Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
14.01.2006 at 22:17 #531230
það er fínt að hafa litla tölvu undir sæti og sjá á mælaborðinu. ég er með þetta svona, en ég nota Garmin 60 CS með þessu, ekki cheapo usb "músar"-loftneti. Ástæðan er sú að ef tölvan skemmist eða eitthvað uppá fjöllum, þá get ég alltaf notað handtækið í neyð.
og trúðu mér, tölvurnar skemmast
þær eru gerðar fyrir hristing, en diskarnir bara þola ekki svona jeppó…. auk þess getur raki stundum farið illa í fartölvur.
skjá á mælaborð og tölvu undir sæti? játakk, en handtæki sem hægt er að nota sér er nauðsynlegt að hafa í þessu setuppi. þetta kallast Redundancy í tölvuheiminum
kveðja,
Lalli
p.s. hér má lesa um hvað redundancy þýðir
http://www.google.com/search?hl=en&lr=& … Redundancy
05.01.2006 at 12:07 #537896Sæll. menn hafa verið að sjóða ný hjól framan á svona dælur. en það þarf að vanda til verksins ef það á ekki að vera kast á hjólinu. Á þeim dælum sem ég hef skoðað hefur verið alltof mikil vinna að skipta um þetta til að það borgi sig, en laginn suðumaður getur soðið trissuhjól framan á gamla hjólið þegar búið er að renna miðjuna burt.
05.01.2006 at 12:03 #538006Sæll
hætti miðstöðin að virka, eða hætti hún að hita?
ef hún hætti að hita, þá er þetta tengt vatnsdæluni.. slitin viftureim? 😀 nei, bara svona hugmynd.
reimaískur kemur samt yfirleitt vegna þess að viftureimin er of slök og nær ekki að snúa alternatornum, ekki vatnsdæluni. ég þekki þetta ekki mjög vel í hilux, en líklegt að sama reimin snúi þessu hvoru tveggja. Athugaðu hvort það vanti vatn á greyið.
05.01.2006 at 11:09 #537980Athugaðu hvort vatnslásinn sé orðinn ryðgaður og opnist illa. (eða réttara sagt, skiptu um vatnslás fyrst af öllu). Annars er líklegast að þetta sé lélegur vatnskassi.
04.01.2006 at 00:00 #196973Hvaða ljóskastara hafa menn verið að skrúfa á toppgrindarbogana hjá sér? einhverja breiðgeisla kastara af vinnuvélum eða? hvar fást svona góðir breiðgeisla kastarar? ég hafði hugsað mér að hafa einn á hvorri hlið eða svo (jeppaskrípið mitt er svo stutt á milli hjóla að það hlýtur að duga) og kanski einn sem lýsir afturfyrir bílinn.
Endilega ausið úr viskubrunnum ykkar
kveðja,
Lallinn
03.01.2006 at 13:29 #537744Sælir strákar..
Ég hef verið með snertiskjá á mælaborðinu hjá mér í smá tíma og fartölvuna undir sæti. þetta gengur mjög vel en 8 tommur er fjandi lítið.. maður notar ekki hærri upplausn en 800×600 ef maður ætlar að sjá eitthvað. reyndar er hægt að nota 1024×768 ef maður fiktar smá í útlitinu á Windows, notar stórt letur og hnappa.
Annað vandamál sem þarf að finna góða lausn á er að það sést ekki vel á þessa skjái í birtu á jöklum. Ég hef reynt að búa til "húdd" á skjáinn hjá mér sem virkar alveg ágætlega en þá þarf hann líka að snúa dáldið rétt við ökumanni. Vonandi koma bráðum svipaðir skjáir í þessari línu (8-10 tommu bílaskjáir) sem eru eins og TFT skjáirnir í nýjustu GPS tækjunum frá garmin. Þetta er að ryðja sér til rúms í nýrri fartölvum og hlýtur að sjást í svona skjáum á næstuni.
