Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
14.02.2006 at 22:50 #542648
jæja já… verður ekki hægt að prófa rampinn utan við allar kepnir? ég er með mína typpastærð á hreinu og þarf ekkert að keppa við einn eða neinn, langar bara að sjá hversu mikið jeppinn minn teygir sig……….
13.02.2006 at 20:17 #542532Sæll
nRoute notarðu til að gera real-time trökk og hafa opið meðan þú keyrir eftir GPS-inu þínu, þá sérðu kortin og bílinn á skjánum og getur keyrt eftir rútum og trökkum. (gamli GPS flipinn í Mapsource er horfinn og nRoute kom í staðin).
Mapsource notarðu til að senda punka og trökk í og úr gps tækinu og sýsla með þessi gögn.
þú setur t.d. kortin inní mapsource og nRoute pikkar þau upp og notar.
ég nota Mapsource og nRoute og er mjög sáttur, mér finnst vigruðu kortin betri en skönnuðu kortin t.d. því maður getur súmmað inn og út eins og maður vill.
kveðja,
Lalli
12.02.2006 at 12:41 #542380Já jæja, mér sýnist á þessu að ekki þýði fyrir mann að ferðast nema hafa amk. einn góðan vin sem maður treystir meðferðis á öðrum jeppa og vona að við báðir festumst ekki í einu. ég bjóst ekki við þessum viðbrögðum við skjalinu mínu
allavega, ég er búinn að taka skjalið burt, og hvet alla sem hafa náð í það að eyða því strax.
þetta þarf greinilega að hugsa betur en ég gerði.
kveðja,
Lalli
12.02.2006 at 03:04 #542364Mig langar að heyra frá einhverjum sem hefur lent í tjóni af þessu tagi, fengið spotta eða kúlu í afturhurð. Hvað finnst ykkur um þetta? er sjálfssagt að taka svona tjón alfarið á sig? varstu að toga og hamast alltof mikið? rykkja í af afli sem þú vissir að væri of mikið? hvernig fór með samskipti við eigendur þess fasta?
það hlýtur einhver að geta komið með smá tölu… hefur þetta alltaf gengið smooth og þessar sögur sem ég hef verið að heyra eru ósannar? Ef svo er, þá er engin þörf á þessu skjali mínu og biðst ég þá afsökunar á að hafa komið því í almenna dreifingu.
Endilega látið í ykkur heyra!!
12.02.2006 at 02:55 #542360Sæl öll,
ég fagna þessari umræðu, hún þarf að fara fram. Hvort skjalið er fullkomið get ég ekki sagt til um, ég viðurkenni að þetta er opið orðalag, sé það núna. Ég er að vinna í því að breyta þessu, skýra betur út hvað ég á við með tjón, og afmarka tímamörk.Ábyrgðin á að sjálfssögðu bara að gilda um augljós tjón sem verða vegna skemmda við sjálf átökin, s.s. skemmdir vegna slitinna spotta og dráttarkúlna og ætla ég að reyna að koma þessu í lagalegt orðaform aftaná blaðið. Ég set nýja útgáfu inná vefinn hérna fljótlega þar sem þetta er komið í lag.
Skjalið er ekki PDF heldur Doc einmitt til þess að menn og konur geti sett inn nöfnin sín í stað "Jóns Jóhannesar Jónssonar" sem er náttúrulega uppspuni, hélt að það væri augljóst
þetta er samt loose/loose situation þetta viðkvæma mál. ég treysti ekki lengur munnlegum samningum og hananú. ég mun ekki draga bíla hjá ókunnugu fólki nema með einhverskonar svona samningi, sorrý. ég bara treysti því miður ekki lengur að fólk haldi hið gamla og góða "handsal" eða handaband eins og þetta heitir held ég.
kanski er langbest að einskorða þetta við að nefna að fólk afsali sér rétti til að fara í skaðabótamál við þann sem dregur, og lofi að bæta tjón ef spotti slitnar eða hlutir brotna af bílnum og lenda í fólki eða bílnum sem dregur. ég hugsa að ég breyti þessu einhvernveginn á þann veg. Þá þarf sá sem dregur að bera tjón sem hann sjálfur veldur á sínum bíl með þjösnaskap (s.s. brotin drif og úrbræddar vélar).
