Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
09.03.2007 at 00:02 #582676
Hérna er listinn en því miður þá er ég ekki með alla bílana á hreinu.
En svona lítur það út.
Kristinn Musso 38" Fararstj
Haffi Toppur Pajero 35" Fararstj og kokkur
Kjartan Patrol 38" fer á föstud
Stefán B Pajero 38" Fer á föstud
Magnum Patrol 35" Laugard
Addi og Kristján veit ekki hvort þeir eru á 2 eða 1 bíl
Mhn ??
Jón Bergmann Toyota 38"
Ingvar og fannar ??
Magnús og Reynir Wrangler 35" fara á föstud
Einar ?? fer á föstud
Björn og Þórhalla Lc 38"
Hjalti þór ?? Fer á föstud
Gunnar Kolbeins ??.
Svona lítur listinn út og núna er bara að hafa gaman af ferðinni.
Og af gefnu tilefni látið aðstandendur vita af síðunni okkar,hér eru allar upplýsingar sem þarf.
Kv
Klakinn sem ættlar að reyna að komast með
08.03.2007 at 13:45 #582660Að skrá sig í ferðina er í kvöld á opnu húsi.
Klakinn
07.03.2007 at 00:35 #582630Þú veist er þú verður stór.
Ég hef enga hugmynd hvað Kjartan,Kristinn eða Haffi ættla að ana með ykkur út í,trúlega tóma vittleysu ,en eins og við Trúðar segjum sum mistök eru of skemmtileg til þess að hægt sé að sleppa þeim og endurtaka ef hægt er.
Klakinn
07.03.2007 at 00:31 #583558er ábyrgt fyrir þessu og er það vegna þess að þeir eru eigendur lóðarinnar og verktakinn á þeirra vegum og þeir bera alla ábyrgð á eign sinni,lögregluskýrslu myndir Vinnueftirlitið og hóta stöð 2 eða álika eftir að lögregla er búinn að vera á svæðinu ásamt Vinnueftirlitinu,planið tilheyrir Netto og þeir eru ábyrgir fyrir svona tjóni,því væntanlga hafa þeir gefið verktaka leyfi fyrir því að taka grindverkið niður.
Ekki og ég endurtek ekki láta þá komast upp með þetta.
Klakinn
07.03.2007 at 00:22 #582626er stórt tunnugrill og snarvirkar.
Klakinn
05.03.2007 at 21:12 #583366Mér brá allverulega við þessar fréttir er ég fékk að vita af þessu í dag,við hverju er að búast ef þetta er gert og í hvaða tilgangi slíkur verknaður er framinn er mér með öllu óskiljanlegt og efa það stórlega að þessi eins og Benni réttilega nefnir Vanviti sé það mikill maður í sér að koma fram og viðurkenna verknaðinn,megi allt sem þeir gera verða þeim til óþurftar og vanvirðu.
Klakinn
04.03.2007 at 14:56 #582604Núna er tímin að skrá sig í ferðina
Klakinn
02.03.2007 at 12:54 #582596Eru alltaf brosandi hringinn og stækkar bara því meira sem þarf að draga,bara skella sér með þetta er miðað við lítið breytta bíla og yfirleitt er ekki erfitt að komast í Árbúðir jafnvel í slæmu færi,þess vegna valdi Litlanefndin þennann skála sem aðalskála fyrir okkur.
Kv Kalkinn
02.03.2007 at 08:42 #582592Það styttist í Árbúðarferðina,ekki nema vika til stefnu.
Drífa inn skráningar og meldingar til Hrafnhildar,hún bíður spent stúlkan sú eftir mailum frá ykkur.Klakinn
01.03.2007 at 00:02 #582580Á koluni og púkinn á fjósbitanum vera farinn að fitna,er ekki Davíð farinn að blása.
Eftir að hafa lesið þessa langloku um bilaða mussur og toyotugróðurhús sem alltaf er á leiðinni á fjöll,þetta er farið að minna á Óskar minn Abba touotustorie newer ending,aldrei á fjöllum alltaf á leiðinni,Þá er ég búinn að komast að því hvers vegna þessi langloka kom svona óvænt.
