Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
30.01.2007 at 01:49 #577884
Ég vara að koma heim úr vinnu er ég sá þennann þráð og fannst ansi fróðlegt að lesa það sem hér hefur verið skrifað.
Við í Litlunefnd höfum að við teljum ábyrgðina vera mikla á okkar herðum að leiða hóp af jeppamönnum þar sem flestir eru algjörlega óvanir því að ferðast við þessar aðstæður,sem betur fer eru oftast með í för vanir strákar sem eru ekkert að telja eftir sér að rétta hjálparhönd og kom það sér sérstaklega vel í þessari ferð.
Í ljósi þess að við teljum okkur bera ábyrgðina tókum við Kjartan þá ákvörðun að snúa hópnum við og stefna til sama lands,þrír kostir voru í stöðuni og þeir voru,halda áfram á Eyfirðingaveg og vestur með Skjaldbreið og þannig niður í Kaldadal,sú leið er seinfarin á sumrum og aðstæður bentu til að ekki væri betra að fara hana þennann dag,2 halda áfram inn á línuveg en það voru rúmir 12 km í loftlinu og fylgja honum niður í Kaldadal og í báðum tilvikum yrðum við að fara brekkuna við Meyjarsæti en þar snérum við við um morgunin vegna þess að hún var eitt svell alla leið upp og engan vegi forsvaranlegt að fara með svo stórann hóp í hana,þetta þýddi akstur niður í Borgarfjörð og vissum við ekki neitt um aðstæður þá leiðina en töldum okkur örugga um að vera ekki komnir í bæinn fyrr en liðið væri á nótt,3 kosturinn var að snúa hópnum við og fara vegin til baka sem við höfðum komið og töldum við okkur vera komna niður á Gjábakkaveg um kl 20 miðað við ferðahraðan sem verið hafði á okkur.
Þessir kostir voru settir fram í talstöðinni og ákvörðun okkar tilkynnt 6 tóku sig út úr hópnum og vildu fara á línuveginn og töldu sig fullfæra um það,þar með voru þeir ekki lengur á okkar ábyrgð,það skal tekið fram að færið var ekki farið að spillast er þessi ákvörðun vara tekinn.
tæpum kltm seinna heyri ég í þeim og voru þeir að mjakast áfram og allt í góðu lagi um leið segja þeir mér að þeir ættli að vera á rás 48,ég var að kalla í þá alltaf öðru hvoru en náði ekki sambandi,við höfðum í nógu að snúast með okkar lið og er við vorum á leið heim um Mosfellsheiði náðum við sambandi við Adda og bað hann fyrir skilaboð í bæinn og var orðið við því,næst heyrist í þeim milli kl 2-3 um nóttina í gsm og allt í lagi hjá hópnum en gekk mjög hægt að komast áfram,ég er ræstur um kl 4,30 og eftir samtal við Kjartan og Benna var rætt nánar við lögregluna og hún vildi bíða með að kalla út björgunarsveitir,og stuttu seinna fæ ég þau boð fra´Selfosslögreglu að það sé búið að finna þá og sé Ársæll 2 að aðstoða þá við að komast niður í Kaldadal,í framhaldinu hringi ég í Björgunarsveitarbílinn og fæ að vita að þeir séu komnir yfir úrrenslið fyrir neðan veginn um Kaldadal og allt sé í góðum gír og þeir væru í góðum höndum,þessar upplýsingar setti ég inn á vefin og fljótlega eftir það hringir kona í mig og hafði hún lítið sofið um nóttina af áhyggjum,ég fullvissaði hana um að allt væri í lagi og að ég færi ekki að sofa fyrr en ég væri sjálfur búinn að heyra í strákunum svo um 9 leitið um morgunin fer ég út í sjoppu að versla og ákveð að fara á móti þeim til að vera öruggur og var ég kominn inn á miðja Mosfellsheiði er sama kona hrignir og segist hafa náð sambandi og allt væri í góðu strax á eftir næ ég sambandi við Davíð og var þá hópurinn að renna inn á Þjónustumiðstöð þá loksins varð ég rólegur og snéri mér að öðru.
