Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
31.01.2008 at 17:42 #611642
Hjálparsveitin hefur nú verið nokkuð dugleg við að hjálpa sjálfri sér en gott að vita af þér í startholunum Muffin.
Annars hef ég áræðanlega heimildir fyrir því að þetta verði ÆGILEGASTA blót sem verið hefur og já seint verði hægt að toppa það.
Svo já Valur þú stoppaðir stutt við.
Benni ég get lofað þér því að þetta verður sko þess virði og miklu meira en það.
Er bara ég og Bjarki í afturhásingunni ?
Hjálp Lella
31.01.2008 at 15:53 #612090Bara hafa það alveg á hreinu að ég er ekki og mun aldrei selja Herbalife…. tók þetta bara sem dæmi
kveðja Lella
30.01.2008 at 19:26 #612064Ég er ekki alveg að skilja hvert þetta spall er að fara í þessum þræði sem og mörgum öðrum.
Er alveg útilokað að hér geti farið fram umræða alveg óháð hversu gáfuleg hún er án þess að menn fari í sandkassaleik.
Ég hef aldrei farið inn á ljósaþráðin því ég hef bara ekki haft áhuga á því og veit ekkert um umfang á bissnesnum hjá Benna en ef hann auglýsir í Setrinu þá hlýtur það að flokkast undir atvinnustarfssemi og þar að leiðandi á hann þá væntanlega ekki rétt á ókeypis auglýsingu hér á spallinu.
En hann hlýtur að geta keypt hér auglýsingu eins og önnur fyrirtæki geta gert.
Ef ég ákveð nú að fara að selja Herbalife, er þá allt í lagi að ég leggi spallið undir það ?
Ég hélt ekki.
Ég skil vel ákvörðun vefnefndar að veita Benna ámynningu og eftir videoið sem þú settir inn Benni…… ja ef ég væri í vefnefnd myndi ég leggja til að þú yrðir settur út í kuldan….. allavega í nokkra daga.
Í sambandi við annan þráð sem allt var í ljósum logum hér fyrir örstuttu já gátu-þræðirnir hans MHN það er eins með þá og ljósaþráðin ég hef ekkert gaman af þeim og sleppi því bara að fara inná þá.
En þeir eiga að mér finnst meiri rétt á sér heldur en auglýsingaþræðir.
það er varla hægt að ætlast til þess að allir hafi gaman af öllum þráðum.
Sleppið því þráðunum sem þið hafið ekki áhuga á en ekki fara inn og röfla.
Og munið öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir
kveðja Lella
27.01.2008 at 23:46 #611624sá sem fer fram á læknisvottorð borgar það, þannig að í þessu tilfelli er það Þorrablótsnefndin sem borgar læknisvottorðið.
En Ægir varstu að tala um að ég væri að gera þetta flókið eða eigum við eitthvað að ræða þetta…….
Kveðja Lella
27.01.2008 at 02:24 #611274Lestu þennan þráð spjaldanna á milli.
Spurðu fleiri menn með breiðari grunn og myndaðu þér svo sjálfstæða skoðun út frá því.
það eru að minnsta kosti tvær hliðar á öllum málum.kveðja Lella
27.01.2008 at 00:43 #611452allt gott að frétta úr Setrinu, sjá þráð Setursfarar
Kveðja Lella
27.01.2008 at 00:09 #611764eftir mínum heimildum þá er vélin komin inn í gám og búið að tengja hana við kerfið og allt svínvirkar.
Lokafrágangur er eftir.
Kveðja Lella
26.01.2008 at 18:35 #611448jæja jæja hvað er að frétta núna……..
Kveðja Lella
26.01.2008 at 13:17 #611760ég geri ráð fyrir að það sé nýja vélin sem er komin í gang.
Kveðja Lella
26.01.2008 at 13:03 #611608Þetta er glæsilegt.
Þeir sem ekki borða skemmdan mat geta meldað sig við mig og við kokkum eitthvað gómsætt saman.
Trúi því ekki að Kongurinn ætli að missa af þessu.
En allavega ég skal halda utan um það heilbrigða fólk sem ekki leggur sér til munns ónýtan mat.
hafið samband við mig í síma 892-4283 eða lella@simnet.is
Kveðja Lella
26.01.2008 at 12:57 #611756Gaman að sjá þig aftur Kalli.
Setursfarar lentu í Setrinu um kl 2 í nótt. Snjórinn jókst mikið þegar Setrið nálgaðist. Ljósavélin er komin í gang.
