austurlandsdeild
    • Eyjafjarðadeild
    • Hornafjarðardeild
    • Húnvetningadeild
    • Húsavíkurdeild
    • Skagafjarðardeild
    • Suðurlandsdeild
    • Suðurnesjadeild
    • Vesturlandsdeild
    • Vestfjarðardeild
  • Nefndir
    • Stjórn
    • Ferðafrelsisnefnd
    • Ferlaráð
    • Fjarskiptanefnd
    • Húsnæðisnefnd
    • Hústrukkanefnd
    • Litlanefnd
    • Ritnefnd
    • Skálanefnd
    • Skemmtinefnd
    • Tækninefnd
    • Umhverfisnefnd
    • Ungliðanefnd
    • Vefnefnd
  • Skálar
    • Fjallaskarð
    • Leppistunguskáli
    • Réttartorfa
    • Setrið
    • Skiptabakki
    • Sultarfit
  • Spjall
  • Augl.
  • Ljósmyndir
    • Setja inn myndir
You are here: Home / Laila Margrét Arnþórsdóttir

Laila Margrét Arnþórsdóttir

Profile picture of Laila Margrét Arnþórsdóttir
Virkur síðast fyrir 8 years, 8 months síðan
  • Prófíll
  • Groups 0
  • Forums
  • Topics Started
  • Replies Created
  • Favorites

Forum Replies Created

Viewing 18 replies - 1 through 18 (of 18 total)
  • Author
    Replies
  • 06.06.2012 at 10:06 #753933
    Profile photo of Laila Margrét Arnþórsdóttir
    Laila Margrét Arnþórsdóttir
    Participant
    • Umræður: 3
    • Svör: 30

    Halló félagar pínu breyting hjá mér. Ég og Elísabet Þorvalds komum bara 2 saman að laugardagsmorguninn og verðum með í fjörinu þann dag. Hlakka til að sjá ykkur. :0)





    17.03.2012 at 22:46 #751931
    Profile photo of Laila Margrét Arnþórsdóttir
    Laila Margrét Arnþórsdóttir
    Participant
    • Umræður: 3
    • Svör: 30

    Ég þakka öllum fyrir frábæra ferð á fjöllum í dag.Þeir gerast ekki betri.
    Og Degi fyrir að fréttaritarasamstarfið sem hann vann að samviskusemi.





    14.02.2012 at 11:21 #749964
    Profile photo of Laila Margrét Arnþórsdóttir
    Laila Margrét Arnþórsdóttir
    Participant
    • Umræður: 3
    • Svör: 30

    Við hér hjá Félagi heyrnarlausra óskum ykkur innilega til hamingju og þökkum fyrir okkur.
    Litlanefndarferðir hafa svo sannarlega hitt í mark. Þetta framtak ykkar hefur gefið heyrnarlausum tækifæri að ferðast um hálendi.





    10.01.2012 at 22:56 #222035
    Profile photo of Laila Margrét Arnþórsdóttir
    Laila Margrét Arnþórsdóttir
    Participant
    • Umræður: 3
    • Svör: 30

    Hugleiðing um ferðafrelsið

    Hvers virði er það okkur? Ef kallaður væri saman hópur af fólki og beðinn að skilgreina hvað ferðafrelsi er fengjum við trúlega mörg og mismunandi svör. Tökum sem dæmi þá sem bundnir eru við hjólastól. Ferðafrelsi þeirra gæti einkennst af því að komast á milli staða án hindrana, eitthvað sem okkur finnst sjálfsagt og eðlilegt. Með þessum nýju lögum um Vatnajökulsþjóðgarð um lokanir er enn frekar komið í veg fyrir að fólk sem á einhvern hátt býr við skerta hreyfigetu geti notið þess að ferðast á eigin forsendum.

    Verum meðvituð um að við erum eins misjöfn og við erum mörg. Margbreytileikinn gerir mannflóruna bara meira spennandi. Það á líka við um ferðamáta okkar. Það sem einum hugnast kann öðrum að finnast klént, en það er líka allt í lagi, svo fremi sem hver og einn fær að fljúga eins og hann er fiðraður.

