Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
17.02.2009 at 22:13 #641180
Ég get líka mælt með honum. Sanngjarn í verðlagningu og vönduð vinnubrögð
03.02.2009 at 08:01 #639812Nánari upplýsingar verða setta á vefinn þegar nær dregur.
Kv. Kristján
17.01.2009 at 13:29 #638268Ég var að heyra í Stebba fararstjóra. Hópurinn er á línuveginum við afleggjarann að Skjaldbreiður.
Það var að heyra á honum að hópurinn skemmti sér vel því að færðin var erfið alla vega fyrir minna breyttu bílanna. Talsvert var um festur.
Hætt var við að fara Kaldadalinn því að þar var mikill púðursnjór og töldu fararstjórarnir að færið væri of erfitt fyrir minni bílanna þar sem hópurinn er samsettur af bílum frá 30“ til 38“. Var því haldið austur línuveginn.
Kveðja frá einum sem situr heima vegna vinnu og öfundar þá sem eru á fjöllum.
17.01.2009 at 09:59 #203578Góðan daginn.
Um kl. 9 lagði stór hópur jeppafólks af stað frá Select Vesturlandsvegi í Litlunefndarferðina. Hópurinn ætlaði að safnast saman við Þjónustumiðstöðina á Þingvöllum en þaðan átti að fara Kaldadalinn.
Meira síðar
05.03.2008 at 07:58 #616202Kristján K
18.01.2008 at 20:33 #610702Með kveðju
Kristján Kristjánsson
18.12.2007 at 13:52 #607252Þakka þér aftur Tryggvi fyrir svarið.
Þetta er einmitt það sem ég var að óska eftir, það er að fá eitthvað frá stjórninni um þessi málefni.
Eitt atriði enn sem ég vildi koma á framfæri. Það er að fáið þá, sem gerðu þetta annars ágæta plagg "Nýliðakynning", að eyða eða breyta seinni málsgreininni um nýliðanefnd þar til og ef lögum klúbbsins verður breytt hvað varðar Litlunefndina.
Með kveðju,
Kristján Kristjánsson
18.12.2007 at 12:21 #607248Komdu sæll Tryggvi og takk fyrir svarið.
Þetta er rétt hjá þér Tryggvi að þetta er ekki ný spurning en í umræðunni sem fór á eftir kom aldrei svar eða skýringar frá stjórn klúbbsins fyrir utan athugasemdar frá þér sem í sjálfu sér var ekki svar í þáverandi umræðum.
Það að mál verði ekki leyst með því að djöflast í þeim á netinu get ég ekki alveg verið sammála þér. Þetta er eini vettvangurinn, sem ég og aðrir, höfum til að tjá okkur í þeim tilgangi að veita stjórn og nefndum klúbbsins aðhald og sérstaklega þegar viðkomandi telur að ekki sé farið að lögum hans.
Ég er innilega sammála þér að hvetja menn í að mæta á aðalfund til að hafa áhrif á stefnu klúbbsins samkvæmt sinni sannfæringu.
Megir þú og þínir eiga gleðirík jól
Kristján Kristjánsson
18.12.2007 at 10:14 #201408Ég var skoðað vef F4x4 og meðal annars skoðaði ég tengla fyrir nefndir klúbbsins. Á svæði litlunefndar var kominn nýr tengill „Kynningarbæklingur fyrir nýliða“.
Opnað þennan tengill og sá að þar var komið þarft plagg með mörgum ganglegum upplýsingum sem að ætti að nýtast nýliðum og öðrum mjög vel.En ég hnaut um eitt atriði sem er á blaðsíðu nr. 8
„Nýliðanefnd
Nefndin hefur það hlutverk að taka á móti nýjum félögum og kynna þeim starf klúbbsins. Hún mun einnig standa fyrir ferðum fyrir nýliða, og verða þær ferðir færar öllum bílum, óháð dekkjastærð.
Nefndin eins og hún er í dag er ný. Fyrirrennari hennar var Litlanefndin, en hlutverk hennar var að sinna þörfum eigenda minna breyttra jeppa innan klúbbsins.“
Nú spyr ég stjórn klúbbsins er nefnd sem er skilgreint í lögum hans og kosin í á aðalfundi heimilt að leggja sig niður og stofna aðra með annað hlutverk og aðra skilgreiningingar en í lögunum?
Hefði ekki verið lágmark að bíða til næsta aðalfundar og leggja fram lagabreytingar þar að lútandi?
Hvert er æðsta stjórnvald þessa klúbbs?
Samkvæmt mínum skilgreiningum er það aðalfundur sem hefur einn heimild til að breyta lögum, kjósa í stjórn og nefndir klúbbsins.
Kristján Kristjánsson
14.12.2007 at 16:20 #606658Ég er að mörgu leiti sammála þér Jón að það sé nauðsynlegt að framkvæma naflaskoðun á klúbbnum og stjórnkerfi hans.