‘abyrgð okkar litlunefndarmann er á hópnum sem við erum með og við erum með allann fjarskipta búnað og gps ásamt loftdælum dráttartógi og öðrum búnaði og á meðan hópurinn er á okkar vegum pössum við upp á hvern og einn og sjáum um að allir komist heilir heim,á hóp sem yfirgefur okkur þrátt fyrir aðvaranir um erfiðleika er einfaldlega ekki okkar lengur að bera ábyrgð á.
Það sem þeir gera er að mínu mati ekki rétt en ekki samt mitt að dæma því þeir klára túrinn og bregðast rétt við áföllum,samskiptaleysi innann hópsins er ámælisvert því um kvöldið næst samband við þá og hefðum við hringt í alla sem þeir báðu um eins heyrist í þeim milli kl 2-3 og sama er upp á teningnum svo næst samband við þá um kl 5,30 gegnum Ársæl 2 og aftur er ekki beðið um að koma boðum en engu að síður sett inn á netið,það að þeir væru nestislausir og tóbakslausir er þeirra eigið fyrirhyggjuleysi og engra annara.
Þeir bera fulla og alla ábyrgð á eigin gjörðum og hafa þeir Davíð og Addi ekki skorast undan því og allavega Davíð verið virkilega leiður og sár yfir að valda öllum þessum áhyggjum og fyri mig er það nóg og mun ekki hika við að ferðast með honum og þeim öllum aftur.
Og svona til að hnykkja enn og aftur á því að við nefndarmenn fylgjumst vel með hverjir eru í hópnum og höldum vel utan um það og erum með allann búnað sem þarf og ég er þess handviss um að eitt símtal í bæinn væri nóg til að þó nokkuð stór hópur jeppamanna myndu henda öllu frá sér og koma okkur til aðstoðar,og Þorgeir gerði það og það var það sem vantaði til að koma Erlendi á meiri ferð þó svo að eitthvað af Pajerovarahlutum hafi orðið eftir á slóðanum megnið af bílnum skilaði sér og herra og frú Erlendur líka.
Svo má líka bæta því við að við í nefndinni erum stöðugt að fara yfir okkar verklag og reyna að bæta það og laga og við munum funda í vikunni og fara yfir þessa ferð og sjá hvort við getum bætt um betur.
Kveðja Klakinn
28.01.2007 at 09:39 #577656Þá eru Davíð og félagara komnir á malbikið,ég var lagður af stað á móti þeim er ég heyrði í þeim og voru þeir þá að lenda við Þjónustumiðstöðina á Þingvöllum.
Ferðin hafði verið erfið og eitt dekk á Musso afelgaðist 2 og í seinna sinnið rifnaði það við felguna en þeir gátu tappað það og hélt viðgerðin vel og vonast þeir til að vel gangi með það í bæinn,það eina sem amaði að þeim var hungur og þorsti ásamt tóbaksleysi.
Og svona í ljósi þess að aðfinnslur og útásettningar eru algengar hér á netinu finnst mér að það ætti að vera jafn sjálfsagt að hrósa mönnum.
Ég vil þakka þeim sem voru á stærri bílunum í okkar ferð alveg sérstaklega fyrir frábæra ferðamensku og skemmtilega ferð svona þegar upp er staðið,þessir drengir og konur veittu mikla aðstoð og voru ekki að hlífa sér né bílum sínum og hræddur er ég um að við hefðum verið all miklu seinni til byggða ef þeirra hefði ekki notið við og hræddur er ég um að "Erlendur" hefði ekki komist til byggða ef Kjartan,Kristinn,Þorgeir og Broncomaðurinn(náði aldrei nafninu hans)hefðu ekki tekið það að sér að koma honum áfram sem ekki var neitt létt verk,á meðan hinir stóru bílarnir komu hinum áfram á minni dekkjunum, mér finnst ég eitthvern vegin vera ríkari að þekkja og ferðast með svona fólki,Hafið þið þökk fyrir daginn.
