Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
05.12.2008 at 10:08 #634142
já Bjarki þetta er allveg hárrétt hjá þér, en sumir voru ekki svo skynsamir og þegar maður tekur lán með 25 þús afborgun á mánuði er það nú engin ógurleg upphæð en þegar afborgunin er komin í 99 þús 2 árum síðar þá er það ekki eitthvað sem nokkur reiknar með. Allavega hafa launin mín ekki hækkað svona mikið.
Goggi þú þarft ekki að kaupa flugmiðan alveg strax, legg til að þú eyðir síðasta klinkinu í bjór í kvöld
Kveðja Lella
04.12.2008 at 09:29 #634104ég get svo sem ekki séð að það virki neitt að stofna þrýstihóp eða eitthvað álíka. Það er ekki eins og þrýst hafi verið á mann að taka þessi lán.
Kv Lella
03.12.2008 at 22:06 #634090Áður en kreppan skall á frétti ég að verið væri að skoða ónefnt fjámögnunnarfyrirtæki, þar sem óeðlileg tengst væru á milli eigenda bíla sem verið höfðu teknir upptækir og seldir án uppboðs, vinir og ættingjar starfsmanna fyrirtækissins keyptu bílana á klinki og fyrrverandi umráða maður sæti einfaldlega uppi með það að borga.
veit ekki til að það sé neitt annað í boði nema frysting í 4 mán
Kv Lella
22.11.2008 at 16:07 #633268þetta lið safnar sér nokkrum númerum og fer svo á bensínstöðvarnar og dælir og keyrir í burt og svo er hringt í eiganda númeranna.
En held að flestar bensínstöðvar séu með góðar myndavélar svo vonum það besta það er allavega alveg á hreinu að það fær ekkert að vera í friði í dag.
kv Lella
05.11.2008 at 15:56 #632262það er bara þú Úlfr, það er alltaf könnun í gangi.
kv Lella
05.11.2008 at 12:32 #203161vil vekja athygli ykkar á könnun um Setrið hér á síðunni. Nú er búið að gefa út tvö Setur í október og nóvember, það var bunki sem kom til baka.
Þeir sem ekki hafa fengið Setrið inn um lúguna sendi póst á f4x4@f4x4.is með upplýsingum um heimilisfang og félagsnúmer svo hægt sé að laga það í félagatalinu.
Kveðja Lella Ritnefnd
05.11.2008 at 12:28 #632108það hefur verið rætt að hafa fjölskylduferð og er mjög góð hugmynd. Ég myndi vilja sjá allar ferðir á vegum klúbbsins sem fjölskylduferðir, þorrablótið líka og að það væru konur og börn í meirihluta í öllum ferðum. í mörgum deildum td Vesturlandsdeild eru að ég held allar ferðir fjölskylduvænar og fullt af börnum með og í Suðurlandsdeild líka. Fólk getur farið í fyllerísferðir á eiginvegum þe ekki í ferðum sem farnar eru í nafni klúbbsins. En það er mín skoðun og þarf ekki að endurspegla skoðun fjöldans.
Kveðja Lella
05.11.2008 at 09:41 #632100þessi þráður er að verða alveg magnaður. Ég veit ekki á hvernig bílum þú hefur ferðast á fjöllum Þórður, en ég verð fyrir mun meiri hristingi og hoppi og skoppi í innanbæjarakstri, það eru endalausar holur og hraðahindrannir heldur en á fjöllum í snjó. Hvað þá ef maður ferðast í Amerískum draumum þá er þetta eins og að sitja í leðursófasetti heima.
En ansi margir karla vilja hvorki hafa konur eða börn með sér á fjöll.
Kveðja Lella
03.11.2008 at 15:53 #632080Guð minn almáttugur, hvaða væl er þetta í ykkur. Allavega voru mín börn farin að skríða og sitja og eitt var farið að labba með 7 mánaða.
Ef barnið er þannig í bíl og foreldrarnir treysta sér til að fara með það, þá er ekkert að því að fara með það í jeppatúr, ég reikna ekki með að verið sé að tala um vikuferð. Ég held líka að barninu sé mun meiri hætta búin í umferðinni en að eitthvað komi fyrir á fjöllum.
Kveðja Lella
02.11.2008 at 18:25 #632000ó já nú er ballið búið.
Ég skemmti mér frábærlega, Bjarni töframaður var algjör snilld og Stjórnin kom verulega á óvart.
