Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
09.05.2005 at 12:15 #522340
Góður Glanni í hádegisfréttunum á Bylgjunni.
Vonast til að sjá sem flesta á eftir !!!!!!!!!!!
Kveðja Lella
08.05.2005 at 18:55 #195920Hvet alla til að taka höndum saman og mæta kl 16 á morgun í mótmælaaksturinn sjá tilkynningu á forsíðu.
08.05.2005 at 18:54 #522326Albúmið er hjá JÞJ það eru myndir úr því sem koma upp á forsíðunni á myndaalbúminu
04.05.2005 at 09:10 #522082Best að láta ekki þennan þráð týnast. Þetta er nú rosalegur áhugi á bjórdrykkju, eða þannig.
Skál Lella
04.05.2005 at 09:08 #520550Jæja nú styttist í aðalfund, ný ritnefnd er ekki fullmönnuð, og það segir sig sjálft ef ekki tekst að manna ritnefndina þá verður ekkert Setur.
Svo ef einhver þarna úti hefur áhuga á að vinna að skemmtilegu máli, þá hafið samband við mig, helst í gær.
Lella sími 892-4283
26.04.2005 at 14:03 #521776Mér finnst allveg með ólíkindum hversu fáir hafa skoðun á þessum málum hérna. Pósturinn um ummæli umhverfisráðherra telur 64 pósta og eru ekki margir höfundar á bak við hann. Eins um reglugerðina ótrúlega fáir sem hafa skoðun á þessum málum.
Eins finnst mér skrýtið hversu fáir póstar eru í gangi hér og fá innlegg sem koma á dag.
Mér þætti gaman að sjá tölur um heimsóknir á síðuna miðað við IP tölu á móti sömu tölum fyrir ári síðan. Er viss um að sú tala hefur lækkað töluvert mikið.
Lella
25.04.2005 at 12:55 #521436og hvernig er það með heimsmarkaðsverðið er það hærra á Íslandi en annarsstaðar? þó að við séum nafli alheimsins!
Baráttukveðja Lella
24.04.2005 at 19:44 #521432Ég sendi bréf á alla alþingismenn og hef fengið svör frá örfáum. Hér kemur svarið frá Geir:
Góðan daginn, Helena.
Ég vil þakka þér fyrir þínar ábendingar varðandi olíugjaldið.
Vissulega var það ætlunin, þegar lögin voru samþykkt fyrir ári síðan, að díselolía yrði heldur ódýrari per lítra en bensínið. Sveiflur á heimsmarkaði hafa hins vegar haft þau áhrif að líklegt er að þetta snúist við í fyrstu. Um það er þó ómögulegt að fullyrða því verðin sveiflast hratt á olíumörkuðum og það er óvenjulegt að díselolía sé dýrari í innkaupi til landsins en bensínið. Einnig er ekki vitað hvað olíufélögin munu áskilja sér í þóknun vegna olíugjaldskerfisins og litunar á olíu fyrir gjaldfrjálsa aðila. Því er ekki hægt að segja með vissu til um hver staðan verður 1. júlí nk.
Tilgangurinn með þessari lagabreytingu var auðvitað sá að hvetja til notkunar díselbíla, sem eyða almennt minna eldsneyti, og þar með til minni eldsneytisnotkunar og kostnaðar fyrir þjóðarbúið. Fólksbílar með díselvél hafa notið vaxandi vinsælda í öðrum löndum og orðið samkeppnishæfari í verði undanfarin ár. Sú þróun hefur þó ekki náð hingað nema að litlu leyti en vonandi verður þar breyting á með þessari kerfisbreytingu.
Einnig var hugmyndin með olíugjaldslögunum að leiðrétta ýmsar skekkjur sem hafa falist í gamla þungaskattskerfinu, sem m.a.