Kveðja Lella
26.01.2008 at 00:38 #611556það hafa ekki öll svona mál tapast. Veit um mál sem kom upp síðasta vor, þar var um að ræða mótorhjól og gírinn fór í þvi mjög stuttu eftir sölu. Ekki var hægt að sanna hvort ástæðan var röng meðferð nýs eiganda eða galli. En allavega vann kaupandinn málið.
Kveðja Lella
25.01.2008 at 22:21 #611526hef nokkuð áræðanlegar heimildir fyrir því að Hjálparsveit muni sjá um flutning á skemmdum mat
Þannig að þið þurfið ekkert mikið ímyndunnarafl til að láta ykkur detta í hug hvernig það fer.
Hjálp Lella
25.01.2008 at 22:18 #201721Benni Fordmaður, Gísli Arkitekt, Axel Muffin eru á leið í Setrið með Skálanefndarmönnum. Voru þeir rétt í þessu að beyja út af Kvíslarveituveginum.
Ekki mikill jafnfallinn snjór en góðir skaflir.
Ford í 6 pundum fann ekki fyrir því að vera með eitt stk ljósavél í kerru í eftirdragi og gekk ferðin vel.
Áætlaður lendingartími í Setrinu er miðnætti.
Kveðja Lella
23.01.2008 at 14:51 #611260Formaður / starfsmaður það er búið að taka nokkra þræði um þetta mál.
Þessi staða kom óvænt upp korteri fyrir síðasta aðalfund og mun vera fram að næsta aðalfundi.
Lesiði gömlu þræðina um þetta og hlífið Agnesi við þessari umræðu einu sinni enn.
Kveðja Lella
23.01.2008 at 09:36 #609526Beggi vil benda þér á að helgin 25-27 janúar er ekki liðin. Er ekki algjör óþarfi að skíta út skálanefndina fyrirfram. Gefiði þeim vinnufrið.
Kveðja Lella
21.01.2008 at 18:31 #610328það er alveg með ólíkindum að lesa þennan þráð sem og marga aðra sem hér hafa komið.
Það er nánast sama um hvað þræðir eru hér ótrúlega margir eru tilbúnir að koma með neikvæði og gagnrýni. Leggjum þetta spjall bara niður strax.
Ef ég man rétt þá byrjuðu þessar embættismannaferðir sem eru orðnar árviss viðburður í dag og mjög nauðsyðlegar að mér finnst, þannig að umhverfisnefnd fór með umhverfisráðherra og starfsmenn úr umhverfisráðuneitinu í fjallaferð, þetta hefur svo þróast þannig að stjórn hefur séð um þessa ferð og valið hverjum er boðið og fengið til liðs við sig valda félaga. Ég minnist þess ekki að í þessari ferð sem var 10-11 mars í fyrra hafi komið upp þessi umræða.
Stjórn er kjörin á aðalfundi og verða félagsmenn að treysta henni nú svo er líka hægt að fara sjálfur í stjórn ef menn vilja breytingar.
Mér hefur fundist að það sé nánast sama hvað upp kemur ef stjórn tjáir sig er hún skömmuð fyrir það nú ef hún tjáir sig ekki ef hún skömmuð fyrir það.
Gagnrýni er góð og gild og nauðsyðnleg bara spurning hvernig hún er sett fram.
Allavega hlýtur að verða spennandi aðalfundur framundan amk 100 manns hljóta að bjóða sig fram í stjórn.
En allavega hættiði þessu helvítis tuði og ………
Kveðja Lella
21.01.2008 at 17:12 #610910Elías Akureyri öll talhólf voru full af skilaboðum frá þér…. Eigum við eitthvað að ræða það eða …….
Kveðja Lella
21.01.2008 at 15:18 #610904Þeir sem eru með mat og plastkassa undan mat endilega komið þessu dóti í Mörkina á opnunnartíma skrifstofu eða hafið samband við Þorgeir í sími 858-6207 og við finnum út úr því hvernig við getum nálgast þetta dót.
Kveðja Þorgeir
21.01.2008 at 13:55 #610902Já þetta var mjög góð helgi. Róbert lenti með okkur í Kópavoginum kl 7:15 í morgunn.
Búin að setja inn nokkrar myndir.
Þökkum fyrir helgina allir
kveðja Lella, Þorgeir og Jón Ingi
-
AuthorReplies