    Fyrir mér er ferðafrelsi minn réttur til að ferðast af ábyrgð um landið mitt á sama hátt og forfeður mínir hafa gert öldum saman. Ég lít á landið mitt sem sameign allra og á ábyrgð allra.

    Ferðafrelsið er líka eitthvað sem við viljum geta leyft komandi kynslóðum barna og barnabarna að njóta, og treyst þeim fyrir því á sama hátt og okkar var treyst fyrir landinu af horfnum kynslóðum.

    Annað mál er hvaða ferðamáti er valinn, það fer eftir hverjum og einum. Sannarlega er ekkert neitt rétt eða rangt í þeim efnum.

    Ég get bara ekki skilið hvernig það má vera að hægt sé að taka einn ferðamáta, og þá á ég við göngufólk, fram yfir annað og koma því þannig fyrir að það sé öllu betra og æðra. Slíkt gerir ekki annað en að skapa illindi og úlfúð manna á milli. Ég vil hafa val um hvernig ég ferðast og hvar og hvernig ég vel að gista. Svo fremi sem ég geri það af ábyrgð.

    Einokun í hvað mynd sem er hefur alltaf verið og verður alla tíð til bölvunar.

    Það er svo að umferð manna, hver svo sem hún er, skilur eftir sig spor. Hjá því verður ekki komist, göngufólk þar með talið. Eins og gefið hefur verið í skyn í fjölmiðlum að jeppamenn fari nú hamförum yfir landið í þeim tilgangi einum að marka nýja slóða, er eitt af því kjánalegasta sem ég hef heyrt. Samkvæmt þessu virðast sumir halda því fram að á hálendinu ríki skálmöld og menn aki um án nokkurrar ábyrgðar. Þetta er hin mesta firra og fjarri öllum sannleika. Slíkar fullyrðingar eru til þess eins fallnar að skapa leiðindi.

    Óánægja og ósætti vegna lokunar slóða snýst fyrst og fremst um það að ekki má lengur aka um vegaslóða sem farnir hafa verið öldum saman, sumir hverjir ævagamlir og einnig leiðir sem frumherjar bílmenningar fóru að fara fyrir áratugum síðan. Það er sárt til þess að vita að það sé verið að hnýta í það góða fólk sem af eldmóði og hugsjón lagði á sig ótrúlega vinnu og erfiði sem við í dag njótum góðs af. Verum meðvituð um að þessir kappar opnuðu ævintýraheim hálendisins fyrir okkur. Hugsum frekar með þakklæti til þessarra horfnu hetja.

    Reynum að vera málefnaleg og ræðum saman af virðingu hvert fyrir öðru og fyrir ferðamáta hvers annars.
    Það hefur komið fram í fjölmiðlum að sveitastjórnir eru ekki alltaf sáttar við þær lokanir sem gerðar eru, samanber Skútustaðhreppur vegna Vikrafellsleiðar. Því spyr ég hvernig væri nú að fara að taka tillit til þeirra sem búa og starfa á þessum stöðum sem um er rætt. Ég er þess fullviss að fólkið sem þar býr er sannarlega betur í stakk búið til að meta stöðuna heima í héraði fremur en misgáfað ráðuneytislið sem í sumum tilfellum hefur aldrei komið á þá staði sem verið er að ráðskast með.

    Gerum árið 2012 ár sátta og alvöru samráðs. Látum fólk finna að á það sé hlustað og gefum gaum að því sem það hefur að segja.

    Laila Margrét Arnþórsdóttir





    31.12.2011 at 15:57 #745665
    Profile photo of Laila Margrét Arnþórsdóttir
    Laila Margrét Arnþórsdóttir
    Participant
    • Umræður: 3
    • Svör: 30

    ****





    30.12.2011 at 23:21 #221839
    Profile photo of Laila Margrét Arnþórsdóttir
    Laila Margrét Arnþórsdóttir
    Participant
    • Umræður: 3
    • Svör: 30

    Það er okkur flestum venja að staldra við og líta um öxl á þeim tímamótum sem nú nálgast óðfluga og fara yfir það sem gerst hefur á liðnu ári, hvað hefur áunnist og hvað mætti betur fara. Horfa svo fram á við og gera sér í hugarlund hvað framtíðin kann að bera í skauti sér, velta því fyrir sér hvað hvert og eitt okkar getum gert til að ná þeim markmiðum sem við kunnum að hafa sett okkur.

