You are here: Home / Lárus Rafn Halldórsson
![]() |
FERÐAKLÚBBURINN 4X4 |
|||
Menu |
Hafa einhverjir aðrir eitthvað um þetta að segja? Á ég að fara í 3" púst, tapa s.s. engu nema hærri og meiri snúning á túrbínu? (sem reyndar að mínu mati er ekkert tap)….
verð ég ekki fyrir því kraftleysi sem menn vara við á bensínbílunum þegar menn eru að fikta í púststærðum þar?
kv. lallirafn
nohh.. og ég sem héllt að bakþrýstingur hefði eitthvað að gera með að gera vacuum í pústgreininni, einmitt til að halda túrbínuni sem lengst á snúningi svo það komi einmitt ekki svona turbo-lagg þegar maður skiptir um gíra og því um líkt.. er það bull?
"tapa" ég s.s. engu öðru en að túrbínan snýst lengur og jafnvel aðeins hraðar ef ég fer í 3"? að sjálfssögðu drep ég aldrei á vélinni fyrr en hún hefur gengið í 1-2 mínútur, og töluvert lengur en það ef ég hef verið að taka svínslega á greyinu.
það er staðreynd með þennan bíl að pústið er ekkert nema beygjur og flækjur, enda var hann hannaður með bensínmótor í huga sem var með pústgreinina hinum megin í húddinu. já… ég er alltaf að verða spenntari fyrir 3" 😀
Sælir félagar
Ég er að fara að láta smíða púst undir stutta LandCruiser 70 með 2.4 túrbódísel.
mig vantar að fá álit á því hvort ég læt smíða 2.5″ eða 3″ púst undir þetta grey.
Margt hefur verið sagt um bakþrýsting og fleira í samb. við pústbreidd, og sitt sýnist hverjum hvað… eða þannig.
-VEIT- einhver hvað hann er að tala um? eru til einhver rök önnur en „mér finnst“, „ég held“, og „sumir segja“ ? er hægt að sýna fram á hvaða breidd hentar best þessum bíl, og þá hvers vegna?
Á ég að láta opinn kút undir eða sleppa bara alveg hljóðkút? er 3″ púst of stórt? HVERS VEGNA? og hverju tapa ég?
með von um gáfuleg svör 😀
Lallirafn
Já, og ef þeir finna ekkert, búa þeir það bara til, og neita svo að leiðrétta það.
Ég legg til að það sé gert að inngönguskilyrði í 4×4 að vera -ekki- áskrifandi að DV.