Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
27.02.2009 at 22:08 #642070
Í skoðunarhandbók stendur eftirfarandi:
07.203 Breytt bifreið.
(1) Hæð aðalljóskera á breyttri torfærubifreið má mest vera 1350 mm.
27.02.2009 at 16:26 #642058Ökutæki skráð eða breytt fyrir 1990 meiga hafa aðalljós innar en 40 cm ef stöðuljósin uppfylla skilyrðin með 40 cm. Þannig að ef bíllinn þinn er yngri en 1990 þá þarft þú að færa aðalljósin.
26.02.2009 at 22:59 #642030Farðu með bílinn á skoðunarstöðina sem skoðaði bílinn og talaðu við skoðunarmennina. Þeir eru áreiðanlega tilbúnir að renna bílnum í bremsuprófarann og skoða þetta sérstaklega fyrir þig. Þá kemur í ljós hvort þetta er aflögun að aftan eða framan. Allt að 30% aflögun er leyfileg samkvæmt lögum en getur fundist fyrir því. Skoðunarmennirnir meiga bara ekki setja út á þetta.
10.02.2009 at 22:54 #640456US gallon og Imperial gallon
30.01.2009 at 23:37 #639284Ég gleymdi að nefna það, hlutföllin fást í eldri gerðina en ef þú ert með nýrri gerðina þá er það olnboginn……
30.01.2009 at 23:32 #639282Það er hægt að fá 5.38 hlutföll hjá independent4x.com í USA. Í Trooper er 12 bolta Isuzu drif sem á ekkert skilt við 12 bolta GM. Í 12 bolta GM er átt við boltafjöldann í lokinu en í Isuzu er átt við boltafjöldann í kambinum. Það eru til 2 gerðir af 12 bolta Isuzu afturdrifum. Eldri týpan er bara kölluð 12 bolta en sú nýrri 12 bolta modified. Það eru rúmlega 33 mm 26 rillu öxlar í þeirri eldri en rúmlega 38 mm 23 rillu í þeirri nýrri.
23.01.2009 at 09:38 #638718Í skoðunarhandbók ökutækja í kafla 1 í stoðriti ákvæði 1.5.2 stendur "Ljóskastarar meiga vera með tvískiptum geisla"
Veit ekki hvenær þetta var leyft en þetta skjal í skoðunarhandbókinni er frá 1. apríl .2008
22.01.2009 at 23:19 #6387141. Ef verðið er gott og þetta er það sem þú vilt þá láttu vaða, en einungis ef bílinn þinn er breytt torfærubifreið því einungis breytt torfærubifreið má vera með kastara með tvískiptu ljósi.
2.Séu kastararnir gerðir fyrir xenon perurnar og nógu stórir til að leiða burt hugsanlegan varma þá er ekkert því til fyrirstöðu að fjáfesta í slíkum perum.
3. Ef þú ert búinn að kaupa kastarana frá Benna og setja xenon perur í þá…..?
4. Ofangreint sett frá Benna flokkast sem kastarar og því þarf næsta sett að skilgreinast sem auka háljós og vera E merkt eða DOT merkt og tengjast í gegn um háljósin. Settið sem flokkast sem kastarar (þetta frá Benna) má tengjast í gegn um stöðuljós.
22.01.2009 at 22:50 #638700Þú mátt hafa 2 kastara. Kastarar þurfa að hafa hlífar þegar þeir eru ekki í notkun.
Svo mátt þú hafa 4 stk. (2 sett) af auka háljósum sem líta út eins og kastarar en verða að vera E merkt eða DOT merkt. Þessi 2 sett meiga ekki geta logað samtímis.
Einnig má hafa 2 stk. þokuljós og vinnuljós á hliðunum. Ákveðin staðsetningarákvæði eru einnig í gildi fyrir þessi ljós.
Kveðja
kss
-
AuthorReplies