Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
09.12.2006 at 23:56 #570738
Listaverð hjá olíufélögunum er útreiknað kostnaðarverð og álagning miðað við fyrirframgefnar forsendur þeirra. Almennt eru lágverðsstöðvarnar (orkan, ób, egó) og einnig allmargar almennar stöðvar nokkuð lægri en þetta listaverð. Þess vegna mega menn ekki halda að þeir fái bara 10 krónu afslátt af auglýstu verði á hverri stöð, það er ekki þannig. Sumar stöðvar selja eldsneytið með minna en 10 króna álagningu pr. líter og verður afslátturinn því minni á þeim stöðvum. Á Orkustöðvunum fengjum við því tæpast meira en 1-2 króna afslátt sem væri því um 1-2 krónur undir verði Atlantsolíu (minna ef menn eru með dælulykil).
Gott væri að fá að vita hjá þeim í Skejungi hvar hægt er að sjá hvert listaverðið er á hverjum tíma.
Til hamingju með samninginn félagar.Klemmi.
07.12.2006 at 16:19 #570644Og við sem um það ferðumst.
30.11.2006 at 17:57 #569822Sælir félagar. Hjá Framtak/Blossa vinnur maður að nafni Bjössi dísill (heitir kannski eitthvað annað í þjóðskrá). Hann er afskaplega lipur og þægilegur og þeir eru með allar græjur til að lesa úr svona dóti, skynjara fyrir skynjara. Þeir eru jú með umboð fyrir þessi olíuverk sem koma í okkar japönsku druslum. Hann veit hvort eitthvað er hægt að flikka upp á þetta dót.
Patrol kveðja,
Klemmi höktandi.
26.11.2006 at 16:37 #569384Vegurinn hefur alla tíð heitað Gjábakkavegur og grunar mig að Lyngdalsheiðarnafnið hafi klínst á hann þegar farið var að ralla þarna um fyrir mörgum árum. Man ég eftir ófáum rimmum sem menn lentu í sem varð það á að kalla veginn Lyngdalsheiði svo gamlir sveitamenn og lögreglumenn heyrðu til.
Eins og fram hefur komið þá liggur Lyngdalsheiðin sunnar og Gjábakkavegur liggur um Bláskógaheiði. Ef einhver hefur fundið heimildir um annað þá vara ég þann hinn sama við að gera undantekninguna að reglu. Slíkt býður bara upp á misskilning og getur jafnvel reynst hættulegt.Kveðja,
Klemmi.
23.11.2006 at 11:44 #569082Sælir félagar. Við getum hlaðið eins mörgum ljósum og við viljum á jeppana okkar. Samkvæmt greininni um heimiluð ljósker þá má vera með vinnuljós á bílum, eitt eða fleiri, og eina skilyrðið að þau séu tengd með stöðuljósum. Ég sé ekkert sem bannar það að við köllum kastara framan á bílunum okkar vinnuljós, enda er ekki óalgengt að við vinnum framan við bílana eða hvað? Þeir þurfa að vísu að lýsa með hvítu ljósi. Engin skilyrði eru um að vinnuljós skuli vera byrgð þegar þau eru ekki í notkun.
Ljóskastarar þurfa ekki endilega að vera punktljós. Það er ekkert tekið fram um ljósdreifingu þeirra. Þokuljós verða þó að vera dreifiljós eins og fram hefur komið.
Ef einhver ykkar sér meinbugi á þessari skilgreiningu minni þá endilega tjáið ykkur.Kveðja,
Klemmi ljósálfur.