Kv Klakinn.
28.01.2007 at 07:04 #577652Jæja þá má segja að við séum að setja endahnútinn á ferðina okkar.
Ég vara ræstur um kl 05 í nótt og vara verið að spyrjast fyrir um þessa 6 sem hjéldu áfram inn á línuveg er við snérum hópnum við á gær,það hafði ekkert spurst til þeirra frá því er við náðum sambandi við þá um kl 23 í gærkveldi og þá vara allt í góðum málum en gekk hægt og komum við skilaboðum frá þeim í bæinn.
Svo kom ræsið og núna voru aðstandendur orðnir órólegir yfir fréttaleysi en síðast fréttist af þeim um kl 2,30 og voru þeir þá í mjög erfiðu færi og miðaði hægt ,Lögreglan hafði samband við mig og Kjartan og í framhaldinu var farið að kalla á rás 48,(en endurvarpin á 44 virtist ekki taka við sér)það náðist samband við sama björgunarsveitarbíl og ég hafði verið í sambandi við í gær á endurvarpa FÍ er við vorum að gá að vélsleðamönnunum,Þeir höfðu ekið fram á bílana okkar á línuveginum og voru með þeim á leið niður á Kaldadal og voru þeir er ég talaði við þá um 6,30 komnir yfir úrrenslið fyrir neðan Kaldadalsveg og voru að þokast upp á veg,en gekk hægt og færið mjög þungt,og eitthvað hafði angrað þá dekk og svona smá vesen,þeir voru þreyttir og blautir en að öðru leiti amaði ekki neitt að þeim.Að sögn Einars á björgunarsveitarbílnum var ættlunin að fara með þá styðstu leið niður á Þingvöll og heim,ég hef ekki enn náð símasambandi við Davíð og félaga en reyni að heyra í þeim áður en ég skríð aftur í bólið hjá minni ektakvinnu.
Klakinn svefnlítill en mikið létt.
Ps Þeir sem voru að mynda ferðina endilega setja þær inn á síðuna eða senda mér á mailið laugi@simnet.is
26.01.2007 at 17:25 #577518Eru þetta vangaveltur með réttu,en mér finnst það eitthvern vegin óframfærni við að koma sér á framfæri sem hái mörgum sem langar að gefa kost á sér til starfa.
En engu að síður er þetta dapurleg staðreynd sem Benni og Ofsinn benda á og eitthvað verður að gera,Hlynur hefur þráfaldlega talað fyrir því að fækka ferðum og umsvifum klúbbsins,kanske félagar væru þá viljugri til að koma að starfinu,ef um væri að ræða c 3 ferðir á ári á vegum klúbbsins,má vera að það sé rétt leið,ég er því mótfallin en hvað skal gera.Klakinn
26.01.2007 at 14:24 #576864‘eg játa að stundum verð ég afskaplega hissa þegar ég les pósta hérna á vefnum og finnst skrítið hvað skríbentar eru að gera lítið af því að setja sig inn í málin,Barbara er gott dæmi um það í sínum síðasta pistli og mun ég gera heiðarlega tilraun til að svara henni.
Litlanefnd er að fara með lítið eða óbreytta bíla í ferðir og miða allar sínar ferðaáættlanir við það,fréttir af færð síðastliðnar vikur hafa verið á þá vegu að lítið breyttum eða óbreyttum bílum hefur ekki verið fært á þessar hefðbundnu slóðir og frekar en að afboða ferðina höfum við beðið fram á síðustu stundu með að ákveða ferðina,enþá höfum við ekki fengið fréttir af færð sem neinu nemur þrátt fyrir fyrirspurnir og við gætum þess vegna endað í Árbúðum.