Mér finnst margt í hugmyndum þínum athyglisvert og er þér sammála að þyrfti á einhvern hátt vera hægt að ýta við "sofandi" nefndum og gera þær virkar á ný.
Í ljósi umræðu hér á vefnum þá mætti kanski bæta við nefnd sem hefur það hlutverk að miðla fræðslu til nýrra og eldri félaga.
Kristján Kristjánsson
22.11.2007 at 10:26 #602938Við verðum í sambandi seinnipartinn á morgun.
Kristján
22.11.2007 at 09:05 #602934Það eru um það bil 55 km frá Hótel Geysir og upp í Árbúðir.
Mér sýnist að planið sé að fara um Þingvelli annað kvöld. Ég hef ekki heyrt að neinum sem ætlar að koma á laugardaginn.
Þér er guðvelkomið að hafa samband en Addikr er með NMT-síma.
Kristján Kristjánsson
18.10.2007 at 19:35 #600358Hér er slóð á umræðurnar um nefndina.
[url=http://www.f4x4.is/new/forum/default.aspx?file=innanfelagsmal/10574:mxf3r0wd][b:mxf3r0wd]Litlanefnd – nýliðanefnd[/b:mxf3r0wd][/url:mxf3r0wd]
Ég sakna þess að ekkert hefur heyrst frá stjórninni um málefni litlunefndarinnarKristján Kristjánsson
18.10.2007 at 11:40 #599582Ég tek undir þetta sem Ella skrifaði hér að ofan. Það er orðið tímabært að gera ferlasafn F4x4 aðgengilegt á netinu. Það ætti það mínu mati vera á lokuðu svæði einungis opið fyrir félagsmenn samanber umræðuþræðir um innafélagsmál.
Kristján Kristjánsson
12.10.2007 at 21:43 #599708Eftir að hafa lesið upphafsorð fréttatilkynningar ykkar "Okkar hugmyndir ganga út á það að nefndinni verði breytt í nýliða- og fræðslunefnd og munum við því nota nafnið Nýliðanefnd til að leggja áherslu á þessa stefnu." legg ég þann skilning að það sé markmið ykkar að leggja Litlunefnd niður eins og hún er skilgreind í lögum klúbbsins.
Litlanefnd á að mínu mati vera vettvangur fyrir félaga klúbbsins sem eru á minna breyttum jeppum hvort sem þeir eru nýliðar eða ekki.
Það er rétt hjá þér að í skipunarbréfi nefndarinnar er lögð áhersla á fræðslu til félaga en ég vil benda á að hið sama kemur fyrir í skipunarbréfum fyrir aðrar nefndir klúbbsins.
Mitt álit er að lofið Litlunefnd að vera eins og frumkvöðlar hennar ætluðu henni að vera í starfi klúbbsins. Ef þið og stjórn klúbbsins hafið áhuga að auka nýliðafræðslu og hafa hana í föstum skorðum stofnið þá nýja nefnd, Nýliðanefnd, sem starfi að slíkum málum í samvinnu við aðrar nefndir klúbbsins. Það myndi ég heilshugar styðja.
Kristján Kristjánsson
12.10.2007 at 15:45 #200954Ég verð að viðurkenna að það fauk svol¡tið ¡ mig þegar ég las fréttatilkynninguna frá nýskipaðri litlunefnd. Í lögum klúbbsins er hlutverk litlunefndar skilgreint til að sinna ferðalögum og kynningarstarfi fyrir eigendur minna breyttra jeppa og skipuleggja ferðir sem henta þeim sem og öðrum félagsmönnum.
Það er mitt mat að hvorki nefndarmenn eða stjórn klúbbsins, upp á sitt einsdæmi, geti breytt hlutverki nefndarinnar heldur þurfi aðalfundur klúbbsins að samþykkja áður breytingar á lögum hans þar að lútandi.
Hins vegar eru hugmyndir nefndarmanna um nýliðanefnd athyglisverðar og ég styð að stjórn klúbbsins hugi að stofnun nýrra nefndar með þær að leiðarljósi.
Kristján Kristjánsson.
04.05.2007 at 18:29 #590376Þakka þér fyrir upplýsingarnar Tryggvi.
Kristján K
04.05.2007 at 10:22 #200259Hvar er best að láta sandblása og mála felgur (stál)?
Kristján K
17.03.2007 at 13:48 #584940Var að tala við Addakr. Eru í Kaldadal við skilti er vísar á OK. Færið er þungt en gengur vel. Stefna á Jaka en ætla þaðan niður að Húsafelli. Þar sem þau eru núna er kafsnjór og börnin skemmta sér mjög vel.
09.03.2007 at 08:44 #582684Ég og Addi verðum á sitthvorum bílnum (Musso 35) og ætlum að fara í kvöld ásamt Einari ofl.
Kristján
-
AuthorReplies