Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
05.04.2005 at 13:06 #520416
Sælir félagar
ég legg til að það verði settur afstemmari á kennitölurnar, það er sérstök formúla sem reiknar út hvort kennitala er rétt eða ekki. Bara svona til að fyrirbyggja misnotkun á þessu nýja kerfi og að menn geti ekki bullað nafnlaust með því að senda bull kennitölu.
28.03.2005 at 10:16 #195763Góðan dag
Ég er með smá hugmyndir að álkassa sem mig langar að smíða aftan á krúserinn minn en ég hef ekki hugmynd um hver smíðar svona lagað?
kveðja,
Lallirafn
27.03.2005 at 19:55 #519938Sælir gaurar
Getur ekki verið að síðan sé hjá Íslandssíma á Akureyri og þið séuð hjá Símanum?
Ef svo er þá reiknar síminn það sem utanlandsdownload, þótt um innlenda umferð sé að ræða skv. landabréfabókinni minni gömlu.
já, það sökkar að eiga heima á þessu skeri fákeppni og einokunar og þurfa að borga fyrir "erlent niðurhal"….
download kveðjur,
Lallirafn
23.03.2005 at 10:21 #519180Hæ aftur..
bara benda á að í þessu Setri:
https://old.f4x4.is/bokasafn/Setrid/02_11.pdf
er að finna snilldar grein um VHF samskipti og endurvarpa og öfugar endurvarpsrásir, lágmarks leiðbeiningar um notkun og hvernig á að kalla…. og ég veit ekki hvað og hvað. nákvæmlega greinin sem ég var að leita að!
vildi bara að fleiri gætu skoðað ef áhugi er fyrir hendi. það ætti eiginlega að setja link inná þetta setur í VHF hluta F4X4 vefsins.
kv.
Lalli
22.03.2005 at 09:08 #519422hæ allir. enginn farið inní laugar nýlega? ég er líka að hugsa um að kíkja þangað og vantar upplýsingar um færi.
kv. Lallirafn
21.03.2005 at 12:50 #19571816.03.2005 at 22:53 #519176Sæll og takk fyrir linkinn! þetta er meira í áttina að því sem ég var að tala um.
Ég er félagi, en eftir að skipt var um upphafssíðu hef ég hvergi fundið möguleikann til að bæta við eða leiðrétta upplýsingar um mig, þar á meðal setja inn félagsnúmerið mitt.
er það hægt einhversstaðar ??
16.03.2005 at 14:38 #519172Já takk fyrir ábendinguna, en í setrinu sem fylgdi fréttablaðinu er aðeins talað um VHF á almennum nótum og gefnar upp bylgjulengdir. Mig langar að vita aðeins meira.
er enginn hérna sem treystir sér til að skrifa smá pistil um þetta?
16.03.2005 at 09:12 #195682Sælir félagar.
Er einhver hérna sem treystir sér til að útbúa stuttar leiðbeiningar varðandi VHF samskipti og notkun endurvarpa og öfugra endurvarpsrása fyrir algeran byrjanda eins og mig? Væri fínt ef þetta gæti verið á hálfgerðu barnamáli þar sem ég er alger byrjandi í fjarskiptamáli.
Hver er munurinn á endurvarpsrás og öfugri endurvarpsrás og hvernig er þetta notað? Hvernig er best að stilla stöðina, hvað á maður að monitora, hvernig á að hefja samskipti og ljúka þeim? Skráðar og óskráðar reglur um samskipti?
Einhver risinn hérna innan 4X4 ætti nú að geta gert stuttan kennslupistil á „íslensku“ fyrir mig er það ekki?
Kveðja,
Lallirafn
22.02.2005 at 10:59 #517520Sæll Fastur
Ég var að spá hvort þú ættir trakk af leiðinni sem þú fórst á Eyjafjallajökli? (mér þætti vænt um að fá það í Mapsource formati ef það er hægt)
Ég er sjálfur að fara við 3ja mann á jökulinn og vantar að hafa trakk til að styðjast við.
Vinsamlegast hafðu samband ef þú getur, sural@simnet.is
Kveðja,
Lallirafn
21.02.2005 at 20:01 #510668Sæll
þá ferðu í einkabankann og prentar út aðgerðaryfirlit fyrir daginn sem þú millifærðir.