Dagsferð er akkurat það sem orðið segir dagsferð og ættu allir sem vilja koma með að gera sér grein fyrir því að sama nesti og sami búnaður er hvort sem farið verður á Lyngdalsheiði eða Jökul,svo það að láta vita að það verður haldin ferð í samræmi við plan ætti að gera flestum grein fyrir því að það þarf nesti og búnað í bílana sem hentar til fjallaferða.
Það að fara á sömu staði þá vil ég benda viðkomandi á að í hverri ferð eru nýliðar í sinni fyrstu ferð og við þá eru ferðinar miðaðar við,ekki þá sem eru búnnir að vera ferðast eitt eða fleirri ár,þeir ættu að geta ferðast á eigin vegum eða með öðrum sem eru að fara í meira krefjandi ferðir,sem er einnig tilgangur Litlunefndar að koma fólki í kynni við aðra sem eru í þessu sporti og ferðast að eigin vilja.
Hvað varðar athugasemdir vegna spjallsins á litludeildarsíðunni ætti kerfisfræðingur að vita betur en svo að setja þetta fram og ég tel þetta atriði ekki svara vert.
En það er gott að félagar hafi áhuga á störfum Litlunefndar og vænti ég þess að þá verði ekki skortur á framboði til nefndarstarfa í vor og skora ég hér með á þá sem hafa hér hæst að gefa kost á sér í nefndina það kemur til með að vanta 3 allavega.
Kv Klakinn
25.01.2007 at 21:37 #576850Það borgar sig að lesa pistlana áður en maður fer að baula,En svona til að hressa þig við þá kemur fram í pistli Kjartans að nefndarmenn ættla að vera á spjallþræðinum á föstudagskvöldinu ekki fyrr,en hins vegar mátt þú prufa að skrifa bara nafnið þitt og það á að vera nóg til að fá aðgang.
Hvað varðar það að hvers vegna við þurfum að vera með sér spjall en ekki vera inni á 4×4 spjallinu,þá er það einfalt,okkur í nefndinni fannst það vera tilraunarinnar virðia að vera með rauntímaspjall þar sem áhugasamir gætu spurt og fengið svör strax en ekki bíða í eitthvern x tíma eftir að fá svör.
En lestu pistlana fyrst Jón minn og spurðu svo,gæti fækkað spurningunum.
Klakinn sem er Rottugóður TrúðurAnnars bíð ég spentur eftir þér á Litludeildarnefndarrauntímaspjallþræðinum
24.01.2007 at 16:54 #576818Okkur vantar upplýsingar um færðina á línuveginum og nágreni ef eitthver er á ferðinni endilega látið okkur vita.
Klakinn
18.01.2007 at 10:01 #575726Ég held nú að til þess að ferð teljist á vegum 4×4 verði að hafa samþykki stjórnar samkv reglum þar að lútandi,eða hefur þeim verið breytt,þá hefur alveg gleymst að láta vita af því.
En þetta sem ég benti á og kemur líka fram hjá Ofsanum,þá er öllum heimilt að taka með sér farþega í ferð,hvernig og hvort greiðslur eru teknar er aftur á gráu svæði.ég veit um erlent fyrirtæki sem kemur hér á hverju vori og er með skipulagðar ferðir allt sumarið á l300 bílaleigubílum og án nokkura leyfa og það virðist ekki vera nokkur leið fyrir yfirvöld að stöðva þennan rekstur og maður sér þessa aðila allstaðar á landinu sumar eftir sumar og hótel og gistiaðilar veita þessum fulla þjónustu.
Ég er ekki hlyntur svona atferli en á meðan reglur og lög eru ekki skýrari í þessum málum,þá er lítið við þessu að gera.
Það hefur fyrirtæki hér á landi ekið með Kínverska ferðamenn sumar eftir sumar og fyrst í fyrrasumar var rúta frá því stöðvuð en það eina sem var gert var að eigandin fékk sekt,akstrinum er haldið áfram.