    Minnug þess að innan raða f4x4 hafa ötulir félagsmenn lagt á sig ómælda vinnu og erfiði í baráttunni fyrir sameiginlegum markmiðum klúbbsins til að mynda ferðafrelsinu. Það eru dæmi þess að félagsmenn hafi árum og jafnvel áratugum saman háð þessa baráttu og alltof oft án þess að fá þakkir eða þann stuðning sem þeir svo sannarlega eiga skilið fyrir mikið og óeigingjarnt hugsjónastarf.

    Við eigum því ekki að spyrja okkur að því hvað við teljum að aðrir geti gert betur til að ná árangri í baráttunni, heldur eigum við að spyrja okkur sjálf hvað við getum gert til að styðja og hugsanlega lagt málstaðnum lið, því margar hendur vinna létt verk. Verum minnug þess að markmiðin eru þau sömu.

    Annað sem er nauðsynlegt að hafa í huga er mikilvægi þess að upplýsa félagsmenn um gang mála. Því ansi oft er uppspretta tortryggni og óeinigar sú að það skortir upplýsingar um framvindu í einstökum málum og kann það því að líta svo út að ekkert sé verið að aðhafast. Skýr stefnumótun er mikilvæg og getur aukið einingu og samstöðu. Það er sárt að við höfum tapað út virkum og mikilvægum einstaklingum úr okkar röðum vegna skorts á skýrri stefnu. Við því megum við ekki, því hver og einn er svo sannaralega mikilvægur hlekkur.

    Við getum aldrei verið sammála um allt, enda að takast á um hlutina og rökræða er af hinu góða. Verum þó meðvituð um að vera málefnaleg í gagnrýni og tilbúin að færa fram rök fyrir skoðunum okkar og komum fram við aðra af virðingu. Þannig fæst í flestum tilfellum í sátt, bestu og heiðarlegustu niðurstöðurnar.

    Ég sendi öllum félagsmönnum f4x4 mínar bestu óskir um gæfuríkt nýtt ár og þakka kærlega fyrir gefandi og lærdómsríkt samstarf á árinu sem senn er liðið. Hlakka til að vinna og ferðast meira með f4x4 á nýju ári.

    Laila Margrét Arnþórsdóttir





    22.12.2011 at 22:48 #744581
    Profile photo of Laila Margrét Arnþórsdóttir
    Laila Margrét Arnþórsdóttir
    Participant
    • Umræður: 3
    • Svör: 30

    Vel skrifað Guðmundur takk fyrir þetta.





    16.12.2011 at 12:36 #744235
    Profile photo of Laila Margrét Arnþórsdóttir
    Laila Margrét Arnþórsdóttir
    Participant
    • Umræður: 3
    • Svör: 30

    Ég þakka ykkur öllum fyrir að taka þátt í þessari umræðu, hér sést best að hjörtu okkar slá í takt.

    Ég tel það fullljóst að skoðanir okkar í þessu málið fara saman. Þess vegna tel ég mikilvægt að við snúum bökum saman og leggjumst öll á eitt því að mikið er í húfi, FERÐAFRELSINU er ógnað. Við verðum að einbeita okkur að því. Ánægjulegt er til þess að vita að búið er að skila inn athugasemdum varðandi Hvítbók fyrir hönd f4x4 og hvet ég alla til að kynna sér þær. Megi þeir sem að því stóðu hafa þökk fyrir vel unnið verk.

    Verum því virk og vakandi og tilbúin að leggja málinu lið ef á þarf að halda, því að margar hendur vinna létt verk. Málið varða okkur öll. Verum minnug þess að mörg okkar eiga minningar um ógleymanlegar ferðir. En nái þessi lög fram að ganga óbreytt er hætt við að börn okkar og barnabörn fái þess ekki notið og þeirra hlutskipti verði að njóta náttúrunnar gegnum ljósmyndabækur og frásagna þeirra sem fóru þarna forðum.

