Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
11.01.2011 at 10:37 #715318
Ég er ekki lögfræðingur Benni en hitt veit ég að bóndinn lokaði veginum og var bakkaður upp með það bæði af vegagerð og lögreglu. Hins vegar var ég að reyna að benda á að þið megið ekki alltaf vera svona miklir þverhausar og taka því alltaf þannig að það sé verið að loka á YKKUR af einhverri persónulegri óvild. Það er stundum þannig að það ÞARF að loka einhverjum vegum eða slóðum en mér finnst alltaf að þá verði allt vitlaust hér á spjallinu. Ég verð að viðurkenna að stundum skammast ég mín fyrir hversu yfirgengur 4×4 er mikill.
Ég vil taka það fram að ég er ALLS EKKI stuðnungsmaður þess að vegum eða slóðum sé lokað að óþörfu. Þar sem hins vegar er þörf á því, t.d. vegna sóðaskapar sem hefur nú komið fyrir, þá verður að gera það (mín skoðun), og ég skil mjög vel bóndann á Ytri-Skógum.
Við krefjumst þess að stjórnmálamenn sýni skynsemi í akvörðunum sínum í náttúruverndarmálum. Hvernig væri að við krefðumst hins sama af okkur sjálfum? Nei, ég bara spyr.Með kveðju,
Klemmi.
11.01.2011 at 02:34 #715314Sælir félagar.
Það er rétt að bóndinn á Ytri-Skógum hefur gert allt sem hann getur til að koma í veg fyrir umferð um slóðann. Ástæðan er fyrst of fremst sú að hann er að reyna að pressa á að veginum verði breytt svo ekki þurfi að keyra í gegnum hlaðið hjá honum og yfir túnið hans. Það er því miður þannig að meðan á gosinu á Fimmvörðuhálsi stóð þá varð hann fyrir verulega miklu ónæði, svo miklu að enginn okkar hefði látið sér það líka. Hvernig hefði okkur fundist að koma í skemmuna okkar og þar væri hópur fólks mígandi á gólf og veggi? Ég hefði ekki verið sáttur. Þá er það líka ansi mikil breyting fyrir bónda að þurfa skyndilega að loka inni búsmala sinn, hænur, hunda og meira að segja þorði hann ekki að leyfa barnabörnunum að leika sér úti því umferðin varð svo mikil.
Þetta er hans leið til að fá fólk í lið með sér til að pressa á að veginum verði breytt. Ég ræddi við hann síðasta sumar og kvaðst hann ekkert hafa á móti umferð uppá Fimmvörðuháls, öðru nær. Vandinn er að kostnaðaráætlun vegagerðarinnar við að breyta þessum 5-700 metra spotta hljóðar uppá 15.000.000.- minnir mig að hann hafi sagt.
Ég rak svo augun í eitthvað um daginn um að bjóða ætti út breitingar á veginum en ég man ekki hvar ég sá það.
Setjið nú pressu á sveitarstjórn og vegagerð og hver veit nema allir geti orðið sáttir við niðurstöðuna!Kveðja,
Klemmi.
07.08.2009 at 11:18 #653486Sæll Þengill.
Ef þið ætlið alveg niður að skála þá þurfið þið að fara yfir jökulfönnina utan í skerinu. Sá snjór er ekki farinn og hefur ekki hugsað sér að fara neitt í sumar. Ég verð að lýsa efasemdum um að 31" dugi þarna uppeftir. Ég þurfti að fara niður i 5 pundin til að drífa þarna í síðustu viku, að vísu með þunga kerru og bara drif á öðru framhjólinu, en núna í rigningunni er þetta trúlega bara krapi.
Góða ferð,
Klemmi.
05.05.2009 at 02:58 #647128Það var nú þannig, síðast þegar ég las lögin, að þá mátti nú ekki vera með nema einn eftirvagn aftan í bifreið. Hins vega má vera með 2 eftirvagna aftan í dráttarvél. Ég held það sé nú bara formsatriði að breyta skráningunum á þessum Forrunnerum og Patrolum og skrá þá sem dráttarvélar. Þeir fara allavega ekkert hraðar yfir en nútíma traktorar.
Kveðjur,
Klemmi.
03.06.2007 at 20:53 #591868Kveðja,
Klemmi.
03.06.2007 at 20:50 #591876afturfjöðruninni? Skondið hvernig hann leysti málið til að fá sem besta teygju í afturfjöðrunina (gormurinn laus að ofanverðu). Ætli einhver hafi prófað svona búnað hér heima?
Kveðja,
Klemmi.
16.05.2007 at 17:08 #591208dekkjategundin sem var stolið svo miklu af uppi á höfða um daginn? Hafið það í huga ef ykkur býðst að kaupa notuð svona dekk. Látum ekki þessa þjófa komast upp með að hagnast á óhæfuverkum sínum.
Ég verð að játa að þessi dekk eru spennandi. Hvernig eru þau að koma út í verðsamanburði við önnur dekk eins og GH, AT, Super Swamper og svoleiðis?Kveðja,
Klemmi.
14.05.2007 at 14:04 #590974Bremsuskyldan var ekki gerð afturvirk enda er það sjaldnast gert við svona reglubreitingar. Af þeim sökum eru margar kerrur sem eru skráðar fyrir miklu meiri heildarþyngd en 750 kg. sem eru bremsulausar.