Hafiði leyst vandamálið með það að tölvan endurræsir sig ef það þarf að starta bílnum?
nei, bara svona smá pælingar.
kv,
Lalli
02.01.2006 at 18:23 #537166Eru einhverjir annmarkar sérstakir á því að setja 38 tommu dekk á 12" breiðar felgur? ég hef verið með 36 tommu mödder á þessum felgum og líkað vel, eru meiri líkur á að ég affelgi 38 tommuna á svona mjóum felgum?
01.01.2006 at 23:39 #537458Hvernig væri að henda inn GPS hnitum af þessari hættulegu sprungu í veginum? það er ekki gæfulegt ef það snjóar og skefur í þetta og svo dúndrar maður þarna ofaní, grunlaus….
nei bara hugmynd.
29.12.2005 at 22:05 #537398þessu hefur verið breytt frá því ég var að lesa þetta síðast. þessi kerfi verða s.s. ekki samnýtanleg nema kaupa nýjar græjur sem eru gps/galileo compatible.. jahérna hér og hananú. en það eru nú enn nokkur ár í að þetta verði ready… 2008 eru menn að tala um. ég reyndar sendi fyrirspurn um þetta á sínum tíma til Garmin (c.a. 1 ár síðan) og þá fékk ég það svar til baka að Garmin væri ekki með það á dagskrá að þróa fyrir þetta kerfi á næstuni en myndi senda út tilkynningu um málið þegar þeim hentaði.
29.12.2005 at 16:44 #537390Ég er búinn að vera að fylgjast með þessu kerfi dáldið og get sagt ykkur það að þetta er samhæft við GPS kerfi kanans og Glonassið hjá rússanum.
s.s. þetta sendir líka út ókeypis bylgjurnar sem eru eins uppbyggðar og GPS bylgjurnar frá kananum og það verður ókeypis áfram.
svo er verið að senda út eitthvað meira sem er áhugavert fyrir flugvélar held ég og stóra bíla og skipaflota og eitthvað. hef lítið skoðað það…
en þeir segja að þetta eigi eftir að gjörbreyta nákvæmninni og fjölda hnatta sem hægt er að ná hér á norðurhveli m.v. núverandi kerfi. og GPS hlutinn verður ókeypis áfram.
lallinn
29.12.2005 at 16:02 #537378Já, ég á við sama þverbita-vandamál og afturbrettisryð að stríða. hef hugsað mér að sjóða þetta upp í sumar, ég tými því ekki í vetur
hann er ekki brotinn en farinn að ryðga óþægilega mikið. ætli maður fari ekki í alsherjar botn-viðgerðir með tilheyrandi rifrildi í vor eða sumar einhverntímann…
29.12.2005 at 16:00 #537376Hvaða tegund af dekkjum áttu sem eru 36 tommu? hvernig hafa þau reynst í snjó og eru þau eins mjúk og mudderinn gamli var (s.s. eru þau með jafn mjúkar hliðar)? eru þau jafn breið og mudderinn tildæmis?
endilega sendu mér meil með verði og spekkum á þessum dekkjum á lalli@slepja.com ef þú nennir.
29.12.2005 at 08:49 #537368Sæll Ulfi
hvernig fannst þér hann breytast við að fara úr 36 í 38? fannstu marktækan mun á því að hann yrði latari? hvaða hlutföllum ertu á?
Minn er nebblega bara á orginal 4:88 hlutföllum og er alveg í það latasta á 36.. en ef það breytir litlu að setja hann á 38 og ég kem því vandræðalítið undir, þá mun ég gera það frekar en að kaupa GroundHawg.
hvað þurftirðu að gera til að koma dekkjunum á að framan segirðu? klippa meira úir hjólaskálunum að framan? mér þætti gaman að bera saman bílana okkar, sjá hvað þú gerðir….
kveðja, lalli
28.12.2005 at 23:23 #196946Sælir félagar
Mig vantar ný 36 tommu dekk undir Landcruiser LX 70 bílinn. þetta er stutti krúserinn með 2.4 dísel.
