Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
29.08.2006 at 12:54 #558876
Ekkispurnigum að vera á útkikk eftir bílnum.
Kv Klakinn
24.08.2006 at 18:12 #558596Það er nú þannig með þessi duft tæki að við hristinginn í bílunum sest duftið til í tækinu og gæti svo farið ef þarf að nota þau að ekki skeður neitt,duftið orðið að hörðum kökk og gagnslaust,Það er ágætis ráð að taka það öðru hvoru og slá botninum við eitthvað hart og snúa síðan tækinu á hvolf og bera það upp að eyranu,ef það heyrist eins og sandur sé að renna inni í því er það í góðu lagi,en ef það er eins og klumpar séu að detta til í því er duftið farið að kekkjast og ef það lagast ekki þó maður slái því nokkrum sinnum við eitthvað hart,þá er eins gott að fara og láta skipta um duft.
Kv Klakinn
22.08.2006 at 09:13 #558374Undan vindi hvössum
Klakinn
17.08.2006 at 11:09 #557970Þegar Ofsinn fer af stað þá er sett í öll drif og fátt undanþegið,þessi pistill var frekar stuttur en nokkuð góður.
ég tek undir það að skilgreining á því hvað er utanvegaakstur og hvað ekki er mjög á reiki,og eins og bent er á að það virðist sem eftirlitsmenn/konur sjálfskipaðir eður af ríki,noti sína eigin skilgreiningu sem henta þeim í það og það skiptið um hvað sé utanvegaakstur og hvað ekki og getur verið fjandi erfitt að greina þar á milli.
Þessi pistill hjá þér Jón er þarfur og á allann rétt á sér,það hafa komið fram ásakanir hér og annarstaðar um glæpsamlegann utanvegaakstur og rökin virðast helst vera dagsform ásakanda,þó hafa líka komið fram réttmæt rök,sem byggð eru á staðreyndum,mér finnst of lítið vera um að reynt sé að skilgreina þessa hluti og finnst að það þurfi að taka á þeim málum og leggja eitthverjar línur sem allir nema þeir "öfgafyllstu" geta farið eftir,þannig að hugtakið utanvegaakstur sé nokkuð skýrt í huga flestra sem mál þessi láta sig varða.Ég held að ef það náist verði allverulega mikið léttara að koma í veg fyrir það að landi sé spillt með óþarfa akstri utan vega,Hvað varðar umgengni mælingaflokka gegnum tíðina um hálendið hefur ekki verið sóma.
Kv Klakinn
16.08.2006 at 10:35 #557922Það verður að segjast að þessir "pajeromenn,, það var nú eiginlega óþarfi að fjölga þeim,en úr því sem komið er segi ég bara vertu velkominn í hópinn Siggi,það verður gaman að sjá þig í ferðum í vetur.
Kv Klakinn
13.08.2006 at 08:36 #557714Það eru til þó nokkrar sögur um að bændur hafi flúið með fólk og búsmala sinn til fjalla er plágur gengu yfir og mig minnir að það sé sögn um að Þórir nokkur hafi flúið í dal undir norðanverðum Tindfjallajökli,og dvalið þar í um 2 ár,og munu vera til fl dæmi um slíkt.
Trúarkreddur munu eflaust eiga sinn þátt í dauða margra á þessum tímum,en þó verður að gera ráð fyrir að til hafi verið fólk þá eins og nú sem notaði heilbrygða skynsemi.
Klakinn
10.08.2006 at 07:22 #557594Ég er sammála þessum mönnum um nmt,núna um helgina var ég í sambandi allstaðar á gæsavatnaleið nema á Flæðunum að hluta,og hefur síminn verið eitt helsta öryggistæki í bílnum hjá mér frá 87.
Sjómenn og fl eru mjög háðir símanum og ætti þeim ásamt okkur að vera hagsmunarmál að halda í þetta kerfi,Ekki spurning að hafa símann í bílnum
kv Klakinn
09.08.2006 at 12:36 #557446Sýnir ekki dýpt slóðans og hvað sem stjon segir þá var ekki hægt að mæta bíl í slóðanum,við vorum ekki að aka utan vegar,við stöðvuðum utan vegar til að vera ekki fyrir öðrum vegfarendum,við bjuggum ekki til slóða heldur stöðvuðum á slóða sem fyrir var,Ég hvet enn og aftur stjon til að kæra til klúbbsins eða viðkomandi yfirvalda og fá úr því skorið hvort um utanvegaakstur hafi verið að ræða svo að hægt sé klára þetta mál.
og vinsamlegast lestu svarið á undan áður en þú svarar,það gæti komið í veg fyrir misskilning,í þessu tiltekna atviki voru meiri för eftir skóna okkar en bílana,og hræddur er ég um að ef bílar mættust þarna án þess að fara uppúr förunum þá lægju eitthverjir hlutar hvors bíls um sig eftir í förunum og ekki á maður að skilja eftir sig rusl á hálendinu.
