Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
17.04.2006 at 15:59 #549478
3,3 mótorinn er með 12 Volta startar fram í júní 1983 eftir það kemur hann með 24 volta startara og þá er líka eitthvað aðeins meira búið að breytast ss ádrepari og olíusían (hættir að vera í boxi). Í raun er þetta sami mótor og var í Scout bílunum, patrolin var með alveg eins mótor til 83.
En já Willy’sinn var seldur á Selfoss þar sem að grútarbrennarinn var rifinn úr honum og eftir þvi sem ég veit best stóð til að setja 350cid V8 mótor ofaní hann. Þannig að núna hættir að vera gaman að fara í mörkina á honum…..
Kv. Baldur
03.04.2006 at 21:47 #548104Talandi um einelti.
Þá er ég nú búinn að vera rauðhærður og með freknur í þó nokkur ár og hef fengið minn skammt af stríðni og einelti.
Það sem að reyndist mér best var að lemja þann sem að var að stríða mér, en það dugði mér bara á meðan að ég var í barnaskóla vegna þess að ég varð aldrei stór og sterkur. Þegar að ég hætti að geta lamið þá sem að stríddu mér þá versnaði í því og núna þurfti maður að finna einvherja leið út úr þessu veseni, því ekki hætti stríðnin.
Niðurstaðan var óumdeilanlega sú að taka þátt í stríðninni sem dæmi nefni ég ef að fólk segir " þú ert nú rauðhærður og ertu þá ekki á bótum frá ríkinu?" þá svara ég alltaf "jú og ég fæ frítt í strætó".
Þegar að fólk ætlar að vera með einelti eða vera fyndið á kostnað annara, þá missir grínið hjá því alveg mark þegar að það fær svar sem er í þessum dúr. Fólk sér þá að þér er alveg sama og þá nennir það ekki að stríða þér.
Kveðja Rauðhærði maðurinn.
09.03.2006 at 23:38 #545944Hvernig væri það nú að stjórn 4×4 myndi fá einhverja frá aðildarsveitum Landsbjargar til að koma og kenna nokkur grunnatriði í línu meðhöndlun, bara einföldustu útgáfu á því hvernig á að redda sér. Björgunarskóli Landsbjargar hefur marga frábæra leiðbeinendur á sínum snærum og einnig Ísalp líka eins og búið er að koma fram hér áður.
Eg mönnum er eitthvað illa við orðalagið í grein fyrrverandi formanns alpaklúbbsins þá má bara tala við Landsbjörg, þeir vilja eflaust jafn mikið komast hjá því að þurfa bjarga okkur eins og við viljum komast hjá því að lenda í slysi.
Til þín Þórir
Ég er ekki að dæma þig langt því frá, mér finnst einhvern veginn eins og að þessi grein hafi eitthvað farið í þig og bendi ég þar á fyrsta innlegg þitt í þennan þráð. Þegar að ég las hana reyndi ég að horfa framhjá hrokanum, það er eitthvað sem að greinarhöfundur verður bara að láta plaga sjálfan sig. En það er mjög góður punktur í þessari grein hjá honum, eins og sést á umræðunni hérna. Ég efast ekkert um að það sé fínt að ferðast með þér og þú ert örugglega ekkert verri en allir hinir , sem eru virkilega fínir allavega þeir sem að ég þekki.Þannig að ekki verða fúll þótt að það sé einhver sem að líkar ekki við jeppamenn, eins og þú veist væntanlega þá erum við bestir.
08.03.2006 at 18:16 #545912Mér finnst eins og að sumir hérna sjá bar allt eða ekkert. Tuddinn ætlar ekki að vera með svona búnað, því þá þarf hann að taka jafn mikinn búnað, ef ekki meiri, en 20 manna björgunarsveit.
Niðurstaða við þurfum alltaf að geta gert meira en ekki neitt. Ekki satt ?
Því ef við gerum ekki neitt þá reddast ekki neitt. En við þurfum heldur ekki að gera allt þarna liggur munurinn.
08.03.2006 at 13:06 #545882Gaman að sjá hvað þetta snerti Þóri rosalega mikið, ég vill benda þér á það að ef þú heldur að þú getir ekki lent í slysi af því þú ferð ekki út fyrir eitthvað ákveðið svæði, þá skjátlast þér. Það að þú skulir hafa sagt þetta, segir mér allavega meira en mörg örð um hugsunarhátt þinn.
En aftur af greininni eftir Karl, þetta er hárrétt, það er ekki langt síðan að menn voru að velta fyrir sér hvernig ætti að hnýta pelastikk, en það er eitthvað sem að fólk ætti að læra áður en að það lærir á GPS. En ástæðan fyrir því tel ég vera þá að maður er yfirleitt búinn að festa bíl áður en að maður er farinn að ferðast á svæðum sem að maður þekkir ekki. Í mínu tilfelli þurfti ég fyrst að nota pelastikk í innkeyrlunni heima hjá mér.
Það að kunna grunnatriði í fjallamennsku myndi breyta gífurlega miklu ef að það skeður slys á jökli, eða bara ef að það er verið að ferðast á jöklum þar sem að maður gæti þurft að nota mannbrodda eða ísaxir.
Svo að það sé nú ekki talað um smá línukunnáttu, en hún nýtist einnig á fleiri stöðum.Ég hvet alla þá sem að ekki hafa þessa þekkningu til þess að verða sér út um hana, allavega nýttist þessi þekking mér í jeppaferðum og öfugt.
Kv. Baldur
06.02.2006 at 17:13 #541640Langar til að leiðrétta aðeins þessa vitleysu með þyngdarhröðun jarðar, hún er jú eins og Ragnar benti á 9,82 m/s (sekúndur í öðruveldi). En þegar að þú ert að keyra bílinn þinn af stað ertu ekki beint að yfirvinna þyngdarkraft jarðar (ekki nema að þú sért að aka beint til himins). Málið er að til að gera þetta ekki allt of flókið þá er mótorinn að yfirvinna ákveðinn núningsstuðl sem að bíllinn myndar við jörðina sem. Krafturinn sem að þarf til að gera þetta getur verið mis mikil og fer líka eftir því hvort að þú sért í brekku eða ekki osfrv.
En punkturinn með eldsneytis eyðsluna finnst mér vera mjög rökréttur að reikna með 1 ltr á hverja 100km fyrir hver 100 kg. svona miða við eðlilegar aðstæður, held ég að oftast geti maður notað þetta sem góða þumalputta reglu.
með kveðju skólastrákurinn sem á ekki jeppa lengur
-
AuthorReplies