Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
16.11.2006 at 22:36 #198980
Jæja Norðlendingar nú er komið að því.
Boðið verður uppá einn hóp í Nýliðaferðina í Setrið 24 – 26 nóvember næstkomandi frá Norðurlandi.
Það er deginum ljósara að færri komast að en vilja svo fyrstir koma fyrstir fá. Benni Björgunnarfrömuður á Akureyri verður fararstjóri hópsins svo það ætti engin að verða villuráfandi um hálendið að leita að Setrinu….. smá djók
Hjálparsveit 4×4 mun svo sjá um að koma ykkur síðasta spölin
skráning í tölvupósti lella@simnet.is eða
í síma 892-4283
16.11.2006 at 22:20 #568370x
16.11.2006 at 22:19 #198978þetta átti ekki að fara í innanfélagsmál
16.11.2006 at 15:21 #564264Já Barbara það er alveg á kláru að það verður sérstök neyðarvakt og bakvakt og framvakt og við verðum klár í allt svo vertu bara með númerin klár.
Kveðja Lella
15.11.2006 at 08:22 #566982Boðið verður uppá brottför frá norðurlandi fyrir uþb 5 bíla. Svo nú er tækifærið fyrir nýliða á norðurlandi að skella sér með. Benni Björgunnarfrömuður á Akureyri mun leiða hópin.
Drífa sig að skrá sig það eru örugglega fleiri en 5 nýliðar þarna nyrðra.
Skráning í síma 892-4283 eða lella@simnet.is
Kveðja Lella
14.11.2006 at 13:40 #567920Krílið þarna já …….. þú ert komin á svarta listan hjá mér og þar sem ég sé yfirleitt um skráningar í ferðir já þá verður ekki auðvelt fyrir þig að bjarga þér út úr þessu.
viltu ekki bæta því við að konur og bílar eigi ekki saman og að þú verðir allur linur …… hahahaha
Kveðja Lella
14.11.2006 at 13:05 #567914enga öfund Lúther minn þó að þú hafir misst af lambalæri ala Lella
Kveðja Lella
14.11.2006 at 12:12 #567908og hvar á að finna myndir frá helginni þarna inni ?
þarf gps-punkt eða nánari leiðarlýsingu
kveðja Lella
14.11.2006 at 10:08 #567510Fyrir þá sem ætla í ferðina, þá verður fundur mánudaginn
20 nov kl 20:30 í GVS. Þar verður hægt að sjá, hvernig dekk
er tappað og taka verklegar æfingar….. meira seinna
13.11.2006 at 20:52 #5669761. Lella fararstjóri + 2 Patrol "44
2. Lúther fararstjóri + Valla Pajero "44
3. Gundur fararstjóri + Árni Toyota "44
4. Bjarki fararstjóri + ? GMC "38
5. Þorsteinn og Kristmann Trooper "38
6. Jóhann og Birna Pajero "38
7. Hörður +1 GMC "44
8. Steen Henriksen +1 Toyota "38
9. Frank + 1 Patrol "38
10. Georg + 2 Patrol "38
11. Sirrý + 2 Tacoma "38
12. Árni Patrol "44
13. Stefán og Guðni Benz "38
14. Dagbjartur og Aðalsteinn Patrol "38
15. Ármann +1 Patrol "44
16. Kolbeinn +1 Ford "46
17. Þorvaldur +1 Patrol "38
18. Sigurgeir +1 Lc 120 "38
19. Benni Akureyringur Lc 80 "33
20. Friðrik Patrol "38
21. Haukur Patrol "38
22. Barbara og Hugrún Mussó "38ef einhver er búin að skrá sig og er ekki á listanum hafið þá samband
Kveðja Lella
13.11.2006 at 20:44 #566974Skráningin í ferðina sullast áfram og allt er að fara að gerast. Gjaldið í ferðina er 4000 fyrir 17 ára og eldri og 1500 fyrir yngri en 17 ára.