Samkeppnisstofnun hefur gert athugasemdir við, og taka upp svipað kerfi og tíðkast hefur í flestum nálægum löndum um árabil. Hin nýju lög gera ráð fyrir að samhliða olíugjaldi greiði bílar þyngri en 10 tonn sérstakt kílómetragjald m.t.t. til þess hve svo þungir bílar slíta vegum meira en aðrir. Deilt var um hversu hátt þetta gjald ætti að vera og í meðförum málsins var það lækkað en olíugjaldið sjálft hækkað á móti til að koma til móts við sjónarmið ýmissa, sem töldu kílómetragjaldið um of íþyngjandi í flutningskostnaði út um land.
Ég þarf auðvitað ekki að rekja allt þetta mál fyrir þig eða aðra áhugamenn um notkun díselbíla. Eftir að nokkurra mánaða reynsla verður komin á hið nýja kerfi tel ég rétt að skoða hvort einhverjir þeir byrjunarörðugleikar hafi komið í ljós sem nauðsynlegt sé að leiðrétta. Það yrði þá gert með haustinu. Þá þarf einnig að meta hvort olíugjaldið er hæfilega stillt af m.t.t. annarra atriða, en gjaldið er ákveðið í lögum og verður því aðeins breytt með nýjum lögum.
Ég vona að þetta útskýri málið að einhverju leyti, eins og það horfir við mér.
Sendi þér góðar kveðjur og vona að getir áfram notið ferðalaga um hálendið
Geir H. Haarde
22.04.2005 at 16:18 #195863Er IH að bjóða okkur á dansleik á fimmtudagskvöldi?
Ekki það að ég get dottiðíþað hvaða kvöld sem er
Lella
20.04.2005 at 15:58 #521394Flest venjulegt fólk er að vinna á virkum dögum og ef við færum að fjölmenna í miðbæinn fengjum við væntanlega ekki samúð frá vegfarendum.
20.04.2005 at 15:56 #521390Væri ekki betra að vera ekkert að blanda klúbbnum í þetta?
Þetta er jú ekki komið frá Stjórn og ef allt fer nú úr böndunum og ég verð handtekin fyrir að vera með Einar Elí fyrir húddskraut, þá er jú Ferðaklúbburinn 4×4 allveg stikk frí ??????
Lella
20.04.2005 at 15:55 #521388Væri ekki betra að vera ekkert að blanda klúbbnum í þetta?
Þetta er jú ekki komið frá Stjór og ef allt fer nú úr böndunum og ég verð handtekin fyrir að vera með Einar Elí fyrir húddskraut, þá er jú Ferðaklúbburinn 4×4 allveg stikk frí ??????
Lella
20.04.2005 at 15:39 #521382Það gæti nú orðið svolítið skondin þrenning !!!!!!
Þetta verða nú helst að verða 100 jeppar
En er það nú ekki ofast þannig að fólk er tilbúið að röfla og tuða en ef það á að gera eitthvað þá er nú oft ekki hátt risið á mönnum.
Er einhver með aðstöðu þar sem hægt er að hittast í kvöld og búa til spöld og ákveða hvert á að fara og þess háttar?
Ég er búin að senda bréf til umhverfisráðherra og nokkra annara alþinginsmanna og ráðherra.
Hingað og ekki lengra sínum nú samstöðu
Lella
20.04.2005 at 15:09 #521374Hvað segirðu Glanni? Er þetta ekki ákveðið kl 13. á morgun og svo bara kl 13 alla daga til 1. júlí?
Ertu búin að láta fjölmiðla vita?
Ég er allavega til í að mæta !!!!!!!!!
Baráttukveðjur Lella
20.04.2005 at 13:01 #521354Jú það er rétt að mótmæli og verkföll bitna yfirleitt verst á þeim sem hafa ekkert með málið að segja. En getum við tekið þessu þegjandi og hljóðalaust?
Þó að það væri ekki nema ein góð jeppaskrúðganga í gengum bæinn bara svona aðeins til að vekja athylgi á þessu.
Ekki kveðja Lella
19.04.2005 at 23:50 #521336Ég er svo gjörsamlega orðlaus yfir þessari frétt. Þetta hlýtur að hafa átt að birtast á 1. apríl. En ef þetta er rétt þá þá þá ………… gengur þetta ekki lengur. Er Umhverfisráðherra Íslands arggggg.
