Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
02.05.2004 at 20:56 #500801
Sælir það er nú þetta með skip og báta
það er víst í lögum um fjarskipti að það sé bannað að vera alment talstöðvar samband við land frá skipi nema það fari í gegnum sértstakar radiostöðvar (Nes Vestmanna og fleirri radiostöðvar)á sama grunni var bannað að vera með útvarp með stuttbylgju sem náði skipatalstöðvum,það var víst ekki sniðugt að geta hlustað á samtöl og annað sem fór fram í gegnum þessar stöðvar þó að slík samtöl fari gegnum síma í dag nmt,þá eru skip mikið háð gömlu stöðvunum á fjarlægum miðum.
Til skamms tíma var skylda að vera með hlustun í stóru stöðinni eins og hún var oftast kölluð,en í dag gegnir Vhf þessu hlutverki að mestu.þó að hin stöðinn sé alþjóðleg skylda.
Loftskeytamenn hjá gæslunni og í landstöðvum hafa sagt mér að bæta við Vhf amatöra væri ekki mögulegt vegna álags sem er þegar á stöðvunum (tilkynningarskyldu fiskiskipa og önnur samskipti við sjó og land neyðarsendar SVFÍ og staðsetnigartæki í skipum )Þannig að vera með hlustun á neyðarrás í bílum yrði að mestu leiti sjálfboðastarf björgunarsveita og þeirra sem væru með slíkar stöðvar í bílum sínum,á meðan lög um fjarskipti eru eins og þau eru í dag
Vonandi svarar þetta spurningunum þínum Siggi F
Kveðja Laugi
02.05.2004 at 15:48 #500793sambærileg rás á cb er no 9
02.05.2004 at 15:43 #500790Það að vara með eina sérstaka neyðar rás er bara gott dæmi samanber rás 16 sem er kall og neýðar rás til sjós og notuð fyrir tilkynningar og samskipti við land,
það er akkurat ekki neitt sem mælir á móti því að vera með slíka rás sem væri í öllum vhf stöðvum sem notaðar eru á landi,myndi auðvelda mikið leit og fl að vera með ákveðna rás sem allir væru með.Kveðja Laugi
25.04.2004 at 07:53 #499784Rétt áður en Steini Tótu seldi umboðið fyrir Kawasaki hjól hitti ég hann og í spjalli um hjól komum við inn á Krossarana,hann sagði mér að eftir að umboðið væri búið að skrá og afhenda krossara þá færu eigendur með þá og létu taka af skrá og jafnvel skrá ónýta vegna fáránlega hárra tryggingargjalda á mótorhjólum og notuðu síðan hjólin óskráð utanvega á þeiri forsendu að heimilis og frístundartryggingar geiddu tjón á þeim sjálfum v/slysa en að öðru leiti væru þeir alveg ótryggðir,ef satt er verður ansi erfitt að eiga samskipti við þessa stráka því þeir eiga jú ekki hjól á skrá.
Eitt af þeim viðtölum sem hafa verið á síðustu dögum í Rúv var viðtal við hestaman um hestaferðir/götur þar talar hann um að hestamenn séu sér meðvitaðir um spjöllin sem þeir valda á landi og um bætur í ferðamensku á hestum hann sagði að þar sem hann þekkti til væru menn að leitast við að bæta og laga umgengni en það væru allaf svartir sauðir sem skemmdu fyrir,hann talaði ekki neitt um aðra ferðamáta og var ekki með neina fordóma út í aðra ferðamensku.
Þegar Litladeildin fór á Mýrdalsjökul um Páska fóru fremstu bílarnir á stað upp slóðan sem vélsleðamenn höfðu gert og ekki veit ég hver var sem kom og stoppaði þá og bað um að við færum aðra leið sem við gerðum en það voru einu samskipti við þá,nema að þeir sem voru með þjónustuna neituðu að hleypa 3 konum á wc á þeirri forsendu að þetta væru einkaklósett og ekki fyrir aðra.en á leiðinni að Sólheimakoti á þjóðveg 1 ók einn með vélsleða kerru fram úr okkur og var nærri búinn að slá henni utan í nokkra bíla en okkar ferðahraði var um 90-100km og gott bil á milli þannig að það var ekki þörf á að aka svo sem hann gerði en er við komum á jökulröndinni var hann búinn að taka sleðana út og var þetta lansdkunnur maður sem þarna var á ferð.
