Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
17.01.2006 at 20:11 #539366
Sælir Kári. Það sem ég gerði og það sem hefur verið gert er að taka rör af framhásingu af LC60, rörið er tekið í sundur bílstjóramegin við drifhús, nýtt efnisrör er soðið við drifhús, skift um kúluliði á endum (notaðir úr 80 hásingu, helst ónýtri t.d. boginni). Þetta allt saman soðið saman eftir kúnstarinnar reglum, réttum spindilhalla, gormaundirstöður, stífur osfrv. Í þetta er svo settur afturdrifsköggull úr LC80 en hann passar beint i. Ef þú hefur áhuga á nánarri uppl. er þér velkomið að hringja, koma og skoða osfrv. Ef þér vantar framdrif original þá á ég köggull til sölu, með öllu nýju.
Kveðja
Agust
16.01.2006 at 08:24 #539058Sæll LalliRafn. Hef verið að spá í þetta. Tölvan bíður upp á usb og serial. En ég er með Garmin Plus V. Og það er bara einn kapall sem kemur þaðan. Ekki viss um að ég geti splittað honum. Bíður GPS60 upp á tvo kapla, einn usb og einn Serial ??
Agust
15.01.2006 at 22:31 #539054Til að geta notað nýja kortið í Mapsource þá þarft þú að tengja tölvuna við Garmin tæki sem sendir út Unit ID númer. En það gera ekki öll Garmin tæki, bara þau nýjustu. Þá skilst mér að þú fáir úthlutað 2 notendanúmerum á heimasíðu garmin.is. Ef þetta er allt saman í lagi þá þarft þú að fara í Setup á Garmin tækinu þínu og breyta Interface úr NMEA merki í Garmin merki, Mapsource vinnur aðeins með Garmin merki. Þetta finnst mér vera galli þar sem þá getur þú ekkert keyrt Nobeltec á sama tíma. Nema því aðeins að vera með annað GPS tæki sem sér um að þjónusta Nobeltec forritið. S.s. tvö GPS tæki fyrir sitt hvort forrtið. Hef reyndar ekki ath. hvort Nobeltec vinnur með Garmin merkið.
Kv. Agust
09.01.2006 at 09:10 #538310Sammála að þessi síða sé góð og gott að skilja hana, en ætli það sé hægt að fá þá til að setja hana upp í 5 daga spá. ? EIK, þekkir þú ekki einhvern til að nefna þetta við. Auðvitað veit maður að ónákvæmnin eykst en samt til hliðsjónar gott að sjá 5 daga fram í tímann.
Agust
07.01.2006 at 21:35 #538132Af því að spurt var um Slunkaríki. Við vorum á tveim 44" í dag fórum línuveginn frá Kili inn að Karlaríki og svo upp fram hjá Slunkaríki upp á jökul og niður hjá Jaka. Þetta er fínt færi og flott frá Karlaríki og upp eftir en maður verður að sneiða fram hjá vatninu milli Slunka og jökuls. Nóg af snjó upp við Slunkaríki en ansi dapurt á línuveginum.
Kveðja
Agust Thor.
06.01.2006 at 21:02 #538164Sælir. Ég verð á ferðinni inn á línuveginn um hádegi laugardag frá Geysi. Ætla að kíkja þarna með útlendinga. Það er búinn að vera þarna umferð 44" jeppa v. vinnu við háspennulínu, og ætti að vera fært frá Geysi via Haukadalsskóg. Svo kemur þetta bara í ljós, kannski verður bara gott veður og hægt að keyra via Slunkaríki upp á Langjökul og niður í Jaka eða Skálpa. Verður bara að koma í ljós.
Kveðja
Agust Thor.
05.01.2006 at 19:14 #53796805.01.2006 at 13:32 #537610Sælir. Veit að Þorvaldur Apótekari keypti sér Camper í Þýskalandi á langann 8" HD350 í sumar Hann var búinn að spá mikið í þetta og það varð niðurstaðann því þeir voru úr trefjaplasti og miklu léttari en þessir frá USA. Því miður mann ég ekki hvað þeir heita en ef þú heimsækir hann í Drive-Inn apótekinu við Smáralind er hann örugglega til í að segja þér allt sem þú vilt.
Kveðja
Agust thor.
02.01.2006 at 19:22 #537656Hva segirðu Benni, eigum við að skella okkur á sitthvorn Excursioninn. Að sjálfsögðu Limited útfærslu með entertainment packanum. Og á 49" dekkin. Tekur því ekki að spá í 46" undir þessa dreka.