Davíð minn þú átt að hleypa úr dekkjunum loftinu,ekki sjúga það úr,væri mikið nær að sjúga úr nokkrum baukum með vini þínum Klakanum og kyrja miður siðlega söngva út undir nýja kamrinum í Árbúðum og pissa upp í vindin eins og sannir jeppamenn.Kveðja Klakinn
Gleymdi að setja það inn að fararstjórarnir verða á spjallinu á Litludeildarsíðunni á föstudagskvöldinu fyrir ferðina
28.02.2007 at 23:07 #582568Nei Magi minn þú tekur börnin með,Því ungur nemur gamall temur,og var ekki Egill á Borg 3 ára er hann klauf mann í herðar niður.
Að sálfsögðu kemur yngri kynslóðin með,heima í eyjum er ungafólkið alltaf tekið með á Þjóðhátíð og þótt ég sé orðin gráhærður á þeim fáu hárum sem eftir eru þá man ég enn hvað það var gaman að fá að vera með og syngja og vaka með þeim eldri,það gleymist aldrei.Svo er þetta ekki fyrsta skrallið sem börnin þín koma með okkur 3 Vetrarslútt og eitthvað meira.
Klakinn
28.02.2007 at 22:31 #582564Þetta Ameríska skyndibitafæði á ekki heima á þjóðlegri hátíð eins og Góugleði,sumir vilja ekki "Skemda matinn" sem etin er á Þorra og svo var vanin að slátra einu líflambi til Góu og það er hvorki skemmt eður gamalt né heldur brennt inní álpappír á la nýmóðins style,svo bætum við Karrí við og hrísgrjónum vegna fjölmenningarþjóðfélagsins,kneyfum öl að sið Víkinga hellum í okkur SvartaDauða að hætti sjómanna,kyrjum drykkjuvísur að hætti Írskra þræla elskum konur að sið Vestmanneyinga ökum eins og Íslendingum einum er lagið og slúttum ferðinni á SÁÁ í meðferð svo við séum tilbúinn í Vetrarslúttið þar sem við endurtökum leikinn.
Kemur þú ekki meðKlakinn
En hvar er Kalli Sektorsarmsbjargvætturogbensínttur
28.02.2007 at 15:27 #582556Hvernig dettur þér í hug að við í Litludeildini förum að taka með 33"Musso í ferðir,heldur þú að við séum að þvælast með smábíla í ferðir.
Klakinn
28.02.2007 at 11:40 #582552Hvernig dettur þér í hug að Patrol bili???????? hvaðan færð þú slíkar ranghugmyndir,en pattinn þarf víst að vera með ákveðið magn af olíu á tanknum til að halda vélinni í gangi.
Já ég og ‘Oli stefnum á að mæta á svæðið með ásláttarhljóðfærin ef mögulegt er og hafa ofan fyrir ykkur,ekki víst að við komum fyrr en um seinnipartin á Laugardeginum.mikið að gera hjá Óla og mikil veikindi heima hjá mér.
Kv Klakinn
28.02.2007 at 10:47 #199810æja þá er það að bresta á helgina 9-11 mars verður Góugleðin okkar í Árbúðum og skráning er hafin hjá Hrafnhildi á mailinu topas@topasnet.com.
Verðið fyrir 1 nótt +mat er 2000kr.Það verður brugðið út af vananum og grillinu lagt en í staðinn verður Súpukjöt með karrí og hrísgrj.og kjötsúpu með.Lagt verður af stað á laugard frá select kl 9 og verða Kjartan,Kristinn og Haffi Toppur við stjórnvölin.
Skráningu lýkur fimmtud á opnu húsi og þá verða síðustu greiðslur að vera komnar inn á reikning klúbbsins sem er 111-26-74444 og kt 701089-1549.
Þeir sem hafa skráð sig og vilja fara á föstud til að taka úr sér hrollinn,þá verður Stefán Árbúðarjarl á svæðinu,en gistingin á föstud er ekki innifalin í ferðagjaldinu.
Þeir sem eru til í að taka gítarinn með endilega látið það eftir ykkur og höfum góða kvöldvöku.Kjartan bendir á að það sé vissara að vera með 20-40l af eldsneyti með ef færið gæfi nú tilefni til jökla eða annara skemmtilegra leiða.
Fyrir hönd Litlunefndar Laugi
19.02.2007 at 12:38 #580806Tuðsins vegna,meira tuð og ef við bætum smá tuði við þá er þetta orðið heljarins tuð.
