Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
28.05.2003 at 18:41 #473550
Ég vil byrja á að ítreka þá skoðun mína, að Ferðaklúbburinn 4×4 eigi ekki að blanda sér í pólitískar þrætur um nýtingu hálendisins og hvort eigi að virkja eða ekki.
Ég er sammála Birni Þorra og fleirum um að æskilegra væri að það kæmi skýrt fram í lögum um þjóðgarða, að öll umferð jeppa á jöklum sé heimil, svo fremi að ekki verði af því náttúruspjöll.
Ekki er gott að eiga þetta undir einhverri geðþóttaákvörðun þjóðgarðsvarðar. Ég tel að við eigum að ræða við yfirvöld og koma áhyggjum okkar á framfæri.
Við skulum samt varast að mála skrattann á vegginn og sjá óvini í hverju horni.Ferðaklúbburinn 4×4 fékk því framgengt að akstur á snjó er heimill samkvæmt lögum, og kannski er hægt að fá því framgengt að akstur á jöklum í þjóðgörðum sé heimill, nema að þjóðgarðsvörður banni það, og þá sé bannið stutt með rökum.
KG
22.05.2003 at 17:59 #473714Við höfum gert samning við LÍV og FÍ um aðgang að VHF kerfinu okkar. Greiða þessir aðilar árlega ákveðna upphæð fyrir afnot af kerfinu og fer þessi upphæð í sjóð sem nota á í viðhald á VHF kerfinu. Fleiri aðilar, eins og Útivist og Húsbílaklúbbur hafa sýnt áhuga á að fá að nota kerfið. Tekið skal fram að þessir aðilar fá aðeins aðgang að endurvarparásunum okkar. Þeir eru síðan með sínar eigin beinu rásir.
Síðastliðið sumar voru settir upp endurvarpar á Háskerðingi og Reykjafjöllum. Þetta var samvinnuverkefni 4×4, LÍV, FÍ og Sigga Harðar. Háskerðingur er með rás 45 og Reykjafjöll með rás 42.
Nýlega var settur upp endurvarpi á Náttmálafjalli, milli Borgarfjarðar Eystri og Húsavíkur. Þessi endurvarpi er samvinnuverkefni Björgunarsveitanna, 4×4, LÍV og FÍ.
Hann er með rás 46, þannig að félagar í 4×4 hafa sjálfkrafa aðgang að honum.Með því að vera í samvinnu við þessi félög byggjum við upp öflugt fjarskiptakerfi mun fyrr en ef við værum einir í þessu.
Kv.
KG
12.05.2003 at 11:01 #473274Sælir félagar
Það er enginn neyddur í nefndarstarf fyrir klúbbinn, því við vitum að svoleiðis skilar litlu.
Það kemur okkur því pínulítið á óvart að Maggi skuli vilja draga sig í hlé eftir að hafa samþykkt að fara í ritnefnd.
Stjórnin er að vinna í því að fá nýjan mann í nefndina.
Vonandi verður það komið á hreint á fimmtudagskvöldið.Mbk.
Kjartan
23.04.2003 at 09:00 #472528Ég þakka gagnrínina, öll gagnríni er til góðs.
Ferðaklúbburinn 4×4 er hagsmunafélag jeppamanna og stjórn félagsins fer með mál þess milli aðalfunda. Mú er það eitt af hagsmunamálum jeppamanna að fá afslátt hjá ýmsum fyrirtækjum tengdum þessu áhugamáli okkar.
Það er oft á tíðum ekki auðvelt að telja fyrirtæki á að gefa okkur afslátt eða styrkja okkur.Þegar menn ráðast að einu af þessum fyrirtækjum með svívirðingum, finnst mér rétt að biðja þá um að gæta hófs. Mér finnst það vera svívirðingar að uppnefna fyrirtækið með td. "Dýranaust" og "Svíðingsnaust", eins og fram kom hér að ofan.
Ég lít ekki á það sem ritskoðun. Ef mönnum finnst þetta vera ritskoðun, bið ég velvirðingar á því.Ég ætla ekki að tjá mig um varahlutaverð í Bílanaust, en ég hringi yfirleitt á 2 – 3 staði og kanna verð áður en ég kaupi varahluti.
M.b.k.
