Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
02.03.2011 at 12:50 #721848
Efri: Einhver fallegur staður á Íslandi.
Neðri: Kórintu-skipaskurðurinn í Grikklandi
19.02.2011 at 21:28 #720504Góða kvöldið
Þá er maður kominn í bæinn eftir enn einn frábæran dag á fjöllum. Eins og fram hefur komið þá fór hópur af góðum jeppamönnum frá Select, Vesturlandsvegi, í morgun og stefndi til Þingvalla. Þar tók alráðandi ferðarinnar ákvörðun um að fara Kaldadalinn með hópinn. Veðrið var í betri kantinum það er frekar bjart yfir en bálhvasst og sumstaðar var talsverður lágarenningur.
Fyrstu hindranir af völdum snjóa var í brekkunum fyrir neðan neyðarskýlið á Kaldadalsvegi en allir komust upp brekkurnar þó sumir hafi þurft að láta aðeins kippa í jeppana sína. Næsta umtalsverða hindrun á leiðinni var í hliðarhallanum sem fréttaritarinn gaf svo frábæra staðháttarlýsingu hér að ofan. Þar fórum við niður stutta mjög bratta brekku og komust allir niður án áfalla. Næst voru það brekkurnar upp að vörðunni sem voru farartálmi en allir komust yfir Kaldadalinn og niður að vegamótum á leiðinni upp að Jaka. Bjart virtist á jökli og var ákveðið að reyna að fara upp að Jaka. Þegar var komið upp að síðust brekkunni fyrir neðan Jaka var orðið blint af skafrenningi og eins fréttum við að blint væri á jökli. Þá var hætt við frekari tilraunir að komast hærra og snúið tilbaka. Á bakaleiðinni gerðist hið eina óhapp í ferðinni en það affelgaðist vinstra framdekkið á einum jeppanum. Því var lagfært snarlega með aðstoð hópsins sem viðkomandi var í en aðstæður voru erfiðar sökum þess að bálhvasst var þar sem óhappið átti sér stað. Ferðinni var svo slitið um rúmlega fimm við Húsafell.
Þegar upp er staðið var þetta hin besta ferð og að ég held flestir eða allir sáttir. Menn fengu að reyna sig við hinar ýmsu aðstæður við að aka í snjó og komast að því hvers þeir eru megnugir að ógleymdri reynslunni.
Ég þakka skemmtilegum ferðalöngum fyrir daginn. Ég vil þakka hópstjórunum sérstaklega fyrir daginn en þeir stóðu sig frábærlega að venju. Fréttaritarinn stóð sig vel og kom með skemmtilegar lýsingar á staðháttum sem ég held að allir hafi skilið.
Ég minni á að á opnu húsi á fimmtudagskvöldið kemur verður myndakvöld úr þessari ferð og vona ég að sem flestir mæti með sínar myndir.
Næsta Litlunefndarferð verður laugardaginn 19. mars n.k.
Kv. Kristján K. sem fékk að vera aðalfararstjóri í þessari ferð.
13.02.2011 at 09:25 #718848Þar sem það hefur fjölgað í hópstjórahópnum, höfum við hækkað hámarksfjölda þátttakenda upp í 30 jeppa plús hópstjóra.
Kristján K
Litlunefnd
12.02.2011 at 16:40 #718846[quote="kymco":1s2ltruk]Góðan dag
Þegar maður reynir að skrá sig inn kemur í (Staða) búið er að loka fyrir skráningu?
kv Jón Þór..[/quote:1s2ltruk]
Búið að laga þetta
Kv KK
12.02.2011 at 16:32 #718842Nú hefur verið opnað á skráningu á Litlunefndarferðina laugardaginn 19. febrúar nk.
Stefnt er að fara á Kaldadalssvæðið en leiðarval getur breyst vegna veðurs og/eða færðar.
Hámarksfjöldi þátttakanda er í dag 24 jeppar plús hópstjórar en ef við fáum fleiri hópstjóra væri hugsanlega hægt að fjölga þátttakendum upp í 30 jeppa.