Ágúst
02.01.2006 at 13:20 #537648Það eru mismunandi tölur í gangi. Maður heyrir um bíla sem séu undir 3 tonnum. Þá eru það jafnast nefndir beinskiptir standard bílar, síðan eru það GX og VX og sjálfskiptir, sumir komnir með stærri framhásingu og stærri olíutanka, t.d. í mínu tilviki er ég með tankapláss fyrir 315 lítri. Minn bíl er VX með leðri sjálfskiptingu og stærri framhásingu svo nokkuð sé nefnt. Ekki sambærilegt við Standard beinskiptann. Ætla alls ekki að halda því fram að hann sé undir 3000kgs tilbúinn að fjöll. Ég er mjög ánægður með minn bíl og hvað hann drífur. Kemst það sem ég vil og þegar mig langar. Er oft og iðulega fremsti bíl. En svona sem dæmi um hvað þetta er allt afstætt, fyrir ári síðan á leið á Grímsvötn var það Ford 350 á 44" Trexus (4 tonn plus) sem dreif mest og lengst. Í hópnum voru mjög duglegir bílar undir 2 tonnum með mega benínvélar sem urðu fastir um leið og þeir fóru út úr förum. Þannig að þyngd bíls er ekki úrslitaatriði, bara eitt af mörgum sem spilar saman eftir færð ofl.
En verða ekki allir bara að fá sér núna Krapa-trukk, s.s. FORD350 á 49" dekkjum. Hann vegur væntanlega vel á 5ta tonnið en líka sker krapann eins og smjér. Er það kannski framtíðar bíllinn. ?? Allavega dettur manni það í hug núna þegar spáð er í veður og veðurútlit.Kveðja
Ágúst.
31.12.2005 at 21:39 #537622Tja, þú sérð nú hvað ég spái í þetta. Ég hef ekki mund um það. Þetta er samskonar gír og er hjá TNT (fyrrverandi þínum) nema skátenntur. Það er það eina sem ég veit. Hann dugar, það er líka annað sem ég veit.
Gleðilegt nýtt ár og takk fyrir það gamla.
Ágúst.
31.12.2005 at 19:32 #537618Það lá að. Sá sem sat heima og þorði ekki skuli vera bestur. Enda ekkert nema loftið.
Með bestu áramótakveðjum
Ágúst.
31.12.2005 at 17:40 #537582Mér finnst vanta rökstuðning. Láttu hann fylgja með.
Áramótakveðja
Ágúst
31.12.2005 at 17:38 #537612Sælir Magni. Ég hef ekki samanburðinn og held þeir ekki heldur. En þetta er vitað. Bensínvélin er léttari en hún eyðir ívið meira, sérstaklega undir álagi, eins og bensínvélar gera. Togið er svipað en líklega meira í díeselvélinni., sérstaklega á lágum snúningi og undir álagi. Í aðalatriðum snýst þetta um það að í kW’um eru vélarnar svipaðar en eyðslan meiri á bensínvélinni. Ég er með 4,88 hlutföll og held Gundur líka en TNT með 4,56 minnir mig.
Áramótakveðjur
Ágúst
27.12.2005 at 22:22 #537152Vonandi skellið þið upp fréttaþræði frá þessari ferð.
09.12.2005 at 14:28 #535428Reikna með að Verkfræðingurinn hafi átt við að ökumaðurinn hafi aðeins litið af slóðanum á meðann hann teygði sig í kókflöskuna og endaði áður en hann vissi af, bara út í miðri á.
Sem betur fer fór allt vel þarna. Nema náttúrulega ónýtur bíll en fyrst þetta var ekki Toyota þá hefur það verið í lagi. Þannig beyglað….
09.12.2005 at 10:39 #535374Sæll Benni. Ég er búinn að setja þetta upp í ca. 14 psi. Til þess notaði ég WasteGate actuator úr LC100 sem er stilltur hærra en LC80. Það þarf reyndar aðeins að breyta honum meira, stytta og stilla teininn aftur. Ég var búinn að reyna að hlaða undir actuatorinn en mér fannst það ekki nógu gott þar sem þá ertu að breyta "virknisviðinu" á honum og hinn er meira kvikk. Ég veit ekki hvort ég þyrði að fara hærra over long time, en í þessi 14 psi. En þegar þú ert kominn með afgashitamælirinn þá er svo sem hægt að leika sér. Og þú ert með auka afgasventil á hvern stimpil sem munar um að koma heita loftinu út. Túrbínuljósið í mælaborðinu varð rautt hjá mér á 1 bari. (14,5psi) En það er ágætt að hafa það í huga við þetta fikt alltsaman að það kostar um 6-800þús að taka vélina upp í Kistufelli., og þá er túrbínan ekki innifalin. 😉
Vélarkveðja
Agust Thor.
30.11.2005 at 16:15 #534394Best að fara og ath. þetta sjálfur, var einmitt að tala um þetta þarna uppfrá. Var ekki laukur góður í þetta. ??
Ágúst
29.11.2005 at 18:52 #534212Sælir. Frá Keflavík og aftur til Keflavíkur ók ég 997km í þessari ferð. Í þessa 997 fóru 262 lítrar af díesel. Var þeim öllum vel varið, hverjum og einasta, og væri til í að eyða þeim margoft aftur í samskonar ferð og færi.
Ágúst
24.11.2005 at 12:52 #532844Bara að forvitnast. Hvar á þetta að vera, er að horfa á kortið en sé ekki þessi nöfn
kv Agust
-
AuthorReplies