Kjartan
22.04.2003 at 13:12 #472514Ég vil biðja menn að gæta hófs í skrifum hér á spjallinu og missa sig ekki í svívirðingar og ærumeiðingar.
Bílanaust á ekki skilið af okkur, félögum í Ferðaklúbbnum, svona skrif og skítkast.
Bílanaust hefur stutt dyggilega við bakið á Klúbbnum með ýmisskonar styrkjum.
Einnig fá félagsmenn þar verulegan afslátt, sem jafnast á við afslátt sem stærstu fyrirtæki fá.Kæru félagar og aðrir sem skrifa hér á spjallinu:
Gætum hófs og verum málefnalegir. Missum okkur ekki í skrif af því tagi, sem hefur verið á þessum þræði.Kjartan
31.03.2003 at 11:33 #471728Þessi Jökulheimaferð hefur verið alvöruferð með krapafestum og alles.
Hvað er af Seturs- og Hveravallaferð að frétta?Við félagarnir í Rottugenginu fórum með 27 bíla hóp á Langjökul á laugardaginn.
Við fórum í Þjófakrók og þaðan upp á jökulinn. Mjög erfitt færi var á jöklinum og skyggni versnaði þegar leið á daginn. 38 og 44" bílarnir voru komnir langleiðina inn á Hábungu þegar ákveðið var að snúa við.
Bílar sem drifu minna (alveg niður í 33" hjól) komust upp í miðjar brekkur.
Við fórum síðan suður Kaldadal heim. Mikill púðursnjór var þar á köflum og erfitt færi, en mjög gaman.Kv.
Kjartan
28.03.2003 at 13:04 #471284Ég vil benda þeim sem fara á Langjökul á morgun, og eru ekki með VHF talstöð, á að hægt er að leigja stöð hjá Sigga Harðar.
Eins og fram kemur í tilkynningadálkinum, ætlum við að fara frá Esso i Ártúnsbrekku kl 09:00 í fyrramálið.
Ég hringdi upp í Húsafell og fékk að vita að mjög líklega verði hægt að fá eldsneyti þar á morgun.
Það lítur annars vel út með veður.Kveðja
Kjartan
25.03.2003 at 08:29 #471454Sæll Monni
Á opnu húsi hittast menn til skrafs og ráðagerða um jeppamensku og fjallaferðir. Þar segja menn grobbsögur af sjálfum sér, sannar og lognar. Menn kynnast hverjir öðrum og ferðir verða til.
Hinir eldri og reyndari miðla visku sinni til hinna yngri.
Hægt er að fá góð ráð um breytingar á bílum og upplýsingar um legu slóða og færð.
Semsagt mjög skemmtileg og gagnleg samkoma.Kv. KG
10.03.2003 at 13:16 #461352Sæll Ingi
Komdu á opið hús á fimmtudagskvöldið og við skulum skoða þetta fyrir þig. Gjaldkerinn verður með stimpilinn á lofti og stimplar skírteinið og við getum sýnt þér hvernig á að brjóta það saman.
Með bestu kveðjum
Kjartan
10.03.2003 at 11:07 #461346Ef ég man rétt fékk Sigþór fyrrverandi gjaldkeri þessa spurningu. Það kostar helling að láta útbúa plastskírteini í kretitkortastærð. Einnig er aukakostnaður við að senda út límmiða með ártali til þeirra sem borga (eins og td. FÍB gerir). Þetta snýst jú allt um krónur og aura.
Að maður tali nú ekki um vinnuna í kringum þetta.
Gíróseðla fyrirkomulagið er svo einfalt og gott.
Ég blæs á að þetta virki ekki, ég er með minn seðil í veskinu og hann dugar ágætlega.Reynið að vera jákvæðir, lífið verður svo miklu auðveldara og skemmtilegra þannig.
Með bestu kveðjum.
kjartan
10.03.2003 at 07:53 #461338Sæll Benedikt
Hér fyrir sunnan förum við með gíróseðilinn okkar í bankann, greiðum hann og látum stimpla á réttum stað. Þar með erum við með fullgilt félagsskírteini.
Við þurfum því ekki að bíða og sjá til hvort þetta blessaða félag hafi "rænu" á að senda okkur skírteinið.
Með jákvæðniskveðjum
Kjartan
09.03.2003 at 23:18 #461334Að sjálfsögðu fá allir inngöngu í Ferðaklúbbinn 4×4 sem sækja um.
