Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
06.05.2008 at 15:06 #622264
Ef stofnuð yrði R-deild, sé ég ekki afhverju félagið ætti ekki að vera áhugamannafélag eftir sem áður.
Setrið sem er aðal eign félagsins yrði að mér finndist eign R-deildar. Svo væri stjórn yfir öllum deildunum, svipað og hjá vélsleðamönnum.
Sjálfboðaliðsstarf mundi deyja? er það ekki í áttina að deyja þegar ekki næst að manna allar nefndir ?
Félagið yrði þá smám saman eins og FÍB? (óvirk hagsmunasamtök) Er Ferðaklúbburinn 4×4 virk hagsmunasamtök í dag ? Er ekki aðalstarf klúbbsins daggæsla á fjöllum og sandkassaleikur hér á lyklaborðiu.Bara að spekúlera.
Lella
05.05.2008 at 11:21 #620698Ég hef alldrei reynt að halda því fram að ég sé eitthvað annað en ég er.
Kveðja Lella FREKJA
05.05.2008 at 10:53 #620694Það skiptir bara engu máli hvað hverjum finnst um hvort spjallið eigi að vera opið eða lokað. Aðalfundur er æðstavaldið og þar var ákveðið að loka því nema fyrir félagsmönnum og það hlýtur að standa, svo Vefnefnd byrja nú…..
Kveðja Lella
05.05.2008 at 10:47 #621440Hvað á að gera ef ekki er hægt að fá fólk til að bjóða sig fram ?
Eigum við þá að setja í lög að ef ekki fáist fólk til að bjóða sig í nefndina, megi snúa uppá hendur á fólki á aðalfundi ?
Væntanlega stæði aðalfundurinn ennþá ef manna hefði átt nefndirnar, en allavega svona er þetta bara…….
kveðja Lella
04.05.2008 at 23:46 #620684Ég verð að segja það að mér finnst þetta vera svartur dagur í sögu klúbbsins. Það að það skuli ekki ein einasta kona vera í neinni nefnd eða stjórn.
Ég ætla rétt að vona að þetta sé ekki byrjun á aftur hvarfi til fortíðar þegar þetta var KARLREMBUKLÚBBUR.
Kveðja Lella
04.05.2008 at 23:10 #622192Undir Fróðleikur hér að ofan, næst neðst á síðunni er Fundargerðir
Þar finnurðu fyrri aðalfundagerðir.
Nýja stjórnin bar undir atkvæði hvort loka ætti spjallinu nema fyrir félaga og var það samþykkt.
Kveðja Lella
02.05.2008 at 21:17 #6220464×4 básinn var hann ekki áberandi flottastur ?
Kveðja Lella
02.05.2008 at 19:30 #620648Það vantar ennþá fólk í ansi margar nefndir, svo spýta í lófana og gefa kost á sér. Koma nú og gefa kost á sér.
Kveðja Lella
02.05.2008 at 16:56 #620642Bazzi þar sem þú ert svo vel að þér í málefnum klúbbsinis viltu þá ekki upplýsa okkur sauðsvartan almúgan. Eitt af því sem núverandi stjórn hefur töluvert verið gagnrýnd fyrir er að tjá sig ekki á spjallinu. Eigum við þá að leggja saman 2 og 2 og reikna með því að næsta stjórn segi ekki orð ?
Kveðja Lella sem á langt eftir í að fara á límingunum
02.05.2008 at 10:33 #620636Í alvöru talað þetta fer að verða þreytandi…..
Lella
30.04.2008 at 23:24 #621828Það er alltaf fjör í sandkassanum. GísliO þrátt fyrir að ég sé 100% sammála Bazza þá vil ég benda þér á að gefa kost á þér í Hjálparsveit ef þú ert svona hjálpargefandi að þú þurfir að koma hér inn með smá dónaskap yfir að Jenni bað um tölvuhjálp.
Reynar var Jenni ekki svo óheppin að kaupa Gemsan af mér það var allavega einn eigandi á milli en á meðan hann fær ekki hásingu kemst Jenni ekki svo langt að þurfa tövlu í bílinn
og svo allir…….. í sandkassanum vinir er það ekki
Kveðja Lella
30.04.2008 at 21:02 #621818Jenni ég held að þú þurfir ekki að hafa áhyggjur af því að komast svo langt á Gemsanum að þú ratir ekki til baka.
Kveðja Lella sem talar af reynslu,
ps afslátturinn sem Gemsinn var komin með hjá Vöku fylgdi hann ekki örugglega með bílnum ?
30.04.2008 at 12:50 #621682Aðal- og aukafélagi hafa sama rétt, nema mega ekki sitja saman í nefndum eða sjórn og deila póstsendingum. Þannig að aðal og aukafélagi hafa 2 atkvæði út á 1 félagsnúmer, en líka þá hefur sá sem er í deild úti á landi atkvæðisrétt á aðalfundi hér og líka í sinni heimadeild, sem sagt 2 atkvæði út á 1 félagsnúmer, en ég hef ekki atkvæðisrétt á aðalfundi hjá landsbyggðardeildunum.