Kveðja
Sigurlaugur Þorsteinsson r 2151
Ég ættla ekki að svara þessu frekar hérna.
09.08.2006 at 07:19 #557442Sem Stjon er væntanlega að tala um kemur fram í öðrum þræði um utanvega akstur hérna á síðunni og er það gott mál að vera vakandi fyrir slíkum gerðum,en ef þessi tiltekna mynd á að lýsa utanvega akstri með tilheyrandi gróðurskemmdum og hjólförum til margra ára þá held ég að stjon viti lítið um hvað hann er að fjalla.
Þessi tiltekna staðsettning er á Sprengisandsleið og á köflum þarna er slóði báðu megin við stikurnar og hefur það lítið breyst þau ár sem ég hef ekið um sandinn,á þessum slóðum er ekki vottur af gróðurþekju né hætta á landskemmdum og hefur það fram að þessu verið talið óhætt að fara uppúr förum til að hleypa trafík á móti framhjá sér,sér í lagi vegna þess að slóðinn þarna er mikið niðurgrafinn og því erfitt að mæta í slóðanum sjálfum nema báðir ökumenn fari út úr slóðanum,sér í lagi ef það eru rútur sem verið er að mæta eða háir bílar vegna hliðarhallans.
Ég hins vegar taldi óhætt að aka upp úr förunum þarna og stöðva hópinn á slóðanum sem er við hliðina á aðalslóðanum og gat ég ekki séð að um neinar skemmdir eða för eftir okkur væri að ræða sem ekki myndu þurkast út í næsta roki.
En telji menn hins vegar að þarna hafi verið verið utanvega akstur með tilheyrandi gróður og landskemmdum að ræða,þá ber þeim hinum sömu að tilkynna það til viðkomandi yfirvalda og klúbbsins þar sem ég geri þá grein fyrir máli mínu,því sem forsvarsmaður ferðarinnar ber ég fulla ábyrgð.
Ef stjon hins vegar ekki treystir sér til að fara með málið í þann farveg sem réttur er,verður hann að eiga það við sjálfann sig.
Kveðja
Sigurlaugur Þorsteinsson r 2151.
08.08.2006 at 12:01 #557426Það var nú stundum gaman að sjá bara turnana á fullri ferð en restin af bílnum var í hvarfi,og var alltaf hægt að sjá hvar hópurinn var á turnunum.
Annars er gott nafn á bílin Slóðríkur hinn minni,því ef heldur fram sem horfir þá verður Barbara búinn að aka hálendið í ræmur og getur hún þá gefið Ofsanum upplýsingar ef honum vantar.
En að ferðast með svona góðum hóp um slíka leið er bara toppurinn,enda var Haffi Toppur með.
Svo enn og aftur takk fyrir frábæra helgi og samsvarandi félagskap.
Kveðja Klakinn
03.08.2006 at 19:16 #557220Þetta verður söguleg helgi,Ofsinn rífandi kjaft á Gæsavatnaleið um eitthverja fjallafrú sem uppi var einni öld fyrir fæðingu sína,formaðurinn á yfir sér heimsókn landshornaflakkara að norðan og sunnann,fyrrverandi formaður svífur um á bleiku rjóðri ,, ég hélt satt best að segja að bleikir fílar væru algengari,en flest er öðruvísi hér hjá 4×4 félögum,ættli Ofsinn telji þá græna ketti í Nýjadal???.
Luther er búinn að setja Porce á 44" að aftan en þar sem sá bíll er ekki með framdrif er hann óbreyttur þeim megin,Benni Akureyringu er búinn að felumála Patrolinn sinn og skrifa á hann Landcrusier á bottninn og toppinn og Audi á hliðarnar og Pajero að framan og aftan,mun það vera gert til að rugla lagana verði er þeir gera skýrslu um fyrirhugaðan ofsaakstur Luthers og Benna og loks mun hafa verið settur utanborðsmótor á fellihýsi Lúthersfrúar en það mun vera notað til að draga Formanninn að landi,svo hann geti nú formenskast á fyrirhuguðu keppniskvöldi þar sem keppt mun vera í hálsskolun mismunandi örvandi og slævandi drykkja,andsk manni dauðlangar norður.
Klakinn sem tekur eitt eintak af mismunandi heilbrygðu norðanmannaeintaki með á sandinn.
03.08.2006 at 06:01 #557210Á nú að nota vesalings formanninn sem afsökun til að hrella hrjáða norðanmenn,það er eins gott að setja áfallahjálparsamráðsnefndferðaklúbbsins4x4 í startholurnar,viðbúið að þurfi að kalla hana út í birgðarfluttninga.
Ég var að spá í það hvers vegna Benni Sig boðar í partý fyrir norðan og forðar sér svo í bæinn,Skrítið.
