Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
22.11.2009 at 15:38 #667818
38" Mudder er aðeins framleiddur fyrir íslendinga, eftir pöntun. Eins er með 44" DC. Ég sé ekki af hverju þetta ætti að vera neitt öðruvísi með 38" MT, enda framleidd af sama fyrirtæki og DC. Dekk eru framleidd í hollum, verksmiðjan er semsagt sett upp til að framleiða eina gerð í einu og að því gefnu að þeir fleygi ekki mótunum þá er ekkert því til fyrirstöðu að íslendingar panti nokkra gáma við og við, en svo er allt annað mál hvort svoleiðis gerist í þessu árferði. Þannig að ég myndi bíða aðeins með að gráta úr mér augntóftirnar.
20.11.2009 at 18:26 #667520Upp með þetta!
16.11.2009 at 22:57 #667046Venjuleg innspýting með einn spíss fyrir hvern sílender er að keyra á einhverjum 40-60 punda þrýsting, jafnvel meira. Síðan er Chevy TBI innspýtingin (2 spíssar í throttle boddyinu) að keyra á einhverjum 15 pundum minnir mig og blöndungar einhvers staðar vel undir 10 pundunum. Þið þurfið að finna út hversu mikill þrýstingur á að vera á bensínkerfinu og finna ykkur dælu sem ræður við það. Það þýðir ekkert að vera að láta dælu sem er gerð fyrir lágan þrýsting rembast við að halda margföldu því sem hún er gerð fyrir!
16.11.2009 at 12:32 #66693016 mm
15.11.2009 at 21:29 #666884Athugaðu líka að það fer sjálfskiptivökvi á millikassann, ekki setja gírolíu á hann…
08.11.2009 at 17:57 #665698Samúel, stundum er betra að þegja en að bulla um eitthvað sem maður hefur hvorki vit á né reynslu af…
05.11.2009 at 15:29 #665330Já er ekki einhver hérna sem hefur reynslu af þessu. 4 mm er alveg yfirdrifið nóg eins og þú segir og það eru 10 mm líka. Þetta er meira spurning um hvað ég kemst af með þunnt.
Efnin sem koma til greina eru annarsvegar ál og hinsvegar ryðfrítt, sem er dýrara en álið.
Þessir tankar fara í átta gata Willys þannig að það er ekki hægt að treysta á að þeir séu alltaf fullir.
04.11.2009 at 22:26 #208016Sælir
Hvaða efnisþykkt er sniðugt að nota í bensíntanka úr áli, og hvort er meiri skynsemi í því að beygja þá til að sleppa við suðuvinnu eða sjóða bara öll horn?kv Kiddi
02.11.2009 at 00:20 #664704Bremsurnar og liðhúsin af 30 hásingunni ættu nú að passa á 44 hásingu…
01.11.2009 at 04:13 #487098Árni minn þú veist að það er ekkert sem hindrar þig í 38 tommuna nema hugarástand og ef þú bara mætir á fleiri bílaflokksfundi þá getum við áreiðanlega fundið lausn á þessari skynsemi sem hrjáir þig.
Heill sé bensín V8 vélum frá vesturhreppum og 44" dekkjum og guð blessi Ísland og V8 bensínvélar sömuleiðis.
Ástarkveðja, þinn Kiddi.
24.10.2009 at 21:52 #663478Jæja veit einhver þá hvort það sé nokkur leið að vigta þetta apparat án þess að leggja í langferð um landið og miðin?
24.10.2009 at 20:07 #663534En hvernig er það annars… þurfa svona dælur vökva til þess að handbremsan virki?
24.10.2009 at 19:46 #663532Jájá ég hef engar áhyggjur af þessu.. er ekki betra að bremsa þetta í gegnum drifskaptið heldur en að vera handbremsulaus nánast allan ársins hring, jú nema þennan eina dag sem kíkt er í heimsókn í skoðunarstöðina, og þá eftir að hafa eytt óheyrilegum tíma og barsmíðum svo maður tali nú ekki um svívirðingarnar og öll ófögru orðin sem fá að fjúka til að fá þetta drasl til að virka… ég er nefnilega með diska og það er nú bara þannig að diskabremsur að aftan og handbremsur bara virka sjaldnast saman!
En þetta er alveg ljómandi gott, nú hef ég amk einhverja hugmynd um hvaða bílum ég á að tékka á
24.10.2009 at 19:37 #663474Tja er ekki vigtin minni og meðfærilegri, rennir þú ekki bara með hana í bæinn hehe
24.10.2009 at 03:41 #207666Mig vantar bremsudælu sem er líka með handbremsu… ætla að mixa þetta á millikassann hjá mér
Hvaða bílar eru með svona dælu?
24.10.2009 at 03:06 #663462Jens, eigum við ekki bara að vigta 350 relluna mína, og fá úr þessu skorið… ?
21.10.2009 at 21:41 #663244Já þeir eru nú líka til í einhverjum af eldri bílunum, þú finnur þetta á google…
21.10.2009 at 18:41 #663240Ef þú finnur réttan input gír, semsagt 23 rillu beintenntan (svo eru að vísu einhverjar mismunandi lengdir til af þessu) og setur hann í kassann þá er þetta hægt… það er hægt að finna eitthvað um þetta á novak-adapt.com
21.10.2009 at 00:23 #663148Ha er Guðmundur Ara í þessu??
En er enginn hérna sem er til í að taka þetta að sér í aukavinnu… hehehe
20.10.2009 at 20:31 #207569Sælir
Vitið þið hvar ódýrast er að láta breikka stálfelgur, að sjálfsögðu þarf það líka að vera sómasamlega unnið…kv Kiddi
-
AuthorReplies