Síðasti dagur til að ganga frá greiðslu er mánudagurinn 20 nóvember. Hægt er að leggja inná reikning 537-26-4069 kt 1408694069 og gjarnan senda staðfestingu á lella@simnet.is
einnig er hægt að borga á fimmtudagskvöldið í Mörkinni.
Inní verðinu er gisting og matur á laugardagskvöldinu.
kveðja Lella
13.11.2006 at 00:19 #567694Það eru komnar inn nokkrar myndir frá helginni.
Þetta var bara gaman eins og alltaf þegar Trúðar eru á ferð. Við fengum allan pakkan óveður þannig að það sást varla á milli bíla, brjálaða blíðu þannig að lá við sólbruna, rok, logn, rigningu, snjókomu, festur og rosagott færi.
Hvað er hægt að hafa það betra.
Þökkum fyrir flotta helgi og hlökkum til næstu árlegu Trúðaferðar í Setrið.
Kveðja Þorgeir Lella og Jón Ingi
12.11.2006 at 23:53 #567816ég setti hak í möguleikan falið albúm og hélt að þá sæist það ekki fyrr en ég afhakaði, en þetta er greinilega ekki rosalega sniðugur möguleiki.
svo þetta er alveg að koma og þá tek ég hakið af.
Bara smá þolinmæði
kveðja Lella
12.11.2006 at 22:39 #567782Benni For(d)maður hefði betur haft svona með sér um helgina.
[img:cg0trcjx]http://trudur.alvaran.com/gallery/albums/album20/nov_038.sized.jpg[/img:cg0trcjx]
09.11.2006 at 22:58 #566930Benni mér var bent á að þú værir með ritstuld í klausunni hér að ofan, þú verður að vitna í höfundinn.
þetta er allt að smella saman þetta er að nálgast 20 bíla og við verðum bara að halda okkur við kjörorð okkar SUM MISTÖK ERU OF SKEMMTILEG TIL AÐ GERA ÞAU BARA EINU SINNI.
Kveðja Lella
09.11.2006 at 22:15 #566920jú jú það er alltaf fréttir af Trúðum, en í dag er fimmtudagur og ferðin hefst ekki fyrr en kl 19 á morgunn föstudag svo við skulum nú vona að ekki verði miklar fréttir strax.
Kveðja Lella
09.11.2006 at 15:19 #198925Var beðin um að koma þeim skilaboðum til skila að komin er 1,5 metra gjá í Kjalveg 800 metrum frá afleggjarnum í Skálpanes þegar farið frá Geysi.
64.31.393 N
019.52.304 V
svo farið varlega
kveðja, Lella
09.11.2006 at 15:14 #566912við höfum nú aldrei hætt við ferð út af veðurspá og ef maður fer að horfa mikið á það þá gæti maður alltaf setið heima því það er jú alltaf von á einhverju.
Allavega fer ég af stað kl 19 á morgunn og svo kemur bara í ljós hvar maður endar.
Ég þarf loka tölu fyrir 17 í dag því þá fer ég og verlsa í matinn
kveðja Lella
09.11.2006 at 00:20 #566906Þetta er nú að verða hálf flókin ferð. Allavega 3 brottafarartímar sem ég veit um en annað sem ég veit voðalítið um HVERJIR ERU AÐ FARA ?
Látið mig vita staðfestan fjölda svo hægt sé að fara að græja matinn fyrir veisluna á laugardagskvöldið.
Kveðja Lella
08.11.2006 at 15:42 #566904Já Siggi auðvitað máttu koma með, þið stóðuð ykkur svo svaðalega vel í uppvaskinu í fyrra
[img:3iia713z]http://trudur.alvaran.com/gallery/albums/%C1rleg-Tr%FA%F0afer%F0-%ED-Setri%F0/100_1331.sized.jpg[/img:3iia713z]
Það verður boðið uppá alveg sérstaka ferð í Dandal á laugardaginn og þeir sem vilja geta dandalast þar
kveðja, Lella
-
AuthorReplies