Það eru komnar inn nokkrar myndir og sumar verða ekki sýndar fyrr en á næstu árshátíð
kv Lella
02.11.2008 at 18:22 #632068Ef það eru loftpúðar í bílnum þá er bannað að hafa barnið í framsætinu, annars ekki held ég
kv Lella
22.10.2008 at 13:38 #203096Langaði að miðla til ykkar jákvæðri reynslu minni af biluðu shell-korti þe gráa kortinu. Lenti í því að segulröndin í kortinu mínu hætti að virka. Verslaði 3 sinnum í minni Shell stöð í Smáranum eftir að röndin hætti að virka og fékk samt minn afslátt. Svo er ég að versla og starfsmaðurinn spyr hvort hún eigi ekki að sækja um nýtt kort fyrir mig, ég hafði nú ekki mikla trú á því að það skilaði sér en ok hún tók niður nafn og kennitölu og viti menn örfáum dögum síðar dettur nýtt kort inn um lúguna með 08 miðanum og allt.
Sem ég segi Shell Smáranum rokkar feitt
kveðja Lella
14.10.2008 at 13:31 #631028í framhaldi af sýningunni varð smá magn af gosi eftir. Félagsmenn yrðu mjög vinsælir ef þeir kæmu á opið hús á fimmtudaginn og versluðu sér gos.
1/2 lítri í plasti á 100 kr
2 litlar dósir á 150 kr
erfitt að finna ódýrara gos á Íslandi í dag.
Kveðja Lella
14.10.2008 at 00:53 #631064Veit ekki alveg hvernig það á að vera framkvæmanlegt án þess að nokkur fari í fýlu.
Ég er til dæmis búin að vera fúl í næstum því ár þar sem ég fékk enga húfu á síðust árshátíð.
Kveðja Lella
13.10.2008 at 23:10 #631058Hmm ég á mynd af þér föstum Benni meira að segja á leið niður brekku, en þú er heppin þar sem ég rústaði tövlunni og kemst ekki inn í hana til að sækja þessa mynd og ef ég man rétt þá er hún á Trúðasíðunni sem ég kemst ekki inná heldur, en þessi mynd kemur í ljós…..
Eru ekki líka til myndir í Nýliðaferðinni sem þú fórst á Hveravelli og varst í spotta alla ferðina, hefur maður heyrt.
Kveðja Lella
13.10.2008 at 17:54 #630878Bjarki það er nú alvarlega farið að slá saman í sellunum á þér. Hjálparsveit 4×4 var alldrei kölluð út til að bjarga GMC í Kópavogi. Hjálparsveitin var nokkrum sinnum kölluð út til að bjarga fyrrverandi formanni nefndarinnar, enda er það stórt hlutverk hverrar Hjálparsveitar að bjarga eigin meðlimum.
Kveðja Lella X-Hjálparsveit
Heyrðu Bjarki geturðu ekki reddað X- á peysuna mína ?
11.10.2008 at 01:08 #630864Ulfr, veit að það er til fullt af flottum festu myndum en við skulum hafa eitt á hreinu AÐ MYNIR ÚR STARFI HJÁLPARSVEITAR F4X4 VERÐA ALDREI SÝNDAR OPINBERLEGA
skiluðu
kv Lella X-Hjálparsveit x4
10.10.2008 at 01:29 #203044Jæja nú er stórsýningin að bresta á. Það hefur verið alveg magnað að taka þátt og horfa á þessa sýningu verða að veruleika. Nú þegar nokkrir klukkutímar eru í opnun eru 120 og eitthvað bílar komnir inn og örfáir eftir að koma. Ég hef ekki haft tíma til að skoða bílanna en það sem maður hefur séð er þarna öll flóran og rosalega flottir bílar.
Held að enginn geti kvartað um einhæfni í bílavali.
Rakst á þessa frétt á Vísi
Svo nú er bara að telja niður og hlakka til og allir að mæta í Fífuna um helgina.
Kveðja Lella
08.10.2008 at 23:56 #630852það er ekki hægt að eyða út auglýsingunni.
þú getur opnað hana, farið í breyta og velur þar FELA
kv Lella
07.10.2008 at 19:44 #630692Ef nokkrar góðar hendur mæta í Fífuna í kvöld klárast gólfið.
Einnig óskast laghentir í smá smíðavinnu, mega gjarnan hafa verkfæri í skottinu.
Sjáumst í Fífunni
Lella
-
AuthorReplies