þar kemur í ljós dagsetning, færsla, hvert var fært og upphæð.
kveðja,
Lallirafn
21.02.2005 at 19:58 #516788Sæll
Þetta eru mjög líklega snertlurnar í startaranum. Fást í bílanaust fyrir innan við 2000 kall og maður er 25 mínútur að skipta um þetta ef maður er óvanur…
vanur maður gerir þetta á 7 mínútum.
kveðja,
Lallirafn.P.S. Ég á fjandi góða bók um bílinn, m.a. teikningar af rafkerfi og annað nytsamlegt. Microfiche af bílnum er líka hægt að finna á netinu. (Svona ef þig vantar uppls.)
19.02.2005 at 00:13 #516776Já sæll! ég hef einmitt verið að lenda í þessu!!
hef ekki tekið eftir neinu ákveðnu munstri samt, hann bara gerir þetta öðru hvoru.. báðir mælarnir stíga rólega í botn og svo síga þeir frekar rólega aftur.
Endilega ef þú finnur út hvað í fjáranum þetta er, þá hefurðu samband, sural@simnet.is
01.02.2005 at 22:38 #515232Eitt er í þessu sem ekki má gleymast að þrátt fyrir sektirnar…..
Það er það að það er ennþá hægt að lögsækja þá og endurheimta skaðann sem þeir hafa valdið ykkur -svo fremi- að þið hafið haldið utanum bókhaldið ykkar á lögmætan hátt!!
þá ættuð þið allir í það minnsta 7 ára birgðir af nótum sem hægt væri að nota til að reikna út tjónið sem olíufélögin hafa valdið ykkur á þeim tíma.
Það að allir einkaaðillar eru búnir að henda bensínnótunum sínum er félögunum í hag (og "ólöglegt" fyrir einstaklinga þannig séð).
Semsagt, fyrir utan sektirnar geta þeir sem treysta sér til og hafa sannanir fyrir tjóni leitað réttar síns gagnvart þeim.
EN!!! Áfram Atlantsolía! Sammála því að versla við þá sem hafa aldrei verið að svindla.
góðar stundir!
21.01.2005 at 22:45 #514258Sæll það verður örugglega nóg að gera á hraðbrautinni uppað Skjaldbreið á morgun. hugsa að ég verði þar sjálfur að þvælast. miðaðvið veðurspá er þetta hvort eð er síðasti dagurinn í bili sem er einhver snjór….
hitt er svo annað mál að ég kann ekkert að beita jeppa.. svo einhver annar en ég verður að taka það að sér.
kv.
Lallirafn
11.01.2005 at 15:16 #513224Sæll
ég hef ekki gert þetta við ljóskastara, en ég hef gert þetta við plastrúður með góðum árangri. sé ekki að þetta ætti að virka eitthvað öðruvísi á gleri/plasti fyrir kastara.
kveðja,
Lalli
11.01.2005 at 14:31 #513218þetta átti að sjálfssögðu að vera fínum sandpappír
11.01.2005 at 14:29 #513216Sæll
ef þau eru alveg ónýt hvort eð er, myndi ég prófa að matta glerin alveg með grófum sandpappír og nota svo alveg glæra bílalakksglæru til að sprauta yfir. ekki væri verra að setja örlítinn mýki í glæruna til þetta kvarnist síður úr þessu…
bara smá hugmynd
kv. lallirafn
10.01.2005 at 17:15 #195207Sælir félagar
ég er á stutta Landcruiser 70, hann er c.a. 2 tonn breyttur tilbúinn á fjöll. Hann er c.a. 1000 kg á hvorri hásingu skv. mælingu.
Nú stendur til að kaupa á hann ný dekk og er ég búinn að velja nokkur dekk sem ég er að skoða.
bíllinn minn er 36 tommu breyttur
[HTML_END_DOCUMENT]36×14,5 R 15 Trxus>
hverjir hafa reynslu af þessum dekkjum? eru þau að bælast vel í 2-3 pundum undir svona „léttum“ bíl? hvor dekkin eru betri?
Undir bílnum í dag eru gamlir Gumbo monster mudder haugar, gatslitnir og ógeðslegir, en fljóta eins og vindurinn….. ég hef farið yfir allt sem mér dettur í hug á þeim, og þykir verst að þau eru ekki lengur framleidd 36″.
á ég að skoða Ground hawg? fólk er að segja mér að þessi dekk eigi það til að rifna á köntunum þegar minnst varir.
Einhver önnur dekk sem ég á að skoða?
ég myndi endilega fá smá review um þessi dekk frá einhverjum með reynslu.. helst af svona „léttum“ bíl eins og mínum.
kveðja,
Lallirafn
06.01.2005 at 19:40 #466068albúmið?
[url=http://www.slepja.com/gallery:3fxt5r5t]Myndir[/url:3fxt5r5t]
-
AuthorReplies