Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
21.05.2006 at 08:23 #553042
Ég var mikið leiður í gær að komast ekki með í þessa ferð og hugurinn var með ykkur allann daginn,en ég var svo heppin að fá að koma að undirbúningnum með Davíð Þorgeir og Benna og það eitt og sér gerir mig stoltann,En samstarfsfólk mitt í Litlunefnd að öðrum ólöstuðum er einstakt það er með ólíkindum hversu kraftmikið og jákvætt það er,eitt símtal og allt er kommið á fullt.
Kjartan Nína Óli Hrafnhildur Kristinn Stebbi Litlunefndarfólk Sigrún og Jóhannes og Maggi Gemlingur,Hafið þökk fyrir samstarfið.Klakinn
20.05.2006 at 16:03 #552890Var það ekki í sambandi við ferðina yfir Sprengisand sem fyrst var farið á bílum í Laugarnar um 27-31,finnst eitthvern vegin ég hafa lesið það eitthverstaðar,eða hvort það var fyrir þann tíma.
Klakinn
19.05.2006 at 16:16 #552718Eitthvað sem Benni sá við flakið,það er þó spor í rétta átt,næst er það Patról.
Klakinn
19.05.2006 at 14:12 #552714Endilega ekki hrósa Pajero,það er þó hásing að aftan á lc svo það má segja að hann sé kominn hálfa leið,endilega ekki missa hann á eftirlíkingu aftur.
Klakinn
19.05.2006 at 06:59 #551078Er svona
Mæting í Mörkina kl 08 laugardagsmorgun límmiðum úthlutað og tekið á móti börnunum.
Lagt verður af stað um kl 09 og í 2 hópum 10-15 mín milli hópa Davíð Benni Hmm og Þorgeir Trúður,verða forystusauðir.
Tekið verður á móti hópnum á milli kl 16-17 að Heimalandi með grill mat og pulsum heimkoma áætluð um kl 19-20.
Þeir sem leggja okkur til í ferðina eru
SS maturinn.Rekstrarvörur mataráhöld,Sómi og Júmbó samlokur.Ölgerðin drykkjarföng.Myllann brauð. Esso grillkol og Flugleiðir boli.
Nína og Hrafnhildur verða í forsvari fyrir matarliðið.
Klakinn
19.05.2006 at 06:45 #552710Við Patrolmenn verðum að brynja okkur með þolinmæði gagnvart þessum spretthrossakerrueigendum og vona að þeir eigi bara eftir að sja ljósið nú ef ekki þá er þessum greyjum ekki viðbjargandi og verða bara að vaða í bílavillu og svima og það tekur á þolinmæðina ekki síst vegna þess að manni þykir vænt um þessi grey,ekki mikið en þó??.
Klakinn
18.05.2006 at 06:07 #552682Strákar,þolinmæði og tími það þurfa Patrolmen að hafa,því maður hreinlega gleymir sér af ánægju við aksturinn og lætur pattann líða um fjöll og dali í algjörum unaðsdraumi og tíminn flýgur frá manni,en þangað til Benni minn reyndu að láta þér líða sem best á þessari spretthrossakerru þangað til þú færð þér gæðingsjeppann Patrol.
Kv
Klakinn semvillbennavelenþaðtekurtimaaðalabörninupp
17.05.2006 at 23:28 #551072Okkur vantar aðstoð við að grilla og taka á móti liðinu er það kemur ofan af jökli og ganga frá eftir matinn,cirka 4 sem eru til í að hjálpa til.
Þeir sem eru til í þetta sendi mér mail á laugi@simnet.is.
Kv Klakinn
17.05.2006 at 23:24 #552676Það er alvarlegt mál þegar góðir strákar fara í hu,, sorry Toyotu.en hvað getur maður sagt hann á eftir að sjá ljósið og fá sér alvöru jeppa Patrol,en til hamingju samt,
Klakinn
16.05.2006 at 18:27 #552740Mér leiðist þegar tveir ágætis kunningjar mínir eru að hengja bakara fyrir smið,Landhelgisgæskan er búin að vera í fjársvelti síðan í Þorskastríðinu og markvisst skorið niður fé til hennar og er skemmst að minnast þess er yfirflugvirkin sagði starfi sínu upp vegna þess að hann vildi ekki bera ábyrgð á þeim viðhaldsskorti sem afleiðing fjársveltis.Björn Bjarnarson Dómsmálaráðherra ber hins vegar stóra ábyrgð og alla með samráðherrum sínum á þessu ástandi og ætti að skammast sín og láta gæsluna hafa svo sem helming af risnu ráðuneytis síns það myndi laga stórlega ástandið.
