Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
17.01.2003 at 13:20 #466604
Ég hef það fyrir satt að góð stemming er fyrir þorrablótum klúbbsins.
Góð þátttaka virðist ætla að verða á báðum blótunum og fer miðum víst að fækka. Ekki skemmir fyrir að miðaverð hefur verið lækkað.
Skemmtinefndin lofar að ekki verði jafn stappað í skálann og undanfarin ár.
Ekki skemmir fyrir að stormur og stórhríð hefur verið á hálendinu þannig að líklega hefur bætt hressilega á snjóinn.Með von um snjóþungan þorra
Kjartan
08.01.2003 at 13:42 #466170Sælir
Síminn hefur verið að bjóða Motorola Iridium síma á um 70.000 kr. Þetta eru notaðir símar sem koma frá Motorola sjálfum og líta út eins og nýir. Það eru fáir eftir en hugsanlega fást fleiri símar frá framleiðanda.
Símarnir sem kosta um kr. 190 þ. eru nettari og henta betur göngufólki. Þeir munu líklega fljótlega lækka í 150-160þ
Mánaðargjald er kr. 2000 + VSK
Mínútugjald er eftirfarandi:
73 kr. milli Iridium síma
127 kr. úr Iridium í fastlínusíma
153 kr. úr fastlínu í IridiumMeð bestu kveðju
Kjartan
02.01.2003 at 10:47 #465932Ég óska félögum í Ferðaklúbbnum 4×4 gleðilegs nýs árs með þakklæti fyrir það gamla.
Ferðakveðjur
Kjartan
12.11.2002 at 09:22 #464154Minn 4runner var með V6 vél. hún var keyrð um 210þ þegar ég tók hana úr bílnum. Ég lenti ekki í neinum stórum vandræðum með hana þá ca. 100þ km sem ég keyrði hana. Hún var að eyða um 15-20 á hundraðið (5,71 drif) Ég heyrði að það þyrfti að skipta um heddpakningar í 100þ km, það væri þekktur galli. Ég skipti um afturdrif ca. einu sinni á ári, en það er víst eðlilegt með 5,71.
Ég setti 2,8TD Izusu í 4runnerinn og brosi hringinn því eyðslan er bara um 11 ltr í innanbæjarakstri.Kv.
Kjartan
07.11.2002 at 12:50 #464084Sæll Heimir
Í sumar var tímabundið vandamál með innskráningu nýrra félaga en nú er það komið í lag. Pabbi þinn ætti því að vera kominn inn í klúbbinn.
Vegna ófyrirséðra tafa hefur dregist að senda út gíróseðla vegna árgjals en þeir voru prentaðir í síðustu viku og ættu að vera á leiðinni til félagsmanna og ef þú ert á skrá hjá okkur ættir þú einnig að fá gíróseðil fljótlega.
Með kveðju
Kjartan
01.11.2002 at 08:31 #463968Eins og undanfarin ár verður boðið upp á nýliðaferð í Setrið um næstu mánaðamót (helgina 29/11 – 1/12). Líklega verður önnur ferð einnig í boði og þá sennilega á Hveravelli.
Skráning hófst í gær á opnu húsi. Skráð verður á mánudags-fundinum og næstu fimmtudagskvöld.Kv.
Kjartan
29.10.2002 at 11:44 #463888Það var alveg snjólaust í kringum Setrið um helgina.
Klakkurinn var snjólaus en leiðinda klaki í ám.
Kerlingafjallaleiðin var að mestu snjólaus frá Setri að Loðmundi. Frá Loðmundi í Kerlingafjöll var snjóföl en frá Kerlingafjöllum út á Kjalveg voru nokkrir skemmtilegir skaflar á veginum en ekki mikil fyrirstaða.Kv.
Kjartan
29.10.2002 at 08:52 #463882Ferðakúbburinn 4×4 á tvær VHF handstöðvar sem eru leigðar út.
Starfsmaður Klúbbsins sér um útleiguna. Hann svarar í síma 5684444 á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum kl. 9-12Kv
Kjartan
21.10.2002 at 10:02 #463610Talaðu við Sigþór í Arctic Trucks, hann getur ráðlagt þér hvernig best er að breyta 4Runner.
Kv
Kjartan
04.10.2002 at 19:17 #463466Á síðasta aðalfundi var eins og oft áður samþykkt fjárveiting til VHF kerfisins, að þessu sinni allt að kr. 500.000. Óvænt og ófyrirséð útgjöld í VHF kerfinu verða til þess að stjórnin ætlar að leggja fram tillögu um aukafjárveitingu á mánudagsfundinum og bera hana undir atkvæði félagsmanna. Málið verður útskýrt nánar þegar tillagan verður lögð fram.
Klúbburinn á eða mun eignast flesta þá endurvarpa sem við erum að nota í dag.
Okkar sýn er að allt landið verði þokkalega dekkað af endurvörpum í kerfinu okkar. Enn vantar endurvarpa á Vestfjörðum og Norðurlandi vestra. Ég tel að Tetra kerfið muni ekki útrýma VHF kerfinu þar sem það kostar ekkert að nota VHF. Kannski getum við seinna gert samning um að tengja okkar kerfi og Tetra saman eins og Landsbjörg ætlar að gera.Með kveðju
Kjartan G.
