Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
09.08.2013 at 11:36 #226379
Veit einhver hér hvernig ástand þessa afleggjara frá Kaldadalsvegi er þessa dagana (ágúst 2013)? Spurningin er hvort óbreyttir jeppar komist þetta eða hvort stórgrýti komi í veg fyrir það.
21.09.2011 at 10:54 #737549Það verður vafalaust ekki vinsælt – en ég ætla nú samt að lýsa vanþóknun á sumu því sem þarna hefur flotið með.
Um miðjan mánuð fórum við tvö á Arnarfell hið mikla. Ég ók yfir "Þjórsárstíflu" – gegnum hlið sem merkt var "aðgangur aðeins heimill starfsmönnum Landsvirkjunar" eða eitthvað í þá áttina – en það var jú ólæst. Síðan byrjaði ég að litast um eftir slóðum, ég vissi að þetta yrði langur gangur (sennilega 20 – 25 km fram og til baka) og hafði ekkert á móti þvi að stytta hann örlítið. Það var hins vegar alveg sama hvert ég fór – innan kílómeters eða svo bannaði samviskan mér að aka lengra. Það varð því úr að við gengum alla leiðina (raunar frá einhverju mannvirki norðar á sandöldunni, kort [url=http://maps.google.com/maps/ms?msa=0&ie=UTF8&ll=64.693236,-18.565006&spn=0.064353,0.261269&t=h&z=13&vpsrc=0&msid=213267109532158221697.0004ad70c0645310c53aa:1ce2sfyr]hér[/url:1ce2sfyr]), óðum Þjórsá í nára á nærum og sandölum (sem notaðir voru til að banka sig gegnum sentimetersþykkar ísskarir við bakkana) og höfðum afar gaman af. Síðdegis voru skarirnar komnar á kaf og horfnar en flaumurinn aðeins meiri – enda orðið frostlaust. Þessi leið er [b:1ce2sfyr]BLÁ[/b:1ce2sfyr] í ferlasafninu – ég er ósáttur við það.
Samkvæmt blaðafréttum er nálgunin sú að byrja á að gefa út sem mest af slóðum, sía svo úr síðar. Ég tel að samtökin séu ekki að gera sér neinn greiða með þessu – það er sem sagt verið að veifa rauðri dulu framan í þá sem eru andvígir jeppaferðum. Nær hefði verið að eyða smátíma í að gera upp við sig hvaða leiðir maður telur eðlilegt að leyfa akstur um (ég hef enga trú á að Jón telji að það eigi að mega aka langleiðna inn að Arnarfelli að sumarlagi) og pósta þær einar með bláum lit, hinar í rauðu (eins og áframhaldið af þessari leið um Arnarfellsmúla). Hitt er svo annað að helst þarf að láta einhvern texta fylgja hverri leið svipað og ég gerði á hjálögðu korti (Þjórsá í október og Þjórsá í júlí er sitt hvor hluturinn), þar má líka nota WikiLoc sem módel (eða jafnvel sem útgáfustað).
Svo finnst mér að samtökin eigi að taka afstöðu til notkunar bænda á fjórhjólum (og jafnvel torfæruhjólum) við göngur – eftir 50 ár verður landið allt sundurskorið af hjólförum eftir þá. Það er afar sérkennilegt hvílíkum vettlingatökum það mál er tekið …
Kveðja,
Leifur Hákonarson
30.11.2007 at 14:06 #604650Ekki vil ég nú kannast við að vera blindur á kosti annarra tækja en Garmin – ég er hins vegar á þriðja Garmin tækinu mínu og í þeim öllum hefur verið ágætt Íslandskort – raunar farið batnandi eftir því sem tíminn hefur liðið (byrjaði í 2.0, er í 3.5).
Það er tvennt sem myndi fæla mig frá Magellan. Ef ég man rétt er erfitt að negla ferlunina niður á ákveðin gildi (ég tek punkt á 5 sek. fresti þegar ég labba) heldur er tækið með "meira" og "minna" eða eitthvað í þá áttina. Hitt er að ég vil hafa AA batterí í mínum göngutækjum, það gerir mér kleift að fara til Grænlands með tækið og slatta af batteríum og ferla í nokkra daga.
Sennilega er þetta spurning um smekk.
Leifur
30.11.2007 at 09:02 #604642Aðalmunurinn er sá að með vegatækin (Nüvi, StreetPilot) ferðu ekkert út fyrir vega-/slóðakerfið sem er á kortinu – það er hvorki hægt að ferla né elta feril/rútu.
Eins og fram kemur í öðru skeyti þá koma x76c (276c, 376c) og x78 (278, 378, 478) tækin vel út á pappír, munurinn er sem sagt að fyrri flokkurinn er ekki með "pre-loaded" korti og hefur heldur ekki rödd (segir ekki "turn left" o.s.f.v. heldur pípir væntanlega bara).
Fyrir þá sem vilja safna ferlum eru hins vegar göngutækin öflugust (þau sem enda á "x", t.d. GPSMap 60CSx), þau eru með mircoSD spjöldum sem hægt er að kaupa í hvaða stærð sem er, ég er með 2GB í mínu og gæti sennilega safnað ferilpunktum með 1 sekúndu bili í nokkrar vikur áður en tækið fyllist – það tekur milljónir punkta. Jeppatækin eru held ég takmörkuð við 10 þúsund.
Allt sagt án ábyrgðar að sjálfsögðu – en vona að þetta komi að gagni
Leifur
-
AuthorReplies