Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
05.07.2006 at 09:28 #554050
Ég hef nú ekki trú á að það yrði mikið gert ef Mikjal kallaði á rás 16 annað en stöðin yrði trúlega gerð upptæk og smá sekt,en í mínum huga er það furðulegt að ekki skuli vera komin á rás sem gegnir sambærilegu hlutverki á landi og rás 16 á sjó,því rás 16 gegnir margvíslegu hlutverki öðru en að vera neyðarrás(til skams tíma var skylduhlustun í öllum skipum á annari og öflugri stöð,man ekki nafnið né tíðnina,má vera að svo sé eins í dag)Öll samskipti við strandstöðvar hefjast á 16 eins hafnir og fl.
Það myndi auka öryggi okkar sem notum vhf á landi til mikilla muna ef slík rás yrði sett upp sem vitað væri að björgunaraðilar,112,og aðrir sem að koma að slíkum málum,væru með hlustun á,eins mætti gera þetta að forgangsrás sem ræsti endurvarpa,og væri þar með komið samband við þá aðila sem stjórna og framkvæma björgunaraðgerðum.
En og það er því miður slík rás yrði sennilega misnotuð í skjóli nafn/andlitsleyndar,og spurning hvernig það yrði tekið á slíku.
Hins vegar tek ég enn og aftur undir það sem komið hefur fram í pistlunum hér á undan cb er upplagt til notkunnar innann hópa og þá e lítil hætta á að samtöl á vhf skarist við aðra og fjarlægari hópa.
Þegar Eyjamennirnir fóru í Setrið um síðustu helgi var notast við cb rás 11 fm og vhf notkun innann hóps í lágmarki,flott samband var við alla og alltaf hægt að ná í fararstjórnann á vhf,virkilega gott fyrirkomulag.
Kv Klakinn
03.07.2006 at 07:53 #555606Það var skotfæri upp Gljúfurleitin og lítið í Kisu,og Eyjamennirnir voru allir á lítið breyttum bílum 35"33",enginn þó á óbreyttum bílum.
Klakinn
30.06.2006 at 07:14 #555452Það má til gamans geta þess að um 40 manns verða í Setrinu um helgina,þar munu vera á ferð meðlimir jeppaklúbbsins Herðir frá Vestmannaeyjum og ættla þeir að fara Gljúfurleitin uppeftir,það verður því glatt á hjalla á laugardagskvöldinu í Setrinu,og kanske verður Lúther þarna líka að telja Litludeildarmenn á svæðinu.
Kv Klakinn
30.06.2006 at 00:43 #555410Ég er sammála þessari gömlu speki ef þú getur ekki vaðið vertu kyrr,ég viðurkenni vel að ég ber ótakmarkaða virðingu fyrir ánnum og er því i gunguhópnum og slétt sáttur við það.
hef ekki efni á rándýrum viðgerðum vegna fíflaskapar.
Klakinn
30.06.2006 at 00:32 #555448Það er nú alltaf gaman þegar reyndir félagar okkar eru að sýna áhuga á starfi Litlunefndar,og þykir mér vænt um það.
En við fórum í Setrið síðast í sept og væntanlega aftur næst í sept,sem sagt byrjuðum vetrarstarfið á Setursferð og líklega aftur í haust þó engin ákvörðun um slíkt hafi verið tekin af nefndinni.
En fyrst verið er að huga að þessum málum þá er Litlanefndin ekki með neinar skipulagðar ferðir á sumrin,aðalega vegna þess að það eru margar ferðir í boði sem henta öllum félagsmönnum og ástæðulaust að bæta við þar,en hins vegar er ættlunin að láta vita ef eitthverjir úr nefndinni eru að fara eitthvað þannig að þeir sem vilja geti slegist í för með okkur,en þessar ferðir flokkast ekki undir starf nefndarinnar,það eru bara einstaklingar að ferðast og ekkert viðkomandi starfi 4×4 né ber félagið neina ábyrgð á þessum ferðum,en engu að síður ber okkur sem félagsmönnum að fara eftir reglum félagsins sem félagsmenn.
Kveðja Klakinn
29.06.2006 at 08:06 #555442Svo má bæta við þetta að eitthverjir okkar úr Litlunefnd erum að hugsa um að fara Gæsavatnaleið um verslunarmannahelgi og taka 3-4 daga í flakkið,ef eitthverjir hafa áhuga á að slást í för með sendið email á laugi@simnet.is,ég reikna með að við verðum í tjöldum,í Nýjadal,Herðubreiðarlindum,og Laugarfelli ef skálapláss liggja ekki á lausu.
