Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
28.03.2006 at 14:08 #547620
Jamm, en þetta er eins og með svo margt annað, antik, koníak, gull ofl. þetta verður bara betra með aldrinum, dýrmætara og sérstæðara. Annað en með svona kalla eins og mig og þig Bjöggi minn, fyrir okkur liggur bráðlega og hraðar en maður veit bleiumeðferð og stólpípur í einhverri biðstofu dauðans. Yrði ekki hissa þótt Krílið myndi lifa okkur báða af.
Heil Toyota, Landcruiser uber alles.
Agust Thor.
28.03.2006 at 13:04 #547616Enda eyða sumir meiri tíma með og í bílnum sínum, hugsa betur um hann og færa honum meiri og dýrari gjafir en konunni. Já það er fullkomlega eðlilegt að þarna sé um náið samband að ræða.
Agust Thor. einlægur Toyota Landcruiser aðdáandi.
23.03.2006 at 08:41 #547228Sælir Þórir. frábært að þetta sé í gríni. Við erum nú reyndar hérna nokkrir á leiðinni á fjöll í dag eftir hádegi. Meiningin er að byrja á Langjökli og enda í Kverkfjöllum á laugardag. Kemur svo í ljós hvort það tekst eða ekki.
Kannski við sjáumst.
Kveðja
Agust Thor.
22.03.2006 at 16:14 #547226Sammála vini mínum Begga. Þetta er orðið ágætt og mál að linni.
Kveðja
Agust Thor.
15.03.2006 at 16:31 #546452Jamm þetta lýtur soldið stífblásið út hjá honum Tryggva. En hann verður náttúrulega einhversstaðar að hafa pláss fyrir allt loftið. Ekki getur hann haldið utan um það allt sjálfur.
Svo skilst mér að kvikmyndatökumaðurinn sem sjálfur keyrir um á ofurbreyttum LC80 hafi verið búinn að fara upp á bungu og bara skroppið aftur niður til þeirra, að taka myndir. Svo er mér sagt !
Agust
01.03.2006 at 10:57 #544990Var á ferð þarna f. ca. tveim árum. Hópurinn stoppaði við steininn sem liggur Norðanmegin stundum nefndur Goðasteinn. Fyrsti bíll var búinn að fara ca. 75-100 metra beint í austur og datt með framdekkinn ofan í stóra sprungu. Þessi sprunga lá þarna lengst til hægri og vinstri. (norður suður) Mjög djúp sprunga og mér finnst að hámarks kæruleysi ef menn eru að þvælast þarna og jafnvel að hleypa börnum út úr bílunum til að hlaupa þarna um. Á alls að gerast. Við fundum leið yfir sprunguna sem við töldum færa s.s. nær syðri steininum. Málið var að þessi sprunga kannski myndi ekki gleypa bíl en snjólagið yfir henni var ekkert og hélt ekki manni. Ef einhver fullorðin eða tala nú ekki um barn færi niður í svona sprungu þá er alveg eins hægt að koma með kistuna á staðinn strax. Það kemur engin lifandi upp úr svona sprungu aftur eftir svona fall og síðan smella í á milli ísveggja eins og tappi í vínflösku. Ekki beint spennandi dauðdagi þannig að menn eiga að taka þetta ALVARLEGA.
Agust
25.02.2006 at 22:28 #544466jamm mikið að gerast hjá þeim virðist vera. Fóru greinilega í loftið aftur.
Voðalegt að bíða svona og heyra ekkert. Því miður finnst mér það bjóða frekar upp á neikvæðar fréttir.Agust
25.02.2006 at 22:01 #544678iss, pressan er engin. Þetta snýst allt um að skemmta sér og hafa gaman af þessu. Ef ég væri að leita að pressu og stressi hefði ég gengið í Frönsku útlendingahersveitina. (kannski of gamall núna). Að mínu mati er þetta bara til að hafa gaman af og leika sér og vera til.
Agust.
25.02.2006 at 21:56 #544452Ég er í Keflavík og heyrði að þyrla var að koma inn til vallarins. Það hlýtur eitthvað að fara að fréttast meira.
