Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
03.08.2006 at 21:34 #557314
Veit að Láki hjá Japanskir Jeppar í Keflavík átti til diesel vél úr LC80. Hvort hún sé ennþá til veit ekki en ef svo er bæti borgað sig að taka sjálfskiptinguna með. Þær eru víst svipaðar en það gæti verið önnur túrbína´- torque converter. Þarf að skoðast aðeins betur. Hef aðeins verið að pæla í þessu í sambandi við díesel vél. Ef þú ætlar eitthvað að spá í þetta er þér velkomið að hafa samband.
Kveðja
Ágúst Thor.
23.06.2006 at 12:55 #555090Sælir. Ef þetta er eins og Benni Hm segir þá fer að verða fátt um fína drætti með að fá sér nýjann bíl til að breyta. Hvað með Ford 150, nýja Tundru í haust, osfr. eða er bara verið að spá í díesel bíla. Mér skilst reyndar að það sé von á þessum báðum með díesel vélum.
Agust
24.05.2006 at 16:43 #553174Ég er til í að fara.
Agust
18.05.2006 at 20:37 #552700Var ekki búið að stinga þér inn. Það er í öllum fréttum á Ítalíu.
Silviavision
18.05.2006 at 20:30 #552698Sagt hefur það verið um Suðurnesjamenn (og einstaka Selfyssing) að … þeir hafa húmor.
Víst er að Patrol eigendur munu ekki fylla þann flokk.
Silviavision
18.05.2006 at 18:15 #552690Heiðar minn, hvurn andsk.. varstu að drekka, svona í miðri viku, veit það er Silviavision á eftir en þetta er heldur snemma dags. Annars líkist þessi ræða því að eitthvað niðurbælt hafi náð að gjósa. Enda ekki furða, fórst ekki nema 2x út af malbikinu í vetur þannig að ég skil að þrýstingurinn er mikill. En að hann skuli brjótast út með svona miklum látum og lenda á tilvonandi formanni, bara af því að hann keypti sér Landcruiser 80 eðalvagn, það finnst mér toooo much.
Heldurðu að ég hringi þig líka næsta vetur, oftar en einu sinni kannski. hehe
Silviavision.
13.05.2006 at 19:55 #197958Hver getur sagt mér eitthvað um þessar vélar. Er að leita upplýsinga.
Agust Thor.
11.05.2006 at 13:00 #552290Skv. mínum heimildum er þessir fundur á morgun s.s. 12.05.06. Þetta kemur líka fram á jeppi.is sem og tímasetningin.
Kveðja
Agust Thor.
04.05.2006 at 16:22 #549240Sælir. Þetta er áhugaverð kenning en ég reikna ekki með því að þessir kallar sem mæla þetta séu með "viktun" á litaðri olíu. Annaðhvort er litur í henni eða ekki. Og ef litur er í olíunni er farið í tæknilýsingu fyrir þessa gerð bifreiðar t.d. LC80 95 litra tankur sem sektin, hver sem hún nú er, myndi miðast við. Það er reyndar athyglisvert að það virðist enginn kannast við sekt v. þessa og samt er liðið heilt ár. Þannig að raunverulegt dæmi liggur ekki á lausu, plus enginn kannast við að til sé reglugerð þar sem sektir eru ákvarðaðar en svo þarf að vera til að hægt sé að sekta einhvern um eitthvað sbr. hraðakstur osfrv. Kannski er þetta ennþá bara á þessu plani handrukkaranna. Allir tala um útboraðar hnéskeljar en enginn kannast við það.
Kveðja
Agust Thor.
04.05.2006 at 13:19 #549234Sælir Svenni. Getur þú sagt mér hvað fellst í orðinu "áætlað"
Er til eitthvað real dæmi. ?
Agust Thor.
04.05.2006 at 13:00 #551738Maður sér fyrir sér Gund og Moggann svamla þarna saman, vantar bara bjórinn. Þá væri þetta verulega chilly photo. Nei það þarf enginn að óttast krapa, hann verður allur farinn.
Bon voyage
Agust Thor.
03.05.2006 at 21:09 #551840Tók tímann sinn en alveg þess virði og held að það væri gaman að geyma þennann link eða myndina einhversstaðar.
Agust
03.05.2006 at 19:44 #551728Herramenn. Ég held að Gundur fari nú létt með þetta enda ekur hann á eðaljeppa þeas Toyotu Landcruiser 80 sem drífur meira en margur annarr. Svo hefur hann verið svo forsjáll að hafa sunnudaginn upp á hlaupa og þá er nú engin slorspá. Krapinn verður allur farinn. Þannig að mér finnst þetta bara flott. Bara biðja Gund um að verða sér út um nýlegt track svo hann fari sér ekki að voða í nálægð Hábungu að Grímsfjalli því ef ég mann rétt hefur hann ekki komið þarna áður. Líka að passa sig við Tungnánna ef hún skyldi nú hafa opnað sig og bólgnað eitthvað í hlýindum. Hún á það til að "gleypa" bíla. En gott er að fylgjast með vatnamálum í þeirri á og öðrum með því að fylgjast með á – vmvefur.os.is
Bon voyage
Agust Thor.