    Ég hef fullan skilning á því að reglur verða að vera. Um það erum við flest sammála.

    En að banna allt nema það sem er leyft er ekki vænlegt til árangurs. Það er reyndar mat uppeldisfræðinga að bann við öllu og refsing leiði til upplausnar og voða. Íslendingum er ferðafrelsið í blóð borið og er hluti af þjóðarsálinni. Lýsingin hér í færslu að framan hjá Halldóri Sveinsyni er svo raunsönn, hvað er betra en að veiða sér til matar og deila með öðrum í óbyggðum. Það er minn skilningur á fullkomnu frelsi.

    Það þekkir bara sá einn sem reynt hefur. Fyrir því er ég tilbúin að berjast.

    Laila Margrét Arnþórsdóttir





    14.12.2011 at 22:56 #744205
    Profile photo of Laila Margrét Arnþórsdóttir
    Laila Margrét Arnþórsdóttir
    Participant
    • Umræður: 3
    • Svör: 30

    Fyrirgefið ég gleymdi að setja nafnið mitt undir Laila Margrét Arnþórsdóttir :)





    14.12.2011 at 21:43 #221676
    Profile photo of Laila Margrét Arnþórsdóttir
    Laila Margrét Arnþórsdóttir
    Participant
    • Umræður: 3
    • Svör: 30

    Hvað er náttúruverndarsinni?

    Þegar ég velti fyrir mér orðinu náttúruverndarsinni kemur fyrst upp í hugann mynd af bónda sem er fæddur og uppalinn í sveit og hefur búið þar alla sína tíð og þekkir landið betur en lófa sinn. Hann leikur hárfínt á duttlunga náttúrunnar með virðingu eins og færasti fiðluleikari á hljóðfæri sitt. Hann getur sagt til um veður og snjólög með því einu að þefa út í loftið. Ég ber virðingu fyrir þessu.

    Í huganum birtist mynd af þeim sem velja sér hross til að ferðast um landið, ekki bara á blíðum sumardegi heldur líka í hríðar hraglanda eða bullandi slagveðri svo að það verður að hafa sig allan við að haldast á baki. Ríðandi eftir reiðstígum kynslóðanna sem farið hafa sömu leið frá landnámi. Sannir reiðmenn vindanna þar á ferð. Þessu kann ég vel og ber virðingu fyrir.

    Svo er mynd þeirra sem hafa tileinkað sér ferðamáta nútímans, það er að segja ferðamátann minn að fara um á ökutæki til þess að njóta þess sem náttúran hefur upp á að bjóða. Stundum er sá ferðamáti valinn vegna þess að heilsa eða annað kemur í veg fyrir að annað sé í boði.

    Hjá þessum hóp hefur safnast upp hafsjór þekkingar um vegi og slóða og hugvitsamlegar lausnir á vandamálum sem upp kunna að kom fjarri byggið ef fararskjótinn bilar. Í þessum félagsskap hef ég kynnst samhygð, hjálpsemi og ómældri þolinmæði auk þess sem jeppamenn eru ólatir að uppfræða þá sem lítið kunna. Þeir leggja líka mikla áherslu á virðingu fyrir landinu og náttúrunni.

    Þekking á vöðum og duttlungum stórfljóta er mikil meðal jeppamanna. Þeir vita að ljúf spræna getur á augabragði breyst í beljandi stórfljót. Síðast en ekki síst þarf að hafa vit á að stoppa og snúa við þegar það á við.

    Íslensk náttúra er þess eðlis að hún getur verið eina stundina ljúf sem lamb og á einu augabragði umturnast í tryllt óargadýr sem engum eirir. Það er mikilvægt að meta aðstæður rétt og kunna sín mörk. Það getur skilið milli lífs og dauða.

    Enn ein mynd kemur upp í hugann. Það er mynd af þeim sem velja að ganga um fjöll og firnindi, velja að rölta um landið og njóta þess sem það býður upp á. Hressir fjallamenn á ferð sem fá náttúruna beint í æð og vekja aðdáun okkar hinna fyrir vikið.