En hvað um það Lúther sér um að halda mönnum við efnið og dröslar Benna aftur norður,góður strákur Luther,ekkert me he þar á ferðinni,hann verður flottur á Porche með hjólhýsið aftaní og Benna bundinn á farangursgrindina,Ég treysti á að fréttafluttningur af herlegheitunum sé tryggður og samband við fjallaskálann í Dreka sé gott,þannig að ef það verður of mikið fjör sé hægt að kalla á liðsauka,og munum við koma snarlega með aukaskammt af fjöri í nokkrum 20l brúsum.Kveðja Klakinn
Sem hefur áhyggjur af geðheilsu norðanmanna
02.08.2006 at 21:01 #557192Jú Tryggvi það er svefnpokapláss í Versölum kostar 1500 pr man en 2000 á hinum stöðunum og við erum með bókað fyrir 15 mans á öllum stöðunum.en engu að síður er tjaldið valkostur en það er 800 pr mann í Dreka og Laugarfelli,og trúlega verð ég í slíkum Þjóðhátíðarskúr með heitt á könnunni en engan lundann,búinn að éta það allt og það sem er heima af fugli er óhamflett.
Kv Klakinn
02.08.2006 at 18:11 #557188Sælir félagar.
Það er rétt hjá Tryggva brottför er fyrirhuguð kl 18,30 frá Select á föstudag,og meiningin er að sænða hamborgara og franskar í Hrauneyjum og fara síðan í Versali og gista þar,við erum með bókað bæði í Dreka og Laugarfelli í skála um 15 pláss,og Sigurður vertu bara velkominn með í ferðina eins ef það eru fl sem vilja koma með,en endilega sendið á mig mail, og það er ekki spáð regni á því svæði sem við förum um.
Klakinn
01.08.2006 at 05:14 #557202Partíið verður í Dreka þar sem patrolmenn og konur í gleðskap miklum(það var kátt hérna á laugardagskvöldið í Drekagili/þar kvað við fjallið af söngi og spili/ það var hopp það var hæ það var hó) og ekki orð um það meir.
Klakinn
01.08.2006 at 05:07 #557170Já við ættlum Gæsavatanaleið um Verslunarmannahelgina og ættlum að vera í Versölum á föstudagskvöldið og Dreka laugardagskv og Laugafelli sunnud,og Skagfirðingaleið á mánud og malbikið heim.
Það verða um 7-8 bílar í ferðinni og ef eitthverjir vilja slást í för með okkur er það bara velkomið,því fleirri því betra,við förum úr bænum cirka 17-18 svo allir geti verið í samfloti.
Ef eithverir vilja koma með sendið mér þá línu á email laugi@simnet.is.
Kv Klakinn
Þetta verður örugglega Ofsafengin og Slóðrík helgi með Klakasprengdum innskotum og flæðandi upplýsingum
15.07.2006 at 21:01 #556342Það er ekki að því að spyrja ,þessi formaður hann er bara gleðispillir og alltof varkár sem félagsleiðtogi,svona er þetta með þessa forystusauði ekkert nema fyrirhyggjan og afturhald,greyið hann er líka á Ford,verður að ákveða allar stefnubreytingar með fyrirvara,það er svo langt frá stýri niður að dekkjum.
En maður lifandi hvort ég er ekki til í að hjálpa til við næstu ferð,við leyfum formaninum að koma með svo hann verði góður,hann er eitthvað svo hátt uppi þessa dagana.
Klakinn
14.07.2006 at 19:05 #556324Um aðra ferð,Ég er klár og við endurtökum leikin,Segðu bara til og göngum í málið.
Klakinn
07.07.2006 at 17:44 #555968Ég get tekið undir með Verkfræðingnum varðandi það að heilbrigð gagnrýni á störf stjórnar er af hinu góða,en þetta eins og hann setur það fram er varla gagnrýni,mætti frekar flokka þetta undir eitthvað annað.Mér finnst ekkert merkilegt við að spyrja um þennann afslátt,en tek undir með Benna varðandi markmiðin og fjölgun félaga,eins það að stjórnin var kosin á aðalfundi til þess að sjá um málefni klúbbsins og hefur þar afleiðandi fullann rétt til slíkra ákvarðanna og verður svo að standa með verkum sínum eða falla,sennilega flokkast þessi skoðun mín undir það að vera einn af þessum "heiladauðu" en frekari útlistanir á okkur í þeim hóp læt ég fjósamanninn um
Kv Klakinn
05.07.2006 at 14:04 #554058varðandi FR þetta sem Siggi skrifar er allt rétt nema það að enginn mátti selja eða eiga cb nema vera´i FR,það er rangt, en það var á stefnuskrá FR,en Bravo og Alfa klúbbarnir ásamt fl börðust hart á móti því og tókst að koma í veg fyrir það.
kv Klakinn Bravo félagi, fyrrverandi FR félagi
-
AuthorReplies