En ég spyr: Hvaða bíll má draga þessar kerrur? Flestir bílar, sem á annað borð eru með skráðan tengibúnað, mega samkvæmt skráningunni ekki draga nema 750 kg. án hemla.Kveðja,
Klemmi.
14.05.2007 at 08:43 #590908Langbesta þjónustan og vel sambærileg verð.
14.05.2007 at 08:20 #590970Ef mig misminnir ekki þá eru eftirvagnar skráningarskyldir ef þeir fara yfir 750kg í leyfðri heildarþyngd (eiginþyngd + burðargeta). Því eru næstur allar kerrur á Íslandi í raun skráningarskyldar en framfylgni þessara laga hefur verið með afbrigðum léleg.
Réttilega er bent á hér að framan að ekki sé bannað að aka undir hámarkshraða. Það hvílir hins vegar sú skylda á öllum ökumönnum að tefja ekki aðra umferð. Því verða þeir sem hægar aka að nota öll tækifæri sem gefast til að hleypa þeim sem á eftir fara framúr og auðvelda framúraksturinn eins og þeir geta.Með vorkveðju,
Klemmi.
08.03.2007 at 16:30 #583636Þarna er hægt að finna fullt af "manuölum" um Patrol á CD og DVD. Kostar klink.
08.03.2007 at 16:11 #583754‘
02.02.2007 at 10:02 #578674Það er stutt en fróðleg grein um Gallileo kerfið í árbók Lifandi vísinda. Virðist hafa margt fram yfir hefðbundna GPS kerfið. Til dæmis mun hraðinn verða miklu meiri, móttakan miklu betri (virkar jafnvel innan húss), atómklukkurnar miklu nákvæmari (1/1000000 hluti úr sekúndu á sólarhring hámarksskekkja) sem gefur miklu nákvæmari staðsetningu (+-75 sentimetrar). Hljómar ansi vel ekki satt?
Kveðja,
Klemmi.
19.01.2007 at 07:23 #575918Ég er svo forvitinn að ég verð að spyrja hvað það hafi kostað að láta bóna gripinn. Fékkstu 4×4 afslátt?
Kveðja,
Klemmi.
19.01.2007 at 06:53 #199436Er enhver, eða einhverjir, á leið í Landmannalaugar fyrripartinn á laugardag? Þannig er að tvær fjallaspírur á gönguskíðum hafa áhuga á að vita hvort þær geti fengið far úr Sigöldu og áleiðis inn í Laugar, það langt að þær komist inn í Laugar á skíðunum á skikkanlegum tíma. Sama á svo við á sunnudeginum, annað hvort myndu þau ganga af stað og verða pikkuð upp á leiðinni eða fá far þar til hæfileg ganga væri aftur í Sigöldu. Endilega sendið mér póst á klemmiklemm@hotmail.com ef þið vitið um einhvern sem gæti aðstoðað.
Kær kveðja,
Klemmi.
03.01.2007 at 17:54 #573322Þegar við fengum Toyota LandCruiser löggubíl á Selfoss fyrir allmörgum árum þóttumst við aldeilis hafa himinn höndum tekið. En hvað gerðist? Frá fyrsta degi var eitthvað að bila í honum og sagði ég nú stundum í gamni að af fyrstu 100.000 kílómetrunum hefðu 90.000 verið keyrðir á leiðinni Selfoss – P.Samúelsson – Selfoss. Kannski aðeins ýkt en ekkert svo mikið. Þegar bíllinn var komin í 150.000 var búið að skipta um eiginlega allt í honum og viti menn, hann nánast hætti að bila. Var seldur nú á vordögum og þá kominn í nærri 700.000 km og hafði gert það ágætt seinni hluta ævinnar. Gömlu Chevroletarnir sem við vorum með byrjuðu eiginlega ekki að bila fyrr en í 500.000. Þá kom sprunga í kveikjulokið. ;o)
Kveðja,
Klemmi.
24.12.2006 at 17:52 #572454Gleðileg jól öll sem eitt og snjó- og gæfuríkt komandi ár.
Kveðja,
Klemmi, Didda og krakkarnir.
11.12.2006 at 01:55 #570870Ef maður á nú 44" dekk sem eru negld og fer á þeim í skoðun utan nagladekkjatíma þá fær maður ekki skoðun svo þá fer maður á sumardekkjunum en þau eru þá minni og maður fær ekki heldur skoðun. Bara vesen.
Kveðja,
Klemmi.
11.12.2006 at 01:41 #570886Kiddi (sími 8920430) getur sagt þér hvort þú átt að skrúfa inn eða út. Láttu hann segja þér hversu mikið þú átt að skrúfa og deildu síðan í það með tveimur. Þá ættir þú að vera nokkuð nærri lagi.
Kveðja,
Klemmi.
10.12.2006 at 00:34 #570742Hins vegar eru svona samningar víða hér í þjóðfélaginu. All nokkur starfsmannafélög hafa gert samskonar samninga við olíufélögin síðustu ár og fengið sama afslátt.
Tryggvi, góð hugmynd að koma þessu inn í klúbbinn.Kveðja,
Klemmi.
-
AuthorReplies