You are here: Home / Leifur Gauti Sigurðsson
![]() |
FERÐAKLÚBBURINN 4X4 |
|||
Menu |
Sælir, hef heyrt að Pitstop sé með gott verð á BFG
kv.
Leifur Gauti
Jæja þá er maður búinn að prufa nýju dekkin í snjó og krapa. Fór í morgun upp fyrir Þingvelli og það var talsvert af snjó og slabbi á leiðinni. Þurfti að fara yfir eina á sem var frosin en auðvitað bara á yfirborðinu þannig að til að komast yfir braut bíllinn ísinn. Smá átök en yfirdrifið grip og yfir fór maður. Lenti einnig í nokkrum sköflum. Gott grip í dekkjunum, ekkert hál en smá hvin á langkeyrslunni – ekki það mikið að það skipti máli.
Kveðja
Leifur Gauti
Sælir og takk kærlega fyrir. Ákvað að kaupa D/Cepek F-C II microskorin og svo er bara að sjá til hvort ég gerði rétt
Sjáumst
Leifur Gauti
Takk kærlega fyrir góð viðbrögð og greinagóð svör.
Samt vantar mig uppl um D/Cepek FCII 33R12,5 15" og hvort einhver hafi reynslu af þeim. http://www.arctictrucks.is/?pageId=1119&itemId=DIC13253
Líst vel á þau og þá microskorin sem heilsársdekk, eru grófari en hin tvö. Stefnan er síðan tekin á smá bíltúr á nýjum dekkjum á fimmtudag (smá leiðangur í leit að rjúpum)
Kveðja
Leifur Gauti
Sælir. Ég er á LC90 ’98 breyttum fyrir 33″ og þarf að kaupa mér ný dekk.
Ég er að forvitnast hvort einhver/einhverjir gætu ráðlagt mér hvernig dekk eru best við sem flestar aðstæður. Verð væntanlega mest í Rvk á bílnum en þó einhverjar stuttar ferðir af og til.
Ég vil ekki hafa dekkin nelgd og var því að spá í microskurð – mælið þið með því????
Ég hef helst verið að skoða:
1. Toyo Open Country A/T 33R12,5 15″
2. BF Goodrich A/T 33R12,5 15″ og
3. D/Cepek FCII 33R12,5 15″
Með fyrirfram þakklæti
Leifur Gauti