Kv Klakinn
28.06.2006 at 17:25 #555344Jæja núna er Benni búinn að kaupa sér einn nýjann,og sá er kjallari hæð og ris,það held ég verði Trúðslegt að ferðast með þessu,hvenær kemur lyftan utnaá,ekki er Benni svona kloflangur.
Til hamingju með gripinn Benni og njótu vel.
Kv Klakinn
15.06.2006 at 22:57 #554596Það sem Einar skrifar um árnar í Mörkinni er bara hreinn og klár sannleikur,og mér er eins farið og honum,losna ekki við hnútinn í maganum fyrr en ég er komin út fyrir Lónið,sama hversu oft ég hef farið inneftir td 4 sinnum síðustu viku,en hvað varðar árnar núna eru þær með besta móti og lítið í en þó var farið að vaxa í Hvanná og Steinholtsá seinni partinn í gær,en ég vil undirstrika það sem Einar segir, sýnið ánnum virðingu og farið varlega það er meira hugrekki falið í því að hætta við að fara yfir en æða útí á sem hæglega leggur bílinn á kaf á örfáum mínútum,það tók Hvannánna 30mín að leggja eldhúsbílinn hjá GJ á hliðina.
Klakinn
13.06.2006 at 07:49 #554406Það er ég líka búinn að heyra um að Utangarðsmenn eigi að vinna þetta með Húnvetningum.En hugmyndin um lautarferð er bara góð og til er ég.
Klakinn
13.06.2006 at 07:42 #554468Ég var að heyra það í gær að rúta frá Teiti hefði oltið þar og verið kyrrstæð úti í kanti,en það er fært í Skálpa.
KlakinnPs Viðar minn ekkert mál að færa til einn háls eða svo.,jú ég var að meina Bláfellshálsinn.
02.06.2006 at 19:54 #553574Þetta tekst honum að sverja af sér,ég veit fyrir víst að hann tók með sér aukablað um heimsmeistara keppni í barnaleik,,,upps boltaleik sorrý,
01.06.2006 at 09:44 #553532Ég held nú að það sé ekki neitt afrek að vera með símanúmer klárt,Ég átti alveg eins von á að Hummerinn væri allt of breiður til að fara þarna upp,en Þórir er ekki fisjað saman og mikið helv… hefur Hummerinn hallað sumstaðar þarna,ef þetta er það sem koma skal hjá hjálparsveitinni þá erum við félagsmenn í góðum málum.
Kv Klakinn
01.06.2006 at 07:43 #553384Ég tek undir með Ofsanum þetta er bara flottur staður og alveg þess virði að eyða heilli helgi þarna,og hvet alla til að koma sem geta og gera þetta enþá betri skemmtun,með mat,söng og gleðskap með útihátíðar brag.
Klakinn.
ps Skráningu lýkur í kvöld,svo drífa sig.
ppss ég reikna með að fara á morgun seinni partinn og væntanlega beint inn í Þakgil þannig að ef eitthverjir vilja slást í förina með mér látið mig vita.
31.05.2006 at 07:44 #553370Það er pláss við matarborðið í Hellinum.
Klakinn
30.05.2006 at 10:35 #553352Sælir félagar.
Spurt er um forsendur fyrir skráningargjaldinu??,
Því er auðvelt að svara við fáum 30þ frá félaginu til matarinnkaupa og 1000 kallinn er hugsaður sem uppbót til innkaupa,og við gerum ráð fyrir að eitthverjir komi bara í matinn og fari heim eða annað um kvöldið og miðum við 2 fullorðna í bíl það eru um 500 kr pr mann,750kr pr fullorðin með gistinguni og ef við miðum við hjón með 2 börn undir 12 ára er kostnaðurinn pr mann í bíl c 375kr,þannig að ódýrara verður Slúttið varla,ég hins vegar ef það er vilji,sé ekkert því til fyrirstöðu að hafa skráningargj 500kr pr mann og frítt fyrir 12 ára og yngri,ódýrara fyrir einstaklinginn,dýrara fyrir fjölskylduna.