Það getur tekið smá tíma frá því að menn sækja um þar til þeir fá gíróseðil sendan. Skrá þarf nýjan umsækjanda inn og senda síðan viðskiptabanka Klúbbsins upplýsingar um viðkomandi. Bankinn sendir síðan gíróseðilinn til umsækjanda.
Um leið og seðillinn hefur verið greiddur í banka (vegna stimpilsins)er umsækjandi orðinn fullgildur félagi með félagsskírteini upp á vasann.
Við hvetjum alla sem eru að sækja um og er farið að lengja eftir svari að senda tölvupóst á stjorn@f4x4.is og ítreka umsókn.Kveðja
Kjartan
24.02.2003 at 14:15 #469210Ég kannast ekki við að klúbburinn sé að klofna.
Það er hverjum félagsmanni frjálst að taka Setrið frá fyrir einkasamkvæmi svo framalega sem hann borgi fyrir það.
Einar Sól og margir sem voru með honum inni í Setri eru enn félagar í klúbbnum og ég hef ekki heyri að þeir séu á leið út.Kv.
kjartan
20.02.2003 at 23:28 #468936Maggi felgubreikkari er bestur. Hann heitir
Magnús Sveinþórsson og er á Bíldshöfða 16. s. 5673322Kv. KG
09.02.2003 at 20:28 #192154Hvað er að gerast! Voru ferðasöguritarar eftir sig eftir síðustu helgi? Ég saknaði þess að sjá ekki jafn líflega umræðu um blótsferðina um helgina, aðeins formlegar og stuttar fréttir í tilkynningadálkinum.
Ég hef heyrt að fólk út um allt land hafi fylgst spennt með á spjallinu um síðustu helgi.
Hvað klikkaði núna Ofsi?Kv.
KG
08.02.2003 at 18:06 #468158Nýjustu fréttir af þorrablótsförum eru að allir eru komnir í Setrið nema "Fastur" og félagar. Þeir eru fastir undir Loðmundi. Líkur eru á að þeir missi af þorrablóti aðra helgina í röð.
Gilli skemmtinefndarmaður eyðilagði dekk í gær og reynir að hugga sig með því að yfirmaður hans bæti tjónið (bjartsýnn). Hann fékk dekk sent inneftir í dag.
Sindri braut öxul í dag þegar þeir fóru út að leika.Kokkurinn hefur verið að skera niður þorramat og undirbúa síðan kl. 2 í dag og það stefnir í þrusublót í kvöld.
Kv.
Kjartan
08.02.2003 at 17:23 #468156Það er ekki að þessum 4runnerum að spyrja, alltaf bestir á fjöllum. Hvort allir öxlar eða öll hjól eru með skiptir ekki máli, þeir eru alltaf bestir og mestir.
Það er annars af Ísrunner að frétta að Hilux hásing er komin inn í skúr hjá Þresti og búið að rífa hana í spað. Hún mun síðan fara undir Runnerinn á næstunni.
Kv. Kjartan
05.02.2003 at 20:41 #467516Þessari frægu þorrablótsferð um helgina lauk í gærkvöldi þegar patrólinn hans Danna var sóttur inn á Sprengisand.
Við komum með hann í Bæinn um kl. 23 og að sjálfsögðu var það Toyota sem dró hann heim.Takk fyrir frábæra helgi á fjöllum.
Kjartan
03.02.2003 at 15:41 #467510Við vorum stöðugt að reyna að ná í fólk sem væri komið í Setrið til að biðja það að koma á móti okkur niður í Kisubotna. Það var ekki fyrr en að við vorum að verða komin í Setrið að við áttuðum okkur á að enginn var þar.
Síminn í Setrinu var bilaður en við gátum gert við hann.Smá leiðrétting: Izrunnerinn þurfti EKKI að vera í spotta þó framdrifið hafi vantað, aðeins þurfti að kippa í hann tvisvar eða þrisvar þega billinn á undan hafði gjörsamlega eyðilagt förin.
KG
29.01.2003 at 08:35 #192071Mjög skemmtilegar myndir hjá Hjalta í myndaalbúminu.
Gaman að sjá hvernig jepparnir voru útbúnir þegar menn voru að byrja að ferðast um hálendið. Meira af þessu.
Kv.
Kjartan
-
AuthorReplies