Ég treysti mér til að fara varlega við drátta á bílum, ég er svo heppinn að eiga mjög dýran og vandaðan teygjuspotta sem ég held ég kunni ágætlega að fara með og er þetta skjal svolítið skrifað með það í huga. Langaði bara að hleypa fleirum með svipaðan hugsunarhátt að skjalinu mínu til hægðarauka. Auðvitað væri best ef allir væru góðir og heiðarlegir, en svona er þetta bara ekki og ég ætla fyrst og fremst að hugsa um sjálfan mig (sem ég held að flestir geri).
kveðja,
Lalli
11.02.2006 at 17:11 #542328Sæll og ég samhryggist með bílinn. það er aldrei gaman að lenda í svona. Ég er ekki að vísa í umræðuna um þig eða neinn annan hér, og vandaði mig mikið við að gera þetta eins almennt orðað og ég gat
ég ætlaði nefnilega ekki að bendla neinn við neitt heldur vísa í vandamál sem er í gangi burt séð frá persónum.
Ég er reyndar alfarið á móti DV aðferðinni svokölluðu, enda held ég að það sé alltaf hægt að komast hjá svoleiðis leiðindum og alger óþarfi að rakka fólk niður með nafni, hvort sem um DV eða F4x4 spjall er að ræða. Aldrei er heldur hægt að vera viss um að sú umræða sé á sterkum grunni reist. Þetta skjal bjargar mönnum frá öllum svona "DV" pælingum, ef viðkomandi vill ekki skrifa undir svona plagg… þá bara hjálparðu ekki viðkomandi, og það er hans eigið val. Allir ánægðir
þess má geta að ég leitaði til reynds lögfræðings með þetta skjal og hann hjálpaði mér að gera það þannig úr garði að það haldi í almennum réttarhöldum ef svo þyrfti að fara.
kveðja,
Lalli leiðinlegi
11.02.2006 at 15:53 #197292Ég hef heyrt undanfarið ljótar sögur af fólki sem „þiggur spottann“ á fjöllum og með handabandi lofar þetta fólk að taka ábyrgð á skemmdum sem gætu orðið við þá aðstoð. Svo þegar reynir á þetta handaband þá er allt gleymt og grafið, og fólk jafnvel nógu ósvífið til þess að heimta að sá sem aðstoðaði það við að reyna að losa bíl með skelfilegum afleiðingum (rifnir stuðarar, dráttarkúlur og slitnir spottar) um skaðabætur á eigin bílaskemmdum.
–
þetta þykir mér ekki góður pappír, þar sem maður er nú að hjálpa í góðri trú og býst ekki við svona leiðindum.
þessvegna setti ég saman smá skjal sem báðir aðilar kvitta á áður en aðstoðin er veitt og tekur af allan vafa um hver það er sem tekur ábyrgðina. Kanski finnst mönnum þetta skepnuskapur og jafnvel ókurteisi beint, en ég er á bíl sem mér þykir mjög vænt um og hef ekki nógu mikla peninga aflögu til að laga bíla hjá öðrum.Menn geta nálgast þetta skjal HÉR ef menn vilja hafa svona í bílnum hjá sér.
p.s. ég veit að oft má rekja svona skemmdir til þeirra sem eru að toga, þeir fara offari í að tosa og skemma þess vegna, en ég treysti mér til að gera svona skynsamlega og vill að það sé ljóst að ég er ekki að hjálpa til að þurfa að borga skemmdir annara. þess vegna bjó ég til þetta skjal.
11.02.2006 at 15:24 #542314og bíllinn fastur í gír og einhver læti, þá myndi ég nú bara rífa undan honum drifsköftin og draga hann með hjálp góðra vina. svona kerra í 1 dag kostar slatta. Byko í breidd leigir svona út…..
nema "vélarvana" þýði oltinn, hásingarlaus eða önnur verri "vélarbilun".
eða er þetta kanski klafabíll?
10.02.2006 at 17:04 #542242Þegar ég endurnýjaði gólfteppi aftur í jeppanum hjá mér þá var ég varaður sérstaklega við því að kaupa filtteppi, sagt að þau væru mikið rakadrægari og færu að mygla í bílum…. en mér fannst verðið svo hátt í bílasmiðnum að ég keypti samt venjulegt filtteppi og ekkert hefur staðist af því sem mér var sagt, það er bara vel þurrt og myglar ekkert….. svo ég segi bara finndu ódýrasta teppið sem þú getur hugsað þér að nota, hvort sem það er í bílasmiðnum eða byko.
