Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
20.04.2008 at 01:06 #620838
Sæll Þekki þig ekki neitt en vona að veislan verði flott hjá þér. Mér er nokk sama hvort Tryggvi eða Stefanía séu að lesa eða ekki, þau fá örugglega rapport. ‘Eg hef bara ekki haft undan að lesa hvort það sé lokað eða ekki og þá hvenær ogfrv. Fullt að gerast. Ég dáist að því hvað sumir nenna að skrifa mikið um ekki neitt og láta í ljós álit sitt á einverju málefni sem er nano mikilvægt, sjá til dæmis mig, að eyða tíma í að svara svarinu frá þér sem gengur út á að tala um m.a. kleinubakstur en á móti get ég sagt að ég eyddi deginum í sólpallasmiíði, svona bara að segja þér. Hlýtur að vera miðaldurskreppa. Og er bara orðin nokkuð lúinn, verð að segja það en jæja, ljóðið er á enda og ég nenni ekki að röfla meira um þetta.
20.04.2008 at 00:15 #620892Ég verð að fá skýringu á þessu. Er ekki stjórnin að hætta? Er ekki bara Barbara Ósk eftir? Og ef það er af hverju er þá ekki þessi áskorun ekki bara um að hún hætti? Af hverju gerum við þetta ekki bara persónulegt að tilgreinum nákvæmlega hvað er verið að biðja um þeas. að Barbara Ósk og Eyþór hætti. Skil ekki svona skollaleik og tvískiinnug. Segið bara það sem þið meinið. Svo við hin skiljum þetta betur. Reyndar fatta ég þetta ekki en það er ekkert að marka. Ég er svo dum. Enda hef ég ekki verið í stjórn F4x4.
P.S. Mér er nokk sama hvenær lokun á einhvern virkar eða ekki. Lokun er lokun. Þetta eru reglur sem hafa verið settar og ef þú ert ekki sáttur þá skaltu bara fara í framboð og í stjórn og breyta þessu.
19.04.2008 at 23:58 #620830Mér er eiginlegt skemmt yfir öllu þessu röfli sem sést hefur á þessum vef síðustu klst. Tryggvi sem yfirgaf stjórn skipsins( þeas klúbbsins), að eigin ósk, er núna orðin stórskytta á núverandi stjórn fjarstýrður af Jóní Snæland (segir einhver) sem Stefanía einhver ofsalega ræðileg endalaust kemur með blammeringar og flottar athugasemdir sem hámenntaðir menn skilja ekki, enda langlokur með enddemum. Allt þetta er svakalega óskiljanlegt sérstaklega þar sem öll stjórnin er að hætta nema Brabra Ósk og einhver Eyþór. Vá jafnvel í Ameríku væri kosningabaráttan varla svona svakaleg. Gaman gaman. haldið áfram því varla finnst skemmtilegri sápuópera nú um stundir.
18.04.2008 at 15:54 #620572.
18.04.2008 at 13:32 #620568Sælir. Aðeins að skoða söguna, vegurinn var lagður til að leggja hitaveitulögnina. Ég held að vegurinn sé eign OR þó ég sé ekki viss. Seinna var ákveðið að opna hann fyrir almennri umferð en í upphafi var hann eingöngu gerður til að leggja þessa lögn. Ef þið viljið fá stálvegrið þá líklega lokar OR veginum. Í dag hefði rörið verið væntanlega grafið í jörð sbr. lögnin frá Hellisheiðarvirkjun. Það er í samræmi við breyttann tíðaranda um sjónmengun. Þar verður líka til vegur sem hugsanlega verður hægt að keyra á seinna, sjáum til, en allt í lagi að spá í það. En oft þegar ég hef keyrt Nesjavallaveginn hef ég undrast að hann skuli vera opinn fyrir almennri umferð. Það er einfaldlega þannig að ef það kæmi gat á þessa lögn sem væri á stærð við hnefa þá vildi ég ekki vera nær en 100-200 metrar. Þessir sem keyrðu á rörið og sluppu er miklu heppnari en ég held að þeir geri sér grein fyrir. Þeir hefðu einfaldlega breyst í kjötsúpu.
21.03.2008 at 20:52 #202157Kalla Hunter vantar kveikjulok á 318 eða 360 Mopar, þeir sem eiga þetta til eða geta reddað mega endilega hringja í Begga 8960310. Bíll stopp í Versölum.