Ég legg til að við gerum eitthvað róttækt í málinu.
Söfnum saman Patrólum og öðrum vel reyspúandi díselrokkum og umkringjum Alþingi þar til þeir hætta þessu bulli. Ég skal fara fremst í flokki.
Ætli ég þurfi ekki líka að tala við Gunnar Birgis því ef þetta verður að veruleika verður ekki gott að búa í Kópavogi.
Arg og garg Lella
10.04.2005 at 23:18 #520642Ertu að tala um Bleik í Bleiksmýrardal? og hvar eru Kvíar?
Kv. Lella
07.04.2005 at 15:01 #520530Ég er ljúka mínu seinna ári í ritnefnd og já þetta hefur verið mjög gaman, þetta var mikil vinna fyrst að fá þetta til að rúlla en núna gengur þetta mjög auðveldlega fyrir sig og ekkert vandamál að fá efni í blaðið nema um tæknimál. Auglýsingarnar hafa verið vandamál auglýsendur hafa sett það fyrir sig að blaðið skuli bara vera dreift í 2000 eintökum og svo er farið að gefa út bæði Útiveru og Bilar og sport þar sem markhópurinn er dreifðari og hefur það væntanlega áhrif á að erfiðara er fyrir okkur að fá auglýsingar. Mér finnst nokkuð magnað að lesa á þessum þræði að menn vilja fara að gefa út stærra Setur, selja það i lausasölu og ég veit ekki hvað. Vitiði hvað er mikil vinna á bak við það? að gefa út 2 stór blöð á ári er örugglega helmingi meiri vinna en við erum að gera í dag. Við höfum oft farið með aukablöð og látið þau liggja frammi FRÍTT á bensínstöðum og hefa þau ekki gengið út þannig að hver ætti að fara að kaupa þau?
Ég hef ekki orðið vör við annað en félagsmenn séu mjög ánægðir með þennan snepil okkar og vilji fá það áfram. Fram kom hér í öðrum þræði um daginn að heil deild allt að því hótaði úrsögn úr félaginu afþví enginn fékk Setrið. Ég hef ekki séð eins glæsilegt blað hjá öðru áhugafélagi og legg ég til að við leggjums á eitt um að gera blaðið enn betra og þeir sem eru að auglýsa hér ókeypis á vefnum bæði hér í spjallinu, í auglýsingunum og senda okkur auglýsingapóst kaupi auglýsingar í Setrinu. Einu sinni man ég eftir að Setrið kom ekki fyrir mánudagsfund og ég hef alldrei séð færri á Loftleiðum. Eins og fram kemur á forsíðu vantar 3 aðila í næstu Ritnefnd og trúið mér þetta er bara gaman og endilega vil ég sjá inn félaga sem ekki hafa áður starfað i nefndum. Ég var félagi í öðru félagi með mun fleiri félagsmenn og starfsamann í 100% starfi þrátt fyrir að ég hafi ekki greitt félagsgjald í 5 ár fæ ég ennþá sent fréttabréf 4x á ári ljósritað A4 blað með fundarboði á forsíðu, gjarnan brandari í opnunni og dagskrá næstu mánaða aftaná, Viljum við sjá Setrið svoleiðis?
Kveðja Lella
07.04.2005 at 09:30 #520676Það birtast engir vinir hjá mér en það er þessi fína leitarvél þar sem hægt er að leita af nöfnum og hverju sem er það er ekki hægt að leita eftir félagsnúmeri sem væri nokkuð sterkur leikur.
06.04.2005 at 22:58 #520660Þannig er að þegar þú er skráður inn og ferð inn á einhvern annan notanda kemur upp möguleiki að skrá notandann sem vin eða fjarlæja notanda af vinalista ég get til dæmis sett þig á vinalista.
Og Ofsi ég veit ekki með Bónus hjá þér en Vinir hafa aldrei fengist í Bónusi í Kópavogi en þeir eru á tilboði í Elco það er bara of seint ég er löngu búin að kaupa mér alla þá vini sem eru til sölu
Vinsamlegar kveðjur Lella
-
AuthorReplies