Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
21.05.2004 at 17:43 #502645
Sælt veri fólkið
Það er búið að redda öllu hjá Jóhannesi og matur kominn í hús + fjölþykktarolía á raddbönd,núna er bara að safna góðaskapinu í nokkra poka og muna eftir því að taka þá með á morgun og sem eyjamaður þá eru þær þjóðhátiðir sem alt var á floti utandyra sem innan þær eftirminnilegustu og bestu.
ÞETTA VERÐUR BARA SLÉTT GAMAN
Kveðja Laugi
20.05.2004 at 06:43 #502618Sælir Félagar
Það vantar fjör á þennann þráð og meiri skráningu
Kv Klakinn
19.05.2004 at 17:17 #502599Sælt veri fólkið
Emil ég er búinn að senda á þig um 30 söngva vonadi dugar það er með meira ef þarf.
Gaman að sjá að það er gangur í skráningunni,
Kv Laugi
18.05.2004 at 23:40 #502579Sæll Mási
Svona er það alltaf hjá litludeildinni það komast færri en vilja,það verður bara að halda slútt fyrir þig seinna
kv Laugi
18.05.2004 at 19:48 #502571Sælt veri fólkið
Það er smá gangur í skráningum en betur má ef duga skal
Kv Laugi
18.05.2004 at 16:50 #502567Sælir Drengir(fyrrverandi vinir)
Það er gott að vita af því að það er vel hugsað um tíkina en ég er nú til líka
Kveðja á Vatnajökul þangað sem sumir ættla að fara
kv Laugi
17.05.2004 at 23:01 #502538Sælir aftur
Ég talaði við skálaverði í Básum í kvöld og við fáum stóra tjaldið til afnota og varðeldurinn er klár,svo núna er bara að hafa samband við Jóhannes
Kv Laugi
17.05.2004 at 21:11 #194369Sælir Félagar
Þar sem allt er á fullu við að gera klárt fyrir Slúttið og við erum búin að fá tilboð í mat og sennilega raddbandaolíu þá væri rosalega gaman ef þeir sem eru að hugsa um að mæta sendi skráningu til Jóhannesar skálinn er fullbókaður en það gæti alltaf eitthver dottið út eins þeir sem ættla að vera bara daginn eða í tjöldum þá þurfum við að fá að vita það svo að við getum gengið frá hversu mikin mat við tökum og gos + önnur drykkjarföng.
Dagskáin er nokkurnvegin fullmótuð og annað sem því tilheyrir
Það eina sem vantar er skráningin frá þeim sem vilja borða hafið samband við Jóhannes jthj@simnet.is
Kveðja Laugi
13.05.2004 at 18:29 #502001Sæll Lúther
Það er nú eitt sinn svo að ég ber virðingu fyrir mönnum sem eru hreinskiptir og sáttfúsir ég tek fúslega undir með þér að svona skrif eiga ekki að sjást hérna og skulum við virða það,
Mér er það bæði ljúft og skylt að biðja þig afsökunar um leið og ég tek á móti þinni afsökunarbeiði og skulum við heldur eyða púðrinu á þá sem ráðast á 4×4,
Ég viðurkenni um leið að litladeildinn er mér mikið mál og vöxtur hennar um leið svo ég er kanske of aggresivur í að verja hana menn verða að virða það við mig.
Kveðja Laugi
13.05.2004 at 13:40 #501981Sæll Lúther
ég ættla að eftiláta þér stóryrðin og !kastið
Kveðja Laugi
13.05.2004 at 13:02 #501974Lúther
Ef þú ekki getur tjáð þig öðruvísi en með eitthverjum stóryrðum láttu það þá eiga sig og farðu yfir þá pistla sem vitnað er í svo að þú farir með rétt mál eini kraftaverkamaður sem ég veit um hér í 4×4 ert þú það er jú kraftaverk að þú skulir komast byggða eftir hverja ferð miða við lýsingar
Kv Laugi
13.05.2004 at 12:38 #502152Sælt veri fólkið
Það má bæta við að þetta er ekki bara fyrir Litludeildina heldur alla í 4×4 en það kemur tilkynning um þetta frá stjórn fljótlega en það er verið að vinna í að gera þetta að veglegu slútti og skemtilegu
Kv Laugi
13.05.2004 at 12:32 #501966Sælir félagar
Það hefur verið gaman að fylgast með á þessum þræði og sjá hvernig hann hefur þróast.