Svo Ofsi og Jóhannes skjótið helv.. hann Björn ekki fórnarlambið.
Klakinn
15.05.2006 at 16:23 #552508Hjá bílasalanum,og á ykkur toyjumönnum sannast það sem rebbi sagði berin eru súr,en það var nú bara af því að hann náði þeim ekki.
Klakinn
13.05.2006 at 01:20 #552472Ja það fáránlegasta sem ég get hugsað mér er að Mogginn haldi fyrir lestur um skynsemi og tuddinn annann um kurteisi.bíð spenntur.
KlakinnEn það skyldi þó aldrei vera að við kjósum klafamann sem formann,held samt að Ofsafengna rottan muni halda næsta formanni við efnið um Kamarleit ágengna sem færist í aukana eftir því sem vex í stammpi rottna í Illugaveri.
13.05.2006 at 01:16 #552336Að ég og mogga greyið yrðum ekki sammála um eitthvað,Leiðarkerfi Strætó bs og vaktarplan er því miður reiknað út af fræðingum sem hafa formúlur í stað blóðs og vaxtarprósentu í stað sem venjulegt fólk hefur hjartað,Þar með er heilbrigð skynsemi útilokuð og það er akkurat það sem skilur á milli fólks og fóa,??
Klakinn
12.05.2006 at 19:24 #552332Þetta er farið að minna á þegar menn komust að því að Jesús hefði verið eins ára gamall er hann fæddist,en eitthvern vegin skil ég þetta þannig að það sé ekki bara frá útlínum landsins sem miðjan er fundin heldur massa og hæð þar sem meðaltal er fundið út frá útlínum -+grunnlína/annes og afstaða á hnetti,svei mér þá það rennur af mér við að spegulera í þessu,mikið er nú gott að vera ekki með allar þessar formúlur kollinum,nóg er vittleysan þar fyrir.
Klakinn
10.05.2006 at 19:59 #550974Það er allt í fullum gangi og allir hlutir að smella saman.Gott starf hjá Davíð í gangi.
Klakinn
09.05.2006 at 12:44 #552244Frábærar lausnir eru ansi oft mjög einfaldar,Þetta er komið í símann minn.Takk fyrir upplýsingarnar
Klakinn
06.05.2006 at 18:37 #551768Eru komnar kojur fyrir bíla á Grímsfjalli,ja hvort Það verður ekki munur að koma á bílnum nývöknuðum út í morgunloftið,en hvar í "jónasi" ættlar fólkið að sofa.
Klakinn ekkiskilja ísalensku
05.05.2006 at 10:26 #551912Ég sé að þú hefur misritað eina setningu og rétt er hún svona "Patrol er mátturinn og dýrðin" en þessir vestantjaldsbílar eru líkt og Bush ekkert nema mistök og brostnir draumar um betri tíð.
Klakinn
05.05.2006 at 08:22 #551908Honum varð það á að fara í kaffi hjá Bílasalanum sem getið hefur verið hér á netinu vegna náðhúss sem ögn hefur verið ritað um.Og meðan hann sat og skoðaði myndir af bílasalanum við súludansæfingar brá sá hinn sami sér út og sagðist þurfa skreppa á kamarinn,en í raun tók hann myndir og skrifaði niður upplýsingar um Pajero sem Benni kallar jeppa(reyndar sá eini sem það gerir,aðrir nefna þetta ökutæki upphækkaðann fólksbíl sem tilvalin er í skrepp út í búð)og er salinn kom inn aftur bað hann Benna saklausa um að vera prófvottur hjá sér í lokaprófi í súludansi og Benni sem gerir allt fyrir vini sína ritaði nafn sitt á blað á meðan hann var að skoða myndir af öðrum og fegurri súludönsurum býsna fáklæddum,og reyndist það vera söluheimild að Pajero.
En Benni er maður ráðagóður og hefur alltaf langað í Patrol sem mun vera bestur jeppa,var ekki að gráta orðinn hlut og mun vera leita að eðalpatta svo hann upplifi hina einstöku tilfinningu jeppamansins,því allir Patrol eigendur þekkja þetta það er eins og fjöllin lækki og dalirnir hækki árnar minnka,og snjórinn verði þéttari og krapinn frýs og pattanum er ekið um svæðið og aðrir jeppategundareigendur horfa á eftir með löngun í augum oftast fastir í förum Pattans.
Klakinn,sem fékk kast á lyklaborðinu
04.05.2006 at 10:18 #550958þráðinn
Þetta framtak Davíðs er komið á fulla ferð og þeir sem vilja leggja til bíla sína endilega sendið honum email.
Kv Klakinn
-
AuthorReplies