01.02.2006 at 19:51 #541010Mér fannst bara við hæfi að vekja athyggli á þessari snilld 😀
01.02.2006 at 09:27 #197208Sælir strákar, ég bara verð að segja ykkur frá svolitlu sem ég fann á bensínstöð Atlantsolíu í Kópavogi! Þessir snillingar eru farnir að flytja inn Brúsaeld frá Qik í USA! þetta er eintóm snilld, alger nauðsyn að eiga einn svona brúsa í bílnum.
í fréttatilkynningu frá Atlantsolíu er þetta meðal annars sagt:
„Brúsaleldur er örugg og hentug leið til að kveikja smáelda. Hentar vel á grillkol og til uppkveikju á hvers kyns brennum. Brúsaeldurinn brennur með um 400 gráðum meiri hita en hefðbundinn eldur og ekki þarf að nota eldspýtur til að kveikja í honum, þú bara sprautar loganum á það sem kveikja á í beint úr brúsanum. Brúsaeldur er afar hentugur í jeppann, ferðalagið og sumarbústaðinn!
Brúsaeldur geymist í 4 ár í óopnuðum umbúðum og allt að 8 mánuði eftir að innsigli hefur verið rofið. Ekkert eldspýtnavesen, þú bara sprautar loganum beint á kolin og þau hitna á örskotsstundu. Eldur, hvar sem er, hvenær sem er.“þetta er alger snilld eins og áður sagði og nauðsynlegt fyrir alla jeppamenn að hafa í bílum sínum.
hér er auglýsing frá atlantsolíu um brúsaeldinn:
http://www.atlantsolia.is/brusaeldur.jpgkveðja,
Lallirafn
25.01.2006 at 22:50 #540278sælir drengir. ég vill leyfa mér að birta þá hugmynd að þegar fólk skrifar hér á vefinn þá verði tekin niður ip-tala viðkomandi vélar (eða nettengingar) og birt með skrifunum. þetta er afar einfalt mál að leysa tæknilega og ég tel það víst að það myndi slökkva fljótt á svona gosbrunnum eins og Mogga og Verkfræðinginum. Annars tel ég það víst að Moggi er annað sjálf einhvers sem er talsvert virkur í 4×4, jafnvel í innsta hring, því yfirdrullið sem hann kemur stundum með er beittara en svo að það sé úr einhverjum 17 ára bjána útí bæ.
Ég persónulega tek Moggann ekkert inná mig, enda er ég sjálfur talsvert fyrir aulahúmor og skæting :).. en það er annað mál.
Að birta ip-tölu þess sem skrifar gerir skrifin rekjanleg, hvort sem skrifað er undir gerfinafni (eins og moggans) eða þegar einhverjir vitleysingar skrifa undir nöfnum annara manna, sem gæti komið up hugsanlega. Einfalt yrði t.d. að mæla út moggann, því ef annar skrifar frá sömu nettengingu, þá eru þeir að öllum líkindum að skrifa af sama heimili. þetta myndi allavega gera það erfiðara fyrir Moggann að stunda drull sitt.
leiðindarkveðjur,
Lallirafn
20.01.2006 at 18:07 #539608Tjah! Fini er rafmagnsdæla er það ekki?
svo það hljóta að vera aðrar dælur til sem ná afköstunum.
Annars hef ég heyrt að Fini séu illa gerðar til að halda þrýstingi á loftlæsingum t.d. og séu að skíta á sig við að halda meiri þrýsting en 100 psi. svo hef ég ekki heyrt að Fini séu 100% duty cycle en ég gæti haft rangt fyrir mér.
