Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
27.10.2007 at 20:49 #201051
Jæja félagar, var að spá hvort það væru einhverjir innan f4x4 sem væru til í að taka þátt í smá bulli eins og konan kallar það. Þannig er mál með vexti að ég er svo seinþroska (líka eins og konan segir) að ég get ekki hætt að leika mér og ætla að finna mér ódýrann jeppa (cyrka 15000 kall) helst með 6 eða 8 cylendrum nú eða bara gamla súkku og draga eða keyra þetta útfyrir borgarmörkin um helgar og leika mér á þessu í drullupollum og brekkum. Torfæran er eithvað sem maður getur ekki tekið þátt í vegna fjárskorts en samt er hægt að gera margt í líkingu við það með ódýrum druslu jeppum sem fljótlegt er að skuttla búri í og halda svona skemmti keppnir á milli manna í torfæruakstri og aksturshæfni nú eða bara standa druslurnar upp og niður hitt og þetta. Tek það fram að ekkert aldurstakmark er í þetta (enginn of gamall) en bílpróf verður að vera til staðar bíst ég við. Muniði bara það að maður verður ekki gamall fyrr en maður hættir að leika sér:)
16.10.2007 at 21:30 #599792Ég er til í að koma með þer Klaki í ferð í nóv. Ekkert mál.
16.10.2007 at 20:54 #599790Ég er einn af þeim sem kom nýr í klúbbinn í fyrrahaust og átti þá Daihatsu Ferosa jeppa á 33" dekkjum og fannst mér sem ég hefði himinn höndum tekið þegar ég kynntist litludeildinn og dreif mig strax í ferðir með þeim. Ekki man ég nákvæmlega hver (innan klúbbsins) stóð að kynningar kvöldi sem var haldið í gúmmívinnustofunni uppá höfða en þar lærðum við að hníta hnúta og tappa dekk og svo framvegis. Á þessum tíma var snilldarlega staðið að öllum hlutum og minnistæðast er ferðin í Árbúðir þar sem Kjartan og Stefán (trúður) sáu um farastjórn og var meðal annars reynt að kíkja inní setur á laugardeginum en snúið var við undir loðmundi og takið eftir því að þar voru fremstir tveir bílar að bíða eftir restinni sem var að hjakka í erfiðu færi. það voru ferosan og 31" cherokee. Ekki voru nú vandræðin með litlu bílana í þeirri ferð. Á sunnudeginum var kíkt uppá langjökul uppúr skálpanesi í frábæru veðri en þungu og var það geggjuð upplifun. Síðan stækkaði ég aðeins frá ferosunni og var kominn á 42" Bronco þegar ég skellti mér í dags ferð með litludeildinn ( já litludeildinni ) og lenti í miklu æfintýri sem er kallað í dag krapaferðin mikla sem sonur minn 11 ára er mikið tíðrætt um enn þann dag í dag. þar lærði ég mjög mikið ( ég var jú enn nýliði þó dekkin hefðu stækkað) og kynntist fleiru fínu fólki og þar á meðal Lauga. Í þeim túr breyttist skindilega færðin á stuttum tíma og var mikið bras með minnst breyttu bílana en menn töku saman höndum og hjálpuðust að við að redda málunum. En það sýndi sig að með góðri fararstjórn og stórum bílum með er ekkert því til fyrirstöðu að óbreyttir bílar ferðist á fjöll að vetri til og er í raun ekkert mál að halda því áfram. Mér gremst þetta tal um að menn geti rottað sig saman á litlu bílunum og ferðast saman þannig því að við erum jú félagsskapur og sýnist mér margir vera tilbúnir að halda áfram með svona ferðir fyrir óbreytta bíla því ef eitthvað kemur uppá í ferð er bara tekið á því og unnið úr málunum. Laugi, þú getur bókað það að ég er til í að takast á við aðra svona ferð hvenær sem er með þér á mínum 44" breytta 25 ára gamla lc 60 þótt það heiti litludeildarferð því ég á ennþá ýmislegt ólært.
Það má alls ekki leggja þessa nefnd niður og hana nú ( sagði hænan og lagðist á bakið).
12.10.2007 at 00:21 #599664skoðaðu hvort annað framdekkið sé nokkuð vírslitið, hljómar þannig. getur víxlað fram og afturdekkjum og séð hvort þetta hættir ekki. vírslitin dekk valda titringi á þessum hraða en ef þetta væri 90 kmh þá er ballansering líkleg. kv, Knútur
23.03.2007 at 19:08 #199986jæja strakar og stúlkur, hvar fæ ég vinnuljós á skynsamlegu verði. Dettur ekki í hug að borga yfir 5 .þúsund krónur fyrir ljós sem maður skrúfar á toppgrindina og gerir mest lítið annað en að lýsa beint ofaní jörðina.
kv. Knútur
05.02.2007 at 22:37 #579154Vil þakka ferðafélögunum fyrir frábæra helgi og félagskap í Setursferðinni og auðvitað virkaði usa dótið æðislega hvort sem það snéri upp eða niður, út eða suður og í syngjandi botni á jólagjöfinni:)
K.V. Broncomaðurinn og Tröllabarnið
p.s. Birkir áttu ekki fleiri myndir af græunni á hliðinni???