    Þó er það þannig að þetta geta ekki allir því hugsanlega vegna aldurs eða heilsu er okkur þessi leið ekki fær og þá er gott að hafa val um annað.

    Munum að markmið okkar eru þau sömu við unnum íslenskri náttúru og landinu okkar og finnum gleði og frelsi við að njóta hennar. Það sem skilur okkur að er val okkar á ferðamáta og er mér fyrirmunað að skilja hvers vegna einum ferðamáta er hampað á kostnað annars. Við lestur Hvítbókar sem inniheldur grunn að breytingum á náttúruverndarlögum læðist sá grunur að manni að gangandi ferðamáti sé það sem stjórnvöldum hugnast.

    Það ættu allir að geta notið sín ef við sýnum hvert öðru umburðarlyndi og tillitssemi. Það er jú pláss fyrir okkur öll. Látum náttúruvernd og ást á landinu verða okkar sameiningartákn.

    Laila Margrét Arnþórsdóttir





    08.12.2011 at 23:36 #742915
    Profile photo of Laila Margrét Arnþórsdóttir
    Laila Margrét Arnþórsdóttir
    Participant
    • Umræður: 3
    • Svör: 30

    Gott kvöld.

    Það verður að muna að minnast á það sem vel er gert og þakka fyrir það.
    Það var t.d ánægjulegt að sjá að rætt var við formann F4x4 í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær ( miðvikudag )varðandi Hvítbók og náttúruverndarlögin. Ég er þó á þvi að það þarf að koma því að í fjölmiðlaumfjöllunum við hvert tækifæri sem gefst að þessi náttúruverndarlög koma til með að hafa áhrif á allan almenning ekki bara jeppamenn á fjöllum. Öll umræða um málefnið er af því góða og vert er að þakka þeim Óla Lauga og Jóni S fyrir þeirra framlag en þeir sendu bréf á þingheim varðandi málið, sem átti trúlega þátt í því að Didda og Samúel fengu áheyrn hjá Samgöngu- og umhverfisnefnd.
    Hafin er vinna með lögmanni svo að hægt sé að senda inn athugasemdir varðandi Hvítbók.

    Okkur rennur blóðið til skyldunnar að skoða þetta og koma á framfæri því sem við teljum að vert sé að kanna betur. Þannig getum við stutt við bakið á þeim sem eru með þetta í vinnslu. Þetta er svo sannarlega mikið verk að skoða og meta, um 500 blaðsíðna doðrant. Ég verð þó að segja að því meira sem sem ég les því vissari er ég um nauðsyn þess að reynt verði að spyrna við fæti. Það er líka mikilvægt að fá almenning til að skilja að þetta á ekki bara við fáfarna slóða á hálendinu, þetta er mun viðtækara en það. Áhyggjur mínar beinast líka að því að ferðafrelsi þeirra sem ekki eiga möguleika á öðru en ökutæki til að komast að mörgum náttúruperlum þessa lands . Er ekki réttur þeirra fyrir borð borinn með öllu? Ég kem aldrei til með að sætta mig við það að ferðamáti minn og minna félaga sé á einhvern hátt verri en þeirra sem velja að ganga, en þó með fyllstu virðingu fyrir þeim sem velja göngu. Tek undir með Samúel að nú er mikilvægt að standa þétt saman og styðja við bakið á þeim sem eru að leggja nótt við dag að klára þetta stóra verkefni. Krossum því fingur og vonum það besta.

    Laila Mrgrét





    22.09.2011 at 21:03 #737567
    Profile photo of Laila Margrét Arnþórsdóttir
    Laila Margrét Arnþórsdóttir
    Participant
    • Umræður: 3
    • Svör: 30