á ég eitthvað val annað en að kaupa 36 tommu Ground hawg?
Mig myndi langa að prófa að smella undir 38 tommu mödder til að sjá hvort það gangi, ef einhver vill leyfa mér að prófa… mig langar helst af öllu að vera á 36″ mödder, hef keyrt á þeim meðan þau fengust og var alltaf sáttur. verstur skrattinn að þau fást ekki lengur (held ég).
endilega látið mig vita ef ég hef eitthvað annað val…
lallinn
28.12.2005 at 21:24 #537326Sælir félagar.. mér finnst glapræði að leigja eða lána reynslulausum útlendingum jeppa á 38 tommu dekkjum. þetta er ávísun á utanvegaakstur og þyrlubjörgun nema námskeið fylgi þessum leigum (nú eða bílstjóri, sem væri best).
Hvað finnst hinum almenna 4×4 manni um þetta? Það er nú einusinni staðreynd að margar veltur verða á litlu smájeppunum frá bílaleigunum á ári hverju vegna reynsluleysis þessara annars ágætu útlendinga þegar þeir sjá kindur í fyrsta sinn á fæti (en ekki í kjötborðinu í búðinni)
Námskeið fyrir útlendinga sem ætla að leigja breytta jeppa segi ég og hananú!!
lallinn
18.10.2005 at 20:14 #529560Það hefur samt hvergi komið fram hvar Davíð keypti ölið… þú kanski kjaftar frá Davíð?
sumarkveðjur úr Svíþjóð
03.10.2005 at 18:57 #196380Sælt veri gengið
Ég er nú staddur í Svíþjóð og er að skoða ljóskastaraúrvalið frá HELLA. Gríðarlegt úrval er af alskonar ljósum og ég myndi vilja fá smá álit frá liðinu hér…….
Ég er að fara að verzla mér kastara sem fara svo á jeppann, því hér kosta þeir svona 35-40% af því sem þeir kosta á Íslandinu góða..
Spurningin er:
hvaða kastara á ég að kaupa? hvers vegna? þekkir einhver almennilega muninn á öllu þessu dóti?Endilega segið ykkar skoðanir!!
Lalli
20.05.2005 at 15:31 #523052Hæbbs,
fórum á 4 bílum á mánudaginn var upp frá húsafelli og keyrðum inní þursaborgir. færið fínt, engar sprungur að sjá. bara passa sig á geilini við þursaborgirnar sjálfar, keyra ekki ofaní.
kveðja,
Lárus
07.04.2005 at 10:11 #195802Sælir félagar
Ég ætla að skella mér í smá ferð á sunnudaginn, svona rétt til að viðra jeppann. Hafði hugsað mér að kíkja á Eyjafjalla- og Mýrdalsjökul hugsanlega ef veður og færð leyfa. Annars er hugmyndin að kíkja á langjökul, fara upp hjá Skálparnesi, keyra inní Þursaborgir og fara svo kanski niður að Hveravöllum og massast eitthvað þarna í snjónum.
Við verðum á Hilux á 38″ og Stutt-cruiser 70 á 36″. erum með CB og VHF og langa og góða kaðla
Hafi einhver áhuga á að kíkja með, má hafa samband við mig í síma 860-5801.
kveðja,
Lallirafnp.s. við ætlum ekki að vera fleiri en 4-5 bílar í hóp, til að þetta verði ekki of mikið vesen…..
07.04.2005 at 09:00 #520674Sælir félagar.
mig grunar að þetta sé til að stytta manni leið inná Blogg viðkomandi vina, svo maður þurfi ekki alltaf að finna þá í spjallinu til að kíkja á bloggið.
Finnst ykkur ekkert vanta möguleika hérna inn til að leita að notendum eftir notendanafni eða heiti????
amk er þetta það sem ég sé útúr þessu vinakerfi…
kveðja,
Lallirafn
-
AuthorReplies