Réttur farþega er hin sami í öllum tilvikum,eins að sækja meiri bætur í hendur eigenda eða ökumans,ef farþegi telji sig hafa ástæður til,því þótt trygginarfélag greiði bætur samkv lögum,getur tjónþoli í öllum tilvikum farið í einkamál og krafist bóta frá eiganda/ökumanni,gildir einu hvort um atvinnutæki er um að ræða eða einkatæki.
Klakinn
16.01.2007 at 19:56 #575690Ég og fl grensluðumst fyrir um þetta með tryggingar á leigubílum,vegna þess að við vorum að greiða 4 sinnum hærra gjald af leigubílnum en alment er um fólksbíla,og komumst að þeirri furðulegu staðreynd að slysabætur til farþega og ökumans voru þær sömu og hjá hinum almenna bíleigenda,ástæða fyrir verðinu var að allir bílaleigubílar eru á sömu skilmálum og þarf af leiðandi er tjónatíðnin svo há sem raun ber vitni.
Það hefur löngum tíðkast í ferðum að taka nótur fyrir keyptu eldsneyti og leggja það svo saman og deila með farþegafjölda (allra farþega og bílstjóra í ferð)þá fæst hvað hver og einn á að borga og hefur það gefist vel.
Það getur enginn bannað einum né neinum að aka með þann farþegafjölda sem bíllinn er skráður fyrir svo lengi sem ekki er gjald tekið fyrir og bílstjórinn hefur réttindi til aksturs bifreiðarinnar.
Sé rukkað sérstaklega fyrir aksturinn þarf tilskilin leyfi frá hinu opinbera.
En ekki ef aðferðin sem ég benti á er notuð.
Klakinn
16.01.2007 at 00:20 #575612Ekki spurning.
kv Klakinn
09.01.2007 at 21:54 #574422Við í nefndinni höfum verið á fundi í kvöld og farið yfir möguleikana á því hvert við förum,en þar sem ferðin verður 27 jan þá er svolítið erfitt að ákveða það strax,en við komum með ferðaáætlun um leið og mögulegt er.
Það verða trúlega eitthverjar fréttir um færð eftir ferð stjórnar og svo fáum við fréttir frá fl þannig að málin skýrast er nær dregur.
Klakinn
07.01.2007 at 14:42 #574328Ég er fylgjandi þessu máli og þrátt fyrir að Tryggingarfélögin hafi í engu sinnt okkar erindum frekar en annara sem hafa reynt að fá vit í þessi mál,trúi ég því að dropin holi steininn.
Mætti leita samsterfs við fleirri aðila svo sem félag sendibílstjóra og fl sem hafa verið að vinna í þessu mörg undanfarin ár.
Málið er bara að menn eru tregir að færa sig á milli félaga og kemur margt þar til,svo sem bílalán og sérsamningar sem menn hafa náð.
Og það er það sem er vandamálið er samstaðan,ef hægt væri að fá fjölda sem skipta trygginarfélögin málin þá væri von.
En stjórn 4×4 er öflug og hver veit ?? Allavega reyna.
Klakinn
06.01.2007 at 22:42 #574134Ég held að eitthverjir úr Vesturlandsdeildini hafi farið túr og þurftur hellings pappírsvinnu vegna undanþáguleyfa v/breyttra bíla,og eitthver sem formaðurinn þekkir fór með Ecoliner á 38" og mátti ekki flytja hann nema á vagni.
Sel þetta á sama verði og ég fékk á
Klakinn
05.01.2007 at 01:53 #570682Ég hef látið smyrja á Esso Engihjalla og verið að greiða um kr 8000þ að jafnaði,17000þ hvað eru þessir menn að hugsa????????
En flottir samnigar hjá stjórn og sanna enn og aftur að það er bara flott að vera í 4×4 með Trúða sem stjórnendur.
