You are here: Home / Jón Halldór Gunnarsson
FERÐAKLÚBBURINN 4X4 |
||||
Menu |
Hér eru lögin beint af heimasíðu vegagerðarinnar þar sem hægt er að skoða öll löf varðandi umferðaeftirlit og þau leyfi sem umferðaeftirlitsmenn hafa til að sinna störfum sínum. Það er alveg með ólíkingum lygaþvættingurinn eða fáfræðin sem kemur hér fram á þessum spjallþræði. Hversvegna ekki leita sér upplýsinga um málið áður en menn fullirða tóma vitleysu og koma misskylningi af stað og er það þessum vef til skammar og þeim sem taka þátt í því. Spurning hvort stjórn 4×4 ætti ekki að koma á link hér á síðunni þar sem félagar gætu farið beint inn á heimasíðu Vegagerðarinnar þannig að svona vitleysa falli um sjálft sig. Eftirlitsmennirnir eru aðeins að sinna skyldum sínum og kurteisi kostar ekki peninga í viðskiptum við þá meðan þeir sinna sínu lögbundna eftirliti.
REGLUGERÐ 628/2005 um eftirlit með notkun á litaðri gas- og dísilolíu.
1. gr.
Vegagerðin skal annast eftirlit með því að ekki sé notuð lituð olía á skráningarskyld ökutæki. Undanþegin slíku eftirliti eru skráningarskyld ökutæki sem heimild hafa til notkunar á litaðri olíu, sbr. reglugerð nr. 602/2005, um skilyrði undanþágu frá greiðslu olíugjalds. Vegagerðin skal jafnframt hafa eftirlit með að skráning og búnaður skráningarskyldra ökutækja sé í samræmi við lög nr. 87/2004 um olíugjald og kílómetragjald ofl.
2. gr.
Stöðvun á ökutækjum og sýnataka.
Eftirlitsmönnum Vegagerðarinnar er heimilt að stöðva ökutæki til að gera þær athuganir sem taldar eru nauðsynlegar til að staðreyna hvort lituð olía hafi verið notuð á ökutæki sem fellur undir 1. málsl. 1. gr. andstætt ákvæðum reglugerðar nr. 602/2005, um skilyrði undanþágu frá greiðslu olíugjalds, þar á meðal að skoða eldneytisgeymi og vél ökutækis. Eftirlitsmönnum Vegagerðarinnar er heimilt að taka sýni af eldsneyti sem notað er á ökutæki sem heyrir undir 1. málsl. 1. gr. Vegagerðin setur nánari reglur um framkvæmd á sýnatöku.