ég sjálfur er með 100% duty cycle rafmagnsdælu frá Kliptrom og er alveg sáttur. hún keyrir í 150 psi og 100% duty.
kveðja,
Lallirafn
17.01.2006 at 21:38 #539296það var nú einhver spíran sem fann upp svona dekkjahreinsirennu (vél sem burstaði dekkin með whitespirit og allt, rosa græja)
man ekki betur en að hinn eini sanni Ómar Ragnarsson hafi fjallað um þessa vél í fréttum þá, en það eru þónokkur ár síðan.
spurning um að grafa þetta upp og sjá hvort þessi vél er enn til, og jafnvel endurvekja hugmyndina!
kveðja,
Lallirafn
17.01.2006 at 15:02 #539288Það skiptir engu máli hvaða aðferðir menn nota, eða hvurslags olíuhreinsi, white spirit, eða annan leysivökva menn setja á dekkin, ÞAÐ SEM SKIPTIR ÖLLU MÁLI ER AÐ HREINSA DEKKIN Á PLÖNUM BENSÍNSTÖÐVA MEÐ ÞVOTTAPLAN!!!! þar eru olíugildrur og hreinsibúnaður í niðurföllum til að taka við þessu gumsi og olíuhreinsidrulli.
Menn sem hreinsa dekk sín á fjöllum með því að hella heilum brúsa af olíueyði á dekkin og keyra svo burt ætti að hýða opinberlega á Arnarhóli og hananú!!!ég skora á stjórn F4x4 að koma með tilskipun til félagsmanna að hugsa um umhverfið, og skilja ekki eftir neina olíu (hvað er tjara annað en olía) eða leysiefni eftir sig á fjöllum!!
kveðja,
Umhverfis-Lallirafn
16.01.2006 at 08:38 #539060Sæll aftur kríli
já, Gpsmap 60 cs tækið sem ég á bíður uppá bæði serial data kapaltengingu (gamla góða sem var alltaf) og svo er sér usb port. maður getur stillt þau í sitthvoru lagi á NMEA og GRMN format.
ef þú villt testa með mínu tæki þetta og átt rafmagns/datasnúruna með hringlaga tenginu fyrir garmin þá hefurðu bara samband á lalli@slepja.com
kveðja,
Lallirafn
15.01.2006 at 22:42 #539056Kríli! þú getur tengt t.d. Gpsmap 60 tækið með usb -og- serial snúru ef fartölvan bíður uppá það. þá talar mapsoure við tækið á usb og nobeltec við nmea á serialtenginu.
kveðja, Lalli
15.01.2006 at 22:08 #539050hæbbs
ef þið eigið eldra íslandskortið, þá má nota það með Nroute frá garmin.
kveðja,
Lallirafn
15.01.2006 at 18:13 #526296það er erfitt að fá þetta til að koma inn hér á íslandi, við erum mitt á milli kerfana, og þetta virkar ekki nema þú sért kjurr heillengi á stað sem liggur hátt og sést vel í sjóndeildarhringinn. svo er þetta víst ekkert alltof nákvæmt svona langt í burtu frá jarðstöðvunum sem senda út leiðréttingarmerkið.
þú getur séð hvenær þú færð leiðréttinguna inn með því að horfa á síðuna þar sem öll tunglin sjást og styrkurinn frá þeim. það koma D yfir þær súlur sem þú nærð með leiðréttingu þegar það næst.en þetta stendur allt til bóta víst, með fleiri jarðstöðvum og gerfitunglum. (það verða m.a. 2 jarðstöðvar á íslandi þegar þetta er fullklárað minnir mig)
kveðja,
lalli
14.01.2006 at 22:49 #526292egnos er "overlay" á GPS… s.s. leiðrétting fyrir GPS með hjálp jarðstöðva.
þetta er það sama (eða samhæft við) WAAS kerfi kanans. Mér skillst að þetta virki þannig að GPS merki er móttekið af jarðstöð, það er leiðrétt af mikilli nákvæmni miðað við þekktan punkt á jörðinni og sent aftur útí geim þar sem því er dreift af gerfihnetti.
Þið ættuð s.s. að geta notað Egnos leiðréttinguna nú þegar með því að virkja WAAS í Gps græunum ykkar ef það bíður uppá það. ég hef fengið inn leiðréttingar gegnum þetta kerfi í evrópu.Annars má það nefna um Galileo kerfið að það verður samræmt við GPS kerfi kanans skv. þessum link:
http://www.useu.be/Galileo/
Ég hef allavega ekki heyrt að þessu hafi verið breytt síðan þetta var undirritað 2004.
Einnig er þetta í samræmi við fréttir RSigmundssonar:
http://www.rs.is/sidur/frett.php?frett_id=56
nákvæmniskveðjur,
Lallirafn
-
AuthorReplies