07.03.2008 at 13:41 #616850Mér sýnist þetta vera mælivinna. Þú segir að það klikki í Start relay þegar þú svissar á. Það þýðir ekki endilega það hleypi spennu áfram. Mæla það. En svissinn ætti þá allavega að vera í lagi. Kostar þetta relay nokkuð mikið, kannski skipta bara um það. Kemur spenna að því. Mæla það. Síðan ath hvort spennan skili sér áfram að startpung á startara osfrv. Best að fá einhvern "vírus" í þetta ef þú þekkir einhvern svoleiðis. Helv hart að lenda í svona. Takk fyrir upplýsingarnar um hvar þetta gerðist. Þar verður sett in hauskúpumerki.
06.03.2008 at 12:38 #615180Sælir Benni minn. Veistu það að Tetra síminn minn er alveg æðislega skemmtilegt tæki. Slatti af tökkum og síðan heyrist í þessu öðru hvoru tal sem er ekki verra. Það sem háir mér aðallega er orðið plássleysi á bílnum fyrir loftnet annarsvegar og hinsvegar til að koma þessu fyrir inn í bílnum. Ég hef alvarlega hugleitt að fá mér stærri bíl bara til að koma þessu öllu fyrir, því ég sé alveg fyrir mér að maður verður kominn með UTMS900 síma, Vodaphone GSM og kannski CDMA líka fyrir lok þessa eða næsta árs. Þá þarf ég kannski að taka aftursætin alveg úr og setja bílstjóra sætið á svona svivel súlu til að geta snúið mér í hring til að vinna á öll tækin. En, þá er komið upp annað vandamál sem er að stjórna bílnum og geta talað við alla í einu. Æi, þetta er hábölvað alltsaman, þarf aðeins að spá í þetta.
02.03.2008 at 18:01 #615822Sælir. Já það gerist stundum þegar farið er á fjöll að öxlar brotna eða legur gefast upp, eins og upphafsmaður þessa þráðs kannast við, sem by the way, hefur verið óvenjulega viðskotaillur, úrillur og argur upp á síðkastið. Ég vona að það brái nú fljótlega af kallinum. En þetta var nokkuð strempin ferð en alveg stórskemmtileg og er ég til í aðra eins, ekki spurning (fyrir utan skemmdir). Hjá mér og öðrum LC80 brotnaði vinstri framöxull og hjá þriðja fóru allir boltar sem halda lokunni. Og Ofsi, ég bara nenni ekki að skrifa meira núna.
19.02.2008 at 14:05 #614542[url=http://www.pitbulltires.com/downloads/PBSPEC2.pdf:3kse56wj][b:3kse56wj]Pitbulltires.com[/b:3kse56wj][/url:3kse56wj]
01.02.2008 at 14:33 #612100blessaður, vertu ekkert að spá í hvað Beggi segir, mér finnst að það ætti að vera búið að loka fyrir löngu á hann, hættur að fara út fyrir malbik og það lengsta sem hann fer út fyrir veg um þessar mundir er þegar hann keyrir upp á gangstétt.
31.01.2008 at 21:53 #612094ég hélt þessi þráður myndi drepast eftir að ég reyndi að kveða hann niður, ojæja, en Lella, það er alveg víst eins og ég verð seint kallaður Ögn að þú þarft ekki á Herbalife að halda. Láttu þetta eiga sig áður en við verðum að kalla þig -> Ögnina.
31.01.2008 at 09:01 #612078Sumir segja að ég sé of þungur og þurfi að létta mig s.s. létta bílinnn….. endalaust röfl. Megi þessi þráður nú deyja drottni sínum, Amen
30.01.2008 at 21:24 #612068Þú mátt ekki pirra svona fólkið. Hættu þessu, greinilega stuttur kveikur á mörgum og ekki allir með þennann húmor sem þú hefur. 😉 Flott logo.