    Það er ekki hægt annað en að fagna þessari umræðu. Hafliði komast vel að orði þegar hann segir að birting f4x4 á gps-safninu sé til að skapa umræðu, umræðu um málefni sem skiptir okkur öll máli. Að undanförnu hefur maður heyrt fleiri sjónarmið, t.d. að það er enginn ferðamáti sem ekki skilur eftir sig einhver ummerki, hvort um sé að ræða akandi, gangandi eða ríðandi. Þess vegna er það undirrituðum óskiljanlegt hvers vegna þeir aðilar er málið varðar geta ekki sest niður og rætt saman á málefnalegum grundvelli og af virðingu við ferðamáta hvors annars og skoðanir. Við verðum að gera okkur grein fyrir því að löngun allra til að ferðast um fallega landið okkar er sú sama, burtséð frá því hvaða ferðamáta þú velur þér, það sem hentar einum getur verið eitthvað sem öðrum hugnast ekki. Ég get ekki séð að einn ferðamáti sé betri eða verri en annar og það á ekki að vera þannig að stjórnvöld geti ákveðið að einhver einn ferðamáti sé öðrum æðri! Ef fólk gætir ítrustu varúðar og ábyrgðar ættum við öll að geta farið um hálendið án þess að skaða landið. Ég vil hafa þá einlægu trú að það sé vilji okkar allra, þar með talið stjórnvalda, að landa þessu máli með sátt en til þess að svo megi verða, verða allir að leggja sig fram og gera sér grein fyrir því að svona vinnubrögð ógna ferðafrelsinu og ég neita að trúa að sé það sem fólk vill. Það er mikilvægt að við hlustum á það fólk sem er með reynslu, eins og t.d. bændur, útivistarfólk og vanir jeppamenn með áratugareynslu af ferðamennsku og þekkja landið best. Sýnum þessari reynslu og þekkingu virðingu.

    Það er því einlæg ósk mín að við tökum okkur Dýrin í Hálsaskógi til fyrirmyndar, en það eiga jú öll dýrin í skógunum eiga að vera vinir!!! Þannig getum við ferðast saman í sátt og samlyndi.

    Laila Margrét





    03.08.2011 at 21:55 #734081
    Profile photo of Laila Margrét Arnþórsdóttir
    Laila Margrét Arnþórsdóttir
    Participant
    • Umræður: 3
    • Svör: 30

    Mig langar til að varpa fram einni spurningu varðandi vegaslóða.
    Spurningin er sú hvort hugsanlega geti verið til lagaheimild varðandi hefðarétt. Þá á ég við að t.d er veiðikvóti byggður á veiðihefð og búseturéttur er í sumum tilfellum tilkomin vegna búsetuhefðar. Hvað þá með t.d eins og gamla þjóðleið sem í sumum tilfellum hefur verið notuð í árhundruð, gæti slíkt ekki leitt til umferðarétta í skjóli hefðar? Eða á slíkt ekki við um vegaslóða?

    En hvað með það ef algjört bann er lagt við umferð nema fótgangandi, er kannski ekki þá verið að brjóta á jafnræðisreglu, eða á hún ekki við í þessu tilfelli?

    Hvað með 1. málsgrein í lögum nr.44/1999 ([url:22054a6d]http://www.althingi.is/lagas/nuna/1999044.html[/url:22054a6d] Lög um náttúruvernd) þar sem segir orðrétt “Lögin eiga að auðvelda umgengni og kynni þjóðarinnar af náttúru landsins og menningarminjum og stuðla að vernd og nýtingu auðlinda á grundvelli sjálfbærrar þróunar.”

    Spurningin er líka sú hvers virði er náttúran ef hennar fær engin notið?





    01.08.2011 at 13:48 #734061
    Profile photo of Laila Margrét Arnþórsdóttir
    Laila Margrét Arnþórsdóttir
    Participant
    • Umræður: 3
    • Svör: 30

    Ég sem nýliði í jeppamennsku langar til að leggja orð í belg í þessa umræðu.