20.11.2006 at 12:22 #568788Sæll Gunnar. Ég er á svona dekkjum undir mínum Patrol. Keypti þau hjá Ása og fékk þau mikroskorin og skorið út úr öllum kubbum. Dekkin eru hljóðlát (ég trúði því ekki sjálfur í upphafinu), mjúk og hafa mjög gott grip í snjó og krapa. Enn sem komið er hef ég ekki yfir neinu að kvarta en þarf þó að fara með þau í ballanseringu aftur núna eftir 23000 kílómetra aktstur. Dekkin virðast ekki slitna hratt en virðast frekar stíf í úrhleypingu en þó ekkert til vandræða. Ég veit ekki hversu þung þau eru en það er einfaldast að fara bara með pundarann í GVS og vigta.
Kveðja,
Klemmi.
20.11.2006 at 09:48 #568742Eru þessir Cruiser gormar nógu stífir í Patrol 98-?
Kveðja,
Klemmi.
20.11.2006 at 09:41 #568204Gleymdir þú nokkuð að taka pillurnar þínar? Það er nú einhvernvegin þannig að ég held að það sé ekki hægt að alhæfa svona um dekk. Sitt sýnist hverjum og það hafa allir eitthvað til síns máls. Mér finnst eiga ágætlega við að láta fylga hér eina vísu.
Sá sem veit að rangt er rangt,
og ávalt rétt hið rétta,
hann á að vissu leyti langt
í land að skilja þetta.Góðar stundir (fyrirgefðu Hlynur)
Klemmi.
19.11.2006 at 15:02 #568532Hópurinn er kominn í Hrauneyjar og sumir meira að segja farnir þaðan áleiðis í bæinn.
19.11.2006 at 14:57 #568730Ég er ekki kunnugur Trooper. Ef hann er settur í 4WD með rafmagni þá getur eitthvað verið að hrjá það system. Ef svo er ekki þá er spurning hvort hann fer að snúa framdrifsskaftinu þegar þú reynir að setja hann í og ef svo er þá er þetta lokuvesen. Ef svo er ekki, og hann er með stöng til að setja í framdrifið þá,,,,,, er eitthvað mikið að í millikassanum.
En mundu fyrst af öllu að það er góður maður í Hafnarfirði sem finnur fljótt út úr svona veseni.Kveðja,
Klemmi.
19.11.2006 at 13:59 #568528Eru á góðu skriði í Hrauneyjar (viðmælandi minn las bara eitthvað nafn af GPS tækinu áðan). Eru í hrauninu og aðeins að minnka snjórinn. Skafrenningur og mismikið skyggni. Allir bílar með (og landsbankaliðið) einn framdrifslaus og einn bremsulaus og eitthvað fleira smálegt. Semsagt, gargandi hamingja og allir í góðum gír.
ps. Ég hef greinilega verið allt of lengi að blaðra í símann.
Kveðja,
Klemmi.
19.11.2006 at 13:14 #568518Hópurinn er núna að nálgast Dómadalshálsinn í kafsnjó. Nánari fréttir mjög fljótlega.
Kveðja,
Klemmi.
18.11.2006 at 13:51 #568688Sælir drengir. Ég frétti í gær að það væri alveg hægt að spóla í sköflum á Hellisheiði og sjá hvernig druslurnar drífa, svona til að vita hvernig statusinn er fyrir veturinn.
Kveðja,
Klemmi.
16.11.2006 at 17:08 #567904Hjá Heklu starfar vonandi enn maður að nafni Rúnar. Hann er eitthað yfir á verkstæðinu. Meðan ég átti Pajero þá var sama hvað mig vantaði að vita, ég spurði hann bara og hann vissi allt og lagaði allt sem bilaði. Hann er búinn að breyta allavega einum á 44" og ég er viss um að hann er fús að ausa úr sínum viskubrunni. Ef þú ekki finnur hann hjá Heklu þá held ég hann sem með símanúmerið 8612673.
Kveðja,
Klemmi.
15.11.2006 at 23:18 #568116Það er náttúrulega hægt að gera bara eins og Raggi Róberts í torfærunni. Hann var að lýsa einhverri keppninni og sagði þá meðal annars að eitthvað hefði bilað í miðri braut en svo hefði það bilað aftur í lag og þannig gat hann klárað. Kannski þetta bili bara í lag;o)
Kveðja,
Klemmi.