30.01.2008 at 09:58 #612162Því er neitað að það sé eitthvað prógram en þetta er samt þekkt að bílarnir þurfi "break in" tíma en held það sé eins með alla bíla og þá fyrst 3-5000km og hafi ekkert með tölvu að gera. Minn eyðir 18 l/100 konstant og tel ég það nokkuð gott miðað við hvað þetta er stór bíll. Ég þekki ekki Superchips né hvaða áhrif það hefur en held að það taki úr sambandi forritið sem stýrir eldsneytinu og þú fáir meiri "vídd" í eyðsluna t.d. 16-22 l/100. Í dag er eyðslann sú sama hvort sem ég hamast á inngjöfinni eða er rólegur. Þetta sem Muffin sýnir átti við um nokkra bíla, sá skrifað 3 stk á netinu í vor þar sem eitthvað þurfti að stilla eftirbrunann en v. mengunarvarna þá er umframeldsneytinu sem ekki brennur í vélinni eytt í pústkerfinu. Þessi vél 6,4l, er smíðuð af Ford sjálfum en það er rétt að þeir hættu að versla við International vegna endurtekinna vandamála með 6,0 l vélina, sem sjálfsagt var orðin ágæt í lokin. Það eru enginn þekkt vandamál með 6,4 l vélina. Ég myndi bara gefa konunni prozac og keyra áfram brosandi út í bæði.
29.01.2008 at 08:45 #612018Æi Benni. Láttu þá ekki vera að pirra þig í vefnefnd. Haltu bara þínu striki. Þetta er alveg saklaust og bara yfirleitt skemmtilegt spjall og umræður. Þetta held ég, sé líka hluti af því sem spjallið var upprunalega sett upp fyrir, að menn gætu miðlað upplýsingum um kaup og kjör og jafnvel tekið sig saman. Ef þetta má ekki á þessu spjalli er lítið eftir annað en að loka því.
25.01.2008 at 21:13 #611440Gulur er fyrstur skilst mér og það er erfitt færi, skilst að meðalhraðinn sé 3km/klst en ágætis veður. Meginhlutinn af hópnum er núna í Hrauneyjum.
24.01.2008 at 22:57 #611430á Þorrablótið eru Maggi Hafsteins og Gunni Sæþórs (á Gul) en þeir eru núna uþb lentir í Hrauneyjum og skv. Magga er kúludráttur á veginum frá Sultartanga. Mikið af snjó og segist hann ekki hafa séð svona í mörg ár. Núna á að fá sér einn kaldann, sofa og svo halda áfram í fyrramálið. Mér skilst að þetta séu allt í allt hátt í 50 manns og meginhlutinn fer á morgun. Pottþétt game framundan.
23.01.2008 at 15:24 #611264Þegar maður les þessa þræði um þessi mál þá fær maður sterklega á tilfinninguna að aðilar í stjórn séu beittir hörðu einelti, og það af verstu sort. Söguþráðurinn eins og besta James Bond mynd, útsendarar, handlangarar, hitmen og alles. Allt gengur út á að gera lítið úr þessu fólki og snúa út úr öllu á versta veg, engin rök, bara undirróður, blaður og bull. Svo langt gengur þetta að sumir tala þannig að þetta og hitt sé ómögulegt og handónýtt en samt hafi viðkomandi enga sérstaka skoðun á þessu, hann sé bara að éta brauð og detti þetta í hug svona í forbífartinn. Það eru greinilega margir bessirvisserar í þessu sem allt geta og kunna en vilja ekkert gera nema skammast og röfla út af hinu og þessu. Ég er t.d. einn af þeim, enda var ég að drekka kaffi og varð að fá útrás eins og allir hinir, og fannst alveg tilvalið að tjá mig um þetta og skammast þó ég viti sko akkúrat ekkert um þetta og la la la. Enda er það þannig að þegar einn hundur byrjar að gelta þá fara allir hinir líka að gelta, ekki síst tíkurnar. Mæli með því að menn hætti þessu bulli og snúi sér að því að skemmta sér, keyra í snjónum og koma svo á réttum vettvangi og leysa þessi mál s.s. á aðalfundi.
11.01.2008 at 12:01 #609512Hugmyndir eru nauðsynlegar til að eitthvað gerist. Hvað með þig, er allt dautt ? Iss, svo er klúbburinn svo ríkur að það þarf ekkert að leggja fram í vinnu, bara fá verktaka með ódýra pólverja til að klára dæmið. Sé ekki fyrir mér próblemið, ég get alltaf kíkt við á föstudagskvöldum og um helgar til að aðstoða þá, ekki málið. Væntanlega þarf ekki að smíða pottinn, það ku vera hægt að fá hann frá Bushlandi tilbúinn.
-
AuthorReplies