    Ég kom í klúbbinn fyrir hreina tilviljun haustið 2010. Það er skemmst frá því að segja að þetta hefur verið skemmtileg upplifun og ævintýri frá fyrsta degi.
    En sá þáttur starfs f4x4 sem snýr að uppfræðslu bæði í jeppamennsku og landvernd hefur komið mér mjög á óvart, hversu markviss og góð sú fræðsla er. Trúlega er þessi þáttur starfsins sá sem almenningur veit sem minnst um og tel ég því mikilvægt að mótuð sé markviss stefna í að uppfræða almenning um þennan þátt hjá f4x4. Með því mætti koma í veg fyrir þau náttúruslys sem utanvegaakstur er, því það er deginum ljósara ef fólk býr að þeirri þekkingu og reynslu sem klúbburinn er tilbúinn að veita mundi slíkt heyra til undantekinga. Slíka fræðslu þyrfti að tryggja þeim sem ferðast um hálendið, Íslendingum og ekki síður útlendingum. Í því upplýsingasamfélagi sem við búum við í dag ætti að vera hægt að koma slíku til almennings á auðveldan og jákvæðan hátt og myndi þar af leiðandi auka skilning fólks á því frábæra starfi sem unnið er.
    Ef það er stefna klúbbsins að efla félagsstarfið þá er þetta kjörin leið til þess. Sú reynsla og þekking sem byggst hefur upp í tímana rás hjá félagsmönnum er ómetanlegur auður, sérstaklega þó fyrir komandi kynslóðir sem vonandi fá notið náttúru Íslands í gegnum fjallamennsku. Því er mikilvægt að tryggja aðgengi fyrir alla að náttúruperlum landsins á sem fjölbreyttastan hátt og hæfi hvers og eins, við höfum jú öll mismunandi þarfir. En til þess að svo megi verða er mikilvægt að standa vörð um ferðafrelsi og að allir þeir sem búa yfir ómetanlegri þekkingu og reynslu komi að því að móta stefnu í þessum málum, því það sem eykur fjölbreytileikann er að sem flestar raddir fái að heyrast og að gagnkvæm virðing fái að njóta sín.

    Í lokin vil ég þakka fyrir mjög svo skemmtilegar og fræðandi ferðir og frábæra ferðafélaga og óska ég starfsemi klúbbsins alls hins besta í framtíðinni.
    Laila Margrét Arnþórsdóttir





    26.06.2011 at 19:03 #732233
    Profile photo of Laila Margrét Arnþórsdóttir
    Laila Margrét Arnþórsdóttir
    Participant
    • Umræður: 3
    • Svör: 30

    Takk fyrir frábæra daga í þórsmörk um helgina.
    Æðislegur Hardcore topp hópur að ferðast með.
    Takk fyrir okkur. Kveðja Laila og Svenni :)))

    P.s næstum viss að ég gæti tjaldað skammlaust ef lífið lægi við eftir þetta.





    22.06.2011 at 16:15 #732205
    Profile photo of Laila Margrét Arnþórsdóttir
    Laila Margrét Arnþórsdóttir
    Participant
    • Umræður: 3
    • Svör: 30

    Komið þið sæl.
    Okkur langar voða mikið með í Jónsmessuferðina. En það er eitt usss og þetta má ekki fara lengra við höfum ekki farið í Þósmörk áður. Svo ef einhver vill vera svo góður að leyfa okkur að vera í samfloti þá væri það vel þegið.
    Aldrei að vita nema að við bjóðu upp á bauk að launum ef vel gengur.
    Bestu kveðjur Laila og Jose





    13.06.2011 at 12:19 #730987
    Profile photo of Laila Margrét Arnþórsdóttir
    Laila Margrét Arnþórsdóttir
    Participant
    • Umræður: 3
    • Svör: 30

    Takk fyrir okkur þetta var mjög gaman. Ekki spurnig að næst verður skálað í hárnæringu ná fram rétta tóninum klikka ekki á því.
    Öreverpinu fannst þó vest að missa af Diddu aparóluni.
    Takk aftur innilega fyrir okkur.
    kveðja Laila Jose og Sveinn Jose





    19.04.2011 at 19:15 #727727
    Profile photo of Laila Margrét Arnþórsdóttir
    Laila Margrét Arnþórsdóttir
    Participant
    • Umræður: 3
    • Svör: 30

    Þetta var frábær ferð í Landmannalaugar.
    Og þó svo að við næðum ekki alveg að klára er það í góðu lagi.
    Við förum bara alla leið næsta sumar :)
    Þökku innilega fyrir okkur.
    Knús og klemm Laila og Svafa A-2





  • Author
    Replies
Viewing 18 replies - 1 through 18 (of 18 total)

RSS mbl.is – bílar

  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.