15.11.2006 at 23:06 #568160Ég myndi skoða Super Swamperinn hjá Ása. Ég keypti svoleiðis í vor og er búinn að keyra á þeim 23000 kílómetra og líkar bara mjög vel. Þau hafa mikið grip, eru hljóðlát og ég hef ekki yfir neinu að kvarta.
Kveðja,
Klemmi.
15.11.2006 at 18:05 #568092Það er ekkert til sem heitir aukahljóð í Patrol. Bara æskileg hljóð og óæskileg hljóð. Þetta hljómar eins og óæskilegt hljóð. Prófuðuð þið hvort að þetta heyrðis líka í lága drifinu? Heyrist þetta í öllum gírum og líka þó bíllinn renni og staðið sé á kúplingunni? Ef svo er hlýtur þetta að koma frá sköftum eða einhverju slíku.
Patrol kveðja,
Klemmi.
08.11.2006 at 22:12 #567276Ég held að það sé nú það vitlausasta sem menn geta gert að setja Ford vél í Patrol af því menn eru orðnir leiðir á bilununum í Patrol. Chevy er málið. Hins vegar er hann flottur sá svarti með Cobra vélinni, ég verð að viðurkenna það, en Ford……..
:o)
02.11.2006 at 11:55 #565918Sælir félagar. Það er með ólíkindum að lesa þetta allt saman og gangnrýni ykkar er svo sannarlega réttlætanleg. Tvennt kemur þó fram sem mér finnst í lagi að útskýra.
Það að ökumennirnir séu kærðir sitt í hvoru lagi er algild regla þegar tveir ökumenn, hvor á sínu ökutæki, eru staðnir að broti. Gildir þá einu hvort brotið er hið sama hjá báðum eða hvort önnur brot fylgi eins og oft er. Í þessu tilfelli hefði t.d. annar getað verið á númerslausu hjóli en ekki hinn, annar verið án ökuréttinda eða skírteinislaus o.s.frv. og því kann að vera að brotaflokkarnir eigi ekki við báða ökumennina jafnt og því eðlilegt að kæra sitt í hvoru lagi enda ökumennirnir ábyrgir hvor fyrir sínu ökutæki.
Hitt sem mér fannst þið á stundum vera að gagnrýna var það að aðeins hefði verið einn lögreglumaður á staðnum. Það er búið að stunda þannig löggæslu í tugi ára á Ísalndi að einn lögreglumaður vinnur með aðila sem er nánast bara vitni eins og t.d. við viktanir, skífueftirlit o.fl. í gegn um tíðina þar sem einn lögreglumaður vann með t.d. brúarsmiði við umferðareftirlit.
Það að þriðji ökumaðurinn hafi týnst út úr málinu er hins vegar með öllu óútskýranlegt og skiptir engu máli þó um lögreglumann hafi verið að ræða. Ekki getur hann hafa verið saklaus þar sem hann var jú að aka á sama stað og hinir.Kveðjur,
Klemmi lögga.
26.10.2006 at 16:12 #565380Ég hef engu breytt upp á síðkastið (enda ekki haft tíma til þess). Pústið var undir bílnum þegar ég fékk hann. Það var í bílnum K&N sía þegar ég fékk hann en ég skipti henni út þegar snorkelið var sett á hann. Vélin og olíuverkið eru keyrð rúm 100.000.
Veit einhver ykkar hvort það gæti verið svona asnaleg málmsía í olíuverkinu sem gæti verið að stríða mér og þá hvort það gæti lýst sér svona? Frétti af einum Isuzu sem lét svona og þá fannst málmsía við olíuverkið sem var að stíflast. Varð fínn eftir að hún var hreinsuð.Komið endilega með fleiri hugmyndir, ég er alveg að tapa mér yfir þessu.
Kveðja,
Klemmi.
-
AuthorReplies