Klakinn
02.01.2007 at 09:30 #573012Geysist einn fram á sviðið að verja einkasölu á flugeldum og fer mikinn,ég tel ekki þessi skrif hans breyta neinu um staðreyndirnar hvað varðar söluna,ef menn eru svo skamsýnir að sjá ekki munin á að styrkja björgunarsveitir sem alltaf koma til aðstoðar hvar sem er og hvenær sem er og hjálpa hverjum sem er og vilja heldur kaupa af mönnum sem eru í þessu til þess eins að græða fyrir eigin hag og láta sér nægja að sitja og horfa á í sjónvarpi þegar sveitirnar eru að störfum,þá er þeim bara vorkun og lítið hægt að gera til að breyta því,ég líki þeim við fólkið sem er með sjúkrakassa í bílnum en neitar að lána hann á slysstað vegna þess að hann er svo dýr,eða reynir að komast fram hjá slystað vegna þess að því liggur svo á,þetta eru staðreyndir því miður.
Hvað varðar jólatrésöluna þá á síðasta ári var þvílíkt oframboð á jólatrjrám að henda þurfti þeim í stórum stíl með tilheyrandi tapi fyrir söluaðila og fóru aðilar varlegar í innflutningi núna.
Jú víst hafa orði slys vegna flugeldasölu og kröfur um varðveislu og geymslu hertar.
Jú Björgunarsveitarmenn hafa látið lífið í björgunum.
Jú Ellingsen hóf flugeldasölu meðal annars vegna þess að fyrstu flugeldar sem notaðir voru á gamlárskv voru skiparakettur sem fallnar voru á tíma og þurfti að endurnýja um borð í bátunum og gáfu útgerðarmenn áhöfnum sínum þá ásamt blysum,þannig að flugeldasalan fór að mestu fram vegna skyldukaupa útgerðar,skip fengu ekki haffærniskírteini ef þá vantaði,aðilar hjá Ellingsen útveguðu SVF’I tengla til að kaupa af í upphafi.
Örn verslaðu þú bara þar sem þig langar,enda hefur enginn skipað þér eitt né neitt,en vittu til ef þú þarft á neyðarhjálp að halda,eða eitthver þinna,þá koma björgunarsveitirnar og hjálpa þér og þínum,sama hvar þú verslaðir flugelda.
Annar var félagi minn í Hafnarf.að versla sér fyrir áramótin og fór inn á sölu sem hann hélt að væri á vegum bjsv en til öryggis áður en hann greiddi fyrir vörurnar spurði hann hver væri með þessa sölu,sem að öllu leyti var eins og hjá Bjsv,honum var svarað að einkaaðili væri með söluna,hann gekk út og lét pakkann liggja og verslaði hjá bjsv.hafi hann þökk fyrir
Klakinn.
ps hvað varðar trúarbrögð einstaklinga.þá hafa þau litla meiningu hérna,en holt er þó að muna að mestu óhæfuverk mankyns hafa verið framin í nafni trúar
31.12.2006 at 16:02 #573106Eru ekki flest ef ekki öll mikilmenni sögunar svona nett rugluð,ég held hann hafi sagt þetta sjálfur að þetta væri náttúrulega bara bilun.
En maður ársins Já og vel að þessari viðukenningu kominn,ég er að vísu ekki sammála honum í öllum málum,en svona sérvitringar eru verðmæti hverrar þjóðar.Klakinn
31.12.2006 at 14:59 #572980Er að styrkja bjsv með flugeldakaupum með því er ég að tryggja öllum sem mér þykir vænt um eins þeim sem mér þykir minna vænt um,Örugga hjálp á neyðarstundu,betra er ekki hægt að gefa.
Megi allir hafa góð áramót og gott komandi ár og vonandi verða útköll bjsv sem fæst á árinu sem er að ganga í garð.