01.10.2002 at 15:39 #463432Draumurinn er að tengja endurvarpana saman með línum. Ef endurvarparnir í Bláfjöllum og Gagnheiði væru tengdir saman væri hægt að tala á VHFinu úr Reykjavík við einhvern á Austfjörðum og líklega inn á Grímsfjall.
Til að tengja saman endurvarpa þurfa að vera svokallaðar 4ra víra línur á staðnum þar sem endurvarpinn er.
Á fjallatoppum eins og td. Strút, Bláfelli, Háskerðingi og Vaðöldu eru engar línur.
Svo þarf að borga fyrir línur, bæði stofngjald og leigu.Kv.
01.10.2002 at 08:49 #463428Ef þú ert staddur á góðum stað í Bænum og Jónas vestantil á Vatnajökli er hugsanlegt að þú næðir í hann í gegnum Bláfell. Þú gætir líka reynt að nota NMTið.
23.09.2002 at 11:45 #191694Skipt var um loftnet á VHF endurvarpanum á Þrándi seinnipartinn í sumar og var nýja netið sett í staur skammt frá húsinu.
Við vitum að endurvarpinn dregur ágætlega inn á Hveravelli og austur á Öxnadalsheiði en við vitum ekki hvernig skilyrðin eru í Húnavatnssýslunum og í Skagafirði.
Við hvetjum Húnvetninga, Skagfirðinga og aðra sem eru þarna á ferðinni til að láta okkur vita hvort og hvernig þetta virkar þarna. Endurvarpinn er á rás 46Með kveðju
Kjartan
19.09.2002 at 10:10 #463206Sæll Propane
Starfsmaðurinn okkar hefur verið að ganga frá umsóknum sem borist hafa í sumar.
Þú ættir því að fá svar fljótlega. Hafðu endilega samband við Nikka í síma 5684444 á opnunartíma skrifstofu Klúbbsins (mánudagar, miðvikudagar og föstudagar kl 9-12)og kannaðu hvort umsóknin þín sé ekki frágengin.Með kveðju.
Kjartan
03.09.2002 at 11:56 #462922Mér skilst að það liggi fyrir leyfi til að stækka Setrið um helming. Margir félagsmenn hafa talað um að Setrið sé alveg nógu stórt og réttara væri að byggja minni skála sem rúmar ca. 20 manns, á einhverjum öðrum stað. Þegar fréttir komu af því að breyta ætti deiliskipulagi við Landmannahelli og í Landmannalaugum og leyfa ætti einhverjum félagasamtökum að byggja þar skála var ákveðið að senda viðkomandi yfirvöldum bréf. Í því var óskað eftir leyfi til að byggja skála á öðrum hvorum staðnum. Þetta var aðallega gert til að við kæmum til álita ef deiliskipulagi yrði breytt og ef meirihluti félagsmanna í 4×4 hefði áhuga á að byggja nýjan skála. Ástæðan fyrir því að ég nefndi Hvanngil á fundinum í gær var að ég fékk ábendingu um að hugsanlega gæti 4×4 fengið leyfi til að byggja skála þar. Það er ágætt að fá umræðu um þann möguleika.
Við höfum afnot af Árbúðum á veturna og gætum einnig reynt að fá afnot af fleiri skálum á hálendinu á sama hátt ef áhugi er fyrir því.Kveðjur
Kjartan
24.07.2002 at 11:29 #462112Jæja, nú er sumarhátíðin að baki.
Hvernig fannst mönnum takast til?
Mér fannst þetta hin besta skemmtum. Formenn Suðurlands- og Suðurnesjadeilda stjórnuðu þessu af skörungsskap og klikkaði ekkert nema veðrið. Því var þó reddað fyrir horn með því að vera með stórt samkomutjald þar sem sameiginlegur kvöldverður, kvöldvaka og gítarrall fór fram. Frekar fámennt var víst í bíltúrnum sem Heiðar stóð fyrir á laugardagsmorgninum. Palli Hall, Gummi Hæ ásamt fleirum stjórnuðu leikjum barna á öllum aldri í rigningunni. Lúffi trúbador spilaði undir fjöldasöng við varðeldinn sem skíðlogaði þrátt fyrir skýfall fyrr um daginn.Kveðja
KG
22.07.2002 at 11:22 #462464Sæll Ingi
Þakka þér fyrir ábendinguna.Við munum kanna þetta mál.
Kveðja
Kjartan
20.06.2002 at 13:06 #461820Sýningar á vegum 4×4 hafa yfirleitt verið haldnar á 2ja ára fresti og er sýning ekki á döfinni á þessu ári
Kveðja
Kjartan
29.05.2002 at 09:41 #461294Sælir
Ég komst því miður ekki inneftir. Þeir félagar sem ég hef rætt við eru á einu máli um að þetta hafi verið frábært í alla staði.
Kv.
Kjartan
08.05.2002 at 10:16 #460942Sælir félagar
Mikilvægt er að taka faglega á þessum málum en fara ekki offari með látum og upphrópunum.
Stjórnin fundaði með umhverfisnefnd vegna þessa í gær og var nefndinni falið að vera í sambandi við náttúruverndaryfirvöld á Reykjanesi. Einnig ætlum við að reyna að koma okkar sjónarmiðum á framfæri við þá aðila sem þarna voru að verki.Og Stebbi, ég skil ekki alveg sneiðina.
Kveðja
Kjartan Gunnsteinsson
formaður
-
AuthorReplies