Það verður að taka undir það með Jóni Ofsa og fleirrum hér á vefnum um að taka á þessum málum jafnt innann okkar raða sem og í samningum við aðra,við þrönsýna eintrjánunga sem sjá bara eina leið verður erfitt að ná sáttum við en því betra samkomulagi sem við náum við aðra einangrast þeir meir og gera sína samnigsstöðu erfiðari og stöðu sína óhagstæðari,ég hef talað við nokkra svona öfgamenn um göngur og það verður ekki létt verk að semja við slíka.
Klakinn
23.04.2004 at 22:47 #499764Það mætti benda á þá einföldu staðreynd að fjölskyldur(hjón með ung börn)og fólk sem ekki getur labbað mikið af ýmsum ástæðum notar jeppann mest til ferðalaga á sumrum til þess að komast á hálendið og á staði sem það kæmist ekki á annars,á að banna þessu fólki að komast leiðar sinnar vegna þess að egoistar vilja banna vélknúinn tæki á hálendinu.
Eftir að hafa skoðað ferðaáætlun FÍ og Útivistar kemur ansi oft í ljós að göngurnar eru á stöðum sem ekki eru farnir á jeppum og þess vegna enginn þörf á banni,oftast nota þessir göngumenn jeppa/rútur til þess að komast á göngustaði og ansi oft er jeppi með til að taka trússið á milli náttstaða.
Á veturnar sem jeppar eru mest á ferðinni liggur landið undir snjó og það er allra veðra von og göngufólkið heima eða á jeppanum sínum breyttum til slíkra ferða,og það talið vera óðs mans æði að leggja í gönguför um hálendið á þeim tíma.
ég tek undir með Hlyn það þarf eitthvern vel ritfæran til þess að skrifa um þetta í blöðin og nota sömu aðferð og þessir einstefnumenn og halda uppi stanslausum áróðri gengn hvers kyns boðum og bönnum á að ferðast um hálendið á jeppum,en á sama tíma verðum við að berjast fyrri því að okkar fólk ferðist um landið með virðingu fyrir öðrum ferðalöngum og draga þá til ábyrgðar sem eru að ferðast utan vega/slóða og skemma gróður og land.og má td benda á ferðafólk sem kemur til landsins með Norrænu á faratækjum búnnum til alls og fer eftirlitslaust inn á hálendið og þó að 95% ferðis á ábyrgan hátt eru þar innann um eins og annarstaðar svartir sauðir sem skemma og er ekki hægt að sjá eftir á á dekkjförunum hvort um Íslendinga eða erlenda ferðamenn sé að ræða.
En við megum gæta okkar líka því að umræðan um skála í haust og vetur hefur ekki verið okkur til sóma það að læsa skálum á vetrum er ekki komið til af engu.
Það er nú einu sinni þannig að ef við ekki berum virðingu fyrir okkur sjálf er ekki hægt að ættlast til að aðrir geri þaðKlakinn
23.04.2004 at 21:16 #4997571997-8 er ég var að vinna við Hágöngulón þá man ég að talað var um slóða sem þurfti að færa og var mikið mál.slóði þessi var úr Vonarskarði og niður með Köldukvísl vestan megin og inn á sand,eins var talað um vegaslóða sem liggja átti austan megin við Hágöngur(Bárðargata)þessir báðir slóðar voru taldir í hættu vegna lónsins og það var að mig minnir í verksamnig við ÍAV að sjá um að þeir yrðu akfærir eftir virkjun sem þeir hefðu verið fyrir virkjun.og ég man þetta vegna þess að það var farið sérstaklega með verkfræðinga Landsv og íav og voru upprekstrarbændur með í för.og var þá meðal annars farið í hellir sem er þarna á svæðinu með kindabeinum.held Nyðri-Hágöngu.
en varðandi þess mál um jeppa og gangandi hafa bæði Landverðir og aðrir bent á að mesta skemmd á landi fylgir hestamönnum með stóð.