Agust
25.02.2006 at 21:45 #544672Tel ekki að legur verði vandamál. Dekkin eru ekkert að ráði breiðari en 44 DC. Standa ekkert meira út fyrir kantana. Þar af leiðandi held ég það verði ekkert meira vandamál en var fyrir og sem allir þekkja. Svo kemur þetta bara í ljós. En svona ef maður spáir í það. Fara úr 38-44(42) þá er þetta álíka mikið stökk 42-45(46). Það verður gaman að sjá hvort drifgetan breytist. Það kemur bara í ljós.
Vonast eftir að fá fréttir af Hofsjökli hið fyrsta. Voðalegt að bíða svona og heyra ekkert.
Agust.
25.02.2006 at 21:33 #544668Sæll Beggi minn. Þú átt væntanlega við AFL. Jú það er alveg nægt fyrir mig, takk fyrir. Hvernig gengur annars að coma tacoma á stærri dekk ?
AT
25.02.2006 at 19:58 #544664Sælir. Jú það er rétt að ég er búinn að prófa þetta, fékk dekk á felgu lánuð, og í framhaldinu er búið að kaupa dekk og þau fara undir í næstu viku. Bíllinn finnur ekki fyrir þessu, varð ekki var við að vélarkrafturinn minnkaði og þarf sáralítið að klippa úr, aðeins við framstuðara, annað ekki. Set mynd inn í myndasafn fyrir forvitna, meira seinna.
Með von um að allt fari vel á Hofsjökli.
Agust Thor.
15.02.2006 at 11:52 #197321Er einhver með fréttir af færinu þarna. Er snjór, miklar skarir osfrv.
Agust
13.02.2006 at 20:59 #542534Mapsource/Nroute er það sem koma skal en mér finnst vanta að það sjáist greinilega landgerð s.s hraun, mýri, gras, jökull osfrv. En upplýsingar um hæðarlínur, ár osfrv. eru mjög góðar, og alltaf verið að bæta upplýsingar um slóða osfrv. En þar til landgerð er kominn inn er ég ekki alveg fullkomlega sáttur. Kemur örugglega, vona sem fyrst.
Ágúst
07.02.2006 at 16:10 #197259Þetta er spurning til Benni á 44Pajero. Gaman væri að heyra hvort skrúfubúnaður hafi komið að gagni. Þurfti að lensa? Vantaði hliðarskrúfu?. Flottar myndir hjá þér en mikið hefur verið orðið blátt yfir að líta. En vonandi hefst nú betri tíð (s.s frost og snjór)
Ágúst
07.02.2006 at 11:31 #541766Einhver laug því að mér að það gæti verið hætta á vaxmyndun í skipaolíu, umfram bílaolíu. Veit ekki hvort þetta er satt en það væri áhugavert að heyra um þetta ef einhver veit eitthvað.
Ágúst
06.02.2006 at 17:23 #197252Tilmæli til stjórnanda vefsins. Væri gott ef hægt væri að fjölga spjallþráðum og sérstaklega auglýsingum á forsíðu. Þetta rennur svo hratt í gegn eins og er. Annars fín heimasíða.
Ágúst Thor.
03.02.2006 at 12:31 #541344en hugsanlega nauðsynlegt, það er nú það. Mér finnst það samt vafasamt að gera svona. Hvar eru mörkin og hver setur þau. Það er málfrelsi og líka ritfrelsi hér á Íslandi. Svona aðgerðir orka tvímælis. Öll þessi skrif sem vísað er í skipta mig engu máli og get ég alveg séð um það sjálfur að ákveða hvort þau ergi mig eða ekki. Mæli með að láta þennann vef vera sem mest afskiptalausann, þannig er hann bestur og mest "real". Hver og einn verður að taka ábyrgð á því sem hann skrifar og eða les.
Ágúst
02.02.2006 at 14:28 #540962Sælir Benni. Maður verður í bandi til að heyra af krapalaginu. Mér sýnist að með þessum búnaði eigir þú að ráða við einhvern krapa en líklega hefði verið betra að setja eina alvöru stóra, svona ofan á toppinn, (jeepcopter).
Ahoj and Break a leg !
Agust
26.01.2006 at 21:31 #540324Sæll Alli, gott að sjá að þú ert hress. Ég er til í one night ferð einhvern tímann á næstunni. Eftir viku eða 2 þess vegna. En eins og þú segir þá bara rignir og rignir. En það styttir upp fljótlega, ég myndi skjóta á að ferð eftir 1-2 vikur væri flott. Bara láta vita og ég er ready.
PS. Ertu búinn að selja gráa ?Agust
-
AuthorReplies