Svo Laugi, hver segir að lífið sé sanngjarntVar að spá í sambandi við áróðursnefndina sem ég er sammála með að sé ljótt nafn. Setjum upp dæmi að það verði fækkað í Tækninefnd í 3 ( allavega sjást ekki mörg framboð í hana ) og 1 af þessum 3 er í áróðursnefndinni sem er með býsna stórt verksvið, finnst það nóg að vera í 1 nefnd….. Það er allavega mín perónulega skoðun. Um hlutverk þessarar nefndar, mér finnst það býsna stórt og er ekki búin að sjá að þessi nefnd komi til með að virka.
Finnst allavega hingað til að það er talað og talað um að nefndirnar séu of margar og of margar nefndir sem geri ekki það sem þær eiga að gera og sé ekki lausnina á að fara að búa til nýja nefnd með rosalega stórt hlutverk, fyrir utan að 2 af 3 í nefndinn eru í öðrum nefndum og starf í Umhverfis og Tækninefnd held ég að hljóti að vera allveg nóg starf.
En sem ég segi þetta er mín skoðun og þarf ekki að endurspegla skoðun fljöldans. Finnst það samt svolítið fyndið að eina sem búið er að fjalla um þessa nefnd er nafnið á henni.
Kveðja Lella
30.04.2008 at 12:41 #620634Ég er ekki mjög þolinmóð, en ætla þessir menn ekki að kynna sig ? eða vita allir hverjir þetta eru nema ég ?
Kveðja Lella
29.04.2008 at 12:09 #620630ég er enn að bíða eftir svari við pósti hér númer 3 síðan 18. apríl ……….Hvaða menn eru þetta ?
Kveðja Lella
28.04.2008 at 21:26 #621648Viðar veit ekki betur en það séu nokkur sæti laus í Litlunefndinn.
Kveðja Lella
28.04.2008 at 20:41 #621640Er ekki allt í lagi með ykkur ?
Samkvæmt lögum klúbbsins eru lagðar fram lagabreytingar-tillögur á aðalfundi. Þetta geta verið tillögur frá Stjórn, nefndum eða einstökum félagsmönnum. Lagabreytingar-tillaga skal auglýst í aðalfundarboði en þar með er það ekki orðið lagabreyting. Að lesa þessi skrif hér er eins og búið sé að fækka í tækninefnd og leggja niður Litlunefndina. Er einhver sem getur sagt að Litlanefndin hafi verið að gera það sem hún á að gera samkvæmt skipunnarbréfi þetta ár eða jafnvel það síðasta ? En þessi lagabreytingartillaga gæti orðið til þess að upp rísi menn eða konur sem vilja rífa upp nefndina og gera hana eins og hún á að vera !!!!!!
á aðalfundi fyrir 2 árum kom lagabreytinar-tillaga um að leggja niður Hjálparsveit, hún var felld og inn kom fólk sem var tilbúið að virkja nefndina.
Ég var í ritnefnd þegar þar voru 3 það þótti of lítið þannig að það var fjölgað í 5. Sú nefnd vann ekki betur saman með 5, meira um vandamál og erfiðara að hittast og þess háttar.
Og tækninefndin hefur hún verið að virka ?
Kveðja Lella
26.04.2008 at 02:58 #621348Kalli er bara gagú og veit ekkert hvað hann heitir
Kveðja Lella
25.04.2008 at 16:33 #621512Var akkúrat að spekúlera í því hvort þið 4 fyrstu sem eruð að tjá ykkur hér hafið verið þarna á staðnum ?
Ef ekki þá ættuð þið að sleppa því, allavega það sem ég sá var að löggan gekk fram með algjöru offorsi og var óspör að nota vald sitt algjörlega af ástæðulausu. Það átti ekki að kalla til óeirðasveitina eða hvað hún heitir, ef löggan hefði mætt þarna í rólegheitum eins og hún hefur gert hingað til þá hefðu allir verið farnir eftir klukkutíma og athugið það að það voru ekki trukkabílastjórar sem stoppuðu þarna, þeir lögðu á hvíldarplönunum sitthvorum megin við vegin.
Allavega tapaðið löggan mörgum stigum hjá mér með þessari framkomu þarna.
Vér mótmælum allir
Lella
24.04.2008 at 10:07 #621282Mæting kl 11:15 fyrir framan lögreglustöðina á Hverfisgötu LABBANDI
þá fer fram skýrslutaka vegna gærdagsins
Svo allir að rísa upp á afurlappirnar og mæta
Vér mótmælum allir
Lella
-
AuthorReplies