Eins og í síðustu ferð þá hafa jeppar með dekkjastærð 35" eða minni hafa forgang í ferðina.
Skráningin er [url=http://www.f4x4.is/index.php?option=com_seminar&Itemid=246:2gmo1i64]hérna[/url:2gmo1i64]
Kristján K
Litlunefnd
06.02.2011 at 19:36 #718838Það er reiknað með að opnað verði á skráningu laugardaginn 12. febrúar nk.
Kristján K
Litlunefnd
22.01.2011 at 22:31 #717210Hefur þú spáð í því að fá þér spennubreyti er breytir 12voltum í rétta spennu fyrir tölvuna þína. Þá sleppir þú að vera með tvo spenna það er innvertir fyrir 230v og svo fartölvuspenninn. Ég keypt spenni í Íhlutum á sínum tíma til að breyta 12v í rétta spennu fyrir fartölvuna í bílnum hjá mér.
Kristján
25.11.2010 at 20:03 #711588Því miður þá frestast myndakvöldið um sinn af óviðráðanlegum ástæðum.
Það verður auglýst síðar og jafnframt sendur tölvupóstur á þátttakendur í ferðinni síðast liðinn laugardag með góðum fyrirvara.
Takk fyrir skemmtilega ferð.
Kristján Kristjánsson
Litlunefnd
13.11.2010 at 09:40 #708886Góðan daginn.
Nú eru aðeins 5 örugg pláss eftir í ferðinni og gildir lögmálið "Fyrstur kemur, fyrstur fær".
Kveðja Kristján K, Litlunefnd
07.11.2010 at 12:48 #708874Í Litlunefndarferðum þarf stundum að binda í bíla og þá er gott að kunna pelastikk.
[attachment=0:1vpqjosf]Pelastikk.gif[/attachment:1vpqjosf]
Kristján, Litlunefnd
04.11.2010 at 20:29 #708868Það eru vonandi allir sem ætla að taka þátt í nóvemberferð Litlunefndar búnir að merkja við þann 20. á dagtalinu sínu.
Einu sinni var alltaf talað um að merkja við í Filofaxinu en maður er alveg hættur að sjá fólk með slíkt :-).
Kristján, Litlunefnd
03.11.2010 at 08:57 #215565Laugardaginn 20. nóvember n.k. verður næsta ferð Litlunefndar. Það hefur verið ákveðið að fara einhverja skemmtilega leiðir í nágrenni Skjaldbreiðar. Hvaða leið verður valin mun ráðast af veðri og færð þegar nær dregur. Þess má geta í nóvemberferðinni í fyrra vorum við á þessum slóðum og enduðum ferðina í himnesku veðri á Langjökli við Jaka.
Það eru allir, sem eru á jeppum, hjartanlega velkominn með í ferðir Litlunefndar, hvort sem þeir eru í klúbbnum eða ekki.
Þeir sem ekki eru í klúbbnum, en vilja senda fyrirspurnir eða fá nánari upplýsingar geta gert það með því að senda tölvupóst á litlanefndin@f4x4.is.
Ekki hefur enn verið opnað fyrir skráningar í þessa ferð, en takið frá daginn. Við munum auglýsa það nánar þegar opnað verður fyrir skráningar.
Ef einhver hefur áhuga á að taka þátt í hópstjórastarfi Litlunefndar, látið þá endilega vita á póstfangið litlanefndin@f4x4.is.
Kristján, Litlunefnd
28.10.2010 at 14:58 #707588Það kemur fram í öðrum þræði hér á netinu "Opið hús" að það sé opið hús frá kl. 20:00 til ????
Sjáumst í kvöld
Kristján K.
Litlunefnd
26.10.2010 at 18:21 #707656Það var sett AC-dæla í Mússóinn sem ég átti. Talaðu við mig á morgun og ég get lýst hvernig var gengið frá henni ef það hjálpaði þér eitthvað eða gæfi þér hugmyndir.
Kristján K.