Mér fanst það athyglisvert að þeir sem fóru í stjórn núna voru þeir sem rifust mest við okur í vetur um litludekkin og báðu okkur um að hætta með þetta væl um að ekkert væri gert fyrir litludekkjakallana má í raun þakka þeim að við tókum puttana úr ákveðnum stað og fórum að gera eitthvað sjálf í þessum málum,en það að ég tapaði fyrir Hlyn í kostningum til stjórnar er bara gangur lífsins og gengur bara betur næst og á ég ekki von á öðru en 4×4 muni njóta góð af hans starfi og þar með við öll.
Ég hef undanfarna daga fyrir kostningar rætt bæði við Ofsa og Skúla og fl um litlunefndina og hef ekki orðið var við annað en að þeir styðji okkur og framtak okkar af fullum og einlægum hug og hlakkar mig til þess að vinna með þeim í náinni framtíð eins vil ég að það komi fram hér að fráfarandi stjórn studdi vel við bakið á okkur og kann ég þeim þakkir fyrir en það er með litlu nefndina eins og allt annað að við urðum að sanna okkur í starfi og það tel ég við hafa gert með ferðum okkar og ég veit að margir hafa gengið í klúbbin vegna okkar framtaks og í Smáralindinni um síðustu helgi kom sér vel að geta bent áhugasömum á greinar okkar í Setrinu um ferðir okkar því flestir standa í þeirri meiningu að 4×4 sé bara fyrir mikið breytta bíla,því var ánægjulegt að geta sagt við fólk sem spurði hvort það hefði eitthvað í 4×4 að gera á sínum 30" komið bara með 1-2 ferðir í litludeildinni og sjáið sjálf,og ég hjálpaði 2 að útfylla umsókn á staðnum
En við erum öll í félaginu og aðalfundur hefur sagt sitt álit og svo störfum við bara saman og gerum veg félagsins meiri og betri vonandi í nýju húsnæði
Ég tek heils hugar undir allar athugasemdir sem Benni hefur sett hér fram og tel mig ekki geta bæt neinu þar við
Og að lokum vil ég óska stjórninni til hamingju með góða kostningu og Hlynur þú verður góður strákur
Kveðja Laugi
11.05.2004 at 22:53 #501905Sælir félagar
Það er ekki oft sem ég er fullkomlega samála Lúther en í þetta sinn tek ég undir með hinum og segi því fyrr því betra
Kveðja Laugi
06.05.2004 at 23:39 #501444Sælir
Það er sjálfsagt að menn hafi skoðun og láti ýmislegt flakka sem þeim dettur í hug um menn og málefni í ljósi málfrelsis en eitthvern vegin dettur mér í hug að þeir sem ekki skrifa undir nafni og vilja ekki að aðrir viti hvað eða hverjir þeir séu hafi eitthvað að fela sem þeir skammast sín fyrir og vilja ekki opinbera öðrum en þeir ættu þá að sjá sóma sinn í að vera ekki að tjá sig um menn og málefni hérna á vefnum
Ég tek undir með Hlyn það eru aumingjar sem ekki þora að kannast við skrif sín og ættu að leita sér hjálpar á viðeigandi stað en eins og Hlynur ættla ég ekki að svara frekari skrifum frá þinni hendi meðan þú ert í þessari holu og hvet alla til þess að gera það sama.
Kveðja Sigurlaugur Þorsteinsson (Laugi)félagi no 2151 í 4×4
05.05.2004 at 19:43 #501407Sælir
Það eitt að gringo skuli koma hérna og útskýra sitt mál og viðurkenna mistök sýna kjark og vilja til að laga málin það var allt rangt við þessa ferð og ferðalýsingu en búið og gert,mér finnst ekkert betra að lesa um hótanir nafnlausar frá okkar mönnum
gringo vertu velkominn í okkar hóp þegar og ef þú vilt það eru góðir félagar innann okkar raða sem þú hefðir örugglega gaman af að ferðast með
Kveðja Laugi
05.05.2004 at 01:23 #501303Sælir
Það er rétt hjá Benna það þarf að ná til þessara drengja og gera þeim grein fyrir athæfi sínu þetta er nákvæmlega það sem eyðileggur fyrir okkur.