01.02.2007 at 01:10 #578350nóttin kostar 1000 kall á mann og ég held að það sé gistipláss enþá fyrir 15 manns
01.02.2007 at 01:00 #578346ég mun vera yfir nótt í setrinu en ef einhverjir vilja rúlla með þá geta þeir farið heim samdægurs.
31.01.2007 at 22:43 #199558Eru einhverjir að fara inní Setur á laugardagsmorgninum, er að hugsa um að renna þá en vil helst ekki vera einbíala.?????
28.01.2007 at 22:48 #577736Það eru komnar fullt af myndum í myndasafn sem hægt er að seiva, Davíð ertu til í að senda mér þessar þrjár sem þú tókst. Ég var alveg vélarlaus í gær.
kv. Broncomaðurinn og Tröllabarnið
28.01.2007 at 21:56 #199520Mikið svakalega er maður enn í skýjunum eftir gærdæginn:).. En mig langar að biðja þá menn og þær konur sem voru með myndavélar og vídeóupptökutæki að senda mér myndir úr ferðinni á póstfangið knutur@vhs.is eða hringja í mig ef ég get nalgast þetta hjá þeim á annan hátt:)…Svo er bara að hafa samband þegar búið er að plana aðra sjóferð því til er ég:)))))))….
kv. Broncomaðurinn og Tröllabarnið
28.01.2007 at 12:04 #577666Ég heiti Knútur og vil þakka öllum fyrir góðann dag í gær, einnig vil ég þakka Lauga og Kjartan fyrir góða og mjög ábyrga fararstjórn sem gerði það að verkum að allir (held ég að geti fullyrt) voru ánægðir og í fullri vissu um að allt væri í góðum málum allann tímann. Ég verð að segja að ég sem ökumaður og tröllabarnið (broncoinn) þroskuðumst mikið á þessum eina degi og gaman var að sjá samheldnina hjá fólki þegar var verið að koma Erlendi til byggða. Kiddi á mússó og systir hans eiga heiður skilið en þau færðu erlendi og frú fullt box af smurbrauði og drykkjarföng þara sem þau voru alveg nestislaus.Gaman var að kynnast þessum mönnum og konum og vona ég að við getum hisst fljótt aftur og ef eitthvað er þá er alveg hægt að hringja í mig því ég er til í nánast allt á tröllabarninu:).Glaður er ég að heyra að sex bíla hópur hafði sig stóráfallalaust til byggða.
P.S. Sonur minn 10 ára gamall sem var með í för sagði við þjónustumiðstöðina á Þingvöllum í gærkveldi að þetta væri besta fjallaferð sem hann hefði farið í og þar með var hann sofnaður í sæti sínu:)
Kveðja Broncomaðurinn og Tröllabarnið.
23.01.2007 at 21:39 #576806Um að gera að hafa ferðirnar áhugaverðar, gerum bara leit að eftirlegukindunum í leiðinni.
23.01.2007 at 21:17 #576800knulli er afbökun á nafninu mínu, og já vinir mínir kalla mig knulla. en sænska orðið knulla er að rí..
23.01.2007 at 21:09 #576796Það væri nefnilega gott að fá planið sem fyrst svo að maður geti gert viðeigandi ráðstafanir
23.01.2007 at 20:08 #199474Sælir félagar, er ekki komið neitt plan á litlunefnarferðina 27 janúar?
15.01.2007 at 23:14 #575594Hvað komast margir á blót og hvað kosta herlegheitin, er þetta blót ekki fyrir alla annars?
15.01.2007 at 23:10 #575604Það verður örugglega hægt að tala við mig þegar að þessu kemur og ég er alveg til í að borga bensínið sjálfur ef ég get orðið að liði við að gleðja smáfólkið frá mexíkó í einn dag, maður fær það margfalt til baka. Bara hafa samband við mig.
K.v. Knútur R-3948
15.01.2007 at 22:56 #575744Hvað segiði strákar, hvað kostar gisting í skálanum og hvert hringir maður eftir hádegi. Kannski maður skelli sér um helgina, hleypi bara öllu lofti úr helv… 42" og sjái hvað hún gerir þá.
p.s. hvernig er færið á kjalvegi núna?
11.12.2006 at 21:00 #570956ég var hjá þeim í dag og 42" er að kosta rétt tæpar 49.000,- kr. Mér líst bara þræl vel á þessi dekk, sérstaklega munstrið. með að valsa felgurnar, eru þessi dekk þá lausari á felgunni en önnur dekk?
-
AuthorReplies