30.09.2010 at 13:57 #704730[quote="Dolli":32n7wdfr]Hér er linkur fyrir þessa stöð..Manuel er þarna vinstra megin á síðunni.. er ekki búinn að lesa svo það er kannski séns að þessar upplýsingar sem þú leitar af séu þarna.
[url:32n7wdfr]http://www.vertexstandard.com/lmr/Mobiles/VX-2100-2200[/url:32n7wdfr][/quote:32n7wdfr]Takk Jóhannes
Því miður þá eru á þessari síðu leiðarvísar fyrir Vertex VX-2100 og Vertex VX-2200 talstöðvarnar og þær eru ekki alveg sambærilegar við VX-2000.
En takk samt.
KK
30.09.2010 at 12:43 #214890Er einhver sem á leiðarvísinn fyrir Vertex VX-2000 talstöðina eða hefur góða þekkingu á henni?
Það sem mig vantar að vita er hvort það er hægt að sleppa (skip) rás í skönnunarham (scan) og þá hvernig það sé gert.
Kristján K.
14.09.2010 at 19:09 #702850Skráningarformið er [url=http://www.f4x4.is/index.php?option=com_seminar&Itemid=246:haslhwyn]hérna[/url:haslhwyn].
Með kveðju
Kristján
Litlunefnd
24.06.2010 at 17:29 #696988[b:yivit9il]Þetta er mitt innlegg, texti fenginn að láni héðan og þaðan.[/b:yivit9il]
Ég undirritaður geri athugsemd við víðtækar lokanir á leiðum norðan Veiðivatna og Þórisvatns, lokun á leið um Heinabergsdal, lokun á leið um Vonarskarð og lokun á leið á Virkafellsleið fyrir allri umferð nema göngufólk. Ég mótmæli því harðlega að loka eigi akvegum og slóðum innan Vatnajökulsþjóðgarðs sem að eknir hafa verið í áratugi án þess að náttúran hafi borið skaða af.
Þessar lokanir miða að því að einungis göngufólk fái notið þessara leiða en þó eru þarna fyrir ökuleiðir. Öðrum sem ekki geta gengið langar leiðir er meinuð för um þessi svæði. Á þessum svæðum er lítil sem engin hætta á gróðurskemmdum eða landskemmdum af umferð um þessar leiðir.
Ekki verður séð annað en að þarna ráði ferðinni fjárhagsleg sjónarmið ferðþjónustuaðila. Ég mótmæli harðlega að hvers kyns aðgangur að landinu verði einkavæddur og að stór hópur áhugasamra útivistaunnenda verði meinaður aðgangur að hálendi landsins. Slíkt er einfaldlega brot á jafnræðisreglu og ég efast um að það standist fyrir dómi að mismuna fólki á þennan hátt.
Ég hef ferðast töluvert um landið og tel mig geta umgengist náttúru Íslands á sama hátt og gangandi vegfarandi þó ég sé akandi.
Það að skerða ferðafrelsi einstakra hópa og einstaklinga tel ég vera forkastanlegt og ekki sýna góða stjórnunarhætti þar sem fámennum hópi er veitt réttur til að ferðast um hálendi Íslands.Að mínu mati ganga þessar lokanir í berhögg við 2.gr laganna og ætti því að vísa þessu alfarið frá og byrja þessa vinnu upp á nýtt með stuðningi allra þeirra sem hagmuna hafa að gæta.
Kristján Kristjánsson
kt.
Garðabær
12.06.2010 at 23:22 #696000Ég held að hann eigi við brúnna á Elliðaá rétt fyrir neðan stífluna á Elliðavatni (N64 05.705 W21 47.519). Þar sem áður var ekið að Vatnsenda frá Breiðholtsbraut, heitir í dag Fornahvarf.
04.05.2010 at 12:55 #691732Ég vildi bara minna á skráningu í hreinsunarstarf í Eyjafjallasveit um næstu helgi.
[url=http://www.f4x4.is/index.php?option=com_seminar&Itemid=246:3xk2t9on]Skráningarformin[/url:3xk2t9on] eru á vefnum.
Kv. Kristján
-
AuthorReplies