Veit nokkur hvort þeir séu í 4×4
Kveðja Laugi
03.05.2004 at 19:48 #500507Sælir
Það er þetta með umfjöllunina þessi kvörtun er sett fram á skýran og greinagóðan hátt og það sem er svolítið merkilegt eru viðbrögðin við henni sem mér hafa fundist skrítin og órökstudd,má vera að fyrirtæki hafi fengið óverskuldaða gagnrýni hér en ef menn lesa pistilin sem Jói skrifar í upphafi þá er þetta mest um einn mann sem ekki virðist valda starfi sínu,en að spjallþráður hér á 4×4 sé svo mikill örlagavaldur sem af er látið er ég ekki kominn með að samþykkja.
Óvandaðar kvartanir illa fram settar og í hefndarhug eru meiðandi og eiga engan rétt á sér en svo er ekki í þessu tilviki allavega veit ég að ef ég ættla að versla við þetta fyrirtæki spyr ég eftir Rikka sem virðist vera sá sem kann sitt fag.
Kveðja Laugi
03.05.2004 at 14:34 #500496Sælir
Það er athyglisvert að fylgjast með þessu spjalli fyrst kemur einn og lýsir lélegri þjónustu hjá fyrirtæki sem hann hefur allajafnan haft góð samskipti við og gerir það á mjög greinagóðan og skilmerkilegan hátt svo koma nokkrir í röð sem virðast ekki hafa lesið það sem hann skrifaði en "agnúast" út í hann samt fyrir að segja frá viðskiptum sínum svo þegar hanskinn er tekinn upp fyrir hann þá kemur einn og segir öll dýrinn í skóginum eiga að vera góð við hvert annað og þá kemur aftur einn af "agnúunum" og dillar skottinu í takt við það sem góði gaurinn sagði.
Allir bera ábyrgð á því sem þeir skrifa hvort það sé hér eða annarstaðar og að lýsa lélegri þjónustu hjá fyrirtæki er bara gott mál ef maður er að segja satt það varar aðra við,það er fyrirtækisins að standa vörð um þjónuststigið og hafa það sem hæðst og getur bara sakast við sig sjálft ef það er með starfsmenn sem ekki eru starfi sínu vaxnir.
það er jafn mikill ábyrgð að segja ekki frá lélegri þjónustu því þá ert viðkomandi jafnvel að koma öðrum í leiðindi sem ekki hefðu orðið hefði sá vitað af lélegri þjónustu og fyrirtækið veit kanske ekkrt um þennann starfsmann sinn og fær kanske meira í hnakkann af hans völdum.
Jón Þór í Byko sagði þetta á fundi með starfsmönnum fyrir mörgum árum og sagði það hag eigenda að geta leiðrétt mistök starfsmanna vegna kvartana kaupenda
Kveðja Laugi
03.05.2004 at 09:08 #500485Sælir
Það er skrítið að maður sem fær lélega þjónustu og kvartar við starfsmann um það og síðan hér á netinu,skuli fá skammir fyrir að segja bara ekki takk ég skal kaupa meira næst.
Það er alveg sama hvert fyrirtækið er léleg þjónusta er ekki réttlætanleg,og það að það skuli vera einn maður sem heldur uppi þjónustunni er ekki nógu gott,en verra er að þegar kúnninn er að kvarta og segja frá viðskiptum sínum er kvörtunin slitin í sundur og einstök atriði dregin fram og býsnast yfir þeim,samanb pistlarnir hér á undan mér er sléttsama hvort Emil og aðrir hafa fengið góða þjónustu það réttlætir ekki lélega þjónustu til annara,né heldur að skjóta boðberann.
Fyrirtæki sem byggir afkomu sína á sölu til einstaklinga verður að hafa góða þjónustu og það er þess hagur að láta vita af því ef eitthver starfsmaður þess bregst þá er hægt að taka á slíkum hlutum,ég fer ekki og kaupi þjónustu ef ég fæ lélega þjónustu og bendi þeim sem ég þekki á að þeir fái betri annarstaðar það er svokallað lögmál viðskipta sem ræður og fyrirtækjanna að vera vakandi og viðhalda háu þjónuststigi en með því að vera að afsaka framkomu og benda mönnum á að þú átt ekki að tala við nema þennann mann hann er sá eini sem veit bendir til þess að það sé pottur brotinn hjá viðkomandi fyrirtæki
Og að lokum vil ég taka undir með Jóa að Þeir sem eru að agnúast út af skrifum hans lesið fyrst allann pistilinn og reynið að vera málefnalegir
Kveðja Laugi
-
AuthorReplies