En ég hlustaði á viðtalið við Ólaf formann FÍ og þar talaði hann um að aðilar að ferðamensku(FÍ ‘Utivist og 4×4 og fl )þyrftu að setjast niður og ræða málin í ljósi þess að takmarka eigi umferð á hálendinu og því að lönd eru að færast í eigu útlendinga sem loka öllum slóðum um sitt land.
Rödd 4×4 verður að heyrast hátt og skýrt í þessum málum og benda á að það geti vel farið saman umferð gangandi og akandi,og að 4×4 séu samtök sem hafa að leiðarljósi vandaða ferðamensku með virðingu fyrir landi og vinni stöðugt að bættri umgengni jeppamanna um landið.Og það er gott framtak hjá þér Ofsi að senda þeim tóninn hjá Rúv og benda þeim á staðreyndir,ág styð þig í því máli heils hugar
Kveðja Klakinn
15.04.2004 at 23:59 #498328Það að fólksbílar komist inn að Lóni er kanske ekki svo slæmt,en hafa ber í huga að það eru mjög sterk rök á móti þessu sem eru td túristar sem hafa verið að lenda í vandræðum inni á Kjöl á uppbyggðum veg kunna ekki að keyra við okkar aðstæður,reyna að aka uppa að Jöklaseli skella sér inn á Sprengisand og viðar á litlum malbiksbílum sem eru varla færir um að fara yfir hraðahindranir hvað þá fjallvegi.
Annað ferðaþjónustan auglýsir adveture ferðir og vetrarferðir sem miðast við stóra jeppa og rútur og er ekki hægt að fara annarstaða í Evrópu.
Árnar í Mörkinni eru afskaplega sakleysislegar að sjá stundum en verða ófærar stærstu bílum á örskamri stund,þess vegna er það ágætis fæling að lenda í lækjunum sem stoppa flesta áður en í óefni er komið,göngu og hestamenn eru sér meðvitaðir um aðstæður og haga ferðum sýnum í samræmi við það,og svo hefur ekki skort ferðamenn í Mörkinni og komið hafa þær helgar sem takmarka verður ferðir þangað vegna fjölda fólks,flestir jeppamenn byrja sína reynslu í ánnum í Mörkinni.
Margir sem eiga fólksbíla hafa ekki áhuga á jeppum og vilja bara ferðast á malbiki og gista á fullbúnum tjald eða gistiheimilum.
Þessi forna og nýja rómantík sem einkent hefur Mörkina hverfur við þennann veg og má þar aftur nefna Kjöl,þar fyrir utan eru margir vegir í byggð sem þyrftu viðhald og uppbyggingu,sem ekki er fjármagn til að gera,vegur inn í Mörk þjónar engri byggð,fækkar bara á kílómetrateljara í rútum,það hefur þegar komið fram í kvöld að það er Austurleið sem bað um þennann veg og er það ekki spurning hvers vegna eitt fyritæki fær slíka fyrirgreiðslu,hreppurinn hefur ekki beðið um þetta og ekki ferðaðfélög hverju nafni sem þau nefnast,svo hverjum þjónar þessi framkvæmd,ég vissi að áður en ég eignaðist jeppa kæmist ég inn í Mörk gangandi í bíl með öðrum eða rútum.
Eigum við þá ekki að fera fram á að fá uppbyggðan veg inn í Jökulheima eða Gæsavatnaleið,hver er munurinn,ef ég þarf að eiga jeppa til að komast þær leiðir er þá ekki verið að mismuna fólki hvar á að draga línurnar???Mótmæla kveðja Klakinn
14.04.2004 at 10:26 #493909Núna er mynda albúmið komið í lag endilega vera duglegir að setja inn myndir
Kveðja Klakinn
14.04.2004 at 10:26 #501196Núna er mynda albúmið komið í lag endilega vera duglegir að setja inn myndir
Kveðja Klakinn
13.04.2004 at 12:58 #498198það hefur verið svo lengi sem ég man sérstakur sjarmi og ævintýri að fara í Mörkina mest vegna þess að þarna hafa verið slóðar og opnar ár sem stundum eru ófærar og það er alveg sama hversu oft ég fer alltaf smá spenna um að komast á leiðarenda.