Klakinn
31.12.2006 at 14:13 #572976Kvennadeildir Slysavarnafélagsins Landsbjargar hafa í áratugi verið með kökubasar og fl uppákomur til að afla fjár fyrir sveitirnar og ófáir slöngubátar og línubyssur ásamt öðru verið fjármagnað af þeim hvurndagshetjum.
Klakinn
30.12.2006 at 18:39 #572946Í einum pistli segir Hjalti að hann hafi ekki gengið í björgunarsv vegna þess að hann hafði lent í aðstoða eða bjarga björgunarsv,má vera að það sé rétt en að setja sig í dómarastellingar og alhæfa líkt og gert er bendir ekki til að viðkomandi hafi grundað málið nægilega vel,það er mín skoðun.
Hvað varðar þjálfun nýliða þá er það umfangsmikið prógram sem nýliði þarf að fara í gegnum áður en hann fer í útkall,enþá umfangsmeira áður en hann fer í krefjandi útkall,og þá er eftir þjálfunin í undanfarasveitirnar,hvert og eitt útkallstig krefst þjálfunar,mismikillar við þurfum ekki rústabjörgunarmanna í almennt útkall,það er ekki hægt að nota nýliða nema að takmörkuðu leiti í rústabjörgun,eins er með björgun í fjöllum þar sem erfitt er að komast að,þar þurfum við reynda fjallabjörgunarmenn,svona er þetta um alla geira björgunarstarfa,en alltaf eru nýliðar með til að efla vitund þeirra og þjálfun,og af hverjum 10 nýliðum sem hefja starf að hausti eru c 2-4 sem halda áfram,því þjálfum er tímafrek og getur verið erfið og kröfur um líkamlegt og andlegt atgervi stöðugt vaxandi,og allt í sjálfboðavinnu.Vissulega má alltaf gera betur og meira og er starfið og þjálfunin í stöðugri endurskoðun og í dag eru Íslenskir björgunarmenn sendir um allann heim til starfa.
Það að fullorðnir menn gangi í sveitirnar ásamt unglingum vegna ævintýrarþrá og löngunar til að stjórna Þessum tækjum er einmitt það sem er gott mál á því læra þessir einstaklingar og koma að’ gagni er þörf er á.
Þjálfun nýliða er markviss og ákveðin og þótt þeir geri mistök í æfingarferðum,þá er það betra en að gera mistök í björgun,mistök við æfingar gera mönnum kleyft að fara yfir málin og laga vankantana,eins er farið yfir hverja björgun og athugað hvað mætti fara betrur.En eitt eiga allir sem ílendast í sveitunum sameiginlegt og það er mikil löngun til að koma að gagni við bjarganir ásamt heilbrigðum skammti af ævintýraþrá og spennuþörf sem fær útrás í starfi og leik sveitanna,það ásamt öflugri og magnþrungi gleði sem þurrkar út þreytu og hungur,ef björgun er árangursrík,og djúpri sorg og vanmáttartilfinnigu ef komið er of seint.
mér og öðrum gömlum björgunarsveitarmönnum sem lögðum okkur alla í þetta í fl ár og margir áratugi,er þetta hjartans mál og ég tek svona skrif sem komið hafa fram hér alvarlega,og bið þá sem dæma enn og aftur kynnið ykkur málin fyrst dæmið svo.
Klakinn
30.12.2006 at 11:47 #572932Það sem Hjalti heldur fram er með ólíkindum um að björgunarsveitir hafi verið betur í stakk búnnar hér áður,þvílíkur reginþvættingur.