Mér hefur fundist frá því ég byrjaði akstur sem atvinnubílstj að kurteysi og tilitsemi hafa aukist til mikillla muna og bæði jeppa,vörubílstjórar,fólksbílaeigendur og aðrir vegfarendur sýni oftast sínar bestu hliðar,og þó að eitthverjir misheppnaðir einstaklingar dreyfi brúnu efni yfir allt og alla aðra,þá er það engin afsökun til að dæma alla aðra eftir þessum tiltekna einstakling,daglega er svínað á mér í akstir c 10 sinnum á vakt,en hin 100 skiptin sem hliðrað er til fyrir mér í umferðini á sama tíma gera meira en að bæta upp gremjuna fyrir svíningarnar.
Ég segji umferðin á Íslandi fer batnandi með hverju árinu sem líður og eftir c eina öld verðum við jafn kusteysir dónar í umferðinni og Ítalir eru í dag.
Klakinn
09.02.2007 at 08:09 #579766Skrökva eða ekki skrökva??? Er það að segja ekki allann sannleikann eða búa til nýjann sannleika,sem er mikið betri og hagstæðari en upphaflegi sannleikurinn sem flokkkast þá sem afgangsstærð og óæskilegur í notkun.
En við hvern heldur þú að ég hafi verið að berjast,konan með Bimmann,dæturnar og synirnir flutt að heiman.þá er bara ein eftir,hah ég vann.
og stal kökunni líka.Klakinn
08.02.2007 at 16:34 #579762ég kannast við þessa aðferð og hef orðið virkilega fyrir barðinu á henni,Ég átti þennann ágætis BMW og var bara drjúgur með gripinn,þá var hann nefnilega minn bíll svo fór konan að notann og þá varð þetta okkar bíll,svo þurfti konana svo mikið að notann að ég gat bara ekki fengið hann lánaðan og þá rann það í ljós fyrir mér að þetta var orðinn bara hennar bíll.þessi aðferðafræði vara reynd með Pattann min en þá áttaði ég mig í tíma og varði hann með álkarli og drullutjakk og var hin grimmasti,jafnvel þó mér hafi verið boðin hin ljufasta skúffukaka lét ég ekki undan freistaranum.ÉG Á PATTANN EINN,
Klakinn
03.02.2007 at 11:45 #578720Lella er bara að virka og eins gott að fara eftir henni,annars er óvíst um björgun.
Jóhannes hefur það hugfast að margur er knár þótt hann sé á Troper(hvað er það annars???)og hjá Trúðum er það skilda að endurtaka mistök ef þau eru skemmtileg.
Kalli bensíntittur vertu þægur annars kem ég í heimsókn og það verður ekki gott fyrir Wiskyflöskuna sem þú notar til spari.
Klakinn Grimmur
30.01.2007 at 10:19 #577758Ég vara orðin hálf leiður á þessum málamyndafestum hinna ferðafélagana og sýndi þeim eina alvöru festu og var hún mynduð frá öllum sjónarhornum til þess að menn gætu lært þetta mjög svo eðla fag.
En svo ber þess að geta að ég er mjög myndarlegur og myndrænn og hinn eðlilegasti hlutur að fólk vilji eiga myndir af mér og tíkinni,ég skil það mjög vel og af hógværð og góðvild hef ég ekki verið að banna mönnum myndartökur,en skil núna vel hvernig Beckham líður og hef verið að gefa honum ráð sérstaklega vegna álags sem þessu fylgir.
Ég veit um einn annann sem er í svipaðri stöðu og ég og er það Ofsi nokkur Snæland,en hann mun ganga um með sólgleraugu og derhúfu til að reyna að hyljast,en svipað er með hann góðmenska og góðir siðir geisla hreinlega af honum.
En þetta verður ekki sagt um fordeiganda sem býr í Skerjafirði en hann mun vera hin versta plága allra myndarvélaeigenda og sjái hann slíka vél er han umsvifalaust búinn að still sér upp fyrir framan og hafa menn nú fundið það ráð að vera með tvær vélar og á meðan fordmaðurinn gerir sig allann til fyrir framan eina sem gjarnan er höfð rafmagnslaus,er hin notuð til eðlilegrar myndartöku af mér og hinum sólgleraugnaskreytta rottuforingja.
Svona er lífið,það geta ekki allir verið eins og ég og Ofsinn,enda sólskin í hverju spori okkar.
Klakinn Hógværi
Svo má náttúrulega bæta því við að þar sem það er svo algengt að sjá ford með skökk dek og á palli vörubíls og alles að það telst ekki til tíðinda,hins vegar taka allir eftir því er ég og Lúther festum okkur sem er mjög sjaldan
-
AuthorReplies