Uppbyggður vegur væntanlega með bundnu slitlagi og brýr yfir árnar er óskapnaður sem þarf að stoppa með öllum ráðum og það að enginn þori að kanast við framkvæmdina er ótrúlegt,
Hvers vegna má Mörkin ekki fá að vera í friði? það hefur verið hluti af farðamannasölunni að selja í svona svaðifarir en rútueigendur ekki verið jafn hrifnir að leggja til bíla í ferðirnar.
Ef við ekki náum að stöðva svona framkvæmdir í fæðingu er eins víst að eftir nokkur ár verður kominn vegur yfir Sprengisand ruddur daglega um vetrartíman og hver veit hvaða fleirri vegir fylgja á eftir Hamborgarastaður í Landmannalaugum heilsuhótel við Öskju og svona mætti lengi halda áfram.
Fáum að vita hverjir eru að óska eftir þessu og leggjumst á eitt til að stöðva svona framkvæmdir
Hvar er núna Náttúruverndarsamtökin sem höfðu sem hæst um Kárahnjúka núna þegja þau þunnu hljóði
Þetta má ekki verða að veruleika Klakinn
13.04.2004 at 08:13 #493890Siggi Magg er búin að setja ferðasöguna inn á vefin okkar með slatta af myndum.
Kveðja Klakinn
13.04.2004 at 08:13 #501177Siggi Magg er búin að setja ferðasöguna inn á vefin okkar með slatta af myndum.
Kveðja Klakinn
12.04.2004 at 11:02 #498070Það væri voða gaman ef eitthver hérna er með myndir úr ferðinni þá sérstaklega þegar Kóarinn ók yfir Krossá væri voða gott að fá þær sendar á emailið mitt laugi@simnet.is.
Annars verð ég að taka undir með Hmm það er óþolandi þegar myndasafnið klikkar svona og er óvirkt í marga daga,ég þekki það eftir að hafa starfað með honum í Litludeildinni að hann hefur tíma og klárar það sem hann tekur að sér.betri og hjálpfúsari ferðafélaga er varla hægt að hugsa sér.
Kveðja Klakinn
10.04.2004 at 23:01 #493849Enn og aftur erum við búinn að sanna getu litludeildarinnar með frábærri ferð á topp Mýrdalsjökuls og góðri ferð inn í Þórsmörk,þökk sé óþreytandi og dugandi félögum okkar að ógleymdum öllum sem lögðu hönd á plóg og komu með.
Þökk fyrir frábærann félagskap og ógleymanlegra daga með frábæru fólki,Litladeildinn er búinn að sanna sig svo um munar,þetta frábær hvatning til frekari dáða.
Með Kveðju Klakinn Kóarinn og Bylgja (sem sleikir út um þegar talað er um Jeppaferð)
10.04.2004 at 23:01 #501142Enn og aftur erum við búinn að sanna getu litludeildarinnar með frábærri ferð á topp Mýrdalsjökuls og góðri ferð inn í Þórsmörk,þökk sé óþreytandi og dugandi félögum okkar að ógleymdum öllum sem lögðu hönd á plóg og komu með.
Þökk fyrir frábærann félagskap og ógleymanlegra daga með frábæru fólki,Litladeildinn er búinn að sanna sig svo um munar,þetta frábær hvatning til frekari dáða.
Með Kveðju Klakinn Kóarinn og Bylgja (sem sleikir út um þegar talað er um Jeppaferð)
04.04.2004 at 21:48 #495397svona til fróðleiks er hér síða þar sem ferðir á Hvannadalshnjúk og Öræfajökul eru auglýstar á tímabilinum Mars-Maí og þar kemur líka fram hverijir eru samstarfsaðilar(Jöklaferðir)http://www.hofsnes.com/tours/jeepskiing.htm Það segir kanske sitt um þetta mál
Klakinn
04.04.2004 at 21:48 #502721svona til fróðleiks er hér síða þar sem ferðir á Hvannadalshnjúk og Öræfajökul eru auglýstar á tímabilinum Mars-Maí og þar kemur líka fram hverijir eru samstarfsaðilar(Jöklaferðir)http://www.hofsnes.com/tours/jeepskiing.htm Það segir kanske sitt um þetta mál
Klakinn
04.04.2004 at 20:50 #502709Það er ekki oft sem ég tek undir með Ofsa af öllu hjarta en það geri ég nú,þetta með að banna frjálsa umferð um jökla og hálendi er hrein og klár aðför að okkur sem höfum stundað ferðir um þessi svæði og það er ljóst að þegar þessir hlutir eru ákveðnir af nefndum sem að mestu eru skipaðar heimamönnum og ferðaþjónustuaðilum á viðkomandi svæðum,ja þá fer svona
Það augljóst að heimamenn vilja sitja einir að þessum svæðum til þess að auka umsetningu og innkomu með því að hafa einkarétt á að fara inn á þessi svæði.