Því má svo bæta við að ef svo ólíklega vill til að það verður eitthver afgangur af fé þá rennur það til félagsins aftur,og það kostar það sama fyrir nefndarmenn og aðra,Litlunefndarmenn hafa alltaf greitt það sama og aðrir í okkar ferðum og verður svo áfram.
Ég vona að þetta skýri málin,en ef það er eitthvað annað sem vantar skýringu,bara spyrja.
Kv Klakinn
29.05.2006 at 07:51 #198014Jæja góðir félagsmenn.
Þá er komið að árlegu Slútti og í þetta sinn er meiningin að halda það í Þakgili,laugardag 3 jún.
Við ættlum að fara úr rvk laugardagsmorg kl 09 frá select við Vesturlandsveg.
Samkv upplýsingum hjá staðarhaldara í Þakgili er vel fært með tjaldvagna og fellihýsi og minni hjólhýsi og aðstaðan er góð á svæðinu,Hellirinn er orðinn stærri og grillið betra,Við ættlum svo að vera með grillveislu í hellinum og skemmta okkur að sið hellismanna,þar sem hver syngur með sínu nefi.
Skráningargjald ef 1000kr pr bíl og gistingin pr mann á svæðinu er 600kr pr fullorðin frítt 12 ára og yngri.
Hrafnhildur tekur á móti skráningu og emailið hennar er topas@topasnet.com gsm 8206851.
Svo núna er bara að mæta á þennann frábæra stað og hafa gaman af,fullt af skemmtilegum leiðum á svæðinu bæði fyrir gangandi og akandi.
Kveðja Klakinn
27.05.2006 at 09:19 #198009+
23.05.2006 at 08:33 #552936Um Norðurveg 1858.Þá fóru bræðurnir Eyjólfur og Runólfur Runólfssynir frá Maríubakka á Síðu þann 24,10 með fjárrekstur "ofan fjalla um Norðurveg"(Fjallabaksleið)í banni sýslumans á Klaustri en með Amtleyfi fyrir rekstrinu og komu að Mörk á Landi 3 okt eftir mikinn barning í óveðri og byl.
Samkv þessari frásögn mun þetta hvorki vera fyrsta eða síðasta ferð um þessa leið,en hvernig sem ég leita hef ég ekki fundið neinar heimildir um það aðra en það að Eyjólfur mun hafa riðið þessa sömu leið á 3 dögum vorið eftir,í þessari frásögn er hvergi talað um vörður heldur notuðu þeir kennileiti sem virðast hafa verið vel þekkt,svo Spurningin er hver er hin eiginlega Fjallabaksleið,frá Síðu austan Klausturs eða Skaftártungum.???
Klakinn
Frásögnin er í Gráskinnu Þórbergs og Sigurðar Norðdal 1 bindi
22.05.2006 at 15:51 #553120Já það er einmitt það sem ég á við póstþjónustu hefur hrakað og ég hef fengið bréf sem lögð hafa verið í póst mörgum vikum áður en hafðu átt samkv öllu að vera komin til mín á 3 degi eftir póstlangningu svo ég vísa athugasemd Eiks til föðurhúsanna,að öðru leiti tel ég tölvunotkun það mikla innann okkars hóps að það eitt og sér að auglýsa á síðunni nái til flest allra.
Klakinn
22.05.2006 at 11:17 #553096Ég hef rekið mig nokkrum sinnum á að póstþjónustan er ekki jafn skilvís og fólk virðist halda og í mínu tilviki þá fékk ég fundarboð á aðalfund um miðja síðustu viku og er nafn mitt aftarlega í stafrófinu,og tel ég stjórn hafa staðið rétt að boðunini,þótt pósturinn sé ekki komin,það virðist vera erfitt að manna póstþjónustuna.
Hvað varðar þessa tillögu um breytta aðalfundarboðun þá tel ég hana vera fyllilega réttlætanlega í ljósi þess að við erum ein tölvuvæddasta þjóð í heimi og fundarboðun á heimasíðunni og eða í emaili eigi fyllilega að geta mætt kröfum þeim sem gerðar eru til aðalfundarboðs,það yrði þá líka von til þessa að félagaskrá og hverjir eru skuldlausir og svörun við skráningum nýrra félaga yrði tekn fastari tökum,og þar af leiðandi skilvirkari boðun til funda,og trúlega ódýrari,ég held að þessi fundarboðun sem nú er í gangi hafi kostað um 100þ
Ekki spurning að ég styð tillögunina.
Klakinn
-
AuthorReplies