Fram yfir 90 voru sveitirnar má segja illa búnnar,gamlir slökkvibílar úr sér gengnir víbonar og unimogbílar,snjóbílar sem aðrir höfðu lagt vegna viðhaldskostnaðar,gamlir mjólkurbílar frá Mjólkurbúi Flóamanna,úr sér gengin hertól flutt in með ærnum kostnaði,Zodiak slöngubátar með eldgömlum Johnson mótorum,kaup á talstöðvum var stórmál og svona er lengi hægt að telja.Ef ekki hefðu verið til staðar menn sem höfðu mikla þekkingu og kunnáttu í vélum rafmagni og því sem þurti til að halda þessu gangandi hefðu sveitirnar verið illa staddar er til útkalls kom,of var legið í viðgerðum svo dögum skipti til að hafa tækin klár,og það var ekki hlaupið að því að redda varahlutum í þessi tæki,Oft í útköllum var notast við faratæki félaga í sveitunum og ef útkall kom í Jan og maður þurfti að fylla tankinn 2-3 sinnum í útkallinu og svo önnur útköll í feb,mars,apr,og restina af árinu með viðeigandi kostnaði,þá var gert upp um næstu áramót á eftir ef það var til peningur,bilanir og viðgerðir voru ekki greiddar og engin gerði ráð fyrir því.
Í dag eru hlutirnir í betra standi bílar og tæki nýrri og betri þökk sé flugeldasölu og annari fjáröflunarstarfsemi ásamt velvilja nánast allrar þjóðarinnar,enda sveitirnar búnnar að sanna tilverurétt sinn þegar þeirra hefur verið þörf í leitum,snjóflóðum,sjávarháska og fl,en svo eru mörg útköllin sem ekki rata á forsíður blaða,sækja lömb og kindur í sjálheldu í Gullfossgljúfrum og fl stöðum víðsvegar um landið,ganga fjörur dag eftir dag í leit að látnum,kafa niður eftir líkum,og svona margt sem almennt ekki er talað um.
Á bak við þetta liggur þrotlaus vinna við æfingar og þjálfun,mikill kostnaður meðlima sveitanna við að afla sér búnaðar sem hver og einn verður að kaupa sjálfur og borga úr eigin vasa.
Það má halda lengi áfram með svona upptalningu,en ekkert af þessu væri hægt nema vegna þeirra einstaklinga sem mynda sveitirnar í hvert sinn,og þótt sumir atvinnurekendur séu þannig sinnaðir að þeir greiða þeim laun sem eru í útkalli þá eru þeir ekki nema um 25% sem það gera hinir leyfa mönnum að fara launalaust.
Í dag eru sveitirnar miklu betur þjálfaðar og betur tækjum búnnar,þökk sé flugeldasölu 80% af rekstrarfé kemur þaðan.
Ríkisreknar sveitir mega aldrei verða að veruleika,Gæslunni hefur verið haldið í algjöru fjársvelti þrátt fyrir að hafa yfirburðafólk í starfi og háir þessi fjárskortur öllu starfi hennar,misvitrir stjórnmálamenn í atkvæðaleit eru ekki æskilegir sem fjárveitendur eins og öll Íslensk stjórnmála saga segir um störf þeirra,þá myndu sveitirnar fljótt leggjast af og við missa þessa einstöku einstaklinga sem mynda þær,til annara starfa.
Ég mun aldrei leita til þeirra sem eru að vega að þessari fjáröflunarleið í eiginhagsmunarskyni.
Og til þeirra sem eru að hnútukasta Björgunarsveitirnar kynnið ykkur starf þeirra og fórnir og dæmið svo,hver veit nema þið þurfið sjálfir eða ykkur nákomnir á hjálp þeirra að halda,þá er gott að vita að þær koma hvernig sem staðan er,og ég hef heyrt einstaklinga segja við mig"ég vissi að þið mynduð koma og þá yrði allt í lagi" ég hef einnig heyrt fólk segja við mig "núna veit ég hvar hann/hún er og get vitjað um".
Það er best að hætta áður en ég missi mig alveg í þessu,ég veit hversu björgunarsveitirnar eru öllum á landinu er á þarf að halda og sé ekki eftir þeim tíma og peningum sem fara í þær.
Kveðja Klakinn
-
AuthorReplies