25.04.2006 at 19:12 #197850Flottar myndir í sjónvarpinu. En það er líklega vissara að fara varlega að þessu ef mönnum dytti í hug að fara og skoða. Væri áhugavert að fá hnitin af ytri mörkum beggja katlana til að setja inn á kort hjá sér svo maður álpist ekki inn á þetta svæði. Veit einhver um kort sem sýna katlana eða geta búið til Route sem nokkurskonar border um báða katlana. Ef einhver getur búið það til eða á til þá hefði ég áhuga á að fá það sent.
Kveðja
Agust Thor.
19.04.2006 at 14:40 #549868Legurnar sem settar eru í í dag eru betri en original legurnar sem voru víst of veikar og voru ekki taldar endast nema í um 100000 km. Þær sem fást núna í stað þessara eru betri eða eins og í nýju vélunum og endast lengur (sem eru í grunninn þær sömu þeas kjallarinn blokkin osfrv.) þetta er eina verulega alvarlega þekkta vandamálið. Annað er líka skinna sem er framan á aðal tímagírshjólinu. Hún á það til í vélum sem búið er að keyra 250 -300000 km að brotna. Er þá sett þykkari skinna sem núna er notuð í nýju vélunum. Um að gera að skipta um ef menn eru eitthað að þvælast á því svæði. Önnur vélarvandamál í LC80 eru varla þekkt. En svona aðrir hlutir sem eru stundum að pirra mann eru helvíti latar rúður og algjörlega ónýtur afturrúðuhitari. Þessi fjögur atriði eru það sem maður myndi kalla standard problem og fyrstu tvö þarf að laga við tækifæri, legurnar sem fyrst, en hin seinni tvo bara sætta sig við.
Síðan er það framhásingin. Margumrædd. Ég veit um nokkra sem hafa keyrt með original hásingu og aldrei brotið. Svo veit ég líka til þess að einn braut 2 í sömu ferðinni. Erfitt að segja en hugsanlega sleppur drif sem er með 4,56 hlutföllum á meðan 4,88 brotnar – who knows. Ég nennti ekki að hafa þetta yfir mér og skipti út framhásingu. En það er enginn sem segir að þess þurfi, fyrr en hún brotnar – sem gerðist hjá mér. Bara vona að það gerist ekki langt frá þokkalegum vegi.
Kveðja
Agust Thor.
15.04.2006 at 22:12 #549640Hmm ok en vona samt að þetta verði eitthvað kraftmeira en þetta. Superduty bíllin er væntanlegur með 6,4liter í haust og nýtt útlit.
AT
15.04.2006 at 21:03 #197765hefur einhver heyrt um hvort það sé rétt að Ford F150 sé að koma með diesel vél árgerð 2007?
Kveðja
AT
15.04.2006 at 18:15 #549602Fórum á 5 bílum í Setur á fimmtudag. Fórum upp Gljúfurleit en tókum fljótlega eftir Sandafell stefnuna beint á Setur, fórum yfir við Dalsárdrög. Þarna er alveg geggjað færi og hægt að keyra eins og druslan kemst. Mæli með þessari leið núna. Það var ekki fyrr en við Setursfjallið sem færið þykknaði verulega og var eiginlega bara lolo færi síðustu 5 km. Bara gaman. Verulega mikil lausasnjór í kringum Setur. Á föstudeginum ætluðum við að þvera Hofsjökul og veðurútlit var gott. Fórum leiðina upp að jökli sem farin er frá Setri via Illahraun. Færið varð alveg svakalega þungt og þegar við vorum á sléttunni við jaðar jökulsins var ákveðið að geyma þetta því færið var svo þungt og veðurútlit var orðið tvísýnt. Þannig að stefnan var tekin niður á slóðann til Kerlingarfjalla og gekk það svona lolo. Síðan var aftur alveg frábært færi beint frá Kerlingarfjöllum beint á Hveravelli meðfram girðingunni. Þar er bara harður og góður keyrslusnjór. Vorum komnir í hús á Hveravöllum tímanlega því stuttu seinna gerði snjóbyl. Fínt að njóta hans í pottinum. Í morgun var síðan keyrt á jökulinn upp Djöflasand og aftur alveg frábært færi og vélsleðafært sem dæmi. Soldið þungt upp brekkuna fyrst á jökulinn en eftir það bara fínasti snjór inn í Þursaborg. Þar fóru 2 bílar síðan niður í Skálpanes og var það létt mál. Hinir bílarnir fóru í átt að Jaka og skilst mér að færið hafi verið orðið verulega þungt ofan við Jaka.
Ferðakveðja
Agust Thor.
12.04.2006 at 22:16 #549194Já almennt passar þessi Universal Bully Dog búnaður í alla túrbínubíla sem er verið að nota hér. Lc, Patrol osfrv.
Kveðja
AT
12.04.2006 at 10:24 #549140Er ekki öll olíudreifing frá Granda? Hvernig væri að loka öllum leiðum þaðan þannig að engin dreifing ætti sér stað. Gætu bílar ekki orðið loftlausir í dekkjum í unnvörpum á hringtorginu, bara hreinlega bilað akkúrat þar ?
AT
-
AuthorReplies