Ég talaði um þessa hluti í vetur að við yrðum að vera með í ráðum þegar svona ákvarðanir eru teknar,og virkja samtakamátt 4×4 í þessu máli,núna þegar lætin í kringum landaréttarmálin hjaðna er nokkuð ljóst að það fjölgar merkingum "öll umferð vélknúinna ökutækja bönnuð"
Hvað varðar Öræfajökul veit ég að það hefur angrað viðkomandi ferðaþjónustubændur umferð annara en þeirra sem eru á þeirra vegum,en það ma´líka vera ljóst að lokun skála vegna umgegni hefur ekki verið okkur til hróss og má bæta þar um,en bágt á ég samt með að trúa að það séu aðilar innan okkar samtaka sem eru þar að verki,það eru ekki mörg ár síðan einn aðili í ferðaþjónustu gerði út á að gista í gangnamannakofum og björgunarskýlum og var sú umgengni ekki til sóma,kanske svona tilvik séu að hluta til örsök fyrir þessum bönnum.Berjums fyrir rétti okkar til þess að ferðast um okkar eigið land frjálsir eins og verið hefur,hefðir geta verið fordæmisgefandi líka í þessum mmálum
04.04.2004 at 20:50 #495381Það er ekki oft sem ég tek undir með Ofsa af öllu hjarta en það geri ég nú,þetta með að banna frjálsa umferð um jökla og hálendi er hrein og klár aðför að okkur sem höfum stundað ferðir um þessi svæði og það er ljóst að þegar þessir hlutir eru ákveðnir af nefndum sem að mestu eru skipaðar heimamönnum og ferðaþjónustuaðilum á viðkomandi svæðum,ja þá fer svona
Það augljóst að heimamenn vilja sitja einir að þessum svæðum til þess að auka umsetningu og innkomu með því að hafa einkarétt á að fara inn á þessi svæði.
Ég talaði um þessa hluti í vetur að við yrðum að vera með í ráðum þegar svona ákvarðanir eru teknar,og virkja samtakamátt 4×4 í þessu máli,núna þegar lætin í kringum landaréttarmálin hjaðna er nokkuð ljóst að það fjölgar merkingum "öll umferð vélknúinna ökutækja bönnuð"
Hvað varðar Öræfajökul veit ég að það hefur angrað viðkomandi ferðaþjónustubændur umferð annara en þeirra sem eru á þeirra vegum,en það ma´líka vera ljóst að lokun skála vegna umgegni hefur ekki verið okkur til hróss og má bæta þar um,en bágt á ég samt með að trúa að það séu aðilar innan okkar samtaka sem eru þar að verki,það eru ekki mörg ár síðan einn aðili í ferðaþjónustu gerði út á að gista í gangnamannakofum og björgunarskýlum og var sú umgengni ekki til sóma,kanske svona tilvik séu að hluta til örsök fyrir þessum bönnum.Berjums fyrir rétti okkar til þess að ferðast um okkar eigið land frjálsir eins og verið hefur,hefðir geta verið fordæmisgefandi líka í þessum mmálum
04.04.2004 at 08:13 #484020Eru menn að lenda í svona uppákomum annarstaðar,tld Jöklaseli ,Sólheimajökli eða öðrum stöðum sem fólk hefur verið með skipulagðar sleða,snjóbíla eða gönguferðir inn á jökul,núna síðast var verið að banna jeppa á hvannadalshnjúk og nágrenni hans,en göngufólk má fara inn að Hnjúk á jeppum ef það er á vegum þeirra sem selja ferðir þangað.
Klakinn
-
AuthorReplies