Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
06.01.2005 at 09:03 #512520
Já, samkvæmt bæði Toyota og ARB í ástralíu þá eru 50 mm legur að framan og að aftan í þessum bílum eftir árgerð 85…..
nú er bara að skríða undir og mæla ha 😀
mig myndi langa að skoða þennan lás hjá þér ef ég má, er sjálfur að spá í að setja svona í minn.
gætir kanski póstað contact information á sural@simnet.is ??
kv.
lalli
06.01.2005 at 08:53 #512516Sæll
Það er rétt hjá þér að fram til ársins 1985 voru minni legur í þessum drifum. (45 millimetra)
En 86 módel og eldri eru með þessum 50 mm legum sem eru sterkari.
Ef þú átt 85 eða eldri þá þarftu að nota RD01 í fram og afturhásinguna.
86 og nýrri nota RD23 læsinguna frá ARB.
Þessar læsingar er hægt að panta hjá bílabúð Benna og kosta um 107.000 krónur stykkið (semsagt 215 þúsund kall saman) og þá á eftir að koma þessu í, og að sjálfssögðu redda lofti að þessu. Læsingarnar nota 90-110 PSI.
Stuttakrúsers-kveðja,
Lallirafn
02.01.2005 at 21:35 #195151Sælir félagar
Ég er einn af þeim óheppnu sem kem ekki Air condition dælu með góðu móti í bílinn minn sökum plássleysis.
Upphófust þá miklar pælingar um það hvernig ég gæti notað vélaraflið mitt til að knýja loftælu án þess að bæta við trissuhjóli í húddið.
……og þá fór Lallirafn að hugsa…..
Það er til dæmis staðreynd að dælan fyrir vökvastýrið í bílum er mikið stærri en hún þarf að vera og dælir mikklu meira magni af vökva en hún þarf í raun, þetta er gert til að dælan virki nógu mikið þótt vélin sé í hægagangi.
Ég var því að spá í að festa vökvamótor inná leiðsluna sem liggur að vökvastýrinu og setja þar trissuhjól með segulkúplingu, og nota þennan aukakraft til að snúa almennilegri loftdælu (engum risa, bara svona sæmilegri dælu) þegar ég þarf að pumpa í dekk eða halda við þrýstingi á kútnum hjá mér fyrir læsingarnar (sem koma fljótlega…hehe)
Þarna myndi ekkert breytast mikið, dælan myndi bara dæla aðeins meira olíumagni í hringi, og þótt mótorinn myndi alltaf snúast, þá myndi hann bara fríhjóla á segulkúplinguni svona nema rétt öðru hvoru þegar maður þarf á loftinu að halda. svo mætti setja lítinn olíukæli á lögnina (frárenslið auðvitað) til að losna við þann aukahita sem myndast við þetta.
Hvað segja menn, er þetta ógerlegt? hefur einhver gert svona áður eða er ég algerlega geðveikur?
endilega komið með athugasemdir, hugmyndir og skítkast
Kveðja,
Lallirafn pælari
27.12.2004 at 09:30 #511666Sælir ferðafélagar!
takk fyrir skemmtilegan túr í átt að Skaldbreið í gær. Ég skemmti mér vel í annars erfiðu færi, alltaf gaman að lenda í smá ævintýrum.
Hérna getið þið skoðað myndir úr ferðini, segir oft meira en mörg orð
http://www.slepja.com/gallery/album55
kveðja, Lallirafn
25.12.2004 at 18:14 #511644Hljómar fínt
mætum á select vesturlandsvegi 9:30.
Kveðja,
Lallirafn og frú
25.12.2004 at 13:43 #195101Hæhæ
erum hérna 2 óþreyjufull á 36″ Landcruiser og langar að leika okkur á 2. í jólum, sunnudag. (erum búin að fá ofnæmi fyrir fleiri jólaboðum…)
Ef einhver nennir að leika með, í kringum höfuðborgina þá er síminn hjá okkur 8605801.
Kanski skjaldbreiðarrúntur eða hvað sem er
kveðja,
Lallirafn
23.12.2004 at 14:37 #195092Sælir gáfumenn og konur!
Ég náði mér í air conditioning compressor (dælu) úr gömlum ford núna ekki fyrir löngu og er að koma þessu fyrir í húddinu hjá mér.
Mig langaði bara að spyrja spekúlantana hérna um tvennt:
1. Hvernig hafið þið leyst smurnings vandamál? er nóg að setja smurglas á innsogs-endann og hún sogar nógu mikið til að smyrja sig? eða þarf maður að hanna einhverja aðra lausn?
2. hvað geta þessar elskur pumpað upp mikinn þrýsting? ég var að spá í að láta mína pressa í 10 bör inná 5 lítra kút sem verður boltaður á grindina hjá mér. það er c.a. 150 psi ef druslan ræður við það…. ég finn hvergi á netinu einhverjar tölur um hvað svona elskur geta framleitt mikinn þrýsting.
Vona að snillingarnir hérna hafi einhver svör handa mér…
kveðja,
Lalli
22.12.2004 at 20:24 #511484Snilld að hafa svona í bílnum strákar!
svo nær þetta líka 15 börum í þrýsting…. getur pumpað í dekkin með þessu…
kveðja
Lallirafn
19.12.2004 at 20:41 #511078Helvíti góður túr, fínn snjór bara. laus í sér og gljúpur. Augljóst samt eftir þetta að CB fer í ruslið og VHF verður sett í við fyrsta tækifæri…. nennekki að moka mig lausan aftur 😀
17.12.2004 at 23:24 #511066Ég mæti galvaskur!!
hlakka til að sjá sem flesta
kveðja,
Lallirafn
17.12.2004 at 12:40 #511062Ég er til í að fara hvaða leið sem er hvenær sem er 😀 en ég vill fara á laugardag.
ég er ekki reyndasti maður í bransanum og er þar að auki bara einn… þyrfti að fá að blanda mér í einhvern hópinn ef það er laust pláss. Er samt með allra nauðsynlegasta búnað til svona ferða að ég held (CB, kaðal, skóflu og loftdælu).
ætlar einhver að ákveða stað, stund og hvert á að fara?
16.12.2004 at 16:08 #511210Já Elvarni.. ég veit
skortur á peningum og almennri skynsemi veldur því að þessar túttur eru enn undir. En bíllinn er nú kallaður (Hámarks-)Hraðinn af ástæðu sko
ég hugsa að hann sé of latur til að gera eitthvað af sér þótt þetta tætist í sundur á ferð hjá mér……. en maður náttlega á ekki að vera að taka svona sjensa, það er rétt.
Ég er búinn að setja ný dekk á fjárhagsáætlun næsta árs en sú áætlun er enn í nefnd (konan) og óvíst með framhaldið.
Mér er samt sagt að þessi gæðaspotti sem ég keypti um daginn af ónefndum aðila eigi að redda öllu, líka svona vandamálum svo ég er rólegur í bili 😀
Láttu mig vita ef þér dettur eitthvað sniðugt í hug sem við getum sett inní þessi handónýtu hræ mín……
kveðja,
Lallirafn
16.12.2004 at 14:24 #511204…..en maður verður nú að testa!
ég er á gatslitnum túttum sem skoppa útum allar trissur hvort eð er, hvað ætli maður geti notað? held að golfkúlur séu heldur stórar… þær komast heldur ekki inn í gegnum ventilinn :D.. hugsanlega að maður ætti að prófa Högl, nema þau séu of lin
hvað segja menn? enginn testað þetta? hvað annað en högl getur maður notað? getur maður keypt stálkúlur einhversstaðar?
kv. lallirafn experimental
15.12.2004 at 18:36 #511048Sælir strákar.
Ég er einmanna byrjandi á 36 tommu toyota kríli.. langar að kíkja með á laugardag eða sunnudag.
kanski leyfið mér að elta og kippið í þegar ég festi mig? 😀
kveðja,
Einmanna-Lallirafn
03.12.2004 at 13:29 #510224Sælir
annar góður vefur sem hefur reynst skratti nákvæmur er
þar velur maður bara ísland í valflipanum vinstra megin og svo er hægt að skoða hita, skýjafar og úrkomuspár 3-4 daga fram í tímann.
kveðja,
Lallirafn
21.11.2004 at 22:12 #508854Sælir
Ég keypti gps-ið mitt á Amazon.com og var það lang-langódýrast þar af öllum stöðum sem ég fann á netinu…
Ég keypti s.s. garmin tæki og munaði 40 dollurum þar og á næst ódýrasta stað skv. bestbuy og fleiri.
Bara benda á að Amazon.com selur fleira en bækur… og eru þrælvanir að senda til íslands.
kveðja
Gps-Lallirafn
18.11.2004 at 00:00 #508926Hann er að tala um að í kraftrás skal draga " – " (mínus tengdan vír) frá geymi líka. ekki nota body sem mínus í aflrásir… og alltaf skal hafa öryggi á " + "(plús) vírnum, sem næst geymi.
kveðja, Lalli
09.11.2004 at 13:43 #508418Sæll Baldurg
er sjens á að þú getir tekið mynd af þessari skrúfu? eða komið með nánari lýsingu á þessu? langar alveg rosalega að herða aðeins upp á stýrismaskínuni minni 😀
kv.
Lallirafn
01.11.2004 at 15:01 #507028Sælir aftur
Nú er búið að troða nýju pústi í græjuna hjá mér!
ég endaði í 2.5 tommu eftir miklar bollaleggingar. Pústið er með litlum opnum kút og ég fann strax talsverðan mun á toginu í honum, enda var aumt 2" spaghettírör undir.
Strákarnir hjá ÁS í Nóatúni leystu þetta listavel og get ég ekki annað séð en að þetta séu vinnubrögð af vönduðustu gerð.
Ég er allavega mjööööög sáttur við tíma og verð (bíllinn fór til þeirra kl 8 í morgun, og var tilbúinn kl 12).
Eina sem ég get sagt um verðið er að það var undir því verði sem orginal 2" rör kostar undir í bílanaust! Svo sýnir reynslan bara endinguna. en ég er sáttur eins og er
Að vísu er töluvert meira hljóð í bílnum, en ekki svo að það drepi neinn.. maður hækkar bara aðeins meira í græjunum!! svo er þetta nú líka töluvert "fullorðinslegra sound" svo maður sletti 😀
Kv,
LalliRafn, sáttur við 2.5" og mælir með ÁS í Nóatúni 2
26.10.2004 at 23:18 #507020Sæll Wolf
takk fyrir greinargott svar. En hvað kalla menn opið púst? er það hljóðkúts-laust rör beint frá vél og afturúr? eða er þá verið að tala um að hafa opinn kút á púströrinu?
Hvað er annars opinn kútur (og eru þá allir með lokaðan kút venjulega?) 😀 ég er vitlausari en allt vitlaust, gæti vel hugsað mér að einhver útskýrði þetta tvennt fyrir mér á barnamáli